Morgunblaðið - 04.02.2001, Page 2
2 B SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Tökum lokið á
Hringadróttinssögu
J
ACKSON taldi sig ekki geta gert sögu
Tolkiens almennileg skil nema búa til
úr henni þrjár bíómyndir í fullri lengd
og hann komst að þeirri niðurstöðu í
samráði við framleiðslufyrirtækið
New Line Cinema, að best væri að
taka myndirnar allar upp í einu. Framleiðend-
ur The Matrix II og III kusu að fara sömu leið
og gera báðar myndirnar samtímis en George
Lucas gerir nýju Stjörnustríðsmyndirnar með
nokkurra ára millibili. Það þarf líklega tals-
verða trú á leikstjórann og söguefnið til þess að
brúka fyrri aðferðina en seinni aðferðin gefur
tækifæri til þess að lagfæra á milli mynda það
sem þykir fara miður. Jackson taldi sig ekki
geta verið höfundinum trúr með einni eða
tveimur myndum þótt langar væru og gekk frá
tímamótasamningi um þrjár myndir sem hann
skyldi skila frá sér með árs millibili.
Tökum er lokið
Tökum á öllum myndunum þremur lauk rétt
fyrir áramótin en óhætt er að segja að Hringa-
dróttinssaga sé dýrasta kvikmyndaverkefni
sem ráðist hefur verið í. Áætlanir gerðu ráð
fyrir því í fyrstu að kostnaðurinn við mynd-
irnar allar yrði 150 milljónir dollara en sagt er
að hann hafi hækkað töluvert og sé kominn í
260– 270 milljónir dollara. Fram undan er 18
mánaða vinna við eftirvinnslu myndanna en sú
fyrsta verður tilbúin til sýninga í lok þessa árs
og verður jólamynd um heimsbyggðina alla.
Stærðirnar eru allar miklar sem nefndar eru
í tenglum við myndina. Tökudagarnir voru 438
svo eitthvað sé nefnt. Í myndinni koma fram
20.000 leikleysur („stadistar“) og alls taldi
kvikmyndatökuhópurinn 300 manns. 1200
tölvubrelluatriði eru í myndunum en Jackson
stofnaði sitt eigið tölvubrellufyrirtæki á Nýja-
Sjálandi m.a. til þess að geta fullklárað mynd-
ina í sínu heimalandi.
Jackson hafði yfir þremur kvikmyndatöku-
hópum að ráða í senn og fékk m.a. til liðs við sig
einn af þekktari leikstjórum Nýja-Sjálands,
Geoff Murphy (Freejack), til þess að stjórna
einum hópnum.
Hver mynd um sig er byggð á einni bók í
trílógíu Tolkiens en helsta verkefni Jacksons
er að fá myndinar til þess að virka jafnvel fyrir
alla þá sem telja sig sérfræðinga í Tolkien og
þá sem aldrei hafa heyrt hans gerið á ævinni.
„Það er ekki nokkur leið að gera Hringadrótt-
inssögu skil öðruvísi en með þremur kvik-
myndum,“ er haft eftir leikstjóranum.
Jackson er einn af nokkrum leikstjórum á
Nýja-Sjálandi sem vakið hafa athygli fyrir
myndir sínar gerðar heimafyrir og tekið upp
samstarf við kvikmyndaverin í Hollywood í
framhaldi af því. Í þeim hópi eru m.a. Lee
Tamahori (Once We Were Warriors) og Jane
Campion (Piano). Þekktasta mynd Jacksons er
án efa Heavenly Creatures, sem byggði á sann-
sögulegum atburðum frá því um miðja síðustu
öld og fjallaði um óskiljanlegt morð dóttur á
móður sinni. Hollywood krækti í Jackson, er
fram að því hafði gert ódýrar hryllings- og
spennumyndir, og hann gerði lunkna drauga-
mynd í samstarfi við draumaverksmiðjuna sem
hét The Frighteners og var með Michael J.
Fox í aðalhlutverki. Síðan þá hefur Jackson
unnið að Hringadróttinssögu og engu öðru.
„Bilbó lifir“
„Hringadróttinssaga segir, eins og mörgum
er kunnugt, frá því þegar hobbitinn Fróði held-
ur ásamt þremur félögum sínum í ægilega æv-
intýraferð að skila á réttan stað hring er býr
yfir kynngimögnuðum krafti. Það er barna- og
unglingastjarnan Elijah Wood sem fer með
hlutverk Frodós en með önnur hlutverk fara
m.a. Sean Astin, sem leikur Sóma, Ian Holm,
Christopher Lee, Cate Blanchett, Sean Bean,
Liv Tyler, Brad Dourif, Viggo Mortensen og
John Rhys-Davis.
