Morgunblaðið - 09.01.2001, Blaðsíða 1
2001 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR BLAÐ B
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
KNATTSPYRNA: SIGURÐUR OG HILMAR Í FH / B16
Indriði Sigurðsson og Gylfi Ein-arsson, leikmenn með norska
úrvalsdeildarliðinu Lilleström í
Noregi, komu ekki
með landsliðshópn-
um til Indlands eins
og ráð var fyrir gert
þegar landsliðshóp-
urinn hélt frá Íslandi á sunnudags-
morguninn. Ástæðan fyrir því var
að Arne Erlandsson, þjálfari Lille-
ström, vildi ekki sleppa þeim á
sunnudaginn, þar sem hann vildi
hafa þá með í æfingaleik hjá Lille-
ström gegn nýliðum norsku úrvals-
deildarinnar, Sogndal. Var hann
með öllu ófánanlegur til þess að
sleppa hendinni af leikmönnunum.
Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari
var ekki ánægður með hvað Arne
Erlandsson var óliðlegur. „Hann
sagðist vera búinn að skipuleggja
starf sitt fjóra mánuði fram í tím-
ann. Ég sagði að um væri að ræða
aðeins einn æfingaleik. Það væri
slæmt fyrir tvo unga stráka að
ferðast einir yfir hálfan hnöttinn –
á eftir félögum sínum. „Þá fara
þeir ekki,“ sagði Arne. Við höfðum
strax samband við Indriða og Gylfa
til að kanna huga þeirra. Báðir
sögðust vera tilbúnir að leggja það
á sig að fara einir til Indlands, til
að geta verið með landsliðshópn-
um.“
Þeir félagar fljúga beint frá Ósló
til Nýju-Delhí og koma þaðan til
móts við landsliðshópinn á keppn-
isstaðnum í Cochin í S-hluta Ind-
lands í kvöld.
Morgunblaðið/Einar Falur
Landsliðsmennirnir Veigar Páll Gunnarsson, Kjartan Antonsson og Gunnleifur Gunnleifsson bera á sig moskítóvörn fyrir utan flug-
stöðina í Bombay á Indlandi í gærmorgun, en unglingsstúlka með barn í fanginu biður þá um peninga.
Lilleström setti „rautt
ljós“ á Íslendingana
Sigmundur Ó.
Steinarsson
skrifar
frá Indlandi
Vegabréfsáritun
gekk hratt fyrir sig
ÍSLENSKI landsliðshópurinn sem kom til Indlands í gær-
morgun, varð að fá vegabréfsáritun á flugvellinum í Bombay.
Margir töldu að það yrði mikið stapp að fá vegabréfsáritun
inn í landlið, en Íslendingar sem fara til Indlands þurfa að
senda vegabréf sín til sendiráðs Íslands í Noregi, til að fá
vegabréfsáritun. Þegar komið var til Bombay tók maður frá
indverska knattspyrnusambandinu á móti íslenska liðinu og
fór hann strax í það að fá vegabréfsáritun á staðnum. Það
gekk hratt fyrir sig og sýnir að knattspyrnan á sér engin
landamæri.