Vísir - 02.04.1979, Blaðsíða 1

Vísir - 02.04.1979, Blaðsíða 1
 A tlopkinstjaiu 1 Arlsona 1 Bandartkjunum er veriö aö ljúka viö smiöi risastórs stjörnukikis sem vonast er til aö ljúki upp mörgum leyndarmálum himingeimsins. Kannski á hann eftir aö sjá eitthvaö til fljúgandi furöuhiutanna. MEÐ KVEBJU FRA MARS? Fljúgandi furðuhlutir eru nokkuð tíðir gestir á jörð- inni, ef marka má tilkynningarnar frá öllum þeim sem hafa séð þá á flugi, eða jafnvel talað við áhafn- irnar. Þvi miður, (eða sem betur fer) er lítið að marka þessar tilkynningar. I niu tilfellum af tiu hefur fólk séð eitthvað sem hægt er að útskýra með öörum hætti en að það haf i verið gestir frá öðrum plánetum. Og hvaö snertir þau tilfelli sem ekki er hægt aö útskýra er óhætt aö halda þvi fram aö þaö séu aö minnsta kosti jafn mikl- ar likur til þess aö þaö hafi veriö eitthvert jaröneskt fyrirbæri, og aö þaö hafi veriö eitthvaö utan úr geimnum. Flestir visinda- menn eru þeirrar skoöunar aö yfirgnæfandi likur séu á jarö- nesku fyrirbæri. Fáir treysta sér til aö halda þvi alveg ákveöiö fram aö ekki sé vitsmunalif á öörum hnöttum en jöröinni okkar. Hinsvegar, ef gengiö er út frá visindalegum forsendum, eru ákaflega litlar likur til aö þessar vitsmuna- verur hafi heimsótt okkur. Litlu grænu mennirnir Vísindamenn hafa oft séö eöa upplifaö furöuleg fyrirbæri, ekki siöur en aörir. Munurinn er sá aö þeir byrja strax aö leita annarra skýringa en þeirra aö þetta séu gestir úr geimnum og oftast tekst þeim aö finna skýr- ingu. Dæmi um þaö er aö finna frá árinu 1967. Þá fengu visinda- menn i Cambridge á Englandi hljóömerki utan úr geimnum, ólik öllum slikum merkjum .sem þeir höföu áöur heyrt. Þaö þótti svo liklegt aö þaö heföu einhverjar vitsmuna- verur sent þessi merki aö öryggisveröir voru settir um rannsóknarstööina og blátt bann lagt viö öllum fréttum þaöan. Hljóömerkjunum var gefiö heitiö LMG (sem stóö fyrir Litl- ir Grænir Menn) og visinda- menn iágu yfir þeim dag og nótt. Ein tilgátan var sú aö merkin kæmu frá einhverri fjarlægri menningu (kannski útdauöri þegar merkin bárust til jaröar) einhvers staöar meöal stjarnanna. Þetta var auövitaö rosaleg frétt og margir aöstandendur rannsóknarstofunnar vildu koma henni til fjölmiöla, en visindamennirnir mölduöu I móinn. Þeir vildu leita frekari skýringa. Eftir mikla yfirlegu komust þeir svo aö þeirri niöurstööu aö þetta væri sérstök stjörnuteg- und, „púlsar”, sem sendir frá sér regluleg hljóömerki. Stórborgin á Mars Annaö dæmi um visindalegan vanda er mynd sem visinda- menn viö Jet Propulsion Laboratory i Houston i Texas fengu frá gervihnetti. Myndin var af stórborg. Nú eru visindamenn alls ekki óvanir að fá myndir af stór- borgum frá gervihnqttum. Þaö vildi bara svo til aö þessi sér- staki gervihnöttur var á braut um Mars. Það varö auövitaö uppi fótur og fit og aliskonar sérfræöingar voru kallaðir til. Þeir voru sam- mála um aö þetta væri stórborg. Þeir voru þó ekki algerlega vissir og þar sem þetta þótti eiginlega of ótrúlegt til aö geta staöist var gervihnötturinn lát- inn taka myndir frá öörum sjónarhorni. Og þaö kom i ijós aö þetta voru bara furöulegar jarðvegsmyndanir. Þúsund ára bæjarleið Hér aö framan var sagt aö margir visindamenn séu þeirr- ar skoðunar aö vitsmunaverur séu til á öörum hnöttum. Hvers- vegnatrúa þeir þvi þá ekki aö þessir fljúgandi furöuhlutir sem fólk er aö sjá, séu geimskip frá öörum hnöttum? Aöalástæöan er hinar gifur- legu fjarlægöir i geimnum. Visindamenn þekkja oröið þær stjörnur sem næst okkur eru svo vel aö þeir telja sig geta úti- lokað að þar sé háþróaö lifs- form. Til þeirra stjarna sem hugsanlega hafa slikt aö geyma eru mörg hundruð ijósár (Ljósár er sú vegalengd sem ljós fer á einu ári). Visindamenn hér á jöröu hafa ekki fundiö neina hugsanlega leiö til aö feröast hraöar en ljósiö, þannig aö ferö til næstu stjarna yröi liklega talin I þúsundum ára. Og þaö er all- sæmileg bæjarieiö. Auövitaö er hugsanlegur möguleiki að einhversstaöar annars staöar i heiminum séu vitsmunaverur sem eru svo háþróaðar aö þær hafi fundiö leiö til aö feröast meö margföld- um ljóshraöa. En visindamennirnir ætla eðlilega ekki aö trúa þvi fyrr en þaö kemur á daginn. Þaö er þvi hætt viö aö enn um ókomin ár haldi almenningur áfram aö sjá fljúgandi diska og visindamenn haldi áfram aö koma meö aörar skýringar á fyrirbærunum. Þessi rnynd af „fljúgandi diski” var tekin I gegnum sex þumlunga stjörnukiki i Kaliforniu 13. desember 1952. Þann 30. ágúst 1958 sáust lýsandi hlutir I V-laga þyrpingu yfir borg- inni Lubbock i Texas. Fjölmargar myndir voru teknar, en ekki hefur tekist aö finna neina skýringu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.