Vísir - 07.05.1979, Blaðsíða 13
Mánudagur 7. mal 1979
13
okkur
sjá um
að smyrja
bílinn
reglulega
Passat
Auói
0000
VW 1200
Passat Variant
//Þetta er búið að vera
mikiðannríki "
Eftir tónleikana héldu
kórfélagar heim á Regent Palace-
hótel við Piccadilly Circus, Þang-
að var farið með „öndergránd-
inu” og ku það hafa verið einhver
stærsti hópur svartklæddra
kvenna og smókingklæddra karla
sem þar hefur ferðast i einu.
Heima á hótelinu náðum við tali
af Ingólfi Guðbrandssyni söng-
stjóra Pólýfónkórsins, en hann
bar hita og þunga af öllum undir-
búningi þessarar ferðar.
„Þetta er búin aö vera annrik
en þó einhver skemmtilegasta
helgi sem ég hef lifað” sagði
Ingólfur: „Skemmtileg vegna
félagsandans i Pólýfónkórnum og
eins vegna þess árangurs sem
náðist á tónleikunum, en hann fór
fram úr öllum þeim vonum sem
nokkur gat vænst.
Kórinn var ekki fullskipaður og
það vantað marga góða liðsmenn.
Æfingar að undanförnu hafa verið
stopular, svo að horfurnar voru
ekki góðar. Söngfólkið mætti
þreytt til tónleikahaldsins, gengiö
upp að hnjám eftir búðarráp, en
þrátt fyrir það náðist i lokin sú
samstaða og samstilling i söngn-
um sem fágætt er — jafnvel hjá
bestu kórum.”
Ingólfur sagði að þessi ferð yröi'
sér eftirminnileg og þá fyrst og
fremst vegna söngsins. Þekkt
tónlistarfólk sem verið hefði á
þessum tónleikum t.d. söngkonan
Sandra Wilkins sem sungiö hefur
m.a. hér heima, heföi farið lof-
samlegum orðum um söng kórs-
ins og leik organistans Haröar
Askelssonar.
„Þetta hefur veriö sannkölluð
skemmtiferð — en þó blandin
alvöru og hljómleikar kórsins
verða örugglega það eftirminni-
legasta”, sagöi Ingólfur að lok-
um.
Víster það
kolkrabbi
Að afloknum tónleikum efndu
kórfélagar til veislu góðrar að
klnverskum siö og auðvitað var
þar framreiddur kinverskur mat-
ur. Ekki vissu menn þó alltaf
hvað þeir voru aö setja ofan I sig
— t.d. var þar ein ágæt dama sem
taldi sig vist vera að borða kol-
krabba.
Daginn eftir var fariö I
skoðunarferö um borgina og svo
haldið uppteknum hætti við að
versla. Um kvöldið hættu menn
sér svo inn I hið fræga Soho-hverfi
en hér verður eigi tafiö við frá-
sagnir af þeim ferðum.
Við brugðum hins vegar á þaö
ráð aö taka nokkra kórfélaga tali
og hittum fyrst fyrir Kolfinnu
Sigurvinsdóttur leikfimikennara:
Lagiö tekið á Regent Palace — eða var kannski bara veriö að iýsa þelinu (ungu stúlkurnar vildu ekki
segja feelingunni) af stórborginni?
áhersla á að kenna söng og i
Pólýfónkórnum”.
Guömundur og Ólöf höfðu bæði það gaman af að syngja að lá við
horfelli.
/Þetta er líka
megrandi "
Nokkrum sætaröðum framar
sátu þau Ólöf Magnúsdóttir
bankaritari og Guðmundur
Tómasson sölumaöur. Þau voru
spurö hvers vegna þau syngju I
Pólýfónkórnum.
„Þegar ég heyröi i haust aö
kórinn ætlaöi að syngja Jólaóra-
torlu Bachs varð ég alveg friðlaus
— það var eitthvað sem togaði i
mig að fara og syngja.
Annars finnst mér það gefa
lifinu gildi að syngja I svona kór,
þaö vlkkar sjóndeildarhringinn
og er þar að auki heilbrigt
tómstundagaman.”
