Vísir - 13.03.1979, Page 11

Vísir - 13.03.1979, Page 11
Þriftjudagur 13. mars 1979 11 ■ Á ráöstefnu Samtaka um vestræna samvinnu sl. laugardag var flutt erindi Harry D. Train aðmíráls, yfirflotaforingja Atlantshafsherstjórnar NATO. Birtast hér kaflar úr erindinu. Þar sem flotaforinginn komst ekki til landsins til þess að f lytja erindi sitt, var þaö f lutt á ráðstefnunni af Robert Martini varaaðmírál, yfir- manni varnarliðsins á Keflavíkurflugvelii. Myndin hér að ofan er frá ráðstefn- unni. i Evrópu, heldur og á Islandi. hámarki. Spurningarnar um sinni, en það verður aldrei of Varúðaráætlanir krefjast þess, að hvenær og hversu mikið mundu mikil áhersla lögð á mikilvægi varnarlið þurfi að efla á timum, ráðast af stjófnmálalegum þess, að þau ráð verði í tima þegar ófriöarspennan er i ákvörðunum og aðstæðum hverju tekin. flota sínum einum saman og vinna stöðugt að því að gera þá fullkomnari. Þeir Ijúka smíði á einum nýjum kjarnorkuknúnum árásarkafbáti á sex vikna fresti. Við getum borið þessa uppbyggingu saman við f jölda þeirra kafbáta, sem þýski flotinn hafði yfir að ráða í byrjun síðari heimstyrjaldar, en þeir voru 57. öll þekkjum við úr mannkynssögunni, hvflíku öng- þveiti þýsku kaf bátarnir ollu, og hvernig þeir höfðu nær sigrað i orustunni um Atlantshafið". I I /* y Tómas A. Tómasson sendiherra, sem um árabil var sendiherra islands hjá Atlants- hafsbandalaginu, fjallar hér sérstaklega um formlegt og óform- legt framlag Atlants- hafsbandalagsins til lausnar á f iskveiðideil- um íslendinga við aðr- ar bandalagsþjóðir. Er það, sem hér birtist, að stofni til erindi Tómas- ar á ráðstefnu Sam- taka um vestræna samvinnu s.l. laugar- dag, en talsvert stytt. veiðílögsögu íslendinga, þekkjast ekki jafnalvarleg i sögu banda- lagsins, nema deilur Grikkja og Tyrkja, erharðastarhafa verið út af Kýpur. Að forminu til eru utanrikisráð- herrafundir haldnir reglulega tvisvar á ári oggefst þá tækifæri til að reifa málin bæði á fundun- um s jálfum i áheyrn fúlltrúa allra 15 aðildarrikjanna, en einnig, og kannski er það ekki siður væn-' legra til árangurs, utan funda á tvihliða grundvelli. Þar að auki kemur fastaráð bandalagsins saman til funda allan ársins hring og oft i viku hverri, og starfa raunar fastafulltrúarnir þar stöð- ugt saman og daglega, enda eru skrifstofur þeirra og fram- kvæmdastjóra bandalagsins allar i sömu byggingunni. Allir voru þessir möguleikar til viðræðna notaðir i þorskastriðun- um i þeim tilgangi að finna lausn á deilumálinu. Raunar var At- lantshafsbandalagið alls ekki stofnað til þess að leysa inn- byrðisdeilur aðildarrikjanna. Það var stofnað i varnarskyni vegna utanaðkomandi hættu og þess vegna er um samtök samherja að ræða. 1 sjálfum Atlantshafssamn- ingnum er ekki stafkrók að finna um deilumál aðildarrikjanna. Óformlegir fundir Ein- ars og Croslands skiptu sköpum Einn af mörgum kostum við samstarfið i NATO i reynd er sá, að formfesta er i lágmarki og menn vinna saman án þess að binda sig við itarleg samnings- ákvæði, allt eftir þvi hvað ástæð- ur leyfa hverju sinni. En fram- kvæmdastjóri bandalagsins bauð jafnan fram aðstoð, og þó var hún ekki alltaf þegin. Gerði hann sér tvisvar sérstakar ferðir til Is- lands og oftar til Englands út af fiskveiðideilunni. Varhanni stöð- ugu sambandi við fastafulltrúa deiluaðila og reyndi alltaf að bera sáttarorð á milli og benda á leiðir tíl úrlausnar. Mikið byggist á persónulegu sambandi fundarmanna, sem eykst auðvitaö ogstyrkist, þegar mikið er unnið saman og fundir margir á skömmum tima. Agætt dæmi um viðræður eða upptöku viðræðna, sem auðvelt var að koma á i NATO.erueinrnitt sam- töl Anthony Crosland, utanrikis- ráðherra Breta, við Einar Agústsson, utanrikisráðherra — og siðar einnig Geir Hallgrims- son, forsætisráðherra — kvöldið fyrir fyrri NATO-ráðsfundardag- inn i Osló um miðjan mai 1976, sem síðar leiddi til 1. júni sam- komulagsins, er batt enda á fisk- veiðideiluna. Þá var ekki einu sinni stjórnmálasamband milli Islands og Bretlands, þvi að stjórnmálasambandi var form- lega slitið við Breta 19. febrúar 1976 eða þremur mánuðum fyrr. Fyrir tilstilli Norðmanna og að ósk brezka ráðherrans var komið á sambandi þarna undir kvöld, áður en fundurinn hófst. Anthony Crosland kom i heimsókn á „Agætt dæmi um viðræöur eða upptöku viðræöna, sem auðvelt var að koma á I NATO, eru einmitt samtöl Anthony Crosland, utanrlkisráð- herra Breta, við Einar Agústsson utanrikisráöherra”. hótelið til Einars Agústssonar og höfðu þeir ráðherrarnir með sér mjög óformlegan viðræðufund, sem reyndist svo verða iqjphafið að endanlegri lausn á siðustu fiskveiöideilu Breta og Islend- inga, þvi að viðræðurnar héldu áfram næstu daga, meðan á ráð- herrafundi bandalagsins stóð, og var þar raunar jafnframt tii um- ræðu á sjálfum fundinum lika. Aðildin að NATO réð úrslitum Bandalagsþjóðirnar i NATO allar aðrar en íslendingar verða að teljast með þeim fastheldnustu á gamlar venjur og reglur i þjóðaréttí varðandi viðáttu land- helgi. Raunar hafa þær allar, a.m.k. þær sem geta vegna stað- hátta tekið sér 200 milna efna- hagslögsögu núna með einhliða yfirlýsingum um útfærslu. En það höfðu þær engar gert meðan deil- urnarviðBretastóðusem hæst. A þessu sviði þjóðaréttarins ein- göngu voru NATO-þjóðirnar þess vegna á öndverðum meiði við Is- lendinga, en þær sýndu þó sér- stökum vanda Islendinga skiln- ing, þar sem allt efnahagslif okk- ar hefur löngum verið háð fisk- veiðum og byggir miklu mest á þeim. En það fór ekki á milli mála, að þessi skilningur á vanda tslands og samúð með afstöðu Is- lendinga var þrátt fyrir allt miklu rikari innan Atlantshafsbanda- lagsins, einmitt vegna aðildar okkar að bandalaginu. Væru Is- lendingar ekki samherjar i bandalaginu, þá hefðu aðrar bandalagsþjóðir örugglega haft mun minni skilning á efnahags- vandamálum utangátta smáþjóð- ar, sem ekkert legði til sameigin- legra viðfangsefna bandalagsins. Með öðrum oröum, vegna þess að bandalagsþjóðunum er kappsmál að hafa allar 15 saman, þar með- taldir Islendingar, sem sitja i landfræðilegri miðju bandalags- svæðisins, að skipuleggja varnir og öryggi Vestur-Evrópu og Norður-Ameriku, þa voru þær i rikara mæli reiðubúnar aðganga til móts við íslendinga í fiskveiði- lögsögumálum og þar með leggja harðar að Bretum að gefa eftir á þessu sviöi og ganga til sam- komulags. Þetta kom iðulega fram i orðum og verki og var t.d. sagt berum orðum af talsmönn- um rikisstjórnar Sambandslýð- veldisins Þýzkalands, þegar hún gerði samkomulagið við íslend- inga eftir úrfærsluna i 200 milur, um svipað leyti og Bretar voru að senda flotann enn á ný inn i flsk- veiðilögsöguna i nóvemberlok 1975. Þá sögðust Vestur-Þjóðverj- ar hafa slegið af kröfum sinum og gert samkomulagið, af þvi' að Is- lendingar væru mikilvægur sam- herji i Atlantshafsbandalaginu. Slit stjórnmálasam- bandsins 1976 En þróunin varð lika mjög ör i þjóðréttarmálum eftir þvi, sem leið á þriðju alþjóðaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um réttar- reglur á hafinu, og það stefndi að 200 milna efnahagslögsögu niu- veldanna i Efnahagsbandalagi Evrópu. Um áramótin 1975/76 reyndist James Callaghan, þá- verandi utanrikisráðherra Bret- lands, alls ekki hægt um vik að halda annars vegar fram hörðum kröfum Breta undir herskipa- vernd á Islandsmiðum og hins vegar krefjast samtimis sérrétt- inda fyrir brezka fiskimenn innan sameiginlegrar fiskveiðilögsögu Efnahagsbandalagsins. Utan- rikisráðherrann brezki var ein- mitt á slikum samningafundi i Efnahagsbandalaginu i Bruxelles hinn 19. janúar 1976, þegar Joseph Luns, framkvæmdastjóri At- lantshafsbandalagsins, þá ný- kominn úr Islandsferðalagi, átti langar viðræður við hann þetta kvöld. Daginn eftir sigldu her- skipin út fyrir linu og Bretar fengu góðar einkunnir samherj- anna i NATO fyrir samkomulags- vilja, en þaðdugði þó ekki, þvi að jákvæður árangur varð ekki af Lundúnaviðræðum forsætisráð- herranna Geirs Hallgrimssonar og Harold Wilson undir lok janú- armánaðar. Breski flotinn kom skömmu siðar (5. febrúar) inn iyrir aftur, er deilan harðnaði á ný og endaði með þvi, að stjórn- málasambandinu var slitið. Er það i fyrsta og eina skiptið, sem stjórnmálasambandi hefur verið slitið milli tveggja NATO-rikja. Með breytingum á afstöðu til viðáttu eigin efnahagslögsögu, þörfum fyrir sérréttindi brezka sjávarútvegsins innan sameigin- legrar fiskveiðilögsögu Efna- hagsbandalags Evrópu, ástand- inuá Islandsmiðum i skugga her- skipanna og starfa landhelgis- gæslunnar Islenzku þar, harðri afstöðu íslendinga og samúö ann- arra bandalagsþjóða i NATO ein- mitt vegna öryggis- og varnar- sjónarmiða, þá myndaðist loks möguleiki á málamiðlun, sem varð að samningsgrundvelli, er Oslóarsamkomulagið var gert sumarið 1976. Enginn vafi er á þvi, að þar skipti meginmáli aöild Islands að Atlantshafsbandalag- inu og þar af leiðandi meiri skiln- ingur bandalagsþjóðanna, einnig Breta þrátt fyrir allt, á viðhorfum íslendinga og lifsnauðsyn að tryggja skynsamlega nýtingu fiskistofnana umhverfis landið.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.