Morgunblaðið - 04.01.2001, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 B 3
ÍÞRÓTTIR
Eiður til-
nefndur
EIÐUR Smári Guðjohnsen
er einn fimm leikmanna sem
tilnefndir eru hjá enska net-
miðlinum fa-premier.com
sem leikmenn desem-
bermánaðar í ensku úrvals-
deildinni í knattspyrnu.
Kosið er á vefnum á milli
Eiðs Smára, Ole Gunnars
Solskjær, Manchester Unit-
ed, Steven Gerrard, Liv-
erpool, James Beattie,
Southampton, og Mart
Poom, Derby.
Eiður Smári var mjög
heitur í framlínunni hjá
Chelsea og skoraði fimm
mörk í jafnmörgum leikjum
Lundúnaliðsins. Hann
skyggði algjörlega á Hol-
lendinginn Jimmy Floyd
Hasselbaink sem mátti
sætta sig við að fylgjast með
Eiði í þremur þessara leikja
en hann tók út þriggja leikja
bann í desember.
FÓLK
DARREN Anderton vill fara að
dæmi Sol Campbell, fyrirliða Tott-
enham, og vera um kyrrt hjá
félaginu en samningar þeirra
renna út í sumar.
BELGÍSKI landsliðsmaðurinn
Gilles de Bilde er aftur kominn í
herbúðir enska 1. deildarliðsins
Sheffield Wednesday eftir að hafa
verið í leigu hjá Aston Villa í þrjá
mánuði.
JUAN Pablo Angel, kólumbíski
landsliðsmaðurinn sem Aston Villa
festi kaup á fyrir skömmu á 1
milljarð króna, er kominn með at-
vinnuleyfi á Englandi og mun
hann leika sinn fyrsta leik í bún-
ingi Aston Villa þegar liðið leikur
gegn Liverpool hinn 13. janúar.
STAFFAN Olsson hefur farið að
dæmi félaga síns, Magnusar Wis-
landers, og framlengt samning
sinn við þýsku meistarana í hand-
knattleik, Kiel, til vorsins 2002.
Olsson, sem er 36 ára gamall, var
með tilboð frá sænsku 1. deild-
arliði um að gerast þar þjálfari og
leikmaður en gaf Kiel jákvætt svar
á þriðjudag.
NENAD Perunicic, stórskytta
Kiel og júgóslavneska landsliðsins,
er að öllum líkindum á förum frá
þýsku meisturunum en hann er
sagður mjög óánægður þar. Mörg
lið í Þýskalandi hafa sýnt honum
áhuga og þar eru Íslendingafélög-
in Essen og Magdeburg nefnd til
sögunnar. Perunicic er rétthent
skytta, 2,03 metrar á hæð.
NORÐMENN sigruðu Pólverja,
29:22, og Alsír vann Sádi-Arabíu,
24:16, á alþjóðlegu handknattleiks-
móti sem hófst í Noregi í gær. All-
ar þjóðirnar nema Pólverjar leika
á HM í Frakklandi síðar í þessum
mánuði. Steinar Ege markvörður
var í aðalhlutverki hjá norska lið-
inu í gær.
NORÐMENN hafa ekki tilkynnt
HM lið sitt ennþá. Kristian Kjell-
ing, sem átti að vera með á HM,
fótbrotnaði fyrir viku og ekki er
ólíklegt að Kenneth Klev taki
stöðu hans. Klev er mikill skytta
og gerði Haukum lífið leitt í leik
liðanna í Sandefjord.
KR vann Stjörnuna, 5:0, í úr-
slitaleik á jólamóti KR í meist-
araflokki kvenna í innanhússknatt-
spyrnu. Hrefna Jóhannesdóttir
skoraði tvö marka KR. Valur og
ÍBV urðu í 3.–4. sæti en átta lið
tóku þátt í mótinu. María Björk
Ágústsdóttir, markvörður Stjörn-
unnar, var valin besti leikmaður
mótsins.
Það þóttu stórtíðindi í handknatt-leiksheiminum seint á síðasta
ári þegar kvennaliði Grænlands
tókst að tryggja sér
sæti á HM kvenna
sem fram fer á Ítalíu
síðar á þessu ári. Og
ekki þóttu það minni
tíðindi þegar karlalið Grænlands
fékk farseðilinn á HM óvænt á silf-
urfati en eftir að Kúbumenn drógu
þátttöku sína til baka á mótinu fengu
Grænlendingar, sem urðu í fimmta
sæti í Ameríkuriðli undankeppni
HM, boð um að taka þátt í HM sem
fyrsta varaþjóð. Grænlendingar
þáðu boðið og verða því með á HM í
fyrsta sinn. Grænlendingar eru nán-
ast nýgræðingar á sviði alþjóðlegs
handknattleiks. Samtals hefur
Grænland aðeins leikið 27 landsleiki.
Grænlenska handknattleikssam-
bandið var stofnað árið 1974 en varð
ekki fullgildur meðlimur í Alþjóða
handknattleikssambandinu fyrr en í
septembermánuði 1998.
