Vísir


Vísir - 28.12.1978, Qupperneq 4

Vísir - 28.12.1978, Qupperneq 4
Fimmtudagur 28. desember 1978. VISIR JACKIE EFTIR KITTY KELLEY Sigurveig Jónsdóttir ^þýddi og endursagði. Ekkja í annað s Jackie var oröin ekkja ööru sinni. Onassis varö fyrir meiriháttar áfalli er bréf þau, sem Jackie haföi ritaö Roswell Gilpatrick, voru gerö opinber. Bréfin bárust I hendur bréfasala I New York og blööin komust aö efnisinnihaldi þeirra. Þau birtu meöal annars bréf, sem Jackie haföi skrifaö Gilpatrick, er hún var i Camp David,komin um sex mánuöi á leiö. Þaö var hins vegar ekki þetta bréf, sem olli Onassis áhyggjum, heldur þaö sem Jackie haföi skrifaö honum úr brúö- kaupsferö sinni á Christinu. ,,Guö minn góöur ég hef gert mig aö flfli,” sagöi Onassis viö vini slna. ,,Ég er hræddur um aö kona mln sé kaldrifjuö og yfirveguö i þvl sem hún ætlar sér aö ná.” Umtaiiö minnkaöi ekki viö aö þriöja kona Gilpatricks sótti um skilnaö og þaö lá I loftinu, aö Jackie bæri ábyrgö á þvl, aö sam- band hjónanna fór út um þúfur. „Þetta er úr lausu lofti gripiö,” sagöi Nancy Tuckerman. „Þau eru mjög góöir vinir. Hann var viöstaddur er Onassishjónin héldu upp á eins árs brúökaupsaf- mæli sitt og var einnig góöur vin- ur Kennedy heitins”. Skilnaður kemst á dagskrá Onassis leit á umtaliö varöandi ' bréfin til Gilpatricks sem hreina auömýkingu. Honum var oröiö sama hvort þau heföu veriö elsk- endur en hann gat hins vegar ekki leitt hjá sér athugasemdir vina og ættingja. Hann var vanur illu um- tali varöandi viöskiptahætti sína en haföi aldrei áöur oröiö aö þola, aö karlmennska hans væri dregin I efa. Jackie var hrædd viö viöbrögö Onassis og þoröi tæpast aö hitta hann. Hún sagöi vinum sinum i trúnaöi, aö llklega myndu þau skilja. Jackie mannaöi sig upp og hringdi I Onassis og varö mjög undrandi er hann fullvissaöi hana um aö þetta geröi ekkert til. Þessi bréf væru gott dæmi um þaö, sem blööin blésu út. Aöeins nánustu vinir hans vissu aö upphafsorö bréfanna, „Elsku Ros”, þýddu aö hjónabandinu yröi ekki bjargaö. Onassis áfram með Callas Samband Onassis viö Mariu Callas söngkonuna heimsfrægu var þaö sérstakt, aö hjónaband hans og Jackie breytti þar litlu um. Hann heimsótti hana áfram. 1 fyrstu var þaö gert þannig aö unnt væri aö halda blööunum frá málinu en siöar fóru þau aö sjást saman á næturklúbbum. Callas fór mörgum niörandi oröum um þetta hjónaband, en Onassis tókst aö tala hana til. Hún skildi hvaö Onassis átti viö er minnst var á allar þær dyr er heföu opnast hjá bandarisku yfirstéttarfólki. Hún skildi einnig hversu mikilli verndarhendi Onassis fannst hann halda yfir Jackie. Hann full- vissaði Callas um aö Jackie heföi ekki þann kraft og þaö sjálfstæöi, sem hún heföi. Callas bauö Onassis aö vera vingjarnleg viö Jackie ef þeim gæfist færi á aö hittast. Jackie aftók hins vegar aö hitta söngkonuna. Onassis treysti ekki mörgum, en Callas haföi hlotiö þá náö fyrir hans augum. Hún haföi eins og hann sjálfur skapaö sér nafn og auð. Onassis þótti til um þaö fólk, sem haföi komiö sér á toppinn og I Callas sá hann metnaöargjarna konu, sem haföi svipaöan kraft til aö bera og hann