Morgunblaðið - 03.01.2001, Side 18

Morgunblaðið - 03.01.2001, Side 18
18 E MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ HeimiliFasteignir Opið virka daga frá kl. 8-12 og 13-17 Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali BÚJARÐIR Á söluskrá FM eru núna yfir 40 sumarhús og um 100 jarðir af ýmsum stærðum. Póstsendum söluskrár um land allt. Hæðir BRÆÐRABORGARSTÍGUR Mjög áhugaverð hæð ásamt risi í eldra tvíbýlishúsi í vesturbænum. Íbúðin hefur tvo sérinnganga. Á hæðinni er eldhús, hol, samliggjandi stofur og eitt svefnh. og uppi eru tvö herb og baðherb. Parket á gólfum á hæðinni. 5448 4ra herb. og stærri KÓPALIND Til sölu mjög glæsileg fullbúin fjög- urra herb. 123 fm íbúð á jarðhæð í glæsilegu litlu fjölbýli við Kópalind. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Stór sólpallur. Eign sem vert er að skoða. Verð 16,2 m. 3707 3ja herb. íbúðir STANGARHOLT Áhugaverð íbúð í þessum vinsælu húsum við Stangarholt. Íbúðin er samtals um 91 fm, hæð og ris. Á að- alhæð er eldhús, stofur, svefnher- bergi og baðherbergi. Í risi eru tvö herb. ásamt óinnréttuðu rými. 2997 ÞINGHÓLSBRAUT Glæsileg þriggja herb. íbúð á fyrstu hæð í nýlegu fjórbýlishúsi í vesturbæ Kópavogs. Sérinngangur og sólrík verönd fyrir utan stofu. Þvottahús í íbúð. Vandaðar innréttingar í eldhúsi, forstofu og herb. Flísalagt baðherb. með innréttingu. Parket og flísar á gólfum. 2959 2ja herb. íbúðir GRETTISGATA Skemmtileg tveggja herb ósamþykkt íbúð á 2. hæð í bakhúsi. Húsið er steinhús, byggt 1921. Hátt er til lofts í íbúðinni, um 2,80 m. Eldhúsið er með eldri málaðri viðarinnréttingu. Baðherbergið er með litlu baðkari undir súð, með hvítum tækjum og gólfborðum á gólfi. Á gólfum í stofu og herb. eru falleg gólfborð. 1732 Atvinnuhúsnæði FISKISLÓÐ - FJÁRFESTAR Til sölu 347 fm áhugavert atvinnu- húsnæði við Fiskislóð. Húsnæðið er á tveimur hæðum. Efri hæðin er inn- réttuð fyrir skrifstofur, neðri hæðin innréttuð sem afgreiðsla og lager. Húsnæðið er í góðri leigu undir snyrtilegan rekstur. Nánari uppl. á skrifstofu. 9410 HAFNARSTRÆTI Til sölu eða leigu glæsileg húseign við Hafnarstræti. Húsið hefur allt ver- ið endurnýjað að utan og að hluta að innan. Stærð 745 fm. Hús sem gefur mikla notkunarmöguleika. Teikningar og nánari uppl. á skrifstofu. TILBOÐ ÓSKAST. 9343 Landsbyggðin TJARNARKOT Til sölu jörðin Tjarnarkot í Húnaþingi vestra. Byggingar á jörðinni eru m.a. íbúðarhús, fjárhús, hlaða og hesthús. Greiðslumark í sauðfé 166 ærgildi. Jörðin selst án bústofns og véla. Nánari uppl. á skrifstofu. 