Morgunblaðið - 09.01.2001, Blaðsíða 13
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 B 13
Eiður Smári var tekinn út úrbyrjunarliðinu eftir gott
gengi að undanförnu ásamt þeim
Sam Dalla Bona og Jody Morris.
Claudio Ranieri vildi hvíla þá eftir
mikið leikjaálag yfir jólin. Gian-
franco Zola kom inn í liðið fyrir
Eið Smára og var í aðalhlutverki,
skoraði tvö mörk og átti þátt í einu
til viðbótar. Eiður kom inn á sem
varamaður á 67. mínútu og þurfti
aðeins fimm mínútur til að komast
á blað. Hann skoraði þá þriðja
mark Chelsea með viðstöðulausu
skoti eftir fyrirgjöf frá Gustavo
Poyet. Hin mörk Chelsea gerðu
þeir Poyet og Jimmy Floyd Hass-
elbaink.
„Ég var búinn að lesa mikið um
að Chelsea væri í kröggum, en ég
fann áður en liðin gengu inn á völl-
inn að leikmenn Chelsea voru
virkilega samstilltir og liðsandinn
hjá þeim frábær. Knattspyrnan
sem liðið sýndi var í háum gæða-
flokki og ég vona að Chelsea haldi
sínu striki og vinni bikarinn aftur,“
sagði Barry Fry, knattspyrnu-
stjóri Peterborough.
Hermann óheppinn
að skora ekki í sigurleik
Hermann Hreiðarsson og félag-
ar í Ipswich sóttu heim utandeilda-
liðið Morecambe og unnu án of
mikilla vandræða, 3:0. Marcus
Stewart, Alun Armstrong og
Jermaine Wright skoruðu mörkin.
Hermann lék allan leikinn og var
óheppinn að komast ekki á blað
því hann átti þrumuskot í þverslá
og tvö önnur ágæt marktækifæri.
Arnar Gunnlaugsson fékk hins-
vegar ekki tækifæri. Hann sat á
varamannabekknum þegar Leic-
ester vann 3. deildarliðið York, 3:0.
Það tók Leicester 57 mínútur að
ná forystunni en eftir það var sig-
urinn ekki í hættu. Bjarki bróðir
hans var líka fjarri góðu gamni en
hann var ekki með Preston vegna
meiðsla þegar lið hans tapaði í slag
1. deildarliða gegn Stockport, 0:1.
Þá var Guðni Bergsson hvíldur
ásamt fleirum hjá Bolton en lið
hans marði sigur á utandeildalið-
inu Yeovil, 2:1. Michael Ricketts
skoraði sigurmark Bolton á síð-
ustu mínútu leiksins. Colin Hendry
lék heldur ekki í vörn Bolton en
Coventry neitaði honum um að
spila þar sem hann er í láni hjá
Bolton og gæti spilað með Cov-
entry í keppninni síðar í vetur.
Lárus Orri Sigurðsson horfði
einnig á af varamannabekk WBA
sem tapaði, 3:2, fyrir Derby. Þar
komst Derby í 3:0, Malcolm
Christie skoraði tvö markanna, en
litlu munaði að WBA jafnaði með
góðum lokaspretti.
Watford nálægt
sigri á Everton
Heiðar Helguson lék síðustu 12
mínúturnar þegar Watford tapaði
á heimavelli fyrir Everton, 1:2.
Watford var lengst af yfir, Tommy
Mooney skoraði snemma leiks. Ro-
bert Page, fyrirliði Watford, var
rekinn af velli níu mínútum fyrir
leikslok og strax í kjölfarið jafnaði
Stephen Hughes fyrir Everton.
Gestirnir misstu einnig mann af
velli rétt á eftir en skoruðu samt
sigurmark í lokin. Steve Watson
var þar á ferðinni.
Bjarnólfur Lárusson og félagar í
3. deildarliði Scunthorpe voru ör-
fáum sekúndum frá óvæntum úti-
sigri á 1. deildarliði Burnley. Þeir
leiddu, 2:1, þegar uppbótartími var
liðinn en þá fékk Burnley mjög
vafasama aukaspyrnu og jafnaði
metin.