Þjóðin mjög stolt
„Ég er búinn að búa í Grænlandi í
mörg ár. Ég hef verið þjálfari bæði
karla- og kvennaliða, hef setið í
stjórn handknattleikssambandsins
og hef aðstoð leikmenn við að kom-
ast til erlendra félaga. Undanfarin
ár hef ég verið með karlalandsliðinu
sem liðsstjóri og ég gat ekki hugsað
mér að sleppa heimsmeistarakeppn-
inni þegar þetta kom upp á,“ segir
Guðmundur í samtali við Morgun-
blaðið.
En hvað segja Grænlendingar um
þessi tíðindi að eiga fulltrúa á HM
bæði í karla- og kvennaflokki?
„Þjóðin er auðvitað mjög stolt af
þessu og ég er ekki í neinum vafa um
að þátttaka liðanna á eftir að verða
mikil lyftistöng fyrir handboltann og
ekki síst fyrir íþróttirnar í heild í
Grænlandi. Það eru ekki nema þrjú
ár síðan við vorum undir hatti
danska sambandsins svo eðlilega
ríkir mikill spenningur hjá fólki út af
þessu.“
Handboltinn
þjóðaríþrótt
Það má segja að handboltinn sé
þjóðaríþrótt Grænlendinga en 3,5%
af 55.000 íbúum eyjarinnar leggja
stund á íþróttina. Meðlimir græn-
lenska handknattleikssambandsins
eru rúmlega 1.800 manns og miðað
við höfðatölu eru Grænlendingar í
öðru sæti á þeim vígstöðvum á eftir
Íslendingum. Félögin sem leggja
stund á handknattleik eru 21 talsins
og eru allir leikmenn áhugamenn.
Grænlendingar munu leika í C-
riðli á HM í Frakklandi og af mörg-
um er þetta talinn einn sterkasti rið-
ill mótins. Auk Grænlendinga í riðl-
inum eru: Króatar, Þjóðverjar,
Spánverjar, Kóreumenn og Banda-
ríkjamenn.
En hvaða væntingar fara Græn-
lendingar með til Frakklands?
„Við förum aðallega í þessa
keppni til að vera með og öðlast
reynslu. Riðillinn er gríðarlega
sterkur og aðalmarkmið liðsins er að
gera eins vel og það getur. Ég sá það
á heimasíðu keppnninar að það yrði
talinn sögulegur viðburður ef Græn-
land fengi stig á mótinu og það má
alveg segja að það sé rétt ályktun,“
segir Guðmundur.
Ulrik Winther Hansen, mark-
vörður Grænlendinga, segir í viðtali
á heimasíðu heimsmeistaramótsins
að stefnan hafi verið tekin að leggja
Bandaríkjamenn að velli og þá eigi
liðið möguleika gegn Kóreu.
Skårup byrjaði
Guðmundur segir að landslið
Grænlendinga sé góð blanda yngri
og eldri leikmanna. Nokkrir leik-
manna liðsins spila með dönskum
félagsliðum, markvörðurinn Ulrik
Winther Hansen leikur með norska
úrvalsdeildarliðinu Heimdal og
Hans Peter Motzfeldt, sem var hjá
FH-ingum fyrir nokkrum árum,
leikur með Bregenz, toppliði Aust-
urríkis. Þjálfari grænlenska lands-
liðsins er Dani, Bo Roy að nafni, og
aðstoðarþjálfarinn er Hans Peter
Munk Andersson, fyrrverandi
landsliðsmaður Dana. Danir hafa
komið talsvert við sögu varðandi
uppbyggingu og þjálfun í Grænlandi
en fyrsti landsliðsþjálfarinn var Per
Skårup, fyrrverandi landsliðsmaður
og þjálfari Framara á árum áður.
Hvernig hefur liðið undirbúið sig
fyrir mótið?
„Liðið var í æfingabúðum í Dan-
mörku fyrir jólin en lokaundirbún-
ingurinn hefst á morgun (í dag) og
við erum að reyna að semja við Dani
um að spila leiki gegn þeim. Það er
erfitt að fá þjóðir til að koma til okk-
ar og spila. Við erum langt í burtu og
fjárhagurinn er ekki ýkja traustur. “
Guðmundur segir að kvennahand-
boltinn í Grænlandi sé á mikilli upp-
leið og hann þakkar það heimsókn
danska landsliðsins sem sótti Græn-
lendinga heim fyrir um áratug.
Hann segir að grænlensku konurnar
séu tæknilega mjög góðar og hann
segist hlakka mikið til að fylgjast
með þeim á HM á Ítalíu síðar á
árinu.
Guðmundur hefur starfað við hitt
og þetta í Grænlandi þau ár sem
hann hefur búið þar en hann er gift-
ur Benediktu Þorsteinsson sem um
tíma var ráðherra í heimastjórninni.
Ástæðan fyrir því að þau fluttu til Ís-
lands er sú að Benedikta er sest á
skólabekk hér á landi en þau stefna á
að halda aftur til Grænlands eftir tvö
til þrjú ár.
