Morgunblaðið - 04.02.2001, Page 16
16 B SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
T
UTTUGASTA öldin,
með öllum sínum ótrú-
legu breytingum í ís-
lensku samfélagi, er enn
fyrirferðarmikil í huga
okkar enda flestar okkar minningar
bundnar henni. Sum okkar eiga jafn-
vel minningar sem spanna nær alla
hina nýliðnu öld og voru stödd á vett-
vangi þar sem púls þjóðlífsins sló sem
hraðast hverju sinni. Sveinbjörgu
Hermannsdóttur er t.d. í barnsminni
frostaveturinn mikli 1918, hún var í
hópi reykvískra barna sem þá fengu
súpu gefins í Gúttó meðan ástandið
var sem verst í allsleysi helkuldans.
Hún varð innlyksa norður í landi
vegna spænsku veikinnar. Hún fór í
bæinn með vinkonum sínum þegar
ítalski flugkappinn Balboa kom hing-
að með sína menn á fjórða áratugn-
um. Hún var í vist hjá mörgu þjóð-
kunnu fólki sem lifði sitt blómaskeið á
fyrstu tugum 20. aldarinnar og starf-
aði um áratugaskeið mitt í hringiðu
hins íslenska samkvæmislífs. Hún fór
á vettvang þegar breski herinn tók
land í Reykjavík og horfði á Hótel Ís-
land brenna, svo eitthvað sé nefnt.
Einkalíf hennar mótaðist af hinum
miklu samfélagsbreytingum stríðsár-
anna.
En allt þetta sem framtíðin bar í
skauti sér grunaði fólk ekki einu sinni
þegar Sveinbjörg leit dagsins ljós
hinn 12. maí 1911 á Laugavegi 92 í
gamla barónshúsinu fyrir vestan
Stjörnubíó. Hún var fimmta barn
hjónanna Júlíönu Jónsdóttur og Her-
manns Ólafssonar. Hann var Hún-
vetningur en Júlíana af Snæfellsnesi.
„Þau voru ástfangin hjón, ég tók
eftir því,“ segir Sveinbjörg þegar tal-
ið berst að foreldrum hennar. „Þau
höfðu kynnst þannig að faðir minn fór
til Ólafsvíkur að byggja samkomu-
húsið og mamma var þar þá. Hún
fylgdi honum til Reykjavíkur og
fyrsti sonurinn fæddist 1904, síðan
komu þrír drengir og svo ég. Alls urð-
um við systkinin tíu talsins. Áður
hafði pabbi átt einn son með unnustu
sinni sem dó fljótlega eftir fæðingu
drengsins. Sá drengur fór í fóstur að
Blikastöðum, til Magnúsar bróður
Jóns Þorlákssonar forsætisráðherra,
en þeir voru náfrændur pabba.
Pabbi vann við höfnina, bar á bak-
inu salt og kolapoka, hann var verka-
maður þegar ég man fyrst eftir mér
og vann mikið. Mamma var heima
með okkur börnin. Ég man vel eftir
mér frá því ég var fjögurra ára. Við
bjuggum ekki lengi á Laugaveginum
heldur fluttum ofarlega á Vesturgöt-
una, þaðan á ég mínar fyrstu minn-
ingar.
Þú varst að eignast litla systur
Þetta var ekki slæmt húsnæði, en
þó lúga á gólfinu sem ég datt einu
sinni niður um. Herbergin voru tvö og
eldhús á milli þeirra. Ég svaf til fóta
hjá mömmu og bróðir minn til fóta
hjá pabba. Ég elskaði mikið mömmu
mína og mér varð því um og ó þegar
ég rumskaði nótt eina og sá konu vera
að bogra yfir mömmu. Ég hugsaði:
„Guð minn, hvað er nú þetta?“ og var
hrædd. En þá sagði mamma brosandi
við mig: „Sveina mín, farðu bara yfir í
hinn endann, pabbi er farinn í vinn-
una, farðu í holuna hans, þú varst að
eignast litla systur.“ Þarna hafði hún
fætt barnið í rúminu meðan ég svaf.
Ég trítlaði yfir í pabba rúm en ljós-
móðirin vafði litla krílið í einhver föt
og lagði það fyrir ofan mömmu.
Mamma var stillt og róleg kona
eins og þessi frásögn ber með sér,
þrifin og nýtin, hún bætti meira að
segja svunturnar sínar, koddaver og
hvað eina.