10731 GRINDAVÍK Til sölu gott 117 fm hús ásamt 11 fm geymslu. Húsið er timburhús, byggt 1973. Ágætt ástand. Laust fljótlega. Verð 9,0 m. 14296 FLÚÐIR Til sölu fasteignin Akurgerði 6 í Hrunamannahreppi í Árnessýslu. Um er að ræða hús, byggt 1995, stein- steypt á einni hæð og klætt að utan með Steni-klæðningu að hluta. Hús- ið er 129 fm að stærð og lóðin er 1.400 fm. Húsið hefur verið notað sem afgreiðsla og vinnuaðstaða fyrir póst og síma á svæðinu og getur auðveldlega nýst áfram fyrir annars- konar starfsemi. Húsið er inni í íbúð- arhverfi og gæti einnig nýst sem íbúðarhús. Lóðin er stór, 1.400 fm, öll frágengin með gróðri og stéttum með hitalögnum og lýsingu. Mjög gott aðgengi er að húsinu og mörg bílastæði við það. 14288 SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ SÍÐUMÚLI - HEIL HÚSEIGN Til sölu mjög gott skrifstofuhús- næði við Síðumúla. Húsnæðið, sem er kjallari og þrjár hæðir, er byggt 1983 og er um 1.000 fm. Húsið hýsir í dag stóra verk- fræðistofu. Allur aðbúnaður og skipulag mjög gott. Húsið getur verið laust seinni hluta árs 2002 og kemur til greina að leigja hús- ið af væntanlegum kaupanda, a.m.k. til þess tíma. Nánari upplýs- ingar á skrifstofu. 9400 FOSSHÁLS 27 Til sölu mjög vel staðsett húsnæði á götuhæð í þessu myndar- lega húsi. Stærð rúmir 1.000 fm. Umtalsverður byggingarréttur mögulegur, teikningar fyrirliggjandi. Mikil lofthæð og hægt að hafa margar innkeyrsludyr. Eign sem gefur mikla möguleika. Nán- ari uppl. á skrifstofu. 9417 Brúðurnar fimm sem sitja við borðið eru allar þýskar. Þær drekka súkku- laði úr fínum enskum bollum. Drengurinn í rauðu matrósafötunum er Kämmer & Reihardt brúða, Stelpurnar í ljósrauðu kjólunum með hrokkna hárið eru frá Simon & Halbig. Stóra dúkkan til vinstri er líka framleidd hjá því fyrirtæki en strákurinn í stólnum er framleiddur hjá Franz Schmidt, en þetta voru allt frægir dúkkuframleiðendur fyrir margt löngu síðan. Margir safna dúkkum frá ýmsum tímum og t.d. í Maastricht er frægt brúðusafn. Brúðuheimilið Þessi rússneski sleði, blámálaður, er útskorinn úr tré að mestum hluta. Hjólin eru aðeins til skrauts og skreytingin er lárviðarkransar, vængjaðar konur og sfinksar. Í svona sleðum ók hið 0rússneska fyr- irfólk 19. aldar í en þessi lenti í Dan- mörku en enginn veit nú hvernig. Rússneskur sleði úr tré HJÁ fasteignasölunni Kjöreign er nú til sölu eða leigu nýbygging við Lyngháls 4 í Reykjavík. „Þetta verð- ur mjög glæsileg bygging, sem ætl- uð er fyrir verzlun, skrifstofur og þjónustustarfsemi,“ sagði Dan Wii- um, fasteignasali hjá Kjöreign. „Byggingin verðu fjórar hæðir og með lyftu. Hver hæð er 1.145 ferm. og góð nýting á hverri hæð og hægt að fá keypt stæði í bílageymslu. Alls verður þessi nýbygging því rúmlega 4.500 ferm. og hún stendur á miklum útsýnisstað. Það verður mikið í þessa byggingu lagt, en hún verður einangruð að ut- an og klædd með áli, en öll norð- urhliðin verður úr gleri, sem gefur byggingunni sérstakt yfirbragð og gerir hana svipmeiri en ella. Hönn- uður byggingarinnar er Pálmar Kristmundsson arkitekt og tel ég að hönnun byggingarinnar hafi tekizt afar vel.