Morgunblaðið - 04.02.2001, Side 6
6 B SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
sér um að stjórna söng. Auk þessa
bera börnin ábyrgð á þrifum í skól-
anum. Hver bekkur sér um að þrífa
sína skólastofu og eldri krakkar
skúra auk þess ganga og forstofur.
Að búa til góð börn
Barnaheimili og skólar setja sér
mjög skýr markmið. Þau eru í
grundvallaratriðum þau sömu fyrir
báðar stofnanir: að móta börn sem
eru sjálfstæð, sýna ábyrgðartilfinn-
ingu, lifa reglubundnu lífi, og lifa í
sátt og samlyndi við aðra. Skóla-
yfirvöld virðast álíta að til þess að
ná þessum markmiðum þurfi um-
gerð skólastarfsins að vera mjög
skipulögð. Í flestum barnaskólum
eru ekki skólabúningar en allir
verða þó að vera með skólahatt og
nota skólaíþróttabúning. Þá eru öll
börn í Japan með eins skólatöskur.
Skólar og barnaheimili setja ákveð-
in fyrirmæli um það hvað börnin
skuli koma með á hverjum degi, t.d.
handklæði og vasaklút, og eru oftast
mjög skýrar reglur um gerð, stærð
og lit hlutanna þannig að öll börnin
eru með eins hluti.
Markmiðum skólans er hinsvegar
oftast komið á framfæri við börnin
með slagorðum frekar en reglum.
Hver barnaskóli hefur sitt eigið
slagorð auk þess sem hver bekkur,
kennarar og nemendur í samein-
ingu, býr til sitt eigið slagorð sem
öll börnin kunna utan að. Einn skóli
í Saitamasýslu hefur slagorðið:
„Opnum huga okkar og heilsum fal-
lega“, skóli í Mito setur sér það
markmið að móta börn sem “hugsa
fallega, hafa hreint hjarta, börn sem
gera sitt besta“. Slagorð einstakra
bekkja kveða yfirleitt á um að sýna
hjálpsemi, vináttu, gleði og að gera
sitt besta. Einn bekkur sjö ára
barna setur sér markmiðið: „höld-
um loforð, sýnum vináttu, hjálpum
hvert öðru“. Bekkur 11 ára barna
setur sér það markmið að „sýna
gott fordæmi og hjálpa þeim sem
yngri eru“. Þessu til viðbótar setur
hver bekkur sér sérstakt markmið
fyrir hvern mánuð sem oft taka mið
af árstíðinni. Markmiðið í júlí gæti
t.d. verið: „þrífum skólann okkar
vel“ og í febrúar: „pössum okkur að
veikjast ekki með því að borða vel
og hvílast vel“.
Barnaheimili eru líka með kjör-
orð. Í Shinhara-barnaheimilinu í
Mitoborg er kjörorðið: „Búum til
heilbrigð börn sem skilja tilfinning-
ar annarra.“ Markmið barnaheim-
ilanna eru sett af viðeigandi sveit-
arstjórn og fylgja tillögur að
verkefnum til að hjálpa fóstrunum
að leiða börnin í rétta átt. Fóstr-
urnar vinna mjög reglubundið að
þessum markmiðum og setja sér
þar að auki sitt eigið takmark fyrir
hvern bekk. Þær skrifa síðan
skýrslu í lok hvers mánaðar þar
sem metið er hversu vel hafi tekist
að ná markmiðum mánaðarins og
hvað megi betur fara.
Það vekur athygli að stór hluti
markmiðanna snýr að umgengni og
samskiptum við aðra, frekar en
námsárangri. Við lok hverrar annar
eru að sjálfsögðu gefnar einkunnir
fyrir hvert fag en auk þess eru
gefnar fimmtán mismunandi ein-
kunnir fyrir hegðun. Í sjö ára bekk
metur kennarinn til dæmis hvort
barnið sýni öðrum börnum um-
hyggju, hvort það sé hjálpsamt,
Þ
EGAR ég komst fyrst í
kynni við japönsk
barnaheimili og skóla
bjóst ég við að skóla-
starfið væri svipað því
sem þekkist a Íslandi
vegna þess hve hin ytri umgjörð er
svipuð því sem við þekkjum. Í Jap-
an eru barnaheimili rekin af borg-
aryfirvöldum og eru opin allan dag-
inn og fram á kvöld, og einungis
ætluð börnum foreldra sem bæði
eru útivinnandi. Barnaskólinn byrj-
ar um 6 ára aldur, í apríl, og er sex
ár, þá tekur við þriggja ára gagn-
fræðaskóli, og síðan þriggja ára
menntaskóli. Þegar ég fór að kynn-
ast skólastarfinu af alvöru komst ég
hinsvegar að því að Japanir hafa
talsvert aðrar hugmyndir um upp-
eldi barna en við Íslendingar. Þess-
ar hugmyndir móta mjög skipulag
skólastarfsins í Japan og gera sam-
starf foreldra og skóla miklu nánara
en við eigum að venjast.
