Vísir - 23.01.1979, Qupperneq 11
VISIR þri&judagur 23. janúar 1979 ____ 11
Asgeir i keppni á nýja bilnum (tilhægri). Ásgeir reynir nú að fá islensk fyrirtæki til aö auglýsa á bilnum.
Rœtt við eina íslendinginn, sem stundar kappakstur erlendis
„ Bíllinn minn er nýyfirfarinn og i góðu standi. Ég
nota áreiðanlega fyrsta frídaginn minn eftir að ég
er kominn út aftur, tilað fara að aka", sagði Asgeir
Christiansen, sem er eini Islendingurinn, sem
stundar kappakstur um þessar mundir.
Ásgeir var hér á Islandi um jólin og nýárið, en
hann er búsettur í Kaliforníu og starfar þar sem
flugstjóri.
Kappaksturinn er áhugamál Ásgeirs og ástriða,
en í þetta áhugamál fara mest-allir peningar hans.
Hann keypti fyrsta kappakstursbílinn sinn í ágúst
'77. Það var bill í svokölluðum Formúla-Ford
flokki, en sá flokkur er ekki ólikur Formúla-3
flokknum i Evrópu.
Ásgeir er nýbúinn að kaupa nýjan bíl og keppir í
Formúla-Atlantic, sem samsvarar Formúla-2.
Að keppni lokinni. Hér er Asgeir i gamla bílnum,
sem var i Formúla-Ford flokknum.
ók á grindverk á 180 km
hraða
„Mig hefur alltaf dreymt um
aö aka kappakstursbil. Félagi
minn úti hefur veriö i kapp-
akstri i mörg ár og ég var einn
aöstoöarmanna hans og véla-
maöur. Þá fyrst fékk ég
bakteriuna og keypti mér bil
strax og ég haföi efni á.
Þaö er frekar ódýr aöferö aö
byrja i Formúla-Ford flokki, og
þar hafa flestir bestu ökumenn-
irnir hafiö sinn feril. Þetta eru
minnstu bilarnir, sem notaöir
eru i kappakstri. En i þessum
flokki er harkan og keppnin
e.t.v. höröust. Allir kepp-
endurnir eru áhugamenn og bil-
arnir eru allir mjög jafnir.
Menn taka alls konar áhættu,
sem keppendur i efri flokkunum
taka ekki, og hætta lifi sinu og
limum fyrir lOOdollara, sem eru
algeng verölaun fyrir fyrsta
sætiö.
Ég snerist einu sinni á braut-
inni i keppni og lenti utan I
grindverki á 180 km hraöa. BIll-
inn skemmdist furöu litiö og ég
slapp ómeiddur. Hins vegar
haflii ég meitt mig á fætinum
daginn áöur, svo aö þegar ég
steig út úr bflnum var ég drag-
haltur, var reyndar fótbrotinn.
Þvi var stift haldiö fram, aö ég
heföi fótbrotnaö fslysinu og þaö
var ekki fyrr en ég haföi sýnt
fram á, aö timi heföi ekki unnist
til aö binda um fótinn inni i flak-
inu, aö mér var trúaö. Ég haföi
nefnilega þrælvafiö fótinn fyrir
keppnina.
Annars hef ég séö þá fara illa.
Einn fótbrotnaöi á báöum og
handleggsbrotnaöi aö auki,
þegar billinn hans fór utan i
grindverk.”
Snerist í loftinu
„Annars er þaö ævintýra-
legasta sem ég hef séö i keppni,
er bill fyrir framan mig snerist I
loftinu.Tveir bflar voru sam-
hliöa, næstir fyrir framan mig.
Hjólin á þeim snertust og
hentist annar bfllinn þá til
hliöar. Hann snerist I loftinu og
kom aftur niöur á hjólunum og
hélt keppninni áfram. Hraöinn
var um 180 km á klukkustund”.
— Hvernig hefur þér gengiö i
keppnum?
„Svona upp og ofan. Ég hef
tekiö þátt i 12 keppnum I þessum
flokkiog besti árangurinn var 7.
sæti af 50 keppendum”.
