Morgunblaðið - 04.02.2001, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 B 11
Staðlaráð
Íslands
Morgunverðarfundur
Grand Hótel miðvikudaginn
7. febrúar kl. 8.15 - 11.00
Hvað er UN/SPSC? Hverjir nota kerfið og styðja þróun
þess? Þjónusta við fyrirtæki sem vilja nota sér kerfið.
Hvers vegna UN/SPSC?
Aðalfyrirlesari er John Sverre Svendsen, svæðisstjóri
Electronic Commerce Code Management Association.
Fundurinn er ætlaður fyrirtækjum, stofnunum og
hagsmunasamtökum í verslun og þjónustu.
Þátttaka tilkynnist fyrir kl. 14.00 þriðjudaginn 6. febrúar.
Skráning stendur yfir í síma 520 7150 eða með
tölvupósti: skraning@stri.is. Þátttökugjald kr. 3.900.
ávinningur af rafrænum
viðskiptum milli fyrirtækja
UN/SPSC vöruflokkunarkerfið og
EINN af þekktustu og bestu veiði-
mönnum og flugukösturum Bret-
landseyja, Michael Evans, verður
með fluguveiðikennslu á bökkum
Ytri-Rangár í sumar í samvinnu við
Þröst Elliðason, leigutaka árinnar
og eiganda veiðiþjónustunar
Strengja.
Evans, sem gefið hefur út mynd-
bönd um hin mikilfenglegu „Spey“-
köst með tvíhendum, verður við ána
í tveimur tveggja daga hollum síðla
í júní, 21.–23. júní og 23.–25.júní.
Að sögn Þrastar tekur Evans á
móti veiðimönnum beggja holla við
komuna, heldur tölu um fluguveið-
ar, og verður síðan við Rangárflúðir
og leiðbeinir mönnum þegar þeir
eiga að veiða á því svæði. Evans
hefur hannað eigin línu veiðibún-
aðar, stangir, línur og þess háttar
og mun hann leggja áherslu á
„Spey“- köstin sem eiga vaxandi
fylgi að fagna hér á landi, en menn
komast vart af án ytra. Þau eru
notuð í breiðum vatnsmiklum ám á
borð við Rangárnar, Sogið, Laxá í
Aðaldal og fleiri, auk þess sem slík
köst geta bjargað deginum í minni
ám þar sem þröngt er um bakköst
vegna kletta, hárra bakka eða
birkikjarrs.
Eldislaxinn grisjaður úr?
Pétur Pétursson, leigutaki Vatns-
dalsár, er einn þeirra stangaveiði-
manna sem hafa áhyggjur af því að
norskir eldislaxar muni sleppa úr
kvíum, ganga í laxveiðiár og hrygna
með villtum fiski. „Ég sé ekki ann-
að en að ef raunin verður sú að
þessum laxakvíum verði dritað um
allan sjó hér við land þá verði að
koma upp einhvers konar laxaskilj-
un við hverja á. Það gæti verið ein-
faldur kistubúnaður sem væri vakt-
aður og eldisfiskur vinsaður burt
áður en hann kæmist í ána. Ekki er
það vandamálið að þekkja þennan
fisk frá þeim villta. Munurinn er
svona álíka og á hreinræktuðum
hundi annars vegar og aflóga, illa
útlítandi blendingi hins vegar. Það
er auðvitað óeðlilegt að þurfa að
standa í slíku, en það verður að
standa vörð um þessa laxastofna
með öllum þeim leiðum sem færar
eru,“ segir Pétur.
Ekki í sumar ...
Pétur sagði enn fremur að hann
hefði orðið var við að menn væntu
þess að fyrsti mögulegi bati vegna
hrygningar laxa sem nutu „veiða-
sleppa“ fyrirkomulags væri vænt-
anlegur í sumar. „Ég reikna með
betri veiði heldur en í fyrra, en það
er einfaldlega vegna þess að veiðin
getur varla orðið verri. Hvað fyr-
irkomulagið í Vatnsdalnum varðar,
þá er seiðabúskapur í ánni sá besti
sem mælst hefur og betri en í öllum
ám hér í kring. Næsta sumar fara
fyrstu seiði til sjávar úr hrygningu
árgangs sem naut þessa sleppifyr-
irkomulags, seiði sem klöktust vor-
ið 1998. Það er sumarið 2002 sem
smálax úr því klaki á að ganga í
ána. Allt tekur þetta sinn tíma,“
sagði Pétur.
Enski kastsnillingurinn Michael Evans mundar stöngina við Ytri-Rangá.
Kastsnillingur við
Ytri-Rangá í sumar
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
Golfkúlur 3 stk.
í pakka
aðeins 850 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is