Sheringham bjargaði
meisturunum gegn Fulham
Teddy Sheringham kom Eng-
landsmeisturum Manchester Un-
ited til bjargar í einvígi toppliða 1.
deildar og úrvalsdeildar á Craven
Cottage í London. Hann skoraði
sigurmark United, 2:1, þegar fjór-
ar mínútur voru til leiksloka en
leikurinn var í járnum allan tím-
ann og Fulham síst lakari aðilinn.
Ole Gunnar Solskjær skoraði fyrst
fyrir United en Fabrice Fernandes
jafnaði fyrir Fulham. Markið var
það 16. hjá Sheringham á þessu
tímabili og hann hefur nú skorað
25 mörk í 41 leik í ensku bik-
arkeppninni.
„Þegar 10 mínútur voru eftir var
ég fullsáttur við að halda jöfnu og
fá aukaleik á heimavelli. Við áttum
fullt í fangi með sóknarmenn Ful-
ham, Louis Saha og Luis Boa
Morte, sem voru fljótir og bar-
áttuglaðir. En markið frá Teddy
var stórkostlegt – þetta hefur
hann gert hvað eftir annað í vetur
og það var ákaflega mikilvægt,“
sagði Alex Ferguson, knattspyrnu-
stjóri Manchester United.
Wenger slapp við slys
Arsenal sótti heim botnlið 3.
deildar, Carlisle, og varð að láta
eitt mark nægja. Sylvain Wiltord
skoraði það um miðjan fyrri hálf-
leik. „Svona bikarleikir eru eins og
að vera úti í umferðinni – maður
vonast eftir því að lenda ekki í
slysi,“ sagði Arsene Wenger,
knattspyrnustjóri Arsenal.
Utandeildaliðið Dagenham &
Redbridge var fjórum mínútum frá
fræknum útisigri á úrvalsdeildar-
liði Charlton. John Salako náði þá
að jafna metin, 1:1, og Charlton
fær annað tækifæri en nú á úti-
velli.
Mark Viduka tryggði Leeds sig-
ur á Barnsley, 1:0, í slökum leik og
gerði þar sitt 14. mark á tíma-
bilinu.
Gary Doherty tryggði Totten-
ham sinn fyrsta útisigur í níu mán-
uði þegar hann skoraði eina mark-
ið gegn 3. deildarliðinu Leyton
Orient, 1:0, mínútu fyrir leikslok.
Lítill glæsibragur var á leik Tott-
enham sem mátti þakka fyrir að
þurfa ekki að mæta nágrönnum
sínum í London öðru sinni.
Liverpool var lengi að brjóta
mótspyrnu 2. deildarliðs Rother-
ham á bak aftur á Anfield. Eftir
markalausan fyrri hálfleik skoraði
Emile Heskey í byrjun þess síðari.
Igor Biscan hjá Liverpool var rek-
inn af velli en samt bættu Heskey
og Dietmar Hamann við mörkum
fyrir úrvalsdeildarliðið.
Manchester City, Coventry,
Southampton og West Ham þurftu
öll að hafa fyrir sigrum gegn mót-
herjum úr 1. og 2. deild en sluppu
öll áfram í næstu umferð. Sunder-
land gerði hinsvegar aðeins jafnt-
efli heima, 0:0, gegn 1. deildarliði
Crystal Palace.
Utandeildaliðið Kingstonian
komst í 4. umferð í fyrsta skipti
með því að sigra 3. deildarlið Sout-
hend á útivelli, 1:0.
Reuters
Teddy Sheringham, Manchester United, fagnar sigurmarki sínu tveimur mínútum fyrir leikslok á Craven Cottage. Andy Melville, fyr-
irliði Fulham, og samherji hans, Bjarne Goldbæk, verða að játa sig sigraða.