Ian McKellen fer með hlutverk töframanns-
ins Gandalfs en Ian Holm leikur Bilbó Bagga-
son. McKellen hefur sett upp sína eigin heima-
síðu og þar skrifaði hann eftir að hafa séð
nokkra búta úr myndinni. „Bilbó lifir og ef aðr-
ir í myndinni eru hálft eins góðir og Ian Holm í
sínum hlutverkum verða þessar myndir ein-
stök upplifun.“
Tónskáldið Howard Shore hefur verið fengið
til þess að semja tónlist við allar myndirnar
þrjár en hann er kunnur fyrir músíkina í
myndum Jonathan Demmes eins og Lömbin
þagna og Fíladelfía.
Tökurnar gengu ekki alveg snuðrulaust fyr-
ir sig enda varla við því að búast þegar ráðist er
í slíkt stórvirki. Stuart Townsend var fenginn
til þess að leika eitt af höfuðhlutverkunum,
Aragorn, en það voru aðeins liðnir nokkrir
tökudagar þegar hann hvarf á braut og ráðinn
var nýr leikari í hlutverkið, Viggo Mortensen.
Jackson hefur reynt að halda eins og framast
er unnt leyndu því sem hann hefur verið að
bauka en það hefur gengið erfiðlega. Starfs-
menn við myndirnar seldu ljósmyndir af töku-
stöðum auk þess sem áhættuleikari stal 13
myndböndum með senum úr myndunum en
neyddist til þess að skila þeim aftur.
„Ég hef reynt að skipuleggja út í eitt öll smá-
atriði,“ var haft eftir Jackson en engu að síður
tókst honum ekki að halda sig við upphaflega
fjárhagsáætlun eins og kom fram hér að fram-
an. Framleiðandinn, Barrie M. Osborne, segir
það fjarri öllu lagi að leikstjórinn hafi „blásið
út“ áætlunina og bendir á að tökum lauk á til-
settum tíma. „Þetta er eðlilegur kostnaður við
þrjár bíómyndir,“ segir Osborne.
Gott andrúmsloft
Sagt er að andrúmsloftið á tökustað hafi ver-
ið með besta móti. Breski leikarinn Ian Holm
var svo hrifinn af Nýja-Sjálandi að hann dvaldi
áfram í landinu eftir að atriðin með honum
höfðu verið tekin upp. Nýir leikarar bættust í
hópinn þegar leið á tökurnar eins og Bernard
Hill, sem leikur konunginn Þéoden af Rohan,
og Miranda Otto (What Lies Beneath) sem fer
með hlutverk dóttur hans, Éowyn.
Hins vegar eru sumar persónurnar alls ekki
af holdi og blóði heldur gerðar einvörðungu í
tölvum og á það til dæmis við um hinn óttalega
Balrog. Fæstir leikaranna hafa hugmynd um
hvernig tölvuteikningarnar koma til með að
líta út. Þannig hefur Ian McKellen sagt að
hann viti ekkert um það hvernig Gollúm, fyrr-
um handhafi hringsins og mikið eftirlæti les-
enda sagnabálksins, verður í sjón. „Ég geri
mér enga grein fyrir því hvað Andy Serkis
(breskur leikari sem talar fyrir Gollúm) og Pet-
er Jackson eru að gera úr honum.“
„McKellen, sem mjög hefur verið áberandi í
bandarískum kvikmyndum að undanförnu
(Gods and Monsters, Apt Pupil, X-Men), hefur
látið hafa eftir sér að persónurnar í Hringa-
dróttinssögu tali með blönduðum breskum
hreim. Skýringartexti fylgir álfunum og Gan-
dalfur, sem McKellen leikur, mun tala ekki
ósvipað „og Tolkien sjálfur hljómar á upptök-
um“.
Tolkien var ekki hrifinn af því að láta kvik-
mynda sögur sínar og honum var t.d. sérstak-
lega í nöp við Disney-fyrirtækið og þann æv-
intýraheim sem það skapaði í myndum sínum.
Það verður ekki annað séð, miðað við þær litlu
fréttir sem fengist hafa af framleiðslu mynd-
anna, en að Peter Jackson hafi gert sitt besta
til þess að heiðra minningu höfundarins með
Hringadróttinssögu 1, 2 og 3 sem verða jóla-
myndir árin 2001, 2002 og 2003.
Tökum er lokið á fjárfrekustu
kvikmynd sem sögur fara af,
Hringadróttinssögu eftir
nýsjálenska leikstjórann Peter
Jackson sem byggð er á verk-
um J.R.R. Tolkiens. Hún verð-
ur sýnd í þremur hlutum á
þessu ári og næstu tveimur
en Jackson segist fyrst og
fremst trúr Tolkien. Arnaldur
Indriðason kynnti sér
kvikmyndunina en fimm ár
eru liðin frá því undirbúningur
hennar hófst.
xxx