Vísir - 28.12.1978, Síða 3

Vísir - 28.12.1978, Síða 3
VISIR Fimmtudagur 28. desember 1978. 3 Farið að rífa húsið við Pósthús- strœti 13: ÍBÚÐARHÚS RÍS VIÐ AUSTURVÖLL Verið er nú að rífa hús- ið númer 13 við Pósthús- stræti/ en það hús er sunnan við Hótel Borg. Samkvæmt upplýsingum Aðalsteins Richters, skipulagsstjóra, stendur til að reisa á lóðinni stórt ibúðarhús. Núverandi eigandi lóöarinnar er byggingarfyrirtækiö Böövar Bjarnason s.f. og á neöri hæöum hússins er fyrirhugaö aö veröi verslanir og ýmis önnur þjón- usta en á efri hæöum íbúöir. Stutt er siöan aö skipulags- nefnd bárust tillögur þessar og er enn eftir aö fjalla um þær. Unniö var aö þvl aö rifa húsiö viö Pósthússtræti 131 gær. Vfsismynd: GVA Árósin á Þórð Ásgeirsson: GREEN PEACE KOM HVERGI NÆRRI Allan Thornton forstjóri Greenpeacesamtakanna hefur ritaö Þóröi Asgeirssyni skrif- stofustjóra i Sjávarútvegsráöu- neytinu bréf. Þar er undirstrikaö aö Greenpæacesamtökin hafi ekki á nokkurn hátt veriö tengd þvi at- viki er Roger de Legrandier réöist á Þórö. Astæöan fyrir þessu bréfi er aö Thornton telur aö um- mæli Þóröar i viötali viö Morgun- blaöiö kunni aö valda mis- skilningi. Ummælin voru þessi: „Ég tel ekki aö Greenpeace sam- tökin hafi hér átt hlut aö máli en ég veit ekki um þaö”. Thornton tekur þaö fram fyrir hönd Greenpeacesamtakanna aö þau hvorki leggi blessun sina yfir né fagni persónulegum árásum af neinu tagi. „Aldrei meiri bóksala" Pétur Gunnarsson og Laxness metsölu- höfundar órsins „Þaö hefur aldrei veriö meiri bókasala en i ár,” sagöi Sigriöur Siguröardóttir verslunarstjóri i bókaverslun tsafoldar, í viötali viö Visi i morgun. Sigriöur sagöi aö bók Péturs Gunnarssonar, Ég um mig frá mér til min, og Sjömeistarasaga Laxness heföu selst best og heföi bók Péturs selst mjög fljótt upp. Fleiri bækur heföu einnig selst upp svo sem Einars saga Guö- finnssonar, Ein á hesti, Vetrar- börn, Lækningarmáttur þinn, skáldsagan, Tvifarinn, Hesta- menn og Félagi Jesús. Annars sagöi hún aö jöfn sala heföi veriö á þýddum og Islensk- um bókum og heföu allar bækur selst vel. Fólk heföi keypt mikiö af barnabókum nú fyrir jólin og kvaö hún þar myndasögurnar hafa skoriö sig áberandi úr. —SJ Danska skipið: Brytinn játaði vínsöluna Danska skipiö sem kyrrsett var irrnar. Auk þess um tuttugu kassa I Keflavik rétt fyrir jólin, lét úr af léttum bjór. Til aö byrja meö höfn á föstudagskvöld. Haföi þá seldi hann hverja flösku á um sex brytinn um borö játaöaö hafa selt til sjö þúsund krónur en seldi vin og bjór úr skipinu. siöan fyrir gjaldeyri. Lögö var Haföi hann selt 230 flöskur af fram trygging fyrir sektinni. vini þar af fimmtiu til áhafnar- —EA Fjárhagsáœtlun Njarðvíkur: RÚMUR HÁLFUR MILLJARÐUR Gert er ráö fyrir þvi aö tekjur Njarövikurbæjar verði 572 milijónir á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætlun. Tekjur þessa árs eru um 416 milljónir þannig aö hækkun miili ára er rúm 37% f fjárhagsáætluninni er gert ráö fyrir aö álagning útsvars veröi 11%, álagning fasteignaskatts veröi 0,475% af Ibúöarhúsnæöi en 0,95% af ööru húsnæöi. Helstu tekjuliöir eru: Utsvar 280 milijónir, aöstööugjald 75 milljónir, fasteignaskattur 61 milljón og jöfnunarsjóöur 47 milljónir. Helstu gjaldaliöir eru: Mennta- mál 70 milljónir, gatnagerö 70 milljónir, heilbrigöis og trygg- ingarmál 40 milljónir, félags og iþróttamál 22 milljónir, rekstur stofnana 60 milljónir og eigna- breytingar 45 milljónir. —KS Áramótagleðskaparvörur Hattar - Húfur Grímur - Knöll Lúðrar - Ranar Kastlengjur - o.m.fl. Hafnarstrœti 18 Hallarmulo Laugavegi 84

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.