Vísir - 09.04.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 09.04.1979, Blaðsíða 8
Mánudagur 9. aprll 1979. 8 HLAUPIB 20 SINNUM UPP A ÞRIBJU HHI - lögreglumannahópur I strangrl hiáiiun Þeir eru nefnilega i þjálfun þessir lögreglumenn, og þaö greinilega góðri þjálfun. Þessir þrjátiu og sex riða á vaðið undir stjórn Hilmars Björnssonar fyrrum landsliðsþjálfara i handbolta. Vonir standa svo til, að unnt verði að þjálfa fleiri hópa lögreglumanna á sama máta. Visismenn fenguleyfi hjá lög- reglustjóra öl að fylgjast með þjálfun einn morguninn i Laug- ardalshöllinni. Liöinu er skipt niður í tvo hópa, og mætti fyrri hópurinn i átökin klukkan átta. Þjálfað er þrisvar i viku. A mánudags- og þriöjudags- morgnum og síðla dags á fimmtudögum. Þeir höföu þegar fengið að svitna rækilega þegar við mætt- um á staöinn. Og það hafa þeir reyndar fengið siöustu fjórar vikurnar, þvi þann tima hefur þjálfunin staðiö yfir. „Þetta er liður i þeirri ákvörðun lögreglustjóra aðefla likamsrækt meðal lögreglu- manna, ná upp llkamsþreki og viðhalda þvf”, sagði Magniis Einarsson, yfirlögregluþjónn, enhann ereinnafhópnum. Sem stendur fer þjálfunin fram inn- an húss, en þegar hlýnar i veðri, verður hafist handa við útihlaup og sund. Siöan eru fyrirhugaðar lögregluæfingar. 1 þeim felast lögregluaðgerðir ýmiss konar, svo sem handtökur, notkun handjárna, skotfimi, bjarganir og fleira. Magnús tók það fram, að þó þessar æfingar væru nokkur ný- breytni, þýddi það ekki að engin áhersla hefði verið lögð á lik- amsrækt innan lögregluliðsins áður. Þvi þaö hefði alltaf veriö gert. Meöalaldur hópsins sem Prófaðu að hlaupa svona eins og fimm sinnum upp á þriðju hæð i einhverju húsi. Ekki álit- legt eða hvað? Sennilega fengju allir venjulegir nóg eftir eitt skipti, að minnsta kosti tvö skipti. En hvað þá um tuttugu skipti án þess aö stansa. Þetta fá þrjátiu og sex lög- reglumenn i Reykjavik aö reyna þessa dagana. Upp og niöur tröppurnar á áhorfendapöll- unum i Laugardalshöllinni hlaupa þeir hringi sem sam- svara hlaupum á þriðju hæð — tuttugu sinnum. „Þaðhefur oröið geysileg framför”, sagöi Hilmar Björnsson þjálf- ari um frammistööu liðsins. Hilmar Björnsson þjálfar nú, er 37ár. Flestir hafa tiu ára starfs- reynslu, en sumir lengri. „Það hefur oröið geysileg framför”, sagði Hilmar um frammistöðu liðsins. „1 upphafi fóru fram þrekmælingar og siðanaftur núna fyrir stuttu, og þær sýndu mikla framför. Æfingum hefur lika verið mjög 'vel sinnt, og engin sýnt sér- hlifni”. Þeir lögreglumenn sem spjallað var við eftir æfingarn- ar voru hinir ánægðustu með stritið. „Þetta eru frábærar æfingar”, sagöi einn. „Maður þjálfar vöðva sem ekki hafa verið hreyfðir I mörg ár. Vissi jafhvel ekki aö væru til!” —EA Það virðist kannski auðvelt að hoppa yfir nokkra stóla. En reyni menn bara, þ.e.a.s. þeir sem ekki eru I þjálfuun, og þá er maður fljótur að komast að raun um að það er hægara sagt en gert að hoppa yfir marga stóla I röö.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.