Við fluttum næst á Vesturgötu 17,
þar sem hafði verið gamalt hótel, þar
fannst mér gaman – portið á bak við,
túnin öll og Unuhús – Una og næp-
urnar í garðinum hjá henni. Hún var
yndisleg kona, hún gaf okkur krökk-
unum oft brauðsneið. Foreldrar mínir
sögðu að við mættum aldrei taka
næpur úr garðinum hennar Unu, en
það var nú erfitt að láta það vera.
Beint á móti okkur bjó Árni Eiríks-
son, kaupmaður og leikari.
Höfðum eina langa stofu
Við höfðum eina langa stofu, innst
var kolavélin, svo kom panelskápur,
rauður, með leirtaui og ágætis borð
sem mamma skar brauð á og fleira –
eins og gengur. Síðan komu rúmin
eitt af öðru og loks var svo lítið horn
sem var nokkurs konar stofa. Þetta
var sólrík stofa á móti suðri og okkur
leið vel þarna. Í stóra rúminu mömmu
og pabba svaf ég til fóta, systir mín
svaf fyrir ofan mömmu, önnur systir
mín svaf fyrir framan hana og ein lítill
í vöggu. Pabbi svaf svo rétt hjá hon-
um og einn bróðir minn til fóta hjá
honum. Hinir bræðurnir sváfu tilfæt-
is, eins og það var kallað nema einn
sem lá alltaf á Landakoti. Hann var
með berkla og hét Sigmundur Jó-
hann. Við systkinin fórum oft að
heimsækja hann og auðvitað mamma
og pabbi.
Kistan stóð í
stofunni heima
Sigmundur dó í ágúst 1917.
Mamma hafði beðið mig að passa
bróður minn í vagni. Ég var með hann
hjá mér, þar sem ég var í parís, þegar
mamma kom fyrir hornið. Ég sá að
eitthvað var að og fór inn á eftir
henni, þá sagði hún mér að Simmi
væri dáinn. Kistan hans stóð í stof-
unni heima og blessaður séra Friðrik
Friðriksson kom til okkar og tvær
konur úr Hjálpræðishernum sem ég
hafði oft fengið stjörnur í bókina mína
hjá í sunnudagaskólanum. Lítill bróð-
ir minn var skírður við kistu Simma
og hlaut nöfnin hans.
Frostaveturinn mikli
Við vorum á Vesturgötu 17 frosta-
veturinn mikla 1918. Frostkúlurnar
voru á gólfinu fyrir innan þröskuldinn
hjá okkur. Allt vatn var stokkfrosið
og pabbi fór með okkur niður Norð-
urstíg og út á ísinn á höfninni. Mikið
atvinnuleysi var þennan vetur. Pabbi
fór á fætur um miðjar nætur, þetta
var ekki kreppa – þetta var allsleysi.
Við komumst þó einhvernveginn af.
Mamma eldaði hafragraut og setti
svolitla mjólk út í, þetta var kölluð
hafraþynnka og gaf okkur með eina
brauðsneið með magaríni og strau-
sykri.
Mamma var mjög regluföst í heim-
ilishaldi og barnauppeldi. Hún leyfði
okkur systrunum t.d. ekki að fara út
nema búið væri að flétta hárið á okk-
ur og þvo okkur. Síðan fórum við út í
dyr, héldumst í hendur og fórum með:
„Nú er ég klæddur og kominn á ról.“
Frostaveturinn mikla vorum við
krakkarnir oft í rúminu dúðuð í hyrn-
ur og fleira og rerum fram og aftur
okkur til hita.
Dag einn gerðist það að það kom
kona í heimsókn. Ég var forvitin en
mátti ekki vera inni. En svo var ég
kölluð inn, mér boðið ásamt systur
minni að fá gefins súpu hjá Samverj-
anum í Gúttó. Tveimur börnum frá
hverju heimili var boðið þetta.
Mamma þáði boðið og ég fór með Lóu
systur á hverjum degi að fá súpuna.
Þarna var fjöldi af börnum alls staðar
að, allir að fá súpu.
Þú átt að fara norður
í Húnavatnssýslu
Um vorið 1918 töluðu pabbi og
mamma við okkur krakkana og sögðu
okkur að við yrðum að fara úr þessu
húsnæði, erfitt væri að fá vinnu og
ekki væri víst hvað yrði um okkur.
Pabbi átti þó góða að og til hans komu
tveir höfðingsmenn. Litlu síðar sagði
mamma: „Jæja, nú er pabbi ykkar
búinn að fá vinnu í Hafnarfirði og við
flytjum þangað.“ En við mig sagði
hún: „Þú átt að fara norður í Húna-
vatnssýslu, að Kárastöðum til föður-
systur þinnar og vera þar í sumar.“
Ég hét nafni þessarar frænku minnar
og manns hennar.
