Vísir - 28.12.1978, Blaðsíða 16

Vísir - 28.12.1978, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagur 28. desember 1978 VÍSIR LÍF OG LIST LlF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST (Jr einni fréttamynda de Rochemonts I March of Time- seriunni (1939). De Rochemont látinn Louis de Rochemont, einhver frægasti framleiö- andi og stjórnandi frétta- og heimildamynda I Bandarikjunum, iést á 'Þórláksmessu, 79 ára aö aldri. Hann tók i myndum sinum gjarnan fyrir um- deild efni og innleiddi „heimildaaöferöir”, viö gerö Hollywoodmynda. Hann vakti fyrst athygli fyrir „March of Time” fréttamyndirnar. Eftir siö- ari heimstyrjöldina geröi de Rochemont fjölmargar kvikmyndir sem byggöar voru á sönnum viöburöum, t.d. Boomerang (1947) sem fjallaöi um bágboriö ástand réttvisinnar i bandariskum smábæ, The House on 92nd Street (1947) sem er raunsæisleg frásögn af viöureign bandarisku alrikislögreglunnar viö njósnahring nasista, og Lost Boundaries (1949), sem var umdeild mynd um blökkumannafjölskyldu sem þykist vera hvit. De Rochemont framleiddi einnig fræga mynd um ævi Marteins Lúters og teikni- mynd byggða á sögu George Orwells Animal Fram. —AÞ. Frispark — íslensk hljómsveit Fimm islcnskir hljóö- færaieikarar hafa nú stofn- aö hljómsveit I Kaup- mannahöfn undir nafninu Frispark. 1 frétt i dagbiaö- inu Ekstrabiadet kemur fram aö hljómsveitin hafi veriö mynduö i kringum fullveldishátiö tsiendinga i Danmörku 1. desember en rokkiö hafi hijómaö svo vel aö þeir hafi ákveöiö aö haida samstarfinu áfram. Frispark kom i fyrsta skipti fram opinberlcga i Kaupmannahöfn i hinu r J|q^h kunna samkomuhúsi Huset i Magstræti. „Viö köllum okkur Frispark vegna þess aö þetta er eins konar barátta hjá okkur fyrir þvi aö inn- fæddir sannfærist um aö viö getum lika spilaö”, seg- ir einn hljómsveitar- manna, Ómar sem er múr- ari aö atvinnu i viðtalinu viö Ekstrabladet, en hinir eru Þorbjörn, tónlistar- maöur, Július, hreingern- ingamaöur, Siggi, sem er viö tónlistarnám og Óli, sem starfar aöeins aö tón- list sinni. — AÞ. Menningin blómstror í Eyjum — jólatónleikar Kirkjukórsins tókust vel Kirkjukór Vestmanna- eyja hélt jólatónleika sina I Landakirkju miöviku- daginn 20. desember sl. Tókust tóneikarnir sériega vel og var kirkjan fullsetin. Gestir Kirkjukórsins voru þau Sigríöur Ella Magnús- dóttir og Simon Vaughan og sungu þau viö bestu undirtektir áheyrenda. Eru Eyjamenn hjónunum þakklátir fyrir komuna. Menningin hefur annars blómstraö I Eyjum aö undanförnu. Leikfélagiö hefur veriö á fullu meö sýningar og sýnir nú Linu langsokk um jólin. Lúöra- sveitin hefur haldiö sina jólatónleika og haldnar voru tvær bókmennta- kynningar sem tókust vel. —EA Mánaðarleg jazzkvöld — hjá iazzvakningu í vetur Á komandi starfs- ári Jazzvakningar munu verða á dag- skránni mánaðarleg jazzkvöld auk tón- leika erlendra jazz- hljómlistarmanna. Einnig mun verða unnið að frekari hljómplötuútgáfu í framhaldi af útgáfu kammer-jazzverksins //Samstæður"/ eftir Gunnar Reyni Sveins- son. Nýlega var aðalfundur klúbbsins haldinn og kosin ný stjórn. Hana skipa: Sig- urjón Jónasson formaöur, Pétur Grétarsson gjaldkeri og Eirikur Einarsson rit- ari. 1 sérstakri fram- kvæmdanefnd eru: Vern- haröur Linnet, Gerard Chinotti, Asmundur Jóns- son og Jónatan Garöars- son. — KP. Frá gjörningi G. Erlu I Galleríinu. Jólapakkagjörning- ar í Galleríinu — Svala Sigurleifsdóttir rœðir við G. Erlu, sem nú heldur nýstárlega sýningu i Gallerí Suðurgötu 7 — Myndir: Jens Alexandsson Nú stendur yfir athyglis- verö sýning I Gaileri Suöurgötu 7. Þar er mynd- listarmaöurinn Guðrún Erla