Morgunblaðið - 04.02.2001, Side 7
eru gerðar æfingar daglega í sjálf-
saga. Börnunum er kennt að setjast
niður þegar þau eru búin að búa um
rúm sín, og áður en matartími byrj-
ar. „Við notum ekki skipanir,“ segir
Hiroko Shimizu leikskólakennari,
„heldur reynum að skapa skemmti-
legt andrúmsloft þar sem börnin
læra að gera hlutina sjálf í gegnum
leik.“
Barnaskólarnir nota sömu aðferð-
ir og barnaheimilin til að kenna
börnunum skorðaðar samskipta-
reglur og sjálfsaga. Strax frá fyrsta
degi er mikið lagt í að sýna börn-
unum hvernig skólalífið á að ganga
fyrir sig, hvaða reglum á að fylgja
og að öll beri þau ábyrgð á ákveðn-
um hlutum. Börnunum verður því
fljótt eðlilegt að mæta í skólann
klukkan átta á morgnana, fara sjálf
inn í kennslustofuna sína, setjast
niður og lesa ein í hálftíma áður en
kennarinn kemur. Það er tiltölulega
lítið um umgang eða læti.
Skólar leggja mikla áherslu á að
börnin „sýni þolinmæði“ og „geri
sitt besta“, að þau læri að það skipti
mestu að taka þátt og gera alltaf
eins vel og maður getur. Á sama
tíma er reynt að gera samkeppni
sem minnsta á milli nemendanna. Í
hverju fagi í barnaskólum setja
börnin sér sín eigin markmið, hvaða
einkunn þau stefni að í næsta móð-
urmálsprófi eða stærðfræði. Börnin
reyna að ná þeirri einkunn sem þau
stefna að og kennarinn verðlaunar
þau sem ná þeim. En börnin eru
beðin um að bera ekki saman ein-
kunnir sínar heldur fara með þær
beint heim og sýna fjölskyldunni.
Náið samband
skóla og heimilis
Ein af meginástæðunum fyrir því
að svo vel tekst til að fá börn til að
gera það sem þau eiga að gera er sú
að samband skóla og heimila er
mjög náið. Þau markmið sem skólar
setja eru tekin mjög alvarlega af
foreldrum sem reyna mjög að upp-
fylla þær kröfur sem til þeirra og
barna þeirra eru gerðar. Uppeldi
barna heima við endurspeglar því
að miklu leyti það sem kennt er í
skólanum.
Ætlast er til að foreldrar, og þá
aðallega mæður, leggi fram þó
nokkra vinnu við undirbúning skóla.
Foreldrar eiga að leiðrétta heima-
vinnu minni barnanna (reikning og
skrift) á hverjum degi og hjálpa
barninu að lesa heima og fylla út að
því loknu sérstakt lestrarspjald til
að staðfesta að barnið hafi lesið það
sem fyrir var lagt. Hvert barn er
líka með sína eigin „skilaboðabók“
sem það er látið skrifa í hvaða
heimavinnu á að gera og hvaða hluti
á að koma með í skólann næsta dag.
Foreldrar eiga að staðfesta með
stimpli á hverjum degi að þeir hafi
lesið skilaboð kennarans.
Foreldrar taka líka mikinn þátt í
skólastarfinu. Þeim er boðið í heim-
sókn í skólastofuna og á barnaheim-
ili að fylgjast með kennslu einu
sinni á önn, boðið er upp á tíma þar
sem foreldrar og börn koma saman
og föndra eða leika, og foreldra-
fundir eru haldnir reglulega. For-
eldrafundirnir eru ekki einkafundur
foreldra með kennara, heldur fund-
ur allra foreldra í viðkomandi bekk
og kennarans. Þar útskýrir kenn-
arinn skólastarfið framundan og
þau markmið sem hann vill ná, oft
með fyrirmælum eða óskum til for-
eldra. Hvert og eitt foreldri segir
síðan nokkur orð um sitt barn,
þroska þess og vandamál sem upp
hafa komið.
