Vísir - 01.11.1978, Page 16

Vísir - 01.11.1978, Page 16
16 MiOvikudagur 1. nóvember 1978 VISIR LÍF 06 LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST Söngtíðindi Undanfarinn mánuO hefur rikt óvenjuleg gróska á sviöi söngiistar hér I borg, og er þaO vel. Þann 7. október hélt Ingveidur Hjaltested tónleika á vegum Tónlistar- félagsins viO undirleik Jóninu Gisladóttur, pfanóieikara. Þann 20. október hélt Gerard Souzay ljóOatónieika f Háskólabiói einnig á vegum Tónlistarfélagsins. Þá hélt hann þriggja daga söngnámskeiö þar sem Islenskir söngvarar og söngnemar fengu tækifæri til aö syngja fyrir hann og njóta ieiösagnar hans. Þaö var Tónlistar- skólinn I Reykjavfk, sem stóö aö þvi námskelöi, og ber aö þakka þaö framtak alveg sérstaklega. Þá héit Anna Moffo, heimsfræg primadonna, tónleika I Háskóiabfói þ. 26. þ.m. og aöra tónleika þ. 29. Hún kom hingaö á vegum Fulbright-stofnunar á tslandi og Háskóla tslands. Ingveldur — „upplyfting aö heyra gullfallega, óskemmda náttúrurödd”, segir Þuriöur Pálsdóttir. Allir kostir óperu- söngkonunnar. Tónleikar Ingveldar Hjaltested minntu um margt á söngtónleika eins og þeir geröust i Reykjavik fyrir 25-30 árum slðan. Þá kom hver islenski góö- söngvarinn af öörum, hélt hljómleika og söng listavel. En þær kröfur voru þá gerðar til söngvara aö þeir heföu fallega og góöa söngrödd, kynnu aö beita henni og túlkuöu viöfangs- efnin eftir eöli söngvanna. Það var mikil upplyfting aö heyra gullf allega , óskemmda náttúrurödd syngja á þann veg, sem er aðall allrar sönglistar, en þaö er aö ná að hrifa áheyr- endur. Viðfangsefni söng- skrárinnar voru vandmeö- farin, og var auðfundiö aö Ingveldur haföi unniö markvisst og af alúö aö þessum tónleikum. Fyrir hlé voru lög eftir Franz Schubert, Jóhannes Brahms og Richard Strauss. Ingveldur tók létt og fallega á röddinni og lagði mikinn innileik I túlkun, enda þaö gæfunnar barn að geta sungiö hárfint „pianissimo”, mjúkt „mezzopiano” og voldugt „forte.” Af fyrri hluta efnisskrárinnar hreif mig mest „Immer leiser wird mein Schlummer” eftir Brahms og „Meinem Kinde” eftir Richard Strauss. Seinni hluti efnis- skrárinnar var helgaöur norrænum tónskáldum þeim Páli Isólfssyni, Edward Grieg og Jean Sibelius, ásamt Giacomo Puccini, en eftir hann söng hún tvær aríur úr óper- unum Gianni Schicchi og Tosca. Það var ró og fegurö yfir „Söng bláu nunnanna” eftir Pál Isólfsson og „Varen” eftir Edward Grieg. 1 lagi Sibeliusar „Flickan kom ifran sin alsklings möte” sýndi Ingveldur þá dramatik, sem röddin býr yfir, þó algjörlega áreynslulaust. Ariur Puccinis voru hámark tónleikanna, en arluna úr Gianni Schicchi „0 mio babbino caro” söng hún yndislega. Söng Ingveldar var fork- unnar vel tekið og var hún margklöppuö fram og söng þrjú aukalög. Ingveldur Hjaltested hefur þegiö undurfagra söngrödd I vöggugjöf, og hún hefur um árabil stundaö söngnám hjá ýmsum kennurum. En undanfarin þrjú ár hefur hún unniö sjálfstætt, og hefur náö aö vinna úr þvi, sem hún hefur numiö, og tileinkaö sér þaö besta I þágu sinnar sérstæöu söng- raddar. Eftir þessa tónleika stendur hún sem glæsileg söngkona. Hún hefur alla