“ Sameign í nýbyggingunni verður frágengin og anddyri flísalagt. Í kjallara verður bílageymsla með stæðum sem verða fullfrágengin og er hægt að fá þau keypt samkvæmt framansögðu. Einnig verða lóð og bílastæði á henni fullfrágengin, en með bílageymslu verða alls 172 bíla- stæði við húsið. Verð á fermetra á verslunarhús- næði á 1. hæð er 140.000 kr., á geymsluhúsnæði á 1. hæð 80.000 kr., á verzlunarhúsnæði á 2. hæð 130.000 kr., á skrifstofuhúsnæði á 3. hæð 115.000 kr. og á skrifstofuhúsnæði á 4. hæð er fermetraverðið 125.000 kr. „Það eru líklega komnir leigjend- ur eða kaupendur að minnsta kosti helmingi að þessari nýbyggingu og því er ég mjög bjartsýnn á fram- haldið,“ sagði Dan. „Byggingin hef- ur líka mikla kosti. Það eru mörg bílastæði við hana auk bílastæða- húss, en góð bílastæði skipta að sjálfsögðu miklu máli fyrir hús af þessu tagi. Húsið stendur á hornlóð. Það er því mjög áberandi og með af- ar góðri aðkomu. Þetta hverfi hefur mikið aðdráttarafl fyrir verzlun og viðskipti, en það er nánast fullbyggt og stór og öflug fyrirtæki hafa hasl- að sér þar völl. Í nágrenni eru m.a. Vífilfell, Orkuveitan, Osta- og smjör- salan, Össur, Ölgerð Egils Skalla- grímssonar og Plastprent, svo að nokkuð sé nefnt.“ Dan sagði að það hefði færzt í vöxt að stór fyrirtæki kysu heldur að gera langtíma leigusamninga um húsnæði frekar en að kaupa það. „Þau telja sig fá betri ávöxtun á fjár- magnið með því að nota það í rekst- urinn í stað þess að hafa það bundið í fasteignum,“ sagði Dan. „Auk þess fer sú skoðun vaxandi að það sé heppilegra að sérstök fyr- irtæki sjái um viðhald og rekstur fasteignanna. Þau geta þá sérhæft sig á sínu sviði. Þetta fyrirkomulag á vafalaust eftir að verða enn algeng- ara í framtíðinni en nú er.“ Líflegur markaður framundan „Ég tel að markaðurinn verði líf- legur á þessu nýbyrjaða ári, bæði í íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði,“ sagði Dan Wiium ennfremur. „Það verður áfram mikil eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæð- inu, ekki hvað sízt sökum þess að fólk mun halda áfram að flytja hing- að utan af landsbyggðinni. Í rauninni hefur aldrei tekizt að metta þörfina á höfuðborgarsvæðinu og hún er greinilega meiri en nokkru sinni áður. Þetta sýnir ásóknin í nýja hverfið í Grafarholti í Reykjavík og við lóðaúthlutanir í Mosfellsbæ og Garðabæ hafa umsækjendur verið allt að þrisvar sinnum fleiri en þær lóðir, sem til úthlutunar eru.“ Dan Wiium kvað afföllin af hús- bréfunum draga minna úr markaðn- um en áður. „Fólk er farið að sætta sig við þau og það liggur í loftinu að vextir eiga eftir að lækka í vetur,“ sagði hann. Það mun hafa mjög jákvæð áhrif á húsbréfin og á eftirspurn eftir at- vinnuhúsnæði.“ Lyngháls 4 Útlitsteikning af nýbyggingunni, sem rís við Lyngháls 4. Hún verður fjórar hæðir og með lyftu. Hver hæð er 1.145 ferm. og alls verður byggingin því rúmir 4.500 ferm. og góð nýting á hverri hæð. Hægt er að fá keypt stæði í bíla- geymslu. Fjöldi bílastæða verður einnig á lóð. Byggingaraðili er Eykt ehf., en hönnuður er Pálmar Kristmundsson arkitekt. Morgunblaðið/Árni Sæberg Byggingarframkvæmdir eru þegar komnar vel á veg, en húsið á að verða tilbúið næsta haust. Húsið er bæði til sölu og til leigu hjá Kjöreign.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.