Ég vildi ekki fara og var að springa
úr gráti en ég fór þó – og foreldrar
mínir og systkini fluttu til Hafnar-
fjarðar. Þar fékk pabbi skömmu síðar
vinnu á símstöðinni og var þar þar til
hann hætti að vinna. Hann bar út sím-
skeyti og gekk allra sinna ferða, hann
átti ekki hjól. Mamma var heima með
barnahópinn.
Varð innlyksa
vegna spönsku veikinnar
Mér leiddist ákaflega í Húnavatns-
sýslunni og vildi fara heim til mömmu
og pabba. En það varð bið á því. Um
haustið kom upp spánska veikin og þá
varð ég innlyksa fyrir norðan. Nær
engar ferðir voru á milli landshlut-
anna. Það endaði með að ég var fyrir
norðan fram yfir fermingu. Það fór
vel um mig en ég þurfti að vinna mik-
ið. Á Kárastöðum var stórbú og það
var bakað óskaplega mikið, enda
gestagangur stöðugur. Ég lærði
þarna mikið í alls kyns vinnubrögðum
og hef búið að þeim lærdómi alla mína
ævi.
Fermdist með hvíta
blúnduhanska
Ég var hárprúð svo til var tekið og
fermdist í hvítum skautbúningi. Talað
var um í sveitinni hve myndarleg ég
væri. Mamma og pabbi sendu mér
sálmabók, slæðu til að hafa yfir herð-
arnar og hvíta blúnduhanska. Ég var
sú eina sem var með slíkt og það var
ekki nein smáræðis upphefð fyrir
mig. Ekki spilltu lakkskórnir sem ég
hafði keypt fyrir upptíning, ullar-
lagða sem ég tíndi úti í móum, og
lagði inn í kaupfélagið. Ég var alsæl.
Ég lærði minn barnaskólalærdóm
þarna nyrðra, hafði góðan kennara og
fékk undirstöðugóða kennslu.
En eftir fermingu þá fór mig að
langa æ meira suður til fjölskyldu
minnar. Ég byrjaði á að fara í vist á
Hvammstanga til yndislegra hjóna í
apríl 1925. Þessi hjón áttu tvo litla
drengi og var faðir þeirra berklaveik-
ur. Þau vildu fá stúlku til að gæta
yngri drengsins sem ekki mátti sofa
nálægt pabba sínum. Ég tók þetta að
mér gegn því að þessi góðu hjón sæju
um að ég kæmist heim til mömmu og
pabba fyrir jólin þetta ár. Þau gerðu
það og ég komst heim aftur rösklega
fimmtán ára, eftir sjö ára fjarveru.
Komst loks suður
Ég var himinsæl að komast suður
en hjónin vildu fá mig aftur um vorið
og ég tók því ekki ólíklega. Ég átti að
fara heim með Suðurlandinu en sú
ferð féll niður vegna þess hve veðrið
var slæmt og ég fór suður með mót-
orbát. Þegar ég kom upp á stein-
bryggjuna var enginn kominn til þess
að taka á móti mér. Ég hafði beðið
konu að hringja til Hafnarfjarðar að
láta vita af komu minni en það hafði
farist fyrir. Ég stóð eins og glópur á
bryggjunni þar til maður einn vék sér
að mér og spurði hvort ég vildi bara
ekki koma með sér. Ég þáði það og
fór með honum til frænku hans og þar
var vel tekið á móti mér. En ég var
eirðarlaus að komast til foreldra
minna svo það var hringt á bíl frá
Steindóri, ég átti fyrir honum, og til
Hafnarfjarðar komst ég þegar langt
var liðið á kvöld. Allir voru mjög
undrandi að sjá mig því engin skila-
boð höfðu komið og ég hafði líka tals-
vert breyst á þessum sjö árum. En
það var himneskt að koma heim,
Stríðsástin
Frostaveturinn
mikli, koma
Balboa og flug-
sveitar hans,
hernámið, Hótel Íslands-bruninn – um allt
þetta og miklu fleira talar Sveinbjörg
Hermannsdóttir í viðtali Guðrúnar
Guðlaugsdóttur við hana. Sveinbjörg var
á ýmsan hátt nálæg miðdepli atburða
í íslensku samfélagi á ýmsum
örlagastundum þess.
Morgunblaðið/Golli
Sveinbjörg Hermannsdóttir
er sterk