Vísir - 09.04.1979, Blaðsíða 2

Vísir - 09.04.1979, Blaðsíða 2
VISIR Mánudagur 9. aprll 1979. Speklngurinn með barnshjart- að gerði fyrstu réttu kortin Vlslr heimsækir Landmælingar íslands „Rétt lögun landsins kom fyrst í Ijós á kortum um 1820. Þá höfðu danskir og norskir sjóliðsforingjar verið hér við mælingar frá 1800. Þær mælingar voru mest við strandlengjuna en um 1840 stundaði Björn Gunnlaugsson, spekingurinn með barnshjartað, mæl- ingar inni á landinu. Kort hans kom útárið 1844 í mæli- kvarðanum 1/480 þúsund"# sagði Bragi Guðmundsson forstöðumaður Landmælinga islands f samtali við Vísi er við heimsóttum stofnunina. Auk þess gerum viö einstakar mælingar á jöröu niöri, þar eru ekki eingöngu notuö gömlu þrihyrningsmælitækin. Viö eigum tæki sem getur mælt allt aö 40 kilómetra vegalengd með radióbylgjum. Siöan erum viö að fá tvö tæki sem mæla fjarlægö meö ljósgeisla.” í kortadeildinni eru gerð tvö upphleypt kort, annaö af Islandi Bragi Guömundsson forstööumaöur Landmæiinga tslands bendir hér á þrlhyrninganetiö sem er horn- steinn allrar kortageröar I landinu. Þessi mynd er tekin I einni feröinni er Ijósmyndir úr lofti voru teknar. Visismyndir GVA. en hitt af Færeyjum. Bragi sagöi aö þeir færu með módeliö noröur á Akureyri og fengju kortin unnin i Plastiöjunni Bjargi. Upphleypta tslandskortiö selst eins og heitar lummur á sumrin er ferðamenn koma til landsins en kortiö kostar um 4 þúsund krcfnur. Bragi sagöi að islensk landakort væru allt að 50% ódýr- ari en sambærileg kort erlendis. Ljósmynda í 40 stiga frosti. Ljósmyndadeildin er meö samning við Flugstööina um landmælingaflug. Það er erfitt verk og dýrt aö taka myndir úr lofti af landinu og sérstaklega veldur veöriö miklum erfiöleik- um. Agúst Guömundsson deildar- stjóri i ljósmyndadeildinni sagði að þeir heföu mjög fullkomin ljós- myndatæki og myndu þau kosta i dag um 48 milljónir án nokkurra opinberra gjalda. Myndirnar eru yfirleitt teknar úr 18 til 20 þúsund feta hæð,en þeir fara allt upp i 20 þúsund feta hæð. Til dæmis i 15 þúsund feta hæö taka þeir myndir af landsvæöi sem er um 7 kilómetrar á hvern kant. 1 háfluginu þurfa þeir að vera meö súrefnisgrimur og kuldinn getur fariö allt upp i 40 til 45 gráður á Celsius, þannig aö „Fyrsti maöurinn sem geröi jaröfræöikort hér á landi, rétt fyrir aldamótin siöustu var Þor- valdur Thoroddsen en hann leiörétti einnig ýmsar skekkjur á korti Björns Gunnlaugssonar. Skipulegar landmælingar hóf- ust ekki hér á landi fyrr en árið 1902 en þá var unnið aö dönsku herforingjaráöskortunum sem svo eru nefnd. Næsta stdra skref- iö i þessum málum er þegar gerö- ar voru þrihyrningamælingar hér á landi á vegum Geodætisk Institut i Danmörku á árunum 1955 til 1957. Þrihyrninganetiö sem gert var eftir þeim mælingum er grunnur inn aö öllum mælingum sem gerðar eru enn þann dag I dag. 1 þvi neti er hnattstaöa tslands miðuð við þær mælingar sem geröarvoru i Hjörsey i Faxaflóa. Þetta net var gert til aö gefa út kort i mælikvaröanum 1/50 þúsund en þaö hefur reynst nógu gott með smá-iagfæringum til aö gefa út kort i mælikvaröanum 1/10 þúsund. Sjálfstæð stofnun 1956 Landmælingar Islands veröa svo sjálfstæð stofnun árið 1956 þó aö starfsemin nái lengra aftur. Aðalverkefni okkar er aö halda þessum dönsku kortum viö. Einnig höfum viö tvö önnur stór verkefni. 1 samvinnu viö Bandarikjamenn erum viö aö undirbúa annan áfanga aö korta- geröyfir Island I mælikvaröanum 1/50 þúsund. Þaö var byrjaö á þessari sam- vinnu áriö 1960 og fyrstu kortin komu út árið 1963. Þaö varö hlé á þessu starfi i nokkur ár en þaö er sem sagt aö komast i gang aftur. Þá ætlum viö að gera kort af allri byggð landsins i mælikvarö- anum 1/10 þúsund. Þau kort verða gerö eftir svokallaöri „ortomyndaaöferö”. Einnig gerum viö alls konar sérkort fyrir ýmsa aöila. Af þvi má nefna að við erum aö vinna aö hluta af skólaatiasi fyrir Rikisút- gáfu námsbóka, sem hingað til hefur verið unniö úti i Danmörku. Einnig gerum viö jaröfræðikort hérna eftir að viö höfum fengiö gögn frá visindamönnum Upphleypt kort seljast eins og heitar lummur. Starfseminni hérna er skipt i 4 deildir en þaö eru söludeild, kortadeild, ljósmyndadeild og myndmælingadeild. öll kort sem viö gefum út eru unniná filmum. Viö gerum kortin eftir ljósmyndum úr lofti. Ljós- myndadeildin sér um að taka þær myndir en einnig fáum viö mynd- ir frá gervitungli. Viö fáum reglulega sendar myndir á 9 daga fresti frá gervitunglinu, af tslandi, sem teknar eru á nákvæmlega sama staö hverju sinni. Hins vegar eru myndirnar oft óskýrar vegna skýjafars þannig aö á timabilinu júli 1978 þar til i nóvember 1978 fengum viö aöeins þrjár myndir sem hægt var aö nota. AgústGuömundsson deildarstjóri I Ijósmyndadeild sýnir þær markaöar linur sem fiogiö er eftir er ljós myndir eru teknar úr lofti. 1 £ í éjL% 1 V; ny I M i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.