kosti óperusöng- konunnar, raddstyrk, raddfegurö, úthald og túlk- unarhæfni. Þarna eru verömæti, sem ekki má kasta á glæ. Jónina Gisladóttir aöstoöaöi söngkonuna meö prýöi. Of mikillar hlédrægni gætti þó viða, en hún hafði einnig lagt sig mjög fram viö að vanda til tónleikanna, og sýndi þarna aö hún er vaxandi pianóleikari. Souzay —engir stjörnustælar. Þvi miður var ég erlendis þegar Gerard Souzay hélt ljóðatónleika i Háskólabiói, en ég náði aö hlusta á nám- skeiðið, sem hann hélt á vegum Tónlistarskólans i TÓNLIST QÞurlöur Pálsdótt- ir skrifar um söng. Reykjavik. Þar sungu rúmlega tuttugu söngvarar og komu þar fram bæöi nemendur og reyndir söngvarar islenskir. Námskeiöið var mikil lyfti- stöng fyrir Islenskt sönglif, og mjög spennandi fyrir okkur áheyrendur. Gerard Souzay var fyrst og fremst mannlegur og hleypi- dómalaus i leiöbeiningum sinum. Hann var elsku- legur en ákveöinn og hrif- andi glöggur. Þá stóö hann aldrei sjálfur sem stjarna, heldur haföi lag á aö láta söngvarana gleyma tauga- óstyrk og gera sitt besta. Þau, sem sungu á nám- skeiðinu, stóðu sig vel, sum framúrskarandi og athygli vakti hve margir góöir og vaxandi söngvarar komu þar fram. Þorgeröur Ingólfsdóttir sá um fram- kvæmd námskeiðisins fyrir hönd Tónlistarskólans og vil ég þakka henni sér- staklega fyrir það. Hún leysti allan vanda meö lipurö og ljúfmennsku og var Tónlistarskólanum og okkur öllum til sóma. Moffo og lögmál likamshrörnunar- innar. Tónleika önnu Moffo I Háskólabiói var beðiö meö eftirvæntingu. Anna Moffo er heimsfræg söngkona, og söngur hennar á hljóm- plötum og i óperu- sjónvarpsupptökum gefur sannarlega til kynna aö hún er vel aö frægöinni komin. En þaö ér svo meö söng og listdans, aö þaö eru þær tvær listgreinar, sem einna óvægilegast lúta lög- málum likamshrörnunar. Þó Anna Moffo sé ennþá ljómandi falleg kona, þá var Anna Moffo, sem söng fyrir okkur i Háskólabiói 26. október, ekki sú söng- kona sem viö áttum von á aö heyra, ef dæma á eftir frægðarferli hennar. Enginn ætlast til þess aö rödd hennar sé jafn fersk og fögur og hún var fyrir 25 árum þegar hún hlaut Fulbrightstyrkinn til fram- haldsnáms á Italiu. En oftast er þaö svo, ef um Moffo — vonbrigöi heimsfræga söngvara er aö ræöa, aö þótt röddin missi nokkuð meö aldrinum, þá hafa þeir venjulega þaö margt til brunns aö bera i túlkun og tónfegurð aö unun er á aö hlýöa. Þvi var ekki þannig fariö á tón- leikum Onnu Moffo. En Anna Moffo er óperusöng- stjarna fyrst og fremst og I arium úr óperum eftir Verdi og Puccini naut hún sin best. Þá sýndi hún fallega söngtækni og leik- túlkun sem hæföi frægri primadonnu. Vafalaust hafa margir haft ánægju af aðsjá og heyra önnu Moffo i eigin persónu og það er mikils viröi. Pianóleikar- inn Martin Smith aöstoðaði söngkonuna lýtalaust, en fremur ópersónulega. lslenski dansflokkurinn sér til þess meö ekki allt of löngu millibili aö ballettáhuga f ólk fái eitthvaö aö sjá viö sitt hæfi. Meö dönsurunum á myndinni er Karen Morell. Rokkað á Stóra sviðinu Rokkbaliettinn-1955 veröur frumsýndur á nýrri danssýningu ís- ienska dansflokksins I Þjóöleikhúsinu á fimmtu- dagskvöldiö. Þessi