Að bera ábyrgð
Strax á barnaheimili og síðan í
gegnum skólakerfið er mikil áhersla
lögð á að börn beri ábyrgð á sér,
sínum hlutum og öðrum börnum í
kringum þau. Á barnaheimilum
hvetja kennarar börn frá tveggja
ára aldri til að ganga sjálf frá sínu
dóti á morgnana, raða skónum sín-
um fallega og setja töskuna sína á
réttan stað. Foreldrar eru beðnir
um að láta börnunum það eftir að
gera þessa hluti. Börnin eiga líka
sjálf að sjá um að búa um rúm sín
fyrir hádegissvefn og leggja á borð-
ið fyrir hádegismat.
Í barnaskólunum kalla yngri
krakkarnir eldri nemendurna
„oneesan“ og „oniisan“ sem þýðir
eldri systir og eldri bróðir. Þannig
er yngri krökkunum kennt að þau
geti leitað til þeirra sem eldri eru og
eldri krökkunum kennt að þau beri
ábyrgð á yngri nemendum. Allir
krakkar fara í skólann í 5–8 manna
hópum sem skipt er niður í eftir bú-
setu. Einn nemandi úr elsta bekk
hefur forystu fyrir hverjum hópi og
ber ábyrgð á því að hann komist
klakklaust í skólann.
Aiko Ebata, kennari sjö ára
barna í Watari-barnaskólanum í
Mito-borg, segir það mjög mikil-
vægan þátt í skólastarfinu að börnin
læri að bera ábyrgð. „Agi felst ekki
í því að kennarinn stjórni bekknum,
heldur að börnin læri að sýna sjálf-
saga og sjálfstæði, bera ábyrgð á
sér og sínum hlutum og sameig-
inlegum eigum skólans,“ segir hún.
Ábyrgðinni af ýmsum þáttum
skólastarfsins er deilt niður á börn-
in. Alveg frá sex ára aldri er hverj-
um bekk skipt niður í nokkra hópa
sem hver fer með ákveðið hlutverk.
Einn hópur sér um að afgreiða mat-
inn í matartímunum, annar um það
að allt sé í röð og reglu í skólastof-
unni. Sérstakur hópur sér um að
vökva blómin og hjálpa til við að
hugsa um dýr skólans (kanínur og
hænur). Enn einn hópur, heilsuhóp-
urinn, les kladdann á morgnana og
fylgir börnum til skólahjúkrunar-
konunnar ef með þarf. Þá er hópur
sem sér um að láta börnin lesa upp-
hátt þegar kennarinn þarf að
bregða sér frá, og enn annar sem
hugsi um eigin velferð og öryggi,
passi upp á sína hluti, virði sameig-
inlega hluti, sé glaðlynt, heilsi fal-
lega, reyni að gera sitt besta, sýni
frumleika, reyni að ná settu marki,
og geri það sem sett er fyrir.
Sjálfsagi
Það er áberandi þegar gengið er
inn í japanska skólastofu eða leik-
skólasal að þar ber lítið á aga. Þvert
á móti er þar mjög frjálslegt and-
rúmsloft. Þó leikskólastarfið sé
mjög skipulagt, eins og áður er get-
ið, er börnunum gefið mikið frelsi til
að leika sér eins og þau vilja. Börn
eiga ekki að koma fín í skólann,
heldur í þægilegum fötum svo þau
geti leikið sér óhindrað og án þess
að óttast að verða skítug. Í barna-
skólunum fá börnin líka mikið svig-
rúm til að skipuleggja hlutina upp á
eigin spýtur, vinna sjálfstætt, og
reyna að leysa úr vandamálunum
sjálf.
