Vísir - 07.05.1979, Blaðsíða 12

Vísir - 07.05.1979, Blaðsíða 12
'Mánudagur 7. mal 1979 12 SIINGIÐ FYRIR ENGLA Sagt frá ferð Pólýfónkórsins til London um fyrri helgi Bretar hafa löngum þótt skemmtilega sérvitur þjóö. Þeir aka á öfugum vegarheimingi miöaö viö aöra Evrópubúa, drekka teiö sitt mjólkurblandiö meöan aörir kjósa þaö mjólkur- laust og ræöa um veöriö eins og aörir.t.d. Frakkar.ræöa um eisk- una sína. Þrátt fyrir sérstaka siöi og sjálfstæöa hugsun kemur þaö fyriraö erlendum áhrifum skolar á land i Bretaveldi. Slfkt geröist til aö mynda s I. laugardagskvöld þegar flutt var þýsk messa af islenskum kór I enskri kirkju I rómverskum stil. Var þar kominn Pólýfónkórinn islenski undir stjórn söngstjórans Ingólfs Guöbrandssonar en hann var staddur I stuttri heimsókn i heimsborginni London. Ferö Pólýfónkórsins til London aö þessu sinni var bæöi hugsuö sem tónleikaferö og skemmtiferö aö loknu ströngu starfsári æfinga og tónleikahalds hér heima. Halda átti eina tónleika I St. Lawrencekirkju viö Guild Hall I gamla borgarhlutanum City. Feröin hófst á föstudaginn meö þvi aö flogiö var til Lundúna. Flugiösjálftvartlöindalitiö nema hvaö þaö geröist sem stundum vill veröa þegar tslendingar fara til útlanda aö menn gleymdu i öll- um hamaganginum aö fara á klósett áöur en lagt var af staö. Var þvl örtröö mikil á klósettiö aftur I vélinni. Töluöu gárungarn- ir um aö þetta beindi vélinni þaö mikiö upp á viö aö nægöi til aö koma kórnum upp á stjörnu- himininn. Eftir farsæla lendingu á Luton- flugvelli utan viö London var svo haidiö inn i heimsborgina i þrem- ur rútubílum. Háöu bilstjórar þeirra kapp mikiö hver viö annaö dyggilega studdir af kór Islenskra áhangenda. Hlógu menn dátt i þeirri för og þá hver meö slnu nefi. Sópranin tlsti tl-hi-hi, altin he-he-he, tenórar hátt og hvellt Pólýfónkórinn I St. Lawrencekirkju — hljómburöur þarna þótti meöafbrigöum góöur. Rætt um messur og mót ettur á Regent Palace. Frá vinstri Erla Leósdóttir, Höröur Áskelsson organisti, Unnur Maria Ingólfsdóttir,en hún er viö nám I London I fiöiuieik, Ingólfur Guöbrandsson og Sólveig Hákonardóttir. ha-ha-ha og i bössum rumdi ho-ho ho-ho. Klappaðir upp í kirkju Aö kvöldi föstudagsins var svo haldiö I St. Lawrencekirkju íil æf- inga. Kirkja þessi sem er um 600 ára gömul þjónar sem höfuö- kirkja Lundúnaborgar og þar fara fram ýmsar athafnir og seremóniur á vegum borgar- stjórnarinnar. Þótti kórfélögum sem þeir heföu sjaldan komiö á staö þar sem hljómburöur væri betri. Sjálfir tónleikarnir voru svo haldnir á laugardagskvöld. Var þar um að ræöa svo til sömu efnisskrá og Pólýfónkórinn flutti i Kristskirkju fyrir páska. Bar þar hæst þýska messu eftir David, en þetta er nútimaverk samiö 1952 og er þaö byggt á þýskri messu eftir Martein Lúter siöbótar- mann. Þá var einnig flutt mótetta eftir J.C. Bach, en þaö er verk sem gert er fyrir tvo kóra. Viö söngskrána var bætt tveimur islenskum verkum, „Heyr himnasmiöur” lag eftir Þorkel Sigurbjörnsson og „Ég kveiki á kertum minum”, lag eftir Pál lsólfsson. Þá er ógetiö þáttar Haröar Askelssonar orgelleikara en hann geröi sér sérstaka ferö frá Þýskalandi þar sem hann er viö nám, til þess aö leika þá þess- um tónleikum. Lék hann m.a. eigin tilbrigöi viö hina þýsku messu. Gerðu hinir ensku áheyrendur góðan róm aö flutningi kórsins og létu hrifningu sina i ljós meö lófa- klappi, en þaö er nokkuö sem íslendingar eiga ekki aö venjast i kirkjum. Var kórinn klappaður upp og söng hann eitt aukalag fyrir áheyrendur. Voru menn sammála um það aö söngur kórs- ins heföi tekist hiö besta og þaö þrátt fyrir aö þriöjungur kórsins gat ekki komiö með i þessa för.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.