ballett er saminn af tslenska dansflokknum i danssmiöju undir leiö- sögn og stjórn bandarisku ballerfnunnar Karenar Morells. Hann fjallar um timabiliö, þegar rokktón- listin og -dansinn stóöu sem hæst og er öll tónlist- in I ballettinum flutt af Elvis Presley. I sýningunni veröa tveir aörir ballettar. Þeir voru sýndir á Listahátiö í vor: Pas de quatre, eftir hinn heimskunna ballett- dansara og stjórnanda Anton Dolin, sem sjálfur sviösetti ballettinn, og Sæmundur Klemensson nýr islenskur ballett eftir Ingibjörgu Björnsdóttur viö tónlist Þursaflokks- ins. 1 siöarnefnda ballett- inum er fléttað saman Is- lenskri danslist og þjóö- legri tónlist i nútima- færslu. Karen Morell hefur dvalist hér siöan i haust og kennt Islenska dans- flokknum. Hún var til skamms tima mjög róm- uö ballerina vestanhafs, starfaöi um 9 ára skeiö með New York City Ballet sem sólódansari, en varö fyrir slysi fyrir þremur árum, sem batt endi á dansferil hennar og hefur hún nú snúið sér aö kennslu. Leikmynd viö ballett- ana er eftir Björn G. Björnsson. 12 dansarar koma fram I þeim og eru þeir allir i Islenska dans- flokknum nema tveir karldansarar og tvær stúlkur úr ballettskóla Þjóðleikhússins. Næstu sýningar eftir frumsýningu eru á laugardaginn kl. 15 og þriöjudagskvöldiö 7. nóvember. óvist er aö unnt veröi aö hafa nema þessar þrjár sýningar. s, jónvarps bíó E nœstunni Sjónvarpiö hefur nýlega fest kaup á nýjum pakka af kvikmyndum sem viö fáum væntanlega aö sjá á næst- unni. Samkvæmt upplýsingum Björns Baldurssonar, dagskrárritstjóra sjónvarpsins veröa eftirfarandi myndir aö öllu forfallalausu á dagskrá sjónvarpsins fram aö jólum: Virgin Soldiers lýsir hvernig ungur breskur her- maöur i Malaysiu fær þar sina fyrstu reynslu af bæöi kynlifi og manndrápum. Myndin er gerö áriö 1970, byggö á samnefndu leikriti en leikstjóri er John Bext- er. Aöalhlutverk: Hywel Bennett, Lynn Redgrave. Bona sera Mrs. Campbell er gamanmynd frá árinu 1969, meö Gina Lollo- brigida, Peter Lawford, Shelley Winters og Phil Sil- vers i aöalhlutverkum. La Meilieure facon de Marcher er þekkt frönsk kvikmynd frá árinu 1975, stjórnaö af Claude Miller. 1 aöalhlutverkum eru Pat- rick Dewaere og Patrick Bouchetey. Þessi mynd, sem gerist I sumarbúöum fyrir unga drengi, var sýnd hér á franskri kvikmynda- viku fyrir skömmu. The Big Knife frá 1955 byggir á leikriti Clifford Odets um kvikmyndaborg- ina Hollywood. Leikstjóri er gamli haröjaxlinn Ro- bert Aldrich og i aöalhlut- verkum eru Jack Palance, Ida Lupino og Wendell Corey. The Golden Salamander er breskur reyfari frá 1951. Aðalhlutverk: Trevor Ho- ward og Anouk Aimée. Leikstjóri: Ronald Neame. The Big Country (1958) er frægur vestri eftir William Wyler sem sýndur var I Tónabiói á sinum tima. Aðalhlutverk: Gre- gory Peck, Jean Simmons, Burl Ives. Across the Bridge (1957) er bresk mynd byggö á sögu Graham Greene. Rod Steiger leikur kaupsýslu- mann á flótta undan lög- - reglunni fyrir rán. Leik- stjóri: Ken Annakin. Support YourLocal Sher- iff (1969) er bandariskur gamanvestri meö James LÍFOGLIST LÍFOGLIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.