Morgunblaðið - 04.02.2001, Page 15

Morgunblaðið - 04.02.2001, Page 15
MANNLÍFSSTRAUMAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 B 15 Tvíburar geta verið eineggjaeða tvíeggja. Á Íslandi má gera ráð fyrir að a.m.k. 50-60 tví- burar fæðist á ári en þeir eru lang- flestir tvíeggja. Eineggja tvíburar verða til úr ná- kvæmlega sama erfðaefninu, einu eggi og einni sæð- isfrumu, og eru þess vegna að öllu leyti eins. Tvíeggja tvíburar verða hins vegar til úr tveimur eggjum og tveimur sæðisfrumum og eru ekki líkari erfðafræðilega en venjuleg systkini. Hér er um að ræða tilvalinn efnivið til að rann- saka þátt erfða í sjúkdómum með því einu að bera saman fylgni sjúkdóma í eineggja og tvíeggja tvíburum. Ef annar tvíbura fær sjúkdóm eru fundnar líkurnar á því að hinn tvíburinn fái sama sjúkdóm. Ef um er að ræða sjúk- dóm sem er algerlega óháður erfð- um má búast við að líkur á að hinn tvíburinn fái sjúkdóminn séu þær sömu hvort sem um er að ræða eineggja eða tvíeggja tvíbura. Hins vegar, ef sjúkdómur er mjög arfgengur, má búast við að báðir eineggja tvíburar fái mun oftar þennan sama sjúkdóm en þeir tvíeggja sem ekki eru eins líkir erfðafræðilega. Eitt af því sem takmarkar svona rannsóknir er að eineggja tvíburar eru ekki mjög margir og þegar um er að ræða sjaldgæfa sjúkdóma eru þess vegna mjög fáir ein- eggja tvíburar sem veikjast og niðurstöð- urnar verða ekki áreiðanlegar. Tvíbura- rannsóknir henta því best til rannsókna á sjúkdómum sem eru algengir eða frekar al- gengir. Önnur tegund rannsókna til að greina á milli erfða og umhverfisþátta er að nota ættleidda ein- staklinga og ákvarða fylgni sjúkdóma milli þeirra og blóðforeldra eða systkina. Þeir ætt- leiddu hafa erfðirnar frá foreldrunum en hafa alist upp í um- hverfi sem er óháð þeim. Þegar við sjáum t.d. feita fjölskyldu, foreldra og börn, gæt- um við farið að velta fyrir okkur hvort of- fita barnanna hafi ein- faldlega erfst frá for- eldrunum, hvort hún byggist á lifnaðarhátt- um (einkum matar- venjum og hreyfingu) fjölskyldunnar eða hvort þarna komi við sögu bæði erfðir og umhverfisþættir (lifn- aðarhættir). Fjölmargar rannsóknir hafa ver- ið gerðar á tvíburum og ættleidd- um og hafa þær leitt ýmislegt áhugavert í ljós. Í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð hafa verið gerðar ýmiss konar rannsóknir á tæplega 45 þúsund tvíburapörum. Þessar rannsóknir hafa m.a. beinst að arfgengi krabbameina og sam- kvæmt þeim virðast flestar teg- undir illkynja sjúkdóma frekar háðar umhverfisþáttum en erfðum. Þó kom í ljós að þrjár krabba- meinstegundir, í blöðruhálskirtli, brjóstum og endaþarmi eða ristli, höfðu mun meiri fylgni meðal ein- eggja tvíbura en þeirra tvíeggja. Áfengissýki á sér fjölþættar orsak- ir en erfðaþátturinn er nokkuð sterkur. Rannsóknir á fjölskyld- um, tvíburum og ættleiddum hafa leitt í ljós að börn áfengissjúklinga eru í um fjórfalt meiri hættu að verða áfengissjúklingar en þeir sem eiga heilbrigða foreldra. Nokkrar rannsóknir á offitu þar sem notaðir voru tvíburar og ætt- leiddir sýndu sterk ættartengsl en arfgengi offitu er flókið og fjöl- gena. Tvíburarannsóknir á sykur- sýki hafa sýnt að í insúlínháðri sykursýki er erfðaþátturinn mjög sterkur en í fullorðinssykursýki (gerð 2) virðist vægi erfða og um- hverfisþátta svipað. Tvíburarann- sóknir hafa enn fremur sýnt sterk- an erfðaþátt í þunglyndi og mígreni. Parkinsons-veiki sem byrjar fyrir fimmtugt er