Í stað þess að kennarinn agi mik-
ið börnin eða sýni vald sitt, eru
börnum kenndar samskiptareglurn-
ar í gegnum skorðað skólalíf og þau
ábyrgðarhlutverk sem þeim eru fal-
in. „Stefnan nú er sú að skapa börn-
unum náttúrulegt umhverfi,“ segir
Kazuko Shimizu, leikskólastjóri i
Mitoborg. „En við leggjum mikla
áherslu á rútínu, að börnin læri
hlutina með því að gera þá nógu oft,
og þeim er hælt fyrir hvert mark-
mið sem þau ná,“ segir hún. Þau
læra því ýmsar umgengnisreglur
sem taldar eru mikilvægar án þess
að þau finni mikið fyrir því að verið
sé að kenna þeim. Á barnaheimilum
Ljósmynd/Auðunn Arnórsson
Hrafnkatla (3. f.v.) í hópi barna úr hennar hverfi sem ganga saman í skólann á morgni hverjum. Nemandi úr
elzta bekk gengur fremstur (með veifu) og ber ábyrgð á því að hópurinn komist klakklaust í skólann.
Að búa til börn sem
kunna að leika og læra
Það eru ekki margir íslenskir foreldrar sem hafa
kynnst japönsku skólakerfi í gegnum reynslu eigin
barna. Hulda Þóra Sveinsdóttir, sem er ný-
flutt frá Japan og á dætur sem gengu í tvo vetur á
barnaheimili og í barnaskóla þar í landi, lýsir hér
ýmsum forvitnilegum hliðum á barnamenntun í
Japan.
7:30: Ég fer út á götuhornið þar sem ég hitti krakkana
í mínum skólahóp. Við göngum saman í skólann.
8:00: Þegar við komum í skólann setjumst við við
borðin okkar og lesum sjálf bækur meðan við bíðum
eftir kennaranum.
8:20: Kennarinn kemur í kennslustofuna og við höld-
um „Morgunfund“. Krakkarnir sem sjá um hann,setja
fundinn og við segjum öll „góðan daginn“. Við syngjum
morgunsöng saman. Það er nýr söngur í hverjum mán-
uði. Ég er í „heilsuhóp“ og við lesum upp nöfn allra úr
kladdanum. Einu sinni í mánuði merkjum við öll í sér-
staka heilsubók hvort við séum með allt sem á að
vera með, vasaklútinn, bréfþurrkuna, hvort við séum
búin að klippa neglurnar og svoleiðis. Við búum síðan
til takmark fyrir daginn, t.d. að í dag ætlar enginn að
rífast, eða enginn ætlar að hlaupa um á göngunum.
8:40: Kennslustundir hefjast. Við sitjum tvö og tvö
saman og lærum.
12:10: Við undirbúum hádegisverð. Röðum borðum
saman þannig að við borðum saman í sjö hópum. Við
þvoum hendurnar, förum í hlífðarföt, mussu og hatt,
og höfum til matarprjónana okkar og munnþurrkur.
Krakkarnir sem sjá um matinn þessa vikuna fara niður
í eldhúsið að sækja mat fyrir alla og sjá um að
skammta hann á diska inni í kennslustofunni. Við
megum ekki borða fyrr en við erum búin að setjast fal-
lega. Þegar við erum búin að borða og ganga frá leik-
um við okkur.
13:00: Skúringatími: Við setjum á okkur svuntur og
förum að þrífa kennslustofuna. Sumir skúra gólfið,
aðrir þurrka af borðum og hillum.
13:50: Fimmta kennslustund.
14:35: Skólalokafundur: Við tökum saman dótið okkar
og setjumst við borðin okkar. Krakkarnir sem sjá um
skólaslit þann daginn sjá um að allir séu búnir að
ganga frá sínu dóti og sitji kyrrir. Við segjum frá því
sem okkur þótti skemmtilegast í dag eða frá sér-
stökum hlutum sem við gátum gert. Síðan erum við
spurð hvort við höfum farið eftir takmarki dagsins sem
ákveðið var á morgunfundi. Umsjónarkrakkarnir æfa
okkur líka í umferðarreglunum. Síðan gefur kennarinn
okkur leyfi til að fara út.
Fyrir utan skólann röðum við okkur upp í okkar skóla-
hóp og göngum saman heim.
Skóladagur Hrafnkötlu sjö ára: