Vísir - 05.12.1978, Blaðsíða 7
AFTAKA MEÐ OLLU
AÐ KEISARINN VÍKI
íransstjórn hefur
visað gersamlega á bug
öllum hugmyndum um,
að keisarinn sem mætir
nú hatrammri andstöðu
trúarlegri sem pólitískri
viki úr hásætinu eftir 37
ár á valdastóli.
Upplýsingamálaráöherrann lét
frá sér fara yfirlýsingu i gær-
kvöldi, þar sem hann bar til baka
orðskvitt um, að myndaö yrði
rikisráö sem skyldi taka við em-
bættisverkum keisarans.
Mótmælaaðgerðunum heldur
enn áfram vegna banns stjórn-
valda við hinum árlegu
minningarathöfnum shi’ite-mú-
hammeðstrilarmanna um þessar
mundir. Aöalhátiðisdagurinn er á
mánudaginn, en þá er dánaraf-
mæli Husseins sonarsonar spá-
mannsins.
t gærkvöldi fimmta kvöldið I
röö virti fólk i Teheran útgöngu-
banniö að vettugi. Hópaöist þaö út
á götur, eða þá út á þök húsa
sinna og hrópaði trúarleg slagorö.
Hefur jafnan komið til átaka milli
lögreglu og mótmælenda öll
kvöldin. Fréttir herma aö tólf hafi
látið llfið og fimmtíu og fimm
særst i þessum róstum.
1 gærdag létu spellvirkjar tölu-
vertaö sér kveða með skothrið og
sprengjutilræðum við lögregluna.
Féll einn lögreglumaður og tveir
særðust. — Þaö er i fyrsta sinn
sem til vopnaðra átaka kemur I
höfuðborginni eftir að nýja rikis-
stjórnin var mynduð fyrir
mánuöi.
Verkfall er nú I oliuvinnslunni
og er þaö annað verkfalliö á sex
vikum. Er framleiðslan ekki
nema 60% af þvi sem hún afkast-
ar viö eölilegar aöstæöur. Yfir-
völd hafa boðað strangar aö-
geröir gegn verkfallsmönnum, en
ekki hefur frést af neinum hand-
tökum.
Varið ykkur á sértrúarflokkum!
KVALIRNAR HÖFÐU
NÆR KNÚIÐ
JERRY LEWIS TIL
SJÁLFSMORÐS
Gamanleikarinn
frægi, Jerry Lewis, seg-
ir, að hann hafi i vimu
kvalastillandi lyfja
verið kominn á fremsta
hlunn með að fyrirfara
sér, fyrir fimm árum.
„Guöi sé lof fyrir, aö ég heyröi
börnin min hlæja og hlaupa um
frammi á gangi, þvi aö viö þaö
kom ég til sjálfs min”, er haft
eftir honum i vikublaöinu
„People”.
Segir i viötalinu, aö þetta hafi
skeð á 29 ára brúökaupsafmæli
þeirra hjóna. Lewis var staddur i
baöherberginu á heimili þeirra i
Bel Air, og haföi stungiö hlaupi
skammbyssu upp i sig. Var hann
kominn með fingurinn á gikkinn,
þegar hann heyröi i börnunum.
Hann haföi hlotiö bakmeiösl viö
sýningu i Las Vegas 1965, og
þurfti að taka inn kvalastillandi
lyf vegna þeirra. Hét þaö
percodan. Frá þvi aö taka eina
töflu á dag var hann kominn upp I
sjö eöa átta töfhir.
Haft er eftir Jerry Lewis, aö
hann heföi aldrei látiö sér til hug-
ar koma aö fyrirfara sér, ef hann
heföi ekki veriö undir áhrifum
lyfjanna. — Heföi sú hugsun
aldrei hvarflaö aö honum siöan.
Svo fór, aö læknir hans ráölagöi
honum aö gangast undir skuröaö-
gerö. Viö undirbúningsrannsókn
kom i ljós, aö Lewis var einnig
kominn meö magasár, sem hann
haföi ekki fundiö til vegna deyfi-
lyfjanna. Var hann tekinn af lyfj-
unum og siöan tókst aögeröin
mjög vel. Þótt hann sé ekki meö
öllu verkjalaus, er llðan hans
miklu bærilegri.
Áhlaup á sendiráð
Búlgaríu í Kairó
Óeirðalögreglan i
Kairó tók hús á búl-
garska sendiráðinu þar
i borg i gærkvöldi
vegna einhverrar deilu,
sem spratt út af húsa-
leigugreiðslum.
Sendiherrann, Georgi Vladi-
kov, sagöi aö stjórn Búlgariu
hlyti aö slita stjórnmálasam-
bandi viö Egyptaland út af
þessum atburöum. — Sagöi
hann að 300 egypskir lögreglu-
menn heföu tekið sendiráös-
bygginguna meö áhlaupi.
Egypsk yfirvöld segja aö
sendiherrann hafi neitaö aö af-
henda skotvopn sem starfsmenn
hans heföu beitt á laugardaginn.
Skutu þeir þá yfir höfuö múgs,
sem geröi aösúg aö sendiráöinu
til þess aö mótmæla barsmiö á
þrem egypskum konum, sem
búa I ibúö I sendiráösbygging-
unni. — Neyöaróp kvennanna
höföu dregiö fólk aö.
Endurbætið og lagfærið heimiiið með
B/acks. Decker
áferð. Hentug til sprautunar með nær hvaða tegund
málningar sem er. Sprautan er einnig hentug til að sprauta
t.d. skordýraeitri, olíu og fleira.
Kraftmikill "loftlaus" mótor gefur góða yfirferö án þess að
rykaefninu upp.
DN 75 hefill. Þetta kraftmikla tæki heflartrófljótt og
auðveldlega. Gamalt timbur verður sem nýtt og grófsagað
timbur slétt og fellt á svipstundu.
AtækinuernákvæmdýptarstillingfráO.1 mmtil 1 5mm
sem skapar betri og réttari áferð.
G. Þorsteinsson & Johnson
ÁRMÚLA 1 - SÍMI 85533
Pú getur gert heimili pitt að þægilegri
íverustaö meö Black og Decker
sérbyggðum verkfærum. bau hafa
rétt afl og hraða, því mótorinn er
innbyggður.
Fjölskylda þín og vinir munu dást að
þvf sem þú getur gert með Black og
Decker sérbyggðum verkfærum.
DN 54127mm
hjólsög.
Sérbyggð sög með eigin vélaraf li. Sög með
sérstaklega sterkum 450 w mótor.
Stillanleg sögunardýpt allt að 36 mm. Halli á
skurðialltað45°.
Fylgihlutir: venjulegt hjólsagarblað og og hliðarland
fyrir nákvæma sögun.
efni sem er þvf sórstök blöð eru fáanleg fyrir járn,
plastikogfleira.
Vélin sagar allt að 50 mm þykkan við og 25 mm
harðvið.
DN 65 fræsari.
Hraðgengt verkfæri til allskonar fræsivinnu.
Snúningshraðinn er 30.000 snúningar á mínútu og
tekur þessi fræsari tennur allt upp í 19 mm, úrval
af tönnumerfáanlegt.