Vísir - 07.05.1979, Blaðsíða 2
Mánudagur 7. mal 1979.
2
Á kaupstefnunni I Bella Cent-
er fyrir stuttu voru sex íslensk
fyrirtæki með framleiOslu sina
og var hljdðiO misjafnt I for-
svarsmönnum þeirra. Fyrir-
tækin sýndu öii i básum, sem
báru sömu einkenni og voru
málaðir bláir með einhverskon-
ar jólasnjó sprautuðum yfir
biámann. Það var ekki fritt við
að það færi kuldahrollur um
sólþyrstan kroppinn að sjá þessa
isaldarskreytingu. Hjá sumum
fyrirtækjunum gekk mjög vel og
voru menn þar að vonum
ánægðir með tiiveruna, en á
öðrum mátti skilja, að þetta
væri bara hrein timasóun, að
taka þátt i svona kaupstefnu.
Söluaukning
Hjá prjónast. Iöunni lék allt i
lyndi. Salan góö og létt yfir
mönnum. 1 samtali viö Lovisu
Marinósdóttur framkvæmda-
stjóra, kom fram aö mesta sal-
an hjá fyrirtækínu væri i tisku-
flikum, framleiddum úr inn-
fluttum efnum. Væru þær flikur
á mjög samkeppnisfæru verði,
en aftur á móti gengi verr aö
selja föt úr islenskri ull. Þar
væriveröiöofhátt. Iðunn viröist
vera eina fslenska fyrirtækiö,
sem getur boöið vörur sinar á
lægra veröi en erlendu keR)i-
nautarnir og hafa hin islensku
fyrirtækin kvartaö yfir því aö
Iöunn selji of ódýrt. Iöunn notar
ódýrt sölukerfi erlendis. Þaö
fær sölumenn upp á prósentur,
7—10%, og hefur þaö reynst
fyrirtækinu vel.
Lovisa sagöi ennfremur, aö
reynslan værisú, aö framleiösla
Iöunnar margfaldaöist alltaf
eftir svona sýningar erlendis og
hafi salan það sem af er þessu
ári veriö meiri en allt áriö 1978.
Og reiknuöu þau með enn meiri
aukningu á árinu. En þó ekki á
innanlandsmarkaöi.
Stela hugmyndum
Hörður Sveinsson hjá Les
Knit Ltd., var ekki jafn-bjart-
sýnn.Hann var dálitiö tregur aö
gefa upplýsingar en þó kom
fram, aö fyrirtækiö haföi ekki
selt neitt teljandi á sýningunni.
Höröur kvaö hugmyndaþjófnaö
dönsku fyrirtækjanna vera einn
mesta dragbft Islenskra
framleiösluaðila. Hann sagöi
Stobi og Runox stela öllum góö-
um hugmyndum, um leiö og þær
Eva Vilhelmsdóttir til vinstri og Maria Lusia Ragnarsdóttir.
SEX ISLENSK FYRIRTÆKI
SÝHDU A RELLA CENTER
Sýningarbás Álafoss
Lovfsa Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Iðunnar.
kæmu fram og svo heföu þau
betra markaðskerfi og þar aö
leiðandi stæöu þau betur I
samkeppni við islensku fyrir-
tækin. Les Knit hefur engan
umboösmann I Danmörku og
var fyrirtækiö þvl á höttunum
eftir einum sllkum, en ekki vildi
Hörður reyna aö ráöa íslending
búsettan I landinu til þess
starfs. Kvað hann landann ekki
duga til slikra verka.
Hjá Alis kvartaöi Vilhjálmur
Guömundsson framkvæmda-
stjóri einnig yfir hugmynda-
þjófnaöi dönsku fyrirtækjanria.
vAlís hefur sýnt framleiöslu slna i
Bella Center reglulega frá 1975
og hefur útkoman veriö frekar
jákvæð, segir Vilhjálmur. 80%
af framleiðslu fyrirtækisins
fara á Evrópumarkaö, en veröiö
væri ekki samkeppnishæft miö-
aö viöstobi.— Við framleiöum
eingöngu úr ull sem viö fáum
frá Alafossi, en hún er aö ein-
hverju leyti blönduö meö inn-
fluttri ull. Viö vildum gjarnan
framleiöa úr hreinni Islenskri
ull, en viö fáum bara ekki annaö
en þessa blönduöu. Þaö vantar
samstööu fyrirtækjanna heima,
sagöi Vilhjálmur.
Sölustjóri Alls I Danmörku,
Lars Kirkeby, er mjög sölu-
mannslegurnáungi.Hann kvaöst
ekki hafa miklar áhyggjur af
verömismuninum á milli is-
lenskrar og danskrar fram-
leiöslu.— Þú færöekki mjólk og
rjóma á sama veröi, sagöihann.
Hann sagöi söluaukningu i
Danmörku hafa verið 50—80% á
slöasta áfi.
Þetta er svo gaman!
