Vísir - 01.11.1978, Blaðsíða 23

Vísir - 01.11.1978, Blaðsíða 23
VISIR Miövikudagur 1. nóvember 1978 23 Vantrú á íslenskum iðnaði hefur verið nokkur þrándur f götu — segir Haukur Eggertsson framkvœmdastjóri ,, Min reynsla er sú að islensk iðnfyrirtæki hafi oft átt frekar erfitt með að ná viðskiptum við ýmsar opinberar stofnanir en á þvi hefur orðið veruleg breyting til hins betra hin siðari ár” sagði Haukur Eggertsson fram- kvæmdastjóri Plast- prent h/f, þegar Visir spurði um reynslu hans af viðskiptum við opin- bera aðila og hvort hann teldi að hægt væri þar um að bæta is- lenskum iðnaði i hag. „Ástæöuna tel ég vera þá aö forsvarsmenn þessara stofnana hafa ekki þekkt möguleika iönaöarinsog aö iönaöurinn hafi ekki alltaf þekkt þarfir þeirra. Þá mun gömul vantrú á íslensk- um iðnaöi hafa veriö nokkur þrándur í götu, enda stundum ekki aö öllu ástæöulaus. Uppbygging iönaöar er ekkert sem veröur hrist fram ilr erm- inni á skömmum tima, hvorki þekkingarlega né tæknilega en framfarir hafa oröiö mjög mikl- ar slöustu tiu til tuttugu árin. Enginn vafier á aö hægt væri aö auka samskipti þessarra aöila i rikum mæli meö meiri kynningu. T.d. gekkst Fél. isl. iönrekenda fyrir kynnisför for- ráöamanna innkaupastofiiana rikisins og Reykjavikurborgar I nokkur iönfyrirtæki fyrir u.þ.b. tveimur árum. Af þessu var ómetanlegt gagn og sem dæmi um þaö lét einn af þeim mönn- Haukur Eggertsson um, sem meö slik innkaup hefur aö gera, þau orö falla aö hann heföi kynnst islenskum iönaöi betur á þessum eina degi en öll þau ár sem hann væri búinn aö vera i starfi hjá viökomandi stofnun. Raunþekking og já- kvætt viöhorf veröur þarna sem viöar besta leiöarljósiö. En oft er um þaö talaö aö opinberir aöilareigi aö láta inn- lenda framleiöendur sitja fyrir um innkaup, jafn vel þótt verö væri 10-15% hærra. Min reynsla er sú aö þetta sé mest I oröi á opinberum vettvangi enda óvist hversu mikinn rétt þaö ætti á sér aöminnsta kosti ef allar aö- stæöur væru eölilegar. Hitt er verra, þegar opinberir kaup- endur kref jast bindandi verös af innlendum framleiöendum i is- lenskum gjaldmiöli, kannski allt upp i' 6 mánuöi, en erlend til- boö látin gilda i allt öörum og stööugri gjaldmiöli jafnvel þótt vitaö sé aö gengisfall er á næsta leyti. Slikur ójöfnuöur getur ekki gengiö,” sagöi Haukur Eggertsson. -jm Stór hluti kemur aftur í ríkiskassann ef skipt er við innlenda #fÁílfl ~ se9'r 1 ^önskum bœklingi UVIfU ef|jr Mogens Korst Davið Scheving Thorsteinsson sagði i Visi i gær að Danir hefðu reiknað það út hjá sér að það sé ódýr- ara fyrir rikið að skipta við innlenda aðila heldur en kaupa frá öðrum löndum, jafnvel þótt það sé 30% dýrara. 1 nýútgefnum pistli Lands- foreningen Dansk arbejde, „danskt eöa erlent” eftir Mog- ens Korst, koma fram ýmsar at- hyglisveröar upplýsingar um þýöingu innkaupa hins opinbera fyrir atvinnulifiö i Danmörku. Korst tekur t.d. fyrir einfalt skýringardæmi um 100 kr. inn- kaup hins opinbera og lýsir áhríum þeirra á danskt efna- hagslif, eftir þvi hvort skipt er viö innlenda eöa erlenda fram- leiöendur. Dæmi hans er byggt á meöaltalsUtreikningum og upphæöin 100 einungis valin til einföldunar. 1 þvi tilviki aö skipt er viö er- lenda aöila er dæmiö einfalt, þ.e. hrein útgjöld rikisins auk- ast um 100 kr. og gjaldeyrisút- streymi nemur sömu upphæö. Aftur á móti ef hiö opinbera vel- ur danskan (innlendan) fram- leiöanda veröur niöurstaðan samkv. dæmi Korst aö riki og sveitarfélög fá 10 kr. af þessari upphæö, vegna tekna af álögö- um gjöldum á fyrirtækin. En þaö er meira sem kemur til. 18 krónur fara til aö borga laun hjá framleiöanda og ef sú forsenda er gefin aö atvinna aukist spar- ar hiö opinbera nálægt 15 kr. i minni atvinnuleysisbótum. Hiö opinbera hefur þannig þénaö 10 kr. og sparaö 15 kr., þ.e. 25 kr. eöa fjóröungur Utlagörar upp- hæöar er þegar i heimahUsum. Sagan er þó enn ekki öll. Af 100 kr. innkaupum hins opin- bera fara 56 kr. til kaupa á vör- um frá öörum fyrirtækjum 4 kr. til afskrifta og innri fjármögn- unar og 10 kr. til ýmissa rekstrarútgjalda. Samtals 70 kr., sem allt kemur til meö aö auka umsetningu annarra fyrir- tækja fyrr eöa sföar. Auövitaö aö hluta til erlendis, þar sem sum aöföngveröur aöflytja inn en samkvæmt Korst er