mikið arf- geng en sú sem byrjar eftir fimm- tugt virðist hins vegar vera að mestu óháð erfðum. LÆKNISFRÆÐI / Geta rannsóknir á tvíburum svarað erfiðum spurningum í læknisfræði? Tvíbura- rannsóknir Tvíburar geta verið eineggja eða tvíeggja. eftir Magnús Jóhannsson STUNDUM er því haldið fram að flestir eða allir sjúkdómar séu arfgengir og þá má aftur spyrja hvað menn hafi fyrir sér í því. Hafa ber í huga að sjúk- dómar geta verið arfgengir að mismunandi miklu leyti; sumir sjúkdómar er- fast þannig að allir sem bera í sér viðkomandi sjúkdómsgen (meingen) fá sjúkdóminn en aðrir erfast þannig að sjúkdómurinn kemur ekki fram nema til komi einhverjir utanaðkomandi þættir. Í síðara tilvikinu erfist hæfileikinn til að fá sjúkdóminn en aðeins hluti arfberanna veikist. Einnig ber að hafa í huga að sumir sjúkdómar erfast með einu geni en hitt er algengara að mörg gen komi við sögu. Rannsaka má hlutfallslegan þátt erfða og umhverfisþátta í sjúkdómum á ýmsa vegu en til er einföld og tiltölulega örugg aðferð til slíkra rannsókna, sem er tvíburarannsóknir. Ég held nefnilega að oft sé fólk aðborða allt of fáar hitaeiningar yfir daginn, jafnvel hreyfa sig mikið og skilur svo ekkert í því að það skuli ekki grennast. Kona ein sem ég þekki er í einu af svokölluðum brennslu„átökum“ og átti að skila inn til þjálfarans ná- kvæmlegri skýrslu yfir hitaeiningafjölda sem hún inn- byrti. Þjálfarinn varð æfur þegar hann sá listann, því hún lét einungis um 700 hitaeiningar að meðaltali í sig á dag, í stað 2000 sem er mun æski- legra. Líkaminn hefur enga orku til að brenna almennilega þeim hitaein- ingum sem honum berast ef hann nærist ekki nægilega, það er nú heila málið. Mér finnst einnig auglýsingar varðandi fitubrennslu oft hreinlega bera vott um matarhatur og ýta jafn- vel undir það og mér er fyrirmunað að skilja að svo þurfi að vera. Margir tengja orðið megrunarkúr eða megr- unarfæði einmitt við einhver leiðindi, skort og þjáningar og það að halda sér í sæmilegu formi krefjist mikilla fórna, svita og tára. Fyrir mér á mat- ur að veita gleði en ekki skapa eintóm leiðindi, enda er borðhald oft félags- leg athöfn þar sem maður nærir and- ann með samræðum við vini eða fjöl- skyldu um leið og líkamann með mat. Það hlýtur að vera hægt að sameina þessa þætti, þ.e. að njóta ljúffengra rétta og borða vel, oft en ekki of mikið í einu og það að vera í góðu formi. Neytendur eru þessa dagana reyndar í miklum vandræðum varð- andi kúariðuumræðu undanfarinna mánaða og er sú umræða alveg til að kóróna hina miklu fæðupredikun og viðvaranir undanfarinna missera; eitt er allra meina bót í dag, á morgun gætirðu drepist ef þú drekkur heilt baðkar af því o.s.frv. Það eru vitan- lega mismiklar öfgar í gangi og mis- mikill fótur fyrir þessum staðhæfing- um eins og gengur. Vitanlega getur hver grafið sér gröf með tönnunum, hníf og gaffli eða hverju sem verkast vill ef svo ber undir. En maturinn er nú einu sinni það sem heldur í okkur lífinu ásamt fleiru og ég held að það sé affarasælla að vingast við hann heldur en gera hann að óvini sínum. Ef maður lítur einungis á mat sem bensín, gerist harla fátt við matseldina en venju- bundin soðning og saðning og athöfn- in að borða verður frekar svona leið- inleg athöfn og ekki miklar líkur að líflegar samræður og ánægjuhljóð rísi upp frá borðinu. Þetta er ein leið- in til að gera fæðu að óvini sínum, eða í það minnsta þreytandi gesti, gamalli þreytandi