„Ég fór I kórinn þvl ég hef
gaman að því að syngja” segir
Guömundur: „þetta er aö visu
mikil vinna, en jafnvel þótt
maður komi dauöþreyttur á
æfingar, þá slappar maöur af við
þaö að syngja.”
„Þetta er llka megrandi”
skýtur nú Ólöf inn I: „ég má
stundum ekk< vera að þvl að
boröa, svo mikii er tilhlökkunin
við að komast á æfingar.”
„Maður er I skóla i þessum
kór” segir nú Guðmundur: „og
það hjá góðum kennara.”
„Búinaö vera með
þessa dellu lengi "
/Það liggur viðað
fólk fái slag..."
„Ég fæ allt út úr þvi að syngja i svona kór” sagöi Hjálmtýr tenór.
„Ég er búin að vera með þessa
dellu lengi” sagði hún þegar við
spuröum hana hvenær hún hefði
byrjað að syngja „Ég byrjaði 17
ára i Pólýfónkórnum og ég er
eiginlega alveg alin upp hjá
Ingólfi þótt ég hafi verið i söng
hjá fleirum.
Mér finnst þessi ferð hafa verið
ákaflega skemmtileg ekki síst
fyrir það að fólkið I kórnum, ekki
sist nýja fólkið, kynnist svo vel i
svona ferðum”.
Við lögðum þá samviskuspurn-
ingu fyrir hana hvað henni heföi
þótt vera skemmtilegast I þessari
ferð:
„Mér fannst skemmtilegast aö
syngja i kirkjunni — ég er nefni-
lega ekkert gefin fyrir þetta
búðarráp. Hljómburöurinn i
kirkjunni var líka alveg frábær og
það var raunar undarlegt hversu
sterkir straumar voru á milli
kórsins og Ingólfs söngstjóra —
það var eins og hann væri inni i
kórnum.”
„Ég fæallt..."
Okkur gekk nú ekki sem best að
finna fleiri viötalendur þennan
sunnudag, þvl stórborgin hafði
seitt þá til sin með lystisemdum
sinum, svo við slógum þvi bara á
frest þangað til daginn eftir, en þá
skyldi hópurinn halda til brott-
ferðar. Þaö var svo ekki fyrr en I
flugvélinni heim til tslands að við
tókum þráöinn upp aftur og
réðumst þá að Hjálmtý
Hjálmtýssyni súpertenór:
„Ég fæ allt út úr þvi að syngja i
svona kór” sagöi Hjálmtýr, „og
ég er efins um að þeir sem eru að
læra söng fái eins mikið út úr sínu
námi og þeir sem syngja i
Pólýfónkórnum. Þessi ár sem ég
hef verið i kórnum finnst mér sem
ég hafi verið i söngskóla og ég
efast um að i nokkrum öðrum kór
á tslandi sé lögð eins mikil
' Nokkrar táningsstúlkur sitja
saman I hnapp og eru að piskra
eitthvað svo við förum að plskra
viö þær.
„Það er gaman við kórinn að i
honum skuli vera fólk á öllum
aldri” segir ein þeirra.Guörún
Edda ólafsdóttir 19 ára mennt-
skælingur „svo lærir maður mik-
ið i söng i Pólýfónkórnum”.
„Já, við byrjuöum I haust og
höfum þegar lært heilmikið”
segir Helga Gottfreðsdóttir
sömuleiðis 19 ára menntskæl-
ingur og bætir svo við „já, ég
meina það” þegar hinar ætla að
grlpa orðið af henni.
Solveig Lilja óladóttir heitir
sú þriðja — hún er 17 ára og i
menntaskóla. Spurningin sem
lögð er fyrir hana er sú hvernig
táningar líta á klassíska tónlist:
„Mörgum á okkar aldri þykir
gaman að klasslskri tónlist” segir
hún „en það eru lika vissir
fordómar hjá öðrum. Það liggur
við aö ýmsir fái slag þegar þeir
vita að maður er I Pólýfón.”
t þessu eru menn beðnir um að
spenna öryggisbeltin þar sem
vélin eigi að fara að lenda og við
þökkumþvi bara pent fyrir okkur
og segjum blessfenda mál að
linni.
—HR
Audi 100 Avant
OPIÐ FRÁ KL. 8-6.
HEKLAh
Smurstöð
Laugavegi 172
— Siniar 21240 — 21246.