Hjá fýrirtækinu Röskva hitti
ég fyrir hressilega konu, Sigriöi
Pétursdóttur frá Ólafsvöllum á
Skeiöum i Arnessýslu. Hún
kvaöst vera eigandi fyrirtækis-
ins og reka þaö jafnframt bú-
skap og hundauppeldi. Hún
sagöist kaupa og selja vörur, en
ekkertframleiöa sjálf. Pantanir
hafi veriö allgóöar á sýningunni
og væri hún seístaklega ánægö
meö danska umboösmanninn.
Fyrirtækiö selur eingöngu er-
lendis og kvaö Sigriöur söluna
hafa þrefaldast á slöasta ári,
taliö I erlendri mynt. Aöspurö
um hreinleika ullarinnar kveöst
hún eingöngu selja úr hreinni ull
„Made in Iceland”. Þótt ullin
væri ekki öll af íslensku fé,
skipti þaö minna máli.
— Ég er alveg haröánægö
meöþetta allt saman, svo hef ég
svo ægilega gaman af þessu,
sagöi Sigríöur.
„Álafoss er stærsta
ullarvörufyrirtæki á
Norðurlöndum
Sölustjóri Alafoss, Magnús
Pétursson lék viö hvern sinn
fingur. Hann hafði nefnilega
fengiö aö vita, aö Alafoss væri
stærsta fyrirtæki sinnar tegund-
ar á Noiöurlöndum. Þetta kom
mönnum dálltiö á óvart og var
ekki nema von aö kátt væri á
hjalla. Magnús kvað Alafoss
leiöandi fyrirtæki I ullariönaöin-
um og á siöasta ári hafi veriö
ca. 5 milljaröa velta hjá
fyrirtækinu og þar af ca. fjórir
milljaröar tengdir útflutningi.
Einnig kom fram, aö Álafoss er
meö ca. 80% af sölu islenskra
fyrirtækja I Danmörku.
BL — Nú hafa verið seldar
vörur frá ykkur hér á Strikinu I
Kaupmannahöfn, sem voru
ódýrari úr versl. en heildsölu-
verö ykkar. Hvernig getur staö-
iö á þessu?
Magnús: Veistu, aö þetta eru
alveg nýjar fréttir fyrir mig, ég
veit bara ekkert um þetta. Ég
gæti helst trúað, aö þaö sé
dreifingaraöilinn hér úti, sem
hefur veriö aö losa sig við gaml-
an lager.
B.: — Nú hlýtur aö vera erfitt
fyrir ykkur aö selja sömu aöil-
um aftur þegar þiö komiö meö
ný verö, ’er þaö ekki?
Magnús: — Jú þáö mætti ætla
þaö, en eins og ég segi, þá veit
ég ekki nóg um máliö til aö geta
fullyrt neitt. En viö höfum
aldrei þurft aö kvarta yfir viö-
skiptum okkar viö umboösaöil-
ann hér. Hann hefuralltaf borg-
aö í topp á réttum gjalddögum.
Hjá Sambandinu voru menn
ánægöir meö sýninguna, en
vegna anna máttu þeir aldrei
vera aö þvi aö ræöa neitt aö ráöi
við mig.
íslendingar frumstæð-
ir verslunarmenn
Þegar á heildina er litiö virö-
ast íslensku fyrirtækin ekki
standa hinum erlendu neitt aö
baki, nema ef vera skyldi hvaö
snertir veröiö á framleiöslunni.
Þaö virtist enginn geta gefiö
viöhlltandi skýringu á þessum
mikla verömismun. Margar
hugmyndir komu fram, en eng-
in skýring. Dönsku fyrirtækin
greiöa tvisvar til þrisvar sinn-
um hærri laun og hráefna-
kostnaöur er svipaður. Ef ein-
hver getur komiö meö sennilega
skýringu, þá er hún vel þegin.
I samtölum mlnum viö
danska umboösmenn islenskra
fyrirtækja, lýstu þeir allir yfir
áhyggjum sinum vegna örra
veröhækkana á Islensku vör-
unni. Þeir sögöu aö þaö liöi ekki
á löngu, þar til Islensku
fyrirtækin heföu enga
samkeppnismöguleika, vegna
okurverös. Einnig sögöust sum-
ir eiga dálltiö erfitt meö aö
skilja Islenska verslunarhætti.
Þaö þekktist nefhilega ekki i
Danmörku aö falsa faktúrur og
borga undir boröið, og aörar
frumstæöar aöferöir, sem virö-
ast vera ær og skýr Islendinga.
Ekki veit ég hvort þessi
verslunarmáti er algengur i
millirikjaverslun okkar, en ef
svo er, þá er kominn timi til að
tekið sé I taumana.
—MG.
Agnar Klemens Jónsson sendiherra i Kaupmannahöfn ásamt fleiri
tslendingum I heimsókn á sýningunni. (Vfsism. MG.)