Vísir - 02.04.1979, Blaðsíða 9

Vísir - 02.04.1979, Blaðsíða 9
9 VlSIR Mánudagur 2. april 1979 — Uppáhvað hljóöar samningur ykkar til Bandarikjanna? „Hann er upp á 4 milljónir dósa og fyrir nær 500 milljónir króna og var gerður meö milligöngu Sölustofnunar lagmetis. Ef við fáum nægilegt hráefni i sumar getum við hugsanlega tvö- faldað heildarmagn fram- leiðslunnar”. — Nú eruö þið bara með niður- soðna reykta siid. Eru engin áform um að auka fjölbreytnina? „Hér þarf tvimælalaust aö fjölga hráefnisgreinunum þvi tækjakosturinn er þaö fullkominn og afkastamikill að slikt væri vel framkvæmanlegt. Við höfum áhuga á niðursoðinni sild i sósum og við höfum fundið markað i býskalandi en þvi miður hefur ekki náöst samkomulag um verö. Það fara þó fram samningar á næstunni, en þessi samningur gæti orðiö upp á þrjú til fjögur hundruð milljónir”. — Hvernig skiptist kostnaður- inn við framleiöslu á einni dós af reyktri sild? „Hráefnisverðið er i kring um 30% umbúðir um 30% vinnulaun einnig 30% og skattar, gjöld, af- skriftir og orka taka siðan rest- ina”. Vinnsla hráefnisins Hjá Norðurstjörnunni er sildin unnin allt frá þvi að' bátarnir koma með hana að bryggju og þar til hún er komin i dósir og aðrar pakkningar, tilbúin til út- flutnings. Norðurstjarnan er til húsa við hliðina á Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar á hafnarbakkanum. Sildin er tekin beint úr bátunum og flutt inn i verksmiðjuna. Þar er hún flökuð og siðan fryst þar til vinnsla á henni getur hafist. Þá er hún þidd og látin i saltlög og þaðan fer hún á sérstakar ofn- plötur og i reykofninn. Valgarður Einarsson sér um reykofninn og sagði hann að ekki mætti frá honum vikja. Hitinn i ofninum er 110-120 gráður á Celsius, allt eftir hráefninu. Eikarspænir eru notaðir til að framkalla reykinn en eik þykir mjög góð til þess. t vinnslusal er Guðmundur Þóroddsson verkstjóri og lýsti hann gangi framleiðslunnar fyrir blaðamanni og ljósmyndara. Eftir að sildin kemur reykt út úr reykofninum fer hún á færi- bandi framhjá um tuttugu starfs- stúlkum sem leggja hana i dósir. Sérstakt eftirlitsfólk fylgist siðan með gæöum framleiðslunn- ar og tekur viö og við sýni af framleiðslunni.þannig að reynt er aöveita starfsfólkinu gott aðhald. Unnið er eftir bónuskerfi. Þegar búið er að loka dósunum eru þær soðnar i griðarstórum pottum sem taka allt að 5000 dós- um i einu og úr suðunni fara þær svo i pökkunarherbergið. bar ræður Siguröur t. Sigurössonen hann sér einnig um allar vélaviðgerðir. Pökkunar- herbergið er siðasti áfanginn og eftir pökkun biöa dósirnar aöeins útskipunar. —SS— Pétur Pétursson framkvæmda- stjóri Norðurstjörnunnar, og sýnishorn af framleiösiunni. Sfðasti þðtttakandmn í keppninni Ungfrú Hollywood A 1979 / STJÖR SEGJA tir öhæfir tiórnmála! NR. 34 MARZ/APRÍL 1979 VERÐ KR.600 ISLENZKIR MATMENN MESTSELDA MÁNAÐARRIT LANDSINS 80 þúsund Islendingar lesa SAMÚEL reglulega. Ekkert íslenzkt mánaðarrit hefur slíkan lesendafjölda.. Þriðji hver íslenzkur kvenmaður les SAMÚEL og nær annar hver karlmaður. SAMUEL flytur efni við allra hæfi. Áskriftarsíminn er 23060.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.