Guðmundur Þorsteinsson liðsstjóri
Grænlendinga á HM í Frakklandi
Mætum
gríðarlega
sterkum
þjóðum
Í ÞAÐ minnsta einn Íslendingur mun halda með Grænlendingum á
heimsmeistarakeppni í handknattleik karla sem hefst í Frakklandi
23. janúnar næstkomandi. Hann heitir Guðmundur Þorsteinsson og
er liðsstjóri grænlenska landsliðsins. Guðmundur hefur verið bú-
settur í Grænlandi undanfarin ár ásamt eiginkonu sinni, Benediktu
Þorsteinsson,og hefur hann þjálfað félög á eyjunni ásamt því að
starfa fyrir grænlenska handknattleikssambandið. Guðmundur og
Benedikta eru flutt til Íslands í bili en það breytir því ekki að hann
verður með grænlenska landsliðinu á HM og í gær hélt hann utan
vegna undirbúnings liðsins fyrir mótið.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
(Keflavík) og Cedrick Holmes (ÍR) hafa reynst liðum sínum vel í vetur og
ga- og frákastahæstu leikmanna úrvalsdeildarinnar.
Kristni Árnasyni, klúbbmeistara úrGR, hefur verið bætt í hópinn sem
t hefur saman í vetur en landslið Ís-
ds eru þannig skipuð:
A-lið kvenna: Helga Rut Svanbergs-
ttir (Kili), Herborg Arnarsdóttir (GR),
trín Dögg Hilmarsdóttir (Kili), Kol-
n Sól Ingólfsdóttir (Keili), Kristín
sa Erlendsdóttir (Keili), Nína Björk
irsdóttir (Kili), Ólöf María Jónsdóttir
eili) og Ragnhildur Sigurðardóttir
R).
A-lið karla: Björgvin Sigurbergsson
eili), Helgi Birkir Þórisson (GS), Ottó
gurðsson (GKG), Ólafur Már Sigurðs-
n (Keili), Ómar Halldórsson (GA), Þor-
inn Hallgrímsson (GR) og Örn Ævar
artarson (GS)
Aðrir í æfingahóp karlaliðsins eru:
ðunn Einarsson (GÍ), Guðmundur
gvi Einarsson (GSS ), Haraldur Heim-
isson (GR), Heiðar Davíð Bragason
(Kili), Ingvar Karl Hermannsson (GA),
Kristinn Árnason (GR), Pétur Óskar Sig-
urðsson (Oddi), Sigurpáll Sveinsson (GA),
Tómas Salmon (GR), Tryggvi Pétursson
(GR), Örn Sölvi Halldórsson (GR).
Pilta- og stúlknalandslið Íslands verða
einnig í æfingabúðum undir handleiðslu
Staffans en landsliðin eru þannig skipuð:
Gunnar Þór Gunnarsson (GKG), Hróð-
mar Halldórsson (Leyni), Magnús Lár-
usson (Kili), Magnús Ingi Magnússon
(GR), Karl Haraldsson (GV), Sigmundur
Einar Másson (GKG), Stefán Orri Ólafs-
son (Leyni), Tómas Aðalsteinsson (Keili),
Anna Lísa Jóhannsdóttir (GR), Helena
Árnadóttir (GA), Karlotta Einarsdóttir
(NK), Kristín Rós Kristjánsdóttir (GR),
Lára Hannesdóttir (GR), Nína Björk
Geirsdóttir (Kili) og Tinna Jóhannsdóttir
(Keili).
Golflandsliðin
æfingabúðum
NDSLIÐ Íslands í golfi komu saman til æfingabúða í gær og verða þau einn-
saman í dag. Þetta er í annað sinn sem Staffan Johansson, landsliðsþjálfari
Svíþjóð, kallar lið sitt saman á yfirstandandi undirbúningstímabili. Liðs-
nn landsliðinna, sem eru búsettir hér á landi, hafa æft reglulega í vetur í
ðhöllinni undir handleiðslu Ragnars Ólafssonar liðsstjóra, en þrír kylf-
ar í A-landsliðum leika golf í Bandaríkjunum samhliða námi en þau eru
f María Jónsdóttir, Keili, Örn Ævar Hjartarson úr GS og Ómar Halldórsson
Akureyri.
SSAM Hassan, framherji egypska
dsliðsins í knattspyrnu, jafnar á laug-
aginn landsleikjamet Þjóðverjans
har Matthäus, en hann leikur sinn
. landsleik er Egyptar mæta Samein-
arabísku furstadæmunum. Metið
mun svo falla á þriðjudag er Hassan leik-
ur með Egyptum við Zambíu. Þvínæst er
fjögurra þjóða móti í Íran og í lok janúar
mæta Egyptar Marokkó í undankeppni
HM. Hassan hóf landsliðsferilinn fyrir 15
árum með 3:0 tapi fyrir Norðmönnum.
Hassan bætir landsleikjametið