Geirsdóttir, — kallar sig G. Eriu — meö hluti sem tengdir eru gjörningi (performance) sem hún framkvæmdi á aðfanga- dagskvöid, og svo öörum gjörningi sem hún mun framkvæma á gamlárs- kvöld. Þessi sýning veröur á engan hátt flokkuö sem hversdagsleg hér uppi á kiakanum og þvi er for- vitnilegt aö heyra hvaö hftn er aö fást viö. „Aödragandinn aö þess- ari sýningu er sá, aö þegar þetta galleri var opnað fyrst hitti ég fyrrverandi skólabróður minn Stein- grlm E. Kristmundsson sem bauö mér aö sýna hér. Siðan hef ég oft komið hér aö sjá sýningar og þá hefur komiö upp 1 hugann hvaöa minningu geyma þessi her- bergi? Hvaö geröi þaö fólk sem bjó hér? Hverjir voru draumar þess og hverjar voruvonir þess? Vonir þess fólks sem bjó hérna á horninu, viö þessa götu sem mér finnst bera fal- legasta götunafn sem ég þekki, VONARSTRÆTI. Ég fæddist I þeirri götu og hluti af hluti af fortiö minni er tengdur þessum slóöum. Ég á héöan margar minn- ingar sem frekar eru tengdar áhrifum og hlutum en atburöum. I rauninni lifi ég, og viö öll, mjög sterkt I fortiöinni. Þaö er svo erfitt aö lifa eingöngu I núinu. Ég hef i gegnum árin safnaö ýmsum hlutum sem tengjast á einhvern hátt atburðum i lifi minu en hafa ekki neitt gildi nema minningarlegt. Ég hef safnað þeim upp á efstu hillu I herberginu hjá mér vegna þess að þar sjást þeir tæplega. Mér hefur fundist þeir óhæfir til aö vera með I þeirri imynd sem ég vil gefa af sjálfri mér. Sennilega gefá þessir hlutir þó sannari mynd af mér en þeir sem ég hef til sýnis. Ég ákvaö aö draga þessa hluti fram I dags- ljósið og lét pakka þeim I dagblaöapappir, sem er jú yfirfullur af minningum fjölda fólks. Ég kom þessum pökkum fyrir undir jólatré sem ég setti upp I gallerlinu ásamt hús- gögnum sem eitt sinn voru i húsinu sem ég bjó I viö Vonarstræti og eru þá komin á fomar slóöir. A aöfangadagskvöld, um þaö leyti sem aörir I bænum voru aö opna sina jóla- pakka settist ég hér við skrifboröiöogtókupp mina pakka. Ég skoöaöi hvern þessara hluta fyrir sig, sem ég haföi ekki skoðaö i mörg ár, og lét hugann reika. Ég skrifaöi niöur á blaö þaö sem mér kom I hug varö- andi hvern þeirra. Siöan komégþeim fyrirí galleri- inu ásamt þvi sem ég hafði skrifaö niöur. Þetta er dálltil tilraun h já mér til aö færa mannlegheit inn i þetta galleri og halda þar jól einu sinni enn. Þetta hús sem nú er notaö sem galleri er aö mlnum dómi meö alltof sterkan karakter og er of mikil sögn til aö þaö geti talist heppilegt sem galleri. Já, hér held ég jól meö eplum, vindlalykt og sælgæti, en upp á það býö éggestumá sýningu minni. A öörum gjörningi sem ég framkvæmi á gamlárs- kvöld fjarlægi ég síöan og eyöilegg þaö sem ég gaf til þessa húss. Klukkan tólf á miönætti geng ég I burt, búin aö fjarlægja allt þaö sem minnir á aö ég hafi nokkru sinni komiö þarna. Þaö er ljóst aö þessi sýning er beinlinis hugsuö i skammdeginu, vetrar- þunglyndinu, hún væri óhugsandi í sól og sumri.” Persónulegri tengsl „Hiö heföbundna form myndsköpunar, aö búa til verk úti I bæ til aö hengja upp i einhverju gallerii, vekur ekki áhuga minn. Ég er aö leita eftir sterkari persónulegum tengslum viö þær manneskjur sem skoöa verk mln. Ég hef veriö aö gera tilraunir með aö búa til verk sem byggja meir á persónulegum tengslum, t.d. geröi ég I fyrra nokkyr verk sem má bera á sér rétt eins og skartgripi. Meö þvl aö ganga meö þessi verk vlkka ég ekki einungis áhorfendahópinn út fyrir Guörún Erla: „Þessi sýning er beinlinis hugsuö I skamm- deginu, vetrarþunglyndinu, hún væri óhugsandi I sól...” LÍFOGLIST LÍFOG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.