sjálfur. Callas leit á hann sem mjög sérstakan mann sem væri kraftaverka- maöur I fjármálum. Hún haföi mikinn áhuga á fyrirtækjum Onassis og rekstri þeirra og komst þar af leiðandi ekki hjá þvi aö vita af öllum þeim brellum, sem hann beitti. Onassis sást jafnvel meira I hennar félagsskap eftir aö bréfin höföu birst. A afmælisdegi hennar flaug hann til Tragonisis, þar sem hún bjó hjá vinum sinum. Þar sáust þau kyssast opinberlega i fyrsta skipti frá þvi hann kvæntist Jackie. Onassis kvartar ytir Jackie Onassis var farinn aö kvarta bæöi leynt og ljóst yfir Jackie viö vini sina. Hann talaði sifellt um gegndarlausa eyöslu hennar sem áöur virtist hafa veriö metnaöar- mál hjá honum. Onassis varö al- veg æfur þegar honum varö ljóst, aö Jackie haföi tekiö 23 flugvélar og þyrlur frá Olympic flugfélag- inu til eigin nota. Eitt af þvi sem fór aö fara i taugarnar á Onassis var hvaö Jackie var óstundvis. Þaö kom iöulega fyrir aö hún birtistekki i boöum, sem voru hjá henni sjálfri fyrr en tveimur tim- um eftir aö þau áttu aö byrja. Viöbrögö Onassis voru þau aö hjónin sáust nú æ sjaldnar saman. Þaö var sérstaklega hann sem lagði sig fram viö aö vera hvergi nálægur þar sem Jackie haföi tilkynnt komu sina. Hann fór I langa siglingu meö Christinu sem táknaöi nú einu tengsl hans viö þaö markmiö er hann haföi sett sér meö Onassis- stórfyrirtækinu. Hann var mjög efins um hæfileika kvenna til aö taka þátt i jafn haröfengn- um leik og skipa- og olíuviöskipti eru. Andlát Alexanders geröi þaö hins vegar aö verkum aö hann átti engra kosta völ. Onassis lagöi sig I líma viö aö kenna dóttur sinni lifsreglur viöskiptaheimsins. Þetta haföi þá þýöingu fyrir Christinu aö henni fannst I fyrsta skipti sem lif heföi einhverja þýöingu. Hún öðlaöist ábyrgöartilfinningu, þunglyndiö sótti hins vegar áfram á hana. Smátt og smátt reyndist þessi nýja og mikla ábyrgö henni of- viöa og sjálfstraustiö brotnaöi niöur. Nokkrum vikum seinna var hún flutt I ofboöi á spítala i London eftir aö hafa tekið of stóran skammt af svefnlyfjum. Hún haföi tæplega náö sér er fregnir bárust af þvi aö móöir hennar væri látin. Tina mun hafa látist úr einhverjum lungnasjúkdómi en Christina haföi grun um, aö eigin- maöur hennar heföi eitthvaö haft meö andlátiö aö gera. Niarchos sem var helsti keppinautar Onassis, haföi áöur veriö giftúr Eugenie, systur Tinu sem haföi látist af of stórum skammti af svefnlyfjum. Niarchos var mjög sár yfir þessum dylgjum Christinu og hefndi sin meö þvl aö' segja fréttamönnum aö Tina heföi ekki náö sér eftir sjálfs- moröstilraun Christinu. Hún svaraöi með þvi aö stefna honum vegna þeirra 300 milljón dollara sem hann erföi eftir Tinu. Heilsan bilar hjá Onassis Onassis treysti sér ekki til aö vera viöstaddur útför fyrrum eiginkonu sinnar. Hann var skyndilega farinn að finna fyrir þvi aö aldurinn var að færast yfir. Loks fékkst hann I skoðun og þá sögöu læknar, aö þaö væri ekkert llfshættulegt, sem gengi aö hon- um, en betra væri aö fara var- lega. Hann sinnti I engu þeim ráöum og þegar hann dvaldi i New York var iöulega drukkiö fram undir morgun. Jackie haföi lagt sig i líma