frænku sem þarf sífellt að sinna af einskærri skyldurækni. Arð- bær matreiðsla fyrir sál og líkama krefst þess að við séum með hugann við matseldina, þorum að prófa eitt- hvað nýtt, veljum vel hráefnið okkar og að við leggjum sál okkar í eldunar- ferlið, með öðrum orðum að við séum vinveitt hráefninu, þannig hugsum við vel um okkur sjálf í leiðinni. Ostafondue-rétturinn sem hér fer á eftir er tilvalinn vetrarréttur til að ylja sér við í góðra vina hópi. Ekki sakar að hafa glas af kölduhvítvíni við höndina þegar hans er neytt. Þegar rétturinn er tilbúinn er brauðbitun- um komið fyrir á fondue-gaffli og þeim dýft ofan í pottinn. 1 hvítlauksrif (skorið í tvennt) 1 bolli þurrt hvítvín 1 msk sítrónusafi 230 g gruyère-ostur eða annar hley- piostur, t.d. íslenskur fondue-ostur 230 g emmentaler-ostur skorinn í litla teninga 2 tsk kartöflumjöl leyst upp í 1 msk af hvítvíni 1/4 tsk 1/8 tsk cayennapipar 2 msk kirsuberjavín 1 bagettubrauð, skorið í fernt eftir endilöngu, síðan í 2 1/2 cm bita á ská. Nuddið pönnu að innan með hvít- laukshelmingunum og hendið þeim svo. Hellið hvítvíninu og sítrónusaf- anum á pönnuna og hitið við vægan hita. Þegar blandan er orðin heit, bætið þá ostbitunum út í þar til þeir hafa bráðnað. Hellið þá kartöflumjölsblöndunni saman við ásamt pipar og cayenne- piparnum og hrærið í við vægan hita í 2 mín. eða þar til blandan hefur þykknað. Athugið að fondue-blandan má ekki sjóða. Hrærið kirsuberjavín- inu út í og hrærið í um mínútu. Hellið því næst ostablöndunni í fondue-pott. Kveikið á sprittkerti fondue-grindar- innar og setjið pottinn yfir hitann. Berist sem sé fram með brauðbitun- um og ef vill köldu þurru hvítvíni. MATARLIST/Matarást eða matarhatur? Arðbær matur MEGRUNAR- og fitubrennslu- umræðan virðist alltaf vera mjög of- arlega á baugi, sérstaklega hjá kon- um. Sem betur fer hef ég ekki átt við offituvandamál að stríða þrátt fyrir að ég sé mikill sælkeri og leyfi mér ýmislegt matardekur oft, sem e.t.v. myndi taka sinn toll í aukakílóum hjá mörgum öðrum. Ég geri mér grein fyrir að maður þarf að hreyfa sig auðvitað og geri það og brenni þannig mínum oft mörgu hitaein- ingum sem ég hef látið í mig yfir daginn. eftir Álfheiði Hönnu Friðriksdóttur AP Frakkar hafa vingast við matinn. Fólksbílar Toyota, Subaru, Mazda, Mitsub., Honda, Buick, Oldsmobile, Chev. 6,2 dísil, Cherokee, Amc, Willys, Bronco II, Explorer, Ford 6,9 og 7,2 dísil, Escort, Econoline, Golf, M. Benz, Peugeot, Renault o.fl. Vinnuvélar Brøyt Caterpillar, Case, Clark, Cummins, Deutz, Fiat, Hyster, Perkins, Payloader, M. Ferguson, Same, Zetor, Ursus o.fl. Vörubílar M.gBenz, MAN, Iveco, Scania, Volvo o.fl. Bátavélar Volvo Penta, Bukh, Cat, Cummins, Ford, Marmet, Iveco, Lister, Perkins Trumatic Gasmiðstöðvar í húsbílinn, bátinn o.fl. Alternatorar og startarar Bílaraf Auðbrekku 20,sími 564 0400 Áður Borgartúni 19,Rkv. ERTU Í HÚSEIGNARHUGLEIÐINGUM Á SPÁNI? tm International býður gæði í fyrirrúmi Hoppið yfir aukakostnað og kaupið beint frá byggingaraðila. TM INTERNATIONAL ER EITT AF STÆRSTU BYGGINGAR- FYRIRTÆKJUM Í TORREVIEJA, SEM LIGGUR VIÐ COSTA BLANCA STRÖNDINA Á SPÁNI. Hjá tm International, sem hefur 30 ára reynslu á byggingarmarkaði, getur þú keypt hús og íbúð í hæsta gæðaflokki, fullbúnar húsgögnum og allt í eldhús. 3ja daga skoðunarferð er frí fyrir kaupendur. UPPLÝSINGAR Í SÍMA 0034 606 719032. ÍSLENSKA TÖLUÐ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.