Vísir - 13.03.1979, Page 3
Þriöjudagur 13. mars 1979
3
SAFNA
í SUND-
LAUG
Hjálparstofnun kirkjunnar og
Lions-hreyfingin á tslandi hafa á-
kveöið aö taka höndum saman og
leggja sitt af mörkum til aö koma
upp sundlaug Sjálfsbjargar. t
þessu skyni gangast samtökin
fyrir landssöfnun fþessari viku.
Sundlaugarbyggingin hefur
veriö baráttumál Sjálfsbjargar
um margra ára skeiö. Grunnur
sundlaugarinnar var steyptur ár-
iö 1966, en siöan hefur hvorki
gengiö né rekið með bygginguna,
sem ris viðendurhæfingarstöðina
aö Hátúni 12-i Reykjavik.
Framlögum má koma á giró-
reikning Hjálparstofnunar kirkj-
unnar nr. 20005, á skrifstofu
Hjálparstofhunar, Klapparstlg 2^
og til sóknarpresta um land allt.
- KP.
Lýst eftir vitnum
Ekiö var utan I Volkswagen
Golf LS bíll G-2515 sem stóö viö
Alfaskeiö 43 I Hafnarfiröi 9. þessa
mánaðar.BQlinn er grásanseraö-
ur, Sá sem ók utan i bilinn, fór af
staðnum, en lögreglan í Hafnar-
firöi biður hugsanleg vitni aö hafa
samband viö sig.
— EA
Mickie með
heimsmetið
en heldur
sarnt ófram
Mickie Gee náði
heimsmetinu i plötu-
snúningnum klukkan
þrjú i gærdag, og hafði
þá snúið plötum sam-
fleytt i 1176 klukku-
stundir.
En ekki er allt búiö meö þvi.
Mickie ætlar sér meira en það
og hyggst halda áfram aö snúa
plötunum næstu dagajielst fram
á sunnudag. Þá verður hann ör-
uggur heimsmeistari i þvi að
snúa plötum, samkvæmt Guinn-
es-metabókinni.
Mickie var hinn hressasti i
gærdag, og klukkan þrjú var
komiö meö kakó og vöfflur i til-,
efni dagsins. Þegar öllu lýkur
verður svo boðið i góöan kvöld-
verð, þaö er að segja ekki fyrr
en um næstu helgi. Fyrr fær
Mickie ekki að snæða þungan
mat. En á meðan á öllu þessu
hefur staöið, hefur hann verið
undir lækniseftirliti.
— EA
Þórdis Bachmann óskar Mickie til hamingju með
heimsmetið. Visismynd: JA
Skuldir 406 bœnda kannaðar
H ver þeirra
skuldar um
6 miUjenir
Þar af eru um 3 milljónir lausaskuldir
,,Ju, það er rétt aö lausafjár-
skuldir 406 bænda nema þú
u.þ.b. 1200 milljónum króna og
föst lán nema svipaðri upphæö”
sagöi Arni Jónsson hjá Stétta-
sambandi bænda, en á nýaf-
stöönu Búnaöarþingi var meðal
annars fjallað um þessi mál.
Arni sagði að skuldir þessar
sem næmu um 6 millj. kr. á
hvern bónda,stöfuöu einkum af
tvennu: 1 fyrsta lagi stofnuðu
ungir bændur, er væru að byrja
búskap sér oft I miklar skuldir,
en jarðakaupalán næmu aðeins
20% af kaupverði jarða — i öðru
lagi þyrftu þessir bændur svo aö
kaupa sér bústofn og vélar og
stofnlánin brúuðu hæst 60% af
þeirri fjárþörf. Það sem á
vantaði yrðu þessir bændur svo
að útvega sjálfir og þannig
stofnuðu þeir til þessara lausa-
fjárskulda er áður getur.
Arni kvaö Búnaðarþing hafa
fjallað um þetta mál og gefiö
umsögn sina við frumvarpi, er
nefnd á vegum landbúnaðarráö-
herra hefði samið, til þess að
breyta þessum lausafjárskuld-
um i föst lán. Ekki væri fullfrá-
gengið hvernig það yröi gert. Þó
væri rætt um aö Búnaðarbank-
inn gæfi út sérstakan flokk af
veðskuldabréfum sem yrðu
með svipuðum kjörum og al-
menn lán t.d. hjá stofnlána-
deildinni og þá meö verulegri
verðtryggingu en lágum vöxt-
um. Þessi flokkur skuldabréfa
yrði að vera sambærilegur við
aðra flokka svo aö þau gætu
gengið inn i hið almenna banka-
kerfi. Þetta er þó háð samþykki
skuldunautanna, en af þeim
væru kaupfélögin stærst með
um 600 millj. kr. i útistandandi
skuldum.
Að auki ætlar landbúnaðar-
ráðherra að leggja fram um 200
millj.kr. af lánsfjáráætlun.sem
yrðu þá notaðar til þess að leysa
þetta mál að hluta, svo að bænd-
ur þyrftu ekki að taka lánin að
öllu leyti i skuldabréfum.
Þá kom fram hjá Arna að slik
lagasetning er breytíi lausa-
fjárskuldum i föst lán væri
ekkert nýtt fyrirbrigði. Það
hefði síðast verið gert 1969.
Þessi staða kæmi ávallt upp hjá
bændum, sem væru að byrja
búskap og þannig söfnuöust
þessar skuldir smám saman.
Ekki taldi Arni að fjár-
hagsstaöa bænda væri nú neitt
verrien endranær. Hér væri aö-
eins um aö ræða mál er kæmi
upp á vissu árabili og þyrfti þá
að leiðrétta.
—HR
' >5*-»
i •• ■.
® ■r-s-w • ■ „. -
Heyvinna meö handafli og vélarafli: Margir ungir bændur'TTáfa
stofnað til mikilla lausafjárskulda vegna vélakaupa og uppbygging
ar i landbúnaði.
ktor í tölvuf rœðum
Jóhann Malmquist
Jóhann Malmquist varöi nýlega
doktorsritgerö i tölvufræöum viö
Pennsylvania State University 1
BandarDijunum. Hann mun vera
fyrsti tslendingurinn sem hlýtur
doktorsnafnbót i þessari fræöi-
grein.
Undanfarið hefur Jóhann verið
búsettur ÍPenmylvaniu og stundaö
kennslustörf viðPennsylvania
State University ásamt vinnu viö
doktorsritgerð.
Jóhann er sonur hjónanna Eð-.
valds B.Malmquist og Astu Thor-
oddsen. Hann er kvæntur Svövu
Friðriksdóttur og eiga þau tvo
syni.
- KP.