Ebata segir að foreldrar og kenn-
arar líti á þessa fundi sem mjög
mikilvægan þátt skólastarfsins.
„Foreldrar bera auðvitað mikla
ábyrgð á uppeldi barna sinna og
það er eðlilegt að foreldrar og kenn-
arar vinni saman,“ segir hún. Fund-
irnir færa ekki aðeins foreldra og
kennara nær, heldur gefa þeir for-
eldrum tækifæri til að kynnast hver
öðrum. Einkafundir eru aðeins
haldnir ef eitthvað sérstakt er að. Í
flestum skólum tíðkast það líka að
kennarar fari í heimsókn heim til
hvers nemanda við upphaf skólaárs-
ins þar sem kennaranum gefst tæki-
færi til að tala við foreldrana í ein-
rúmi og kanna þær aðstæður sem
barnið býr við.
Skólar í Japan ráðleggja foreldr-
um mikið um uppeldi og umönnun
barna. Börn í barnaskólum og
barnaheimilum koma heim með
fréttabréf frá skólanum reglulega.
Þar eru markmið hverrar náms-
greinar rædd, og ábendingum kom-
ið á framfæri við foreldra, t.d. um
öryggi barna við leik, í umferðinni,
og um heilsu þeirra. Um miðjan vet-
ur er t.d. ekki óalgengt að sú ábend-
ing komi frá skólanum að foreldrar
láti börn sín ekki vera úti að leika
um helgar þar sem kvef sé að ganga
í skólanum. Þá er foreldrum oft
beint á að nauðsynlegt sé að þeir
tryggi að börnin þeirra fari snemma
að sofa, að þau læri á réttum tíma,
eða að þau hugsi betur um und-
irbúning fyrir skólann. Í sumarfrí-
inu er brýnt fyrir foreldrum að
tryggja að börnin haldi sömu rút-
ínu, fari snemma að sofa, leiki mikið
úti og læri helst svolítið á hverjum
degi. Foreldrar taka slíkum ábend-
ingum vel og er samvinna nær und-
antekningarlaust góð.
Foreldrar eru líka beðnir um að
hjálpa til við hreingerningar í skól-
um og koma einu sinni á önn eða
svo að hjálpa til við að hreinsa
skólalóðina og þrífa skólastofur.
Hreingerningarfólk er ekki ráðið í
skólana heldur sjá nemendur um
dagleg þrif og foreldrar um stærri
hreingerningar. Þá skiptast foreldr-
ar á að standa vörð við gangbrautir
á helstu umferðargötum sem börnin
fara um á leið í skólann á morgn-
ana.
Forræðishyggja?
Japanska skólakerfið er þó ekki
fullkomið. Agaleysi er mikið í sum-
um skólum, sérstaklega í gagn-
fræða- og menntaskólum. Þá er ein-
elti orðið alvarlegt vandamál sem
erfitt hefur verið að stemma stigu
við. Á barnaheimilum er farið að
bera á því að börn kunni ekki eins
vel að leika með öðrum og taka tillit
til annarra og áður. Er það rakið til
mjög lágrar fæðingartíðni í Japan
en nú alast mörg börn upp sem ein-
birni.
Margir þeirra Vesturlandabúa
sem komist hafa í snertingu við jap-
anska skólakerfið kvarta undan því
að það byggi á of mikilli forræð-
ishyggju og segja að foreldrum og
börnum sé of mikið sagt fyrir verk-
um og að of margar reglur séu sett-
ar um smáatriði. Á hinn bóginn eru
líka margir sem dást að því hve
mikla ábyrgð japönsk skólabörn eru
látin bera og hve mikið sjálfstæði
þau sýna í skólanum. Foreldrar eru
látnir taka mikinn þátt í skólastarf-
inu sem útheimtir mikla vinnu en
gerir það að verkum að foreldrar
vita allt um markmið skólastarfsins
og hvernig barninu gengur og taka
meiri þátt í námi barnsins en þekk-
ist á Íslandi.
Ljósmynd/Hulda Þóra
Hörn, 4 ára, í drullumallsleik með öðrum börnum á góðum sumardegi í leikskólanum.
Systurnar Hörn og Hrafnkatla Arnarsdætur ásamt japanskri skólasyst-
ur, íklæddar kímónóum, hefðbundnum klæðnaði japanskra kvenna.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 B 7
HÉR má sjá svokallað „lestr-
arkort“, eyðublað, sem foreldri (í
langflestum tilvikum: móður) hvers
barnaskólabarns í Japan er ætlað
að fylla út er barninu er hlýtt yfir
heimalærdóminn. Þetta er lestr-
arkort Hrafnkötlu frá því í sept-
ember 1999. Í reitinn efst á
blaðinu hefur hún skrifað nafnið
sitt (hljóðritun á japönsku skrif-
táknunum myndi samsvara „Furab-
unkatara“ en á samt að tákna nafn
Hrafnkötlu). Í hinum fremsta af lóð-
réttu dálkunum átta er dagsetning,
þá lýsing á heimalesefninu (sem
barnið skrifar sjálft), þá hversu oft
er lesið, svo hversu hátt er lesið,
hversu hratt er lesið og hvort lesið
er fallega. Í næstsíðasta dálkinum
er nafnstimpill foreldrisins (í þessu
tilviki „Furuda“ sem er nálgunar-
umritun á „Hulda“), sem vottar
með því að hafa hlýtt barninu yfir.
Aftast er svo stimpill kennara.
Stimpillinn með lárviðarkransinum,
sem sjá má í neðsta dálkinum,
þýðir að barnið hafi gert „sérlega
vel“ að mati kennarans.
Enn ítarlegra skýrsluhalds er
krafizt af foreldri leikskólabarns. Í
þar til gerða dagbók er foreldrinu
ætlað að skrifa allt það helzta sem
barnið gerir allt frá því það vaknar
og þar til það sofnar. Leikskóla-
kennarinn heldur hliðstæða dag-
bók yfir það sem á daga barnsins
drífur þær stundir sem hún er á
leikskólanum.
Sem dæmi um það sem móð-
urinni er ætlað að skrá er hvenær
barnið vaknaði, hversu lengi það
svaf og hvort það svaf vel, hvenær
og hvað það borðaði, hvort og hve
lengi það leikur sér, og hvort það
leiki sér við önnur börn. Foreldrinu
er meira að segja ætlað að leggja
mat á hægðir barnsins.
Stimpill fyrir
heimalær-
dóminn
UNGLÆKNAR
Sérfræðinám (framhaldsnám) í heimilislækningum
í Skaraborg, Svíþjóð
Boðið er til kynningar á vegum heilsugæslunnar í Skaraborg, Svíþjóð um
sérfræðinám í heimilislækningum. Löng hefð er fyrir því að íslenskir læknar
sérmennti sig í Svíþjóð og hafa margir verið í Skaraborg og líkað vel. Mikill
áhugi er fyrir áframhaldandi samvinnu og því boðið til þessarar kynningar.
Verið velkomin
Fimmtudaginn 8. febrúar kl. 18.00 - kynning og umræður
kl. 19.00 - buffé
GRAND Hótel Reykjavík, Sigtúni 38
Fyrir hönd heilsugæslunnar í Skaraborg mæta:
Hasse Johansson, primärvårdsområdeschef Lars Gotthardsson, vårdcentralchef/studierektor
Kerstin Ekenstierna, vårdcentralchef Helena Wennås, distriktsläkare
Magnus Geirsson, distriktsläkare Ove Hansson, vårdutvecklare
Frekari upplýsingar veita:
Jóhann Ág. Sigurðsson, prófessor í heimilislækningum HÍ, netfang: johsig@hi.is
Guðrún Gunnarsdóttir, sérfr. í heimilislækningum, Sólvangi Hf., s. 550 2600