Vísir - 13.03.1979, Side 14
14
Dvalarheimili aldraðra ó Akureyri:
Þarf gamla fólkið
að borga 2 milljón-
ir fyrir vistplóss?
„V'ift vildum ekki aö þeir sem
ættu peninga fcngju einhver for-
réttindi, og gætu keypt sig
þarna inn, en rætt er um aö þaö
myndi kosta 2 milljónir fyrir
hvert gamalmenni aö komast
inn á Dvalarheimiliö”, sagöi
Siguröur Hannesson, bæjarfull-
trúi á Akureyri, sem sat hjá
ásamt Siguröi Sigurössyni viö
atkvæöagreiöslu i bæjarstjórn
Akureyrar um byggingu smá-
ibúöa fyrir aldraöa.
Bæjarstjórnin samþykkti að
heimila byggingu 12 smáibúöa
fyrir aldraöa á lóö dvalar-
heimilisins Hliðar. Bygg-
ingarnar yröu fjármagnaðar
með húsnæðismálastjórnarláni,
sem næmi um 60% byggingar-
kostnaðar, einnig með láni frá
Tryggingastofnun rikisins og
jafnframt að hluta með fram-
lögum væntanlegra vistmanna i
formi lánsfjár eða fyrirfram
greiddrar leigu.
„Að sjálfsögðu vorum við
hlynntir þvi að byggja þessar
ibúðir,envið töldum að bærinn
þyrfti að fjármagna þær á
annan hátt en gerter ráð fyrir”,
sagði Sigurður Hannesson.
„Það eru geysilega margir á
biðlista til þess að komast að á I
þessu heimili, um 200 manns.
Hingaðtil hefur verið farið eftir I
dagsetningum á umsóknum og |
einnig, að komi læknisvottorð _
um, að aðstæður hjá þessu fólki I
séu slæmar, þá er tekið tillit til 1
þess.
Fyrir liggja margra ára um- I
sóknir allt frá 1972 eöa 1973. I
Okkur fannst þvi óeðlilegt að |
þeir sem ættu peninga fengju ■
forréttindi og gætu keypt sig |
þarna inn og sátum þvi hjá við _
atkvæðagreiðslu um málið i I
bæja rstjórn.”
—ÞF I
UTAN VIÐ
AA samtökin hafa óskaö eftir
birtingu á eftirfarandi orösend-
ingu:
Til aö gerast AA félagi þarf að-
eins eitt: Löngun til að hætta aö
drekka. Inntöku- eða félagsgjöld
eru engin, en með innbyröis sam-
ÞRAS OG
skotum sjáum við okkur efnalega
farborða. AA samtökin eru sjálf-
stæö heild og óháö hvers kyns fé-
lagsskap öörum. Þau halda sig
utan við þras og þrætur og taka
ekki afstöðu til opinberra mála.
Höfuðtilgangur okkar er að vera
ÞRÆTUR
ódrukkin og að styðja aðra
alkóhólista til hins sama.
Menn eru vinsamlega beðnir aö
hafa ofangreint i huga i skrifum
sinum og umræðum um áfengis-
mál i fjölmiölum og annars
staðar á opinberum vettvangi.
iWíckíeQee
heldur áfram!
HANN HEFUR NAÐ
1200
TIMA TAKMARKINU
OG HANN ÆTLAR SER AÐ GERA BETUR
Munið söfnunina
’CLEYMD BÖRN 79„
giro nr. 1979-04
”GLEYMD BÖRN’79. ÞAKKA
Starfsfólki Tryggingast.ríkisins
VEITTA FJARHAGSAÐSTOÐ
Fðgnum HEIMSMETI
í ÓÐALI í kvöld
Það er óhætt að segja að bronsstyttan á myndinni hafi
fengiðsér hlýlega vetrarkápu. Styttan er hiuti af 14 þátt-
um, sem mynda eitt listaverk, sem á að sýna áhrif Miss-
ouri og Missisippi fljótanna. Listaverkið er í St. Louis í
Missouri. Listaverkið.sem er eftir Carl Milles, er kallað
„Stefnumót vatnanna".
„Fjórmagn fari
til verkefna en
ekki stofnana"
— segir Friðrik Sophusson, sem hefur lagt fram
tillögu um nýja aðferð við óœtlanagerð
„Um nokkurt skeiö hafa stjórn-
málamenn veriö aö leita aö nýj-
um aöferöum viö gerö fjárhags-
áætlana, sem styrktu stööu
stjórnmálamanna og þeirra sem
ábyrgö bera á almannafé, gagn-
vart þeim sem siöan eiga aö nýta
þetta fjármagn. Þessi aöferð er
liöur i þeirri viöleitni”, sagöi
Friörik Sophusson alþingismaö-
ur, þegar Visir spuröi hann um
tillögutil þingsályktunar um nýja
aöferö viö áætlanagerð, sem hann
hefur lagt fram á Alþingi ásamt
Lárusi Jónssyni og Ellert B.
Schram.
Er tillagan á þá leið, að Alþingi
skoriá rikisstjórnina, aö hún beiti
sér fyrir því aö „núllgrunns-
áætlanagerð verði tekin upp sem
viðast viö gerö rekstrar- og fjár-
hagsáætlana hjá opinberum
fyrirtækjum og stofnunum.
Núllgrunns-áætlanagerð er
tækni við gerð rekstrap og
fjárhagsáætlana sem gerir þær
kröfur til stjórnanda aö hann rétt-
læti fjárbeiönir sinar frá núll-
grunni (þaðan er nafnið komið).
Tækni þessi flytur yfir á stjórn-
anda, sem sækir um fjárveitingu,
sönnunarbyrði fyrir þvi, að hann
eigi yfirleitt að fá fjármagn til
ráðstöfunar og hvetur um leiö til
að hann eða sú deild, sem hann
stjórnar sýni góðan árangur af
starfsemi sinni.
Verkefni ákveðin eftir
forgangsröð
„Það sem málið snýst um”,
sagði Friðrik „er að reynt er aö
beina fjármagni að verkefnum i
stað stofnana. Þetta þýðir, að
þegar rikisvaldiö þarf að rifa
seglin, þá eru strikuö út þau verk-
efni sem mega bfða i stað þess
eins og nú er, að það sé 10-15%
niðurskurður yfir llnuna algjör-
lega án tillits til þess hvort verið
er að skera niður mikilvægar
framkvæmdir eða litilvægar.
Verkefnum er stillt upp i for-
gangsröö af stjórnanda. Þurfi að
Verkefnum sé stillt I for-
gangsröð.
spara er skorið niöur eftir þessari
forgangsröð.
Eg átti þess kost þegar ég var i
Bandarikjunum siöastliðið sumar
að ræða við menn, sem höfðu
unnið viðfjárlagagerð eftir þessu
kerfi hjá alrikisstjórninni í
Washington, en Carter innleiddi
þetta kerfi þar.
Lykillinn að velgengni
Carters
Þegar hann var fylkisstjóri i
Georgiu lofaði hann að draga úr
opinberum útgjöldum og fékk
Peter Phyrr, sem hefur átt rik-
astan þátt i að kynna þessa tækni
til að taka fjárlög rkisins i gegi\
með gifurlega góðum árangri.
Þetta var raunar talinn vera
lykillinn að velgengni hans.
Þessir menn sem ég talaði við
sögðust i fyrstu hafa verið heldur
neikvæðir gagnvart þessu kerfi
og i fyrstu umferð hefði reynst
heldur mikil skriffinnska i kring-
um það. En það var samdóma álit
þeirra, að það hefði skilað mjög
góðum árangri eftir að menn
höfðuáttaðsigáhugsuninniá bak
við það. Arangur af slikum að-
ferðum er erfitt að meta i fjár-
hæðum, þvisvona nýjungar koma
fyrst og fremst i veg fyrir eyðslu
og er það helsti kosturinn við
þær”, sagði Friðrik Sophusson.
-JM