Vísir - 28.12.1978, Síða 24

Vísir - 28.12.1978, Síða 24
Tuttugu og fimm ára gamall maður frá Selfossi beið bana i umferðarslysi á Suð- urlandsvegi í gær- kvöldi. Slysið varð skammt frá afleggja- ranum í Bláfjöll. Maðurinn var á austur- leiö i bil sinum er hann fór fram úr vörubil. Stöövaði hann ökumann vörubilsins nokkru siöar til þess aö vekja athygli hans á ö- hreinum afturljósum bils- ins. Gengu þeir saman aö ljósunum, en er þeir ætluöu aö ganga fram fyrir vöru- bilinn aftur, kom þriöji bill- inn akandi i austurátt og lenti á mönnunum tveimur. ökumaöur vörubilsins slasaöist ekki mikiö, en Selfyssingurinn mun hafa látist samstundis. _EA Piltar slökktu eldinn Fjórir ungir piltar, sem áttu leiö um Noröurbrún I gær- kvöldi á leiö I bió, uröu varir viö eld i hdsinu númer eitt. Reyndist eldurinn vera i ibúð á annarri hæö hússins. Þeir brugöu skjótt viö, snöruöu sér inn i húsiö og geröu tilraun- ir til aö slökkva eldinn meö slökkvitæki á hæöinni. Þegar slökkviliöiö kom á staöinn unnu piltarnir aö slökkvistarfinu og var eldurinn siöan fljó tlega slökktur. Rúöa sprakk i ibúö- inniog skemmdir uröu á hæöinni ^f reyk. Húsiö er heimili fyrir aldraöa. Taliö var aö kviknaö heföi I Ut frá kertí. —EA Innbrot og eldwr í báti Eldur kom upp I mótorbátnum Stefáni Kristjánssyni SH 159 I nótt, rétt fyrir klukkan tvö. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Vis- ir fékk hjá Rannsóknarlögreglu rikisins imorgun hafði einnig veriö brotist inn i bátinn og rótaö I lyfjakassa um borö. Um eldsupptökin er ekki vitaö. Þegar slökkviliöiö kom á staöinn logaði út um glugga i brú bátsins. Eldurinn var aöallega i brú og gangi, en reykkafarar komust fljótlega fyrir eldinn. Talsverðar skemmdir uröu I brúnni og á tækjum þar. _ea Nú verður dýrara að brjóta umfferðarlögin: Sektir hækka 50% Sektir við umferðarlaga- brotum munu hækka um 50% um næstu áramót að þvl er ólafur W. Stefáns- sonskrifstofustjórisagði I samtali við VIsL Sem dæmi um hækkunina verða sektir fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu 15 þúsund krónur en voru áður 10 þúsund krónur. ólafur sagði að sak- sóknari rikisins hefði gef- ið Ut sérstaka leiðbein- ingarskrá um sektir og væri einkum kveöið á um umferðarlagabrot en einnig brot á áfengislög- um og um ölvun á al- mannafæri. Siöasta leiðbeiningaskrá hefði verið gefin Ut fyrir tveim árum. ólafur taldi að þessi hækkun nú værl eingongu vegna verðbreytinga á þessum tima og gengi hUn jafnt yfir allar sektir. —KS Jarðborar i vandrœðum: Narf I og Glaumur fastir! Tveir jarðborar eru nú fastir i Eyjafirði. Það eru Narfi, sem er fastur á Laugalandi og Glaumur sem fastur er á Sval- barðseyri. Aö sögn Guömundar Sigurössonar hjá Jarö- borunum. rikisins festust Narfi og Glaumur skömmu fyrir jól ofarlega I holunum. 