Vísir - 09.04.1979, Blaðsíða 1

Vísir - 09.04.1979, Blaðsíða 1
SAMKVÆMT HÝRRI RANNSÓKNARKVIKMYND „RRASS TARGET" Patton hershöfðingi var myrtur. Morðið var tengt hárnákvæmu og vel úthugsuðu samsæri, sem gekk m.a. út á þjófnað á 250 milljón dollara verðmæti i gulli á hernámssvæði Bandamanna i Bæheimi i Þýskalandi. Fjarstæðukennt? En mjög vel hugsanlegt samkvæmt kvikmynd- inni „Brass target”, sem nú er verið að taka til sýningar. Samkvæmt sögubókum dó Patton af meiðslum, sem hann fékk er bill sem hann var far- þegi i lenti i árekstri við vöru- flutningabil kl. 11.48 að kvöldi 9. desember 1945 á hraðbraut N38, milli Frankfurt og Mannheim. Hann var á leið til veiða ásamt Hobart Gay hershöfðingja, þegar atburðurinn átti sér stað. Patton var hernaðarlegur landstjóri þess hluta Bæheims, sem hafði verið frelsaður undan járnhæl nasista átta mánuðum áður. Hann var einnig afl, sem ógnaði Rússum, hélt þvi fast fram að Bandarikjamenn ættu eftir að þurfa að berjast við Rússa og þvi væri best aö ljúka þvi af strax. Rithöfundurinn Fredrick Nolan, sem er höfundur bókar- innar „The Algonqin Project”, sem myndin byggir á tengir dauða Pattons við bilhlöss af gullstöngum, sem stolið var úr þýska rikisbankanum i Berlin og grafið i Bæheimsfjöllum nokkrum dögum fyrir 29. april, er bandarisku hersveitirnar komu. Að sögn Nolans lá gullið óhreyft i tvo mánuði, þar til að það var grafið upp og flutt i átt til Mittenwald, með bilalest merktri ameriska hernum. „Það hefur ekki sést tangur né tetur af þvi siðan”, segir Nolan Eftir að hafa unnið með FBI og farið i gegnum skjöl hersins staðhæfir Nolan: Annað hvort vissi Patton hverjir tóku gullið, og ætlaði sér að aðhafast eitt- hvað i þvi máli, eða Patton ætlaði sér að jafna reikninganna við Dwight D. Eisenhower sem beitti hann fruntabrögðum fyrir að angra Rússa, og þess vegna var þaggað niður i honum. Alla vega telur Nolan gullið hafa átt mikinn þátt i dauða Pattons. Bandariski herinn staðhæfir hins vegar að þessar kenningar séu úr lausu lofti gripnar og aldrei hafi neitt gull- rán átt sér stað. Framleiðandi kvikmyndar- innar, Arthur Lewis, tekur undir kenningar Nolans: „Patton gæti hafa verið myrtur. Ekki er hægt að fjalla um stað- reyndir i kvikmynd á áhrifa- rikari hátt en að blanda saman staðreyndum og skáldskap. Það er það sem gert er i kvikmynd- inni, við tökum staðreynd eins og dauða Pattons og segjum hvernig hann gæti hafa borið að. Lewis bendir á eftirfarandi atriði, sem styðja það að Patton gæti hafa verið myrtur. 1) Areksturinn var ekki harkalegur, og Patton sem sat i farþegasætinu hægra megin var eini maðurinn sem slasaðist. 2) E.L. MacFarlane læknir rannsakaði aðstæður á slysstað, og hann heldur þvi stöðugt fram að Patton hafi verið myrtur og málið hafi verið þaggað niður. 3) Staða Pattons var athyglis- verð á þessum tima. Honum hafði nýverið verið veitt lausn sem yfirmaður þriðja hersins bandariska. Ýmsir höfðu ástæðu til að sækjast eftir lifi hans og töldu hann geta komið af stað þriðju heimsstyrjöldinni. 4) Patton var ógnun við póii- tiska framtið Eisenhowers og ól vissulega með sér fyrirætlanir um að fara út i pólitik. Stjórnandi kvikmyndarinnar, John Hough, bendir á þá tilvilj- un að Patton deyr aðeins tveimur dögum áður en hann átti að fara aftur til Bandarikj- anna. Einnig bendir Hough á að Patton hafi allt að þvi dáið fjór- um sinnum siðustu tvo mánuði lifs sins, vegna atvika sem öll virtust slys en gætu hafa verið tilræði. Eitt atvikið var þegar Spitfireflugvél sem flogiðvar af Pólverja skaut á Piper Club vél Pattons i misgripum að sögn fyrir þýska vél. Annað atvikið var þegar bill Pattons komst með naumindum urtdan árekstri við uxakerru, sem skyndilega var ekið i veg fyrir hann. John Cassavetes, sem leikur Joe de Lucca majór i leynilög- reglu hersins, þann sem rann- sakar gullránið, styður einnig morðkenningar Nolans og telur að þarna sé um að ræða mögu- leika sem ekki hafi enn verið rannsakaðir. Sophia Loren, sem leikur Max Von Sydow leikur moröingjann Webber George Kennedy leikur Patton hershöfðingja Mörtu, konu sem tekst með fegurð sinni, glæpum og vændi að sigla milli skers og báru i hörmungum styrjaldarinnar, segir einfaldlega um morðtil- gátuna „Allt er hugsaniegt”. Tilræðismanninn i myndinni leikur Max Von Sydow, en sjálfa hetjuna hershöfðingjann Patton leikur George Kennedy, sem sjálfur var hermaður um 16 ára skeið. Læknirinn MacFarlane sem starfaði i bandariska hernum i þýskalandi á þeim tima sem dauða Pattons bar að, segist aldrei hafa verið sannfærður um að dauði Pattons hafi verið slys. „Patton var lykilmaður og margir höfðu ástæðu til að taka hann af lifi, sérstaklega Rússar, og allt var morandi af rússneskum út- John Cassavetes leikur Major Joe de Lucca. sendurum á þessum tima. Það er og undarlegt að Patton slasaðist einn manna við hinn afdrifarika árekstur. Hvers vegna fékk Patton lungnabólgu á spitalanum, ef hann fékk svo góða umönnun sem haldið er fram? Og hvers vegna eru til svo fáar læknaskýrslur um sið- ustu daga Pattons á spitala? Skoðun læknisins er sú að Patt- onhafi verið myrtur af pólitisk- um ástæðum og málið hafi verið þaggað niður af pólitiskum ástæðum. „Hvert sem litið er i sam- bandi við dauða Pattons er eitt- hvað óvenjulegt á seyði”, segir rithöfundurinn Nolan. „Ég hef i höndunum flesta hluta þessa mikla púsluspils, en samt vantar i það nokkra mikilvæg- ustu hlutana”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.