viö aö hugga Onassis eftir lát Alex- anders, en hann virtist ekki vilia hlusta lengur. Hún bauö Pierre Salinger og konu hans meö þeim Onassis i siglingu frá Dakar til Antilles. Aristoteles haföi áöur haft mjög gaman af slikum feröum og getaö gleymt vinnu sinni. Hann átti hins vegar orðiö mjög erfitt meö svefn og hvildist þvi litið. I janúar áriö 1974 fékk Jackie Onassis meö sér til Acapulco i Mexico en þangaö höföu þau Kennedy fariö i brúökaupsferö. Minningar um Kennedy höföu ekki truflaö samband þeirra fyrr 'á árum. Versnandi heilsa og auk- iö þunglyndi geröu þaö hins vegar aö verkum aö hann var óöur er Jackie minntist á þaö i flugvélinni aö byggja hús i Acapulco. Fyrir- tæki hans höföu ekki gengiö of vel aö undanförnu þótt eitt hús væri reyndar ekki nema dropi I hafið. Erfðaskrá Onassis Jackie reiddist er hann vildi ekki einu sinni ræöa um þessa fyrirhuguöu byggingu og þegar hann fullyrti, aö hún væri blóö- suga æröist hún. Þá greip Jackie gjarnan til þess ráös aö minna Onassis á, hvaö þetta hjónaband heföi kostaö hana mikinn álits- hnekki. Yfirleitt endaöi hún á þvi aö tala um, aö hún heföi ekki sóst eftir peningum hans enda enga fengiö. í þetta sinn var reiði henn- ar meiri en venjulega og þarna i háloftunum æpti Jackie aö hún vildi ekki sjá peningana hans. Onassis svaraði um hæl aö hún þyrfti ekki aö hafa áhyggjur af þvi þá fengi hún aldrei. Hann gekk siöan oröalaust aftur i vél- ína og ritaöi þar erföaskrá. Þar var Christina gerö aö aöal- erfingja. Jackie voru ætlaöar um 50 milljónir króna á ári á meöan hún liföi. Börnum hennar ánafnaöi hann ennfremur sömu upphæð á hverju ári. Hann geröi sér ljóst, aö Jackie kynni aö véfengja þessa erföa- skrá og bætti því viö að lög- fræöingum hans bæri með öllum tiltækum ráöum aö sporna viö þvi, aö hún fengi meira I sinn hlut. Ef henni tækist þaö hins vegar skyldu aldrei meira en 12,5% af öllum eignunum koma i hennar hlut. Onassis hyggur að skiinaði Heilsu Onassis fór stööugt hrakandi. Hann reyndi heldur ekki aö dylja aö hjónaband hans og Jackie var alveg i molum. Hann afréð aö láta athuga með skilnaö og fékk einn traustasta aöstoöarmann sinn til aö ræöa viö lögmann. „Onassis sagöi, aö þetta væri endanleg ákvöröun sin og ekki þýddi aö reyna aö bjarga hjónabandinu,” segir lögmaöur- inn. „Hann leigöi leynilögreglu- menn til aö fylgjast meö Jackie og athuga hvort hægt væri aö sýna fram á aö hún héldi framhjá honum. Sá gamli var alltaf slæg- ur og var búinn aö reikna út aö þaö myndi kosta hann minna fé aö losna viö Jackie ef um þaö væri aö ræöa.” Jackie neitaöi stööugt orörómi um aö þau væru aö skilja enda vissi hún ekki um ráöageröir Onassis. Vinum sínum sagöi hún aö Onassis væri oröinn svo hrum- ur og illa lyntur aö erfitt væri aö eiga viö hann en hins vegar væru engar áætlanir um skilnaö. Hann ætlaöi sér aö ná sér ær- lega niöri meö þvi aö auömýkja hana opinberlega. Hann kallaöi til fundar viö sig einn þekktasta greinarhöfund I New York og út- skýröi fyrir honum eyöslusemi Jackie heimsækir hér Metropolitan listasafnið ásamt fatahönnuði sínum* I

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.