a.m.k. helmingur þessarar upphæöar, þ.e. 35 kr., aöföng frá öörum dönskum fyrirtækjum. Af þvi leiöir aö hringrásin hefst aö nýju og fjóröi hluti af þeim 35 kr. hafnar aö lokum hjá hinu opinbera. Korst dregur þá almennu niöurstööu af dæmi sinu „aö minnst þriöjungur af þeirri upp- hæö sem variö er til opinberra innkaupa skili sér til baka i rikiskassann I formi hærri skatta og lægri atvinnuleysis- bóta.Eöasagtáannanhátt. Frá sjónarhóli hins opinbera mun ekki kosta meira aö gera inn- kaup hjá dönskum framleiö- anda en hjá erlendum, þó aö er- lenda tilboöiö viröist beinlinis einum þriöja ódýrara en þaö danska.” Ahrifin eru i raun enn viötæk- ari, þar sem aukin atvinna leiöir til aukinna tekna landsmanna oghluti af þeim tekjuauka end- ar aö lokum hjá rikinu I formi skatta. En Korst nefnir einnig athyglisvert dæmi um ný- hannaö fiskieftirlitsskip sem danska sjávarútvegsráöuneytiö er aö láta byggja þar i landi. Þetta skip hefur vakiö mikla at- hygli i öörum löndum og gera Danir sér góöar vonir um aö geta hafiö útfhitning á þessu skipi I framtiöinni. Þetta hreyfir viö þeim hliöaráhrifum opin- berra innkaupa sem erfitt er aö meta til fjár, þ.e. hugsanlg myndun nýrrar framleiöslu sem siöar kann aö veröa þýöingar- mikil fyrir útflutninginn og þar meö gjaldeyrisstööuna. Korst minnist einnig á finnska rannsókn i grein sinni sem leiddi til þeirrar niöurstööu aö mjög algengt væri aö innkaup hins opinbera á þarlendri fram- leiöslu heföi I för meö séraö 40% af viröi framleiöslunnar skilaöi sér aftur I rikiskassann I formi skatt- og tolltekna. A sama tfma eykst atvinna og innflutnings- þörf minnkar. Þetta hefur haft áhrif á afstööu finnskra yfir- valda til opinberra innkaupa og er almennur vilji til aö borga nokkuö hærra verö fyrir inn- lenda en erlenda framleiöslu. 1 lokin er ekki Ur vegi aö geta þess til fróöleiks aö samkvæmt grein Korst er minna en 50% af heildarinnkaupum opinberra geira sérhvers lands I Efna- hagsbandalaginu gerö utan landssteina rikjanna þegar á hefldina er litið. A Islandi er þessitaia tvimælalaust allmiklu hærri. Areiöanleg tala i sam- ræmi viö þessa skiptingu er aö visu ekki fyrirliggjandi varö- andi heildarinnkaup opinbera geirans hérlendis en sem nokkra visbendingu má geta þess að um 80% af innkaupum Innkaupastofnunar rikisins fyrir áriö 1977 voru á erlendum vörum. Bara gestir ^ Séö á skilti viö glæsilegt 0 eyöimerkurhótel: „Aöeins 0 hótelgestir mega synda I • hillingunum.” •Riðuveikt fólk Dagur á Akureyri hefur áhyggjur af riöuveiki I sauö- fé, eins og flestir aörir á landinu. Og um daginn kom hann meö dálitiö kaldrana- legt dæmi um hvernig þekkja má riöuveiki. Dagur segir: „Fyrir þá mörgu sem ekki hafa séö riöuveikt sauöfé en vilja vita hvernig veikin lýsir sér eru dæmi nærtæk. Riöuveikar kindur og ölvaöir menn eru furöanlega lik fyrirbæri. Göngulag er reikult, höfuöburöur oft ein- kenniiegur og ýmsar hreyfingar sjúklegar og ósjálfráöar. Engin lækning hefur fundist gegn riöuveik- inni.” Sigurjón • Húsnœðismól ;í borgarstjórn Herbergjastrið hiö meira er nU hafiö I borgarstjórn og veröur lfklega eitt heitasta máliö i pólittkinni næstu daga og vikur. Máliö er þaö aö Sigurjón Pétursson mun ööru hverju hafa fengiö inni I annars ónotaöri herbergiskytru i eigu borgarinnar, til aö spjalla viö fólk sem hefur leitaö til hans meö borgar- málefni. Daviö Oddsson hefur fengið þetta skjalfest og i Mogganum i gær hefur hann mikla krossferö til aö gera Sigurjón húsnæöislausan. Ekki er óllklegt aö barátt- an fari snarharönandi á næstu dögum þvi Mogginn hefur lengi haldiö þvl fram aö eitthvaö væri skúmmelt viö herbergjamál Sigurjóns. Eftir látunum aö dæma mætti ætla aö þetta herbergi væri ekki miklu minna en Viöishúsiö góöa. Davlö Flugorrusta Þjóöviljinn hefur nú tekiö aö sér aö hjálpa ólafi Ragn- ari Grlmssyni aö fara sem verstmeö Flugleiöir og kem- ur kannske ekki á óvart. 1 blaðinu i gær var mikið skammast Ut af amerlkufar- gjöldum Flugleiöa, sem eru mjög lág. NU stjórnar Al- þýöubandalagiö landinu og kemur þvitilmeö aö hafa Ur- slitaáhrif I mörgum málum. Þaö er þvl ekki ómögulegt aö Flugleiðir veröi aö láta undan þrýstingnum og stór- hækka fargjöld tU Banda- rikjanna. —ÓT

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.