Asgeir taldi sig hafa veriö
staönaöan í þessum flokki. Aö
hann gæti ekki náö betri árangri
meö þessum bfl. Hann keypti
sér þvi nýjan bil og flutti sig upp
um flokk, upp i Formúla-
Atlantic, en þar eru næstum
allir keppendurnir atvinnu-
menn.
Þetta er enskur vagn, March,
árgerö ’76. Hámarkshraöi er 250
km á klukkustund, vélin er 1600
cc, Ford-Cosworth BDD, og
skilar 240 hestöflum, girkassinn
er sérhannaöur 5 gira kassi.
„Þaö eru eingöngu atvinnu-
menn i þessum flokki og svo
nokkrir strákar eins og ég, sem
eru aö reyna aö vinna sér nafn
og komast i atvinnumennskuna.
Þaö er draumurinn hjá mér aö
komast út i atvinnumennsku aö
einhverju leyti.
Þaö er mjög dýrt aö keppa i
þessum flokki. Vélin er alltaf
yfirfarin eftir 5-6 klukkustunda
akstur og er þá skipt um legur
og ventlar slipaöir. I atvinnu-
keppni feröu venjulega meö 3
sett af dekkjum, og kostar hvert
sett 400 dollara (um 130 þúsund
krónur). Flestir atvinnumenn
eru svo meö aukavél”.
Til gamans má geta þess, aö
bfllinn kemst 5 milur á einu
galloni af bensini, sem þýöir
þaö, aö eyöslan er 47,5 litrar á
hundrað km (gróft reiknaö).
„Flestir eru keppendurnir
meö auglýsingar á bilunum.
Mér þætti gaman að geta keppt
fyrir Islensk fyrirtæki, fyrirtæki
sem eru meö hluta starfsemi
sinnar á erlendri gund. Ég hef
alltaf veriö meö íslenska fánann
á bilnum minum og á hjálm-
inum stendur „Icelandic”, enda
hefur flokkurinn minn gengiö
undir nafninu „Icelandic-rac-
ing”.
Til gamans má geta þess, aö
næsta keppni, sem ég stefni aö,
verður 7. aprii i Los Angeles.
Hún veröur um leiö og Grand-
Prix keppnin og á sömu braut.
Keppnin stendur yfir i 4 daga og
minnst hundrað þúsund áhorf-
endur eru þar hvern keppnis-
dag, auk þess er sjónvarpaö frá
keppninni. Auglýsingu á bil,
sem þar keppir, sjá þvi
margir”.
I 7. sæti í Formúla-
Atlantic
— Hefur þú keppt I nýja
flokknum?
„Ég hef tekið þátt i einni
keppni og var nokkuö ánægöur
meö útkomuna, miöaö viö aö-
stæöur. Ég keypti bilinn i hlut-
um. Við lukum viö aö setja hann
saman nóttina fyrir keppnina,
sem var i nóvember. Viö sváf-
um yfir okkur og misstum af æf-
ingakeppni um morguninn.
Samt náöi ég 7. sæti af 30 kepp-
endum. Ég var alltaf aö bæta
tima minn á brautinni og kunni
betur og betur viö bilinn. Ég er
sannfæröur um aö ég á eftir aö
bæta árangur minn mikiö meö
þessum bil'.1
— Hvað heillar þig mest i
þessari iþróttagrein?
„Ég held aö hraöinn heilli mig
mest. Svo er þetta viss ögrun.
Ég hef reynt ýmislegt um ævina
og hef aíítaf veriö haldinn ævin-
týraþrá. Fyrst var þaö flugiö.
Ég var einnig skiöakennari
mörg ár i Aspen, áður en ég kom
til Kaliforniu. Hér fór ég svo aö
stunda fallhlifarstökk og mig
dreymir um aö fara i „sky-
diving”.
En kappakstur er og veröur
min ástriöa”, sagöi Asgeir
Christiansen.
—ATA
,,Ég stefni að atvinnumennsku, að einhverju leyti
að minnsta kosti”. Visismynd: JA.