Morgunblaðið - 09.01.2001, Blaðsíða 16
ALBERT Óskarsson lék
sinn síðasta leik fyrir
körfuknattleiksdeild Kefla-
víkur á sunnudaginn. Al-
bert, sem er flugvirki hjá
flugfélaginu Atlanta, heldur
í vikunni til Sádi-Arabíu og
mun vinna þar í þrjá mán-
uði. „Ég var bara að fylgj-
ast með félögum mínum á
Netinu,“ sagði Albert eftir
síðasta leik sinn því þó að
hann gæti mögulega verið á
Íslandi á næstu leiktíð, ætl-
ar hann að leggja skóna á
hilluna. Hann skilur félaga
sína eftir í góðum málum,
efsta í úrvalsdeildinni og í
undanúrslitum í bikar. „Ég
treysti þeim til að gera út
um þetta mót því liðið er
allt að koma til og menn að
koma til baka eftir meiðsli.
Auðvitað hefði verið
gaman að fara alla leið með
þeim en það þarf að fá fyr-
ir salti í grautinn.“
Albert
hættur
með
Keflavík
Sigurður Jónsson knattspyrnu-maður hefur ákveðið að ganga
til liðs við nýliða FH-inga og leika
með þeim á komandi sumri. Morg-
unblaðið hefur þetta eftir öruggum
heimildum og verður gengið frá
samningi við hann á næstunni. Sig-
urður, sem er 34 ára gamall, er án efa
einn þekktasti knattspyrnumaður
landsins. Hann sneri heim úr at-
vinnumennskunni í fyrra og lék með
Skagamönnum á síðasta keppnis-
tímabili. Hann komst að samkomu-
lagi við forráðamenn ÍA um að verða
leystur undan samningi fyrir
skömmu og varð félagið við þeirri ósk
hans. Sigurður hefur nýverið fest
kaup á húsi á höfuðborgarsvæðinu og
flytur frá Akranesi innan skamms.
Hilmar einnig til FH
Þá er annar kunnur kappi á leið til
Hafnarfjarðarliðsins en Hilmar
Björnsson skrifar eins og Sigurður
undir samning við FH innan
skamms. Hilmar, sem er 31 árs gam-
all, hefur leikið með Fram síðustu tvö
keppnistímabil en lengst af hefur
hann leikið með KR. Hann er þó ekki
alveg ókunnugur FH-liðinu en hann
lék með því síðari hluta sumars 1993
og átti stóran þátt í velgengni liðsins
það ár en FH varð þá í öðru sæti á
eftir Akurnesingum.
Sigurður
fer í FH
BIRGIR Leifur Hafþórsson, kylf-
ingur frá Akranesi, og Staffan
Johanson, landsliðsþjálfara í
golfi, hafa ákveðið að hefja sam-
starf.
Birgir Leifur hefur leik á
áskorendamótaröðinni í mars og
hefur áhuga á að flytjast til Sví-
þjóðar þar sem Johanson býr en
ekki hefur verið gengið frá þeim
málum enn.
Staffan Johanson hefur að-
stoðað Pierre Furek, sem varð í
öðru sæti á HM í holukeppni um
helgina og verður Birgir Leifur
því annar skjólstæðingur Jo-
hansons á mótaröð evrópskra at-
vinnukylfinga.
Samstarf Johansons
og Birgis Leifs
Stricker er í 90. sæti á heimslist-anum og var alls ekki inn í
myndinni varðandi þetta mót, en
komst að vegna þess að nokkrir af
fremstu kylfingum heims hættu við
þátttöku. Bandaríkjamanninum hef-
ur gengið illa síðustu árin og hafði
ekki tekist að sigra á móti í fjögur
ár þar til á sunnudaginn að hann
tryggði sér sigur og eina milljón
dollara, eða um 84 milljónir króna.
Stricker var að vonum yfir sig
ánægður eftir sigurinn og átti erfitt
með að leyna tilfinningum sínum.
„Ég átti ekki von á að vera svona
lengi í Ástralíu, bjóst við að leika
nokkra leiki og halda síðan heim, en
ég er ekkert að kvarta,“ sagði hann
um leið og hann faðmaði kylfusvein-
inn, félaga sinn frá Wisconsin. „Mér
hefur liðið vel hér og fann að sjálfs-
traustið var í lagi og þá veit maður
aldrei hvað getur gerst,“ sagði
hann.
Fulke lék alls ekki illa í úrslita-
leiknum en púttin brugðust honum
að þessu sinni. Hann má þó vel við
una því hann hafði um 42 milljónir
króna upp úr krafsinu. Þess má
geta að Staffan Johanson, landsliðs-
þjálfari Íslands í golfi, er þjálfari
Fulke.
Japaninn Toru Taniguchi vann
Ernie Els 4-3 í 18 holu keppni um
þriðja sætið.
Síðan HM í holukeppni hófst fyr-
ir sjö árum hefur keppendalistinn
alltaf verið sterkari en hann var að
þessu sinni. Margir af fremstu kylf-
ingum heims lögðu ekki á sig að
fara til Ástralíu svo nærri hátíð-
unum, vildu fremur vera í faðmi
fjölskyldunnar. Í þessum hópi eru
meðal annars Tiger Woods, David
Duval, Phil Mickelson og Colin
Montgomerie.
Reuters
Steve Stricker rekur bikarnum góða rembingskoss eftir sig-
urinn á Pierre Fulke.
Stricker
vann Fulke
í úrslitum
BANDARÍSKI kylfingurinn Steve Stricker sigraði Pierre Fulke frá
Svíþjóð í úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar í holukeppni sem
lauk í Melbourne í Ástralíu á sunnudaginn. Úrslitaviðureignin var
tveir hringir en Stricker tryggði sér sigur á 35. holu.