1 ööru tilfell- inu brotnaöi auk þess stykki og féll þaö niöur I holuna. Byrjaö veröur aö losa borana eftir áramót. Guömundur bjóst viö aö holan aö Laugalandi væri mjög stór en holan á Sval- baröseyri gefur 13-12,5 sekúndulitra af heldur köldu vatni. Narfi veröur fluttur til Blönduóss siöar I vetur en þar hefur dregiö mjög úr heitavatnsrennsli. Hefur oröiö aö taka nokkur stór hús út af hitaveitukerf- inu til að bæjarbúar fái nóg af heitu vatni. ^-SG Mjög harður árekstur varð við bensínaf- greiðslu Shell á Kleppsvegi á ní- unda timanum i gærkvöldi, rétt við gatnamót Langholtsvegar og Kleppsvegar. Lentu þar saman tveir bilar, annar bila- leigubill. ökumaður annars bilsins var grunaður um ölvun við akstur. Farþegi Ur öðrum bilnum slasað- ist og var fluttur á slysadeilíL —EA Samvinna Bifrastar og Vidrcaoum slHiW //Viðræðum við Eim- skipafélagið er lokið" sagði Þórir Jónsson, stjórnarformaður Bifrastar í morgun. „Niöurstaöan er sú aö ekki veröur af þeim gagn- kvæmu hlutabréfakaupum sem viöræöurnar snerust um. Þaö má þvfsegja aö staöan sé óbreytt hjá Bif- röst. Þaö hefur ekki veriö haldinn stjórnarfundur, þannig aö ég get ekki tjáö mig um þetta, eöa um það hvort af viðræöum viö Haf- skip veröur.” óttar Möller forstjóri Eimskipafélagsins vildi engu svara, en visaöi á stjórnarformann félagsins. ,,Ég hef ekkert um þess- ar viðræöur aö segja,” sagöi Halldór H. Jónsson, stjórnarformaöur Eim- skipafélagsins. —BÁ Þannig var önnur bifreiðin útlitandi eftir áreksturinn. VIsismynd:Gva Ákvörðun fiskverðs: „Gœti dregist yffir áramót" segir Jón Sigurðssen „Það'er oftaren ekki á undanförnum árum sem dregist hefur eitthvað fram á. nýja árið að ákveöa fiskverð og ég á alveg eins von á þvi aö svö geti farið nú”, sagði Jón Sigurðsson, odda- maður i fyrinefnd Verð- lagsráðs sjávarútvegsins I samtali við Visi. Jón sagöi að tiöir fundir heföu veriö i yfirnefnd- inni siöan ákvöröun fisk- verös var visaö þangaö. Hins vegar væri litiö fariö aö ræöa hiö eiginlega fiskverö ennþá. Itarlegar umræöur heföu fariö fram um breytingu á verölagningu þorsks, þ.e. aö miöa viö meöalþyngd I afla en ekki stæröar- flokka, en engar ákvarö- anir heföu veriö teknar i þeim efnum. Jón sagöi aö drög heföu veriö aö þvi lögö aö gera athugun á þvi með hvaöa hætti þetta yröi heppileg- ast, hvort sem af þvi yröi eöa ekki. _KS Áskorun Sjómannasambandsins: Engin viðbrögð hjá sjómönnum ,,Þaö er of snemmt aö segja til um það fyrr en um áramótin er fiskverð á að liggja fyrir. Þeir eru ekki vanir þvi að láta vita fyrirfram hvaö þeir gera”, sagði óskar Vig- fússon formaður Sjó- mannasambands lslands. við Visi I morgun er hann var spuröur um viðbrögð sjómanna við áskorun sambandsins. Sjómannasambandiö hefur sem kunnugt er skoraö á sjómenn aö skrá sig ekki I skipsrúm fyrr en viöunandi fiskverö lægi fyrir.„Um áramótin er umskráning á bátaflot- anum”, sagöi Oskar,, og þaö er ekki fyrr en þá sem viöbrögö sjómanna koma I ljós. Viö biöum bara og vonum að fiskverö veröi þannig aö þeir þurfi ekki aö gripa til þessa óyndis- úrræöis”. _ks

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.