Eiður þurfti fimm
mínútur til að skora
EIÐUR Smári Guðjohnsen skoraði sitt sjötta mark í síðustu sex
leikjum Chelsea á laugardaginn þegar hann gerði eitt marka liðsins
í öruggum sigri, 5:0, á Peterborough í þriðju umferð ensku bik-
arkeppninnar. Bikarmeistarar Chelsea hófu þar með vörn titilsins á
sannfærandi hátt á meðan mörg önnur úrvalsdeildarlið lentu í
vandræðum með mótherja sína.
LEEDS og Liverpool drógust
saman í stórleik 4. umferðar
ensku bikarkeppninnar í
knattspyrnu en dregið var
eftir síðustu leiki 3. umferð-
arinnar á sunnudag. Man-
chester United fær West Ham
í heimsókn í öðrum áhuga-
verðum leik. Íslendingaliðin í
úrvalsdeildinni, Chelsea, Ips-
wich og Leicester, fengu öll
útileiki en þessi lið mætast:
Sunderland eða Cr. Palace –
Ipswich
Gillingham – Chelsea
Bradford eða Middlesbrough
– Wimbledon eða Notts
County
Bristol City – Kingstonian
Bolton – Burnley eða Scun-
thorpe
Blackburn – Derby County
Manchester City – Coventry
City
Cardiff eða Crewe – Stock-
port
Southampton – Sheffield
Wed.
Wycombe eða Grimsby –
Wolves
Charlton eða Dagenham &
Redbridge –Tottenham
Leeds – Liverpool
Manchester United – West
Ham
Everton – Tranmere
Luton eða QPR – Arsenal
Newcastle eða Aston Villa –
Leicester
Leikirnir fara fram 27.–28.
janúar.
Leeds
mætir
Liverpool
ÓLAFUR Gottskálksson og Ívar
Ingimarsson léku með Brentford
sem gerði jafntefli, 1:1, við North-
ampton í ensku 2. deildinni á laug-
ardag. Ólafur fékk á sig umdeilda
vítaspyrnu og gult spjald í lok fyrri
hálfleiks en Brentford jafnaði á
lokamínútunni.
BRYNJAR Björn Gunnarsson
hefur verið útnefndur besti leikmað-
ur Stoke City á fyrri hluta tímabils-
ins í ensku 2. deildinni, af staðar-
blaðinu The Sentinel. Sagt er að
valið hafi verið auðvelt þar sem
Brynjar hafi nánast verið í sérflokki
hjá liðinu í vetur.
JEAN Tigana, knattspyrnustjóri
Fulham, var ánægður með leik sinna
manna gegn Manchester United
þrátt fyrir nauman ósigur, 2:1. Hann
sagði að leikurinn hefði sannfært sig
um að Fulham hefði burði til að leika
í úrvalsdeildinni næsta vetur en lið
hans er með örugga forystu í 1. deild.
PAOLO Wanchope lék ekki með
Manchester City gegn Birmingham
á laugardaginn. Hann var heima í
Kosta Ríka þar sem hann skoraði
eitt mark í sigri. 5:2, á Guatemala í
undankeppni HM. Kosta Ríka er þar
með komið í úrslitakeppni sex liða í
Norður- og Mið-Ameríku um þrjú
sæti í lokakeppni HM 2002.
GARETH Barry, landsliðsmaður-
inn ungi hjá Aston Villa, kostar 2,5
milljarða króna, að sögn forráða-
manna félagsins. Manchester Un-
ited er sagt hafa mikinn áhuga á
honum en í herbúðum Villa er ekki
talið koma til greina að selja hann.
PATRICK Vieira hjá Arsenal
slapp vel á laugardaginn þegar einn
leikmanna Carlisle braut hrottalega
á honum. Richard Prokas stökk á
Vieira og „tæklaði“ hann með báð-
um fótum beint í legginn. Legghlíf
Vieira brotnaði og talsvert blæddi
úr áverka sem af hlaust en hann lék
leikinn á enda.
FÓLK