Morgunblaðið - 04.02.2001, Page 17
pabbi og bræður mínir höfðu byggt
fallegt hús í Hafnarfirði og nú bjó fjöl-
skyldan í þessu nýja húsi, sem enn
stendur á Hverfisgötu 38. Tvö systk-
ini mín spiluðu á hljóðfæri, selló og
orgel, þetta fannst mér yndislegt, og
allt var fínt og fallegt hjá mömmu.
Í vist hjá bróður Maríu Markan
Ég var þó ekki heima nema þrjá
daga. Þá sagði mamma mér að koma
með sér niður í Reykjavík, því ég gæti
ekki verið heima. Þá fórum við í hús
til hjóna sem mamma þekkti og þang-
að var ég ráðin í vist. Fólkið bjó á
Laugavegi 19, á miðhæðinni. Þetta
var hjá Markúsi Einarssyni, bróður
Maríu Markan og konu hans, Málfríði
Ólafsdóttur frá Hvítárvöllum. Þau
áttu tvo syni, annar þeirra varð síðar
vel þekktur, Einar Markan píanóleik-
ari.
Þarna var ég allan veturinn og
hafði það gott. En ég hafði ekki her-
bergi, ég svaf í borðstofunni og komst
ekki í rúmið fyrr en aðrir voru farnir
að sofa og allir gestir farnir, en gest-
kvæmt var á heimilinu því þar var oft
sungið og spilað. Þetta fólk hélt vin-
skap við mig meðan það lifði.
Nikkólína var bæði
falleg og góð
Um vorið fór ég norður aftur eins
og ég hafði lofað og átti þar yndislegt
sumar. Um haustið fór ég alfarin suð-
ur. Auðvitað langaði mig að læra en til
þessi voru ekki efni. Hins vegar var
ég heppin með hús þar sem ég var í
vist. Mamma kom mér til hjóna sem
áttu dóttur sem var nýkomin frá
Þýskalandi. „Þú skalt fá hana til að
kenna þér hannyrðir og dönsku,“
sagði mamma. Ég fékk kennsluna.
Þessi unga kona var Nikkolína Árna-
dóttir sem gift hafði verið Jóhanni
Jónssyni skáldi – hann orti ljóðið
Söknuð. Faðir hennar var Árni
Sveinsson sem var kaupmaður, áður
á Ísafirði. Móðir hennar var Guðrún
Brynjólfsdóttir. Nikkólína var bæði
falleg og góð manneskja. Hún ætlaði
út til Jóhanns aftur en þá var hann
farinn að vera með annarri konu
þýskri, þeirri sem síðar kom með
ösku hans til Íslands. Nikkólína gift-
ist síðar manni að nafni Sörensen sem
var læknir.
Mér fannst endir fyrra hjónabands
Nikkólínu mikil sorgarsaga og taldi
víst að ef svona lagað myndi henda
mig myndi ég deyja. Á þessu heimili
sá ég Halldór Kiljan Laxness með fal-
legn hatt og skinnhanska ljósa, ég var
yfir mig hrifin af þessum glæsilega
manni.
Tröppukossar
Ég hafði ekki húslykil þótt ég væri
þarna til heimilis og það kom aldrei
neinn herra inn með mér. En ég var
auðvitað farin að skjóta mig í strákum
og var alltaf ástfangin af nýjum og
nýjum mönnum. Einu sinni fór ég á
dansleik og það fylgdi mér heim ung-
ur og sætur maður. Veðrið var gott og
það var aðeins farið að skyggja. Svalir
voru á húsinu sem var á Laugavegi
79. Ungi maðurinn kvaddi mig með
kossi – tröppukossi, eins og ég kallaði
það. Daginn eftir horfði Árni kaup-
maður á mig og sagði:
Þó hún Sveina sýnist stillt,
síst verður hún hissa,
á að finna fríðan pilt
faðma hana og kyssa.
Árni hafði þá séð til mín frá svöl-
unum, hafði farið út til að sjá bruna-
liðið sem var eitthvað á ferðinni.
Ég blússroðnaði og ætlaði að þjóta
fram en Árni sagði mér að vera róleg
og sitja kyrr. Hann var með skegg og
spurði mig nú í gríni hvort ég myndi
vilja kyssa skeggjaðan mann. Nei, ég
hélt nú ekki. Þá kom önnur vísa.
Sveina hún er björt á brún,
með bylgjað hárið gyllta,
enda kyssir aldrei hún,
órakaða pilta.
Lærði að sauma
Þótt mér líkaði vel í vistinni þarna
fór ég nú að hugsa um að ekki væri
mikil framtíð í slíkri vinnu. Maður
hafði mat og húsnæði en nær ekkert
kaup, var marga mánuði að vinna sér
inn fyrir einni flík. Ég var bara svo
heppin að Nikkólína gaf mér falleg föt
af sér. Endirinn varð sá að ég ákvað
að læra að sauma.
Ég hafði alltaf viljað vera fín og
gerði talsvert af að breyta fötunum
mínum og laga þau. Ég átti t.d. einn
svartan kjól, ég breytti honum á ýmsa
vegu með því að setja á hann kraga,
belti og uppslög, hvít og mislit – mað-
ur varð að bjarga sér. Svo kom að því
árið 1933 að kona ein, Aðalbjörg Stef-
ánsdóttir, sem verið hafði í Dan-
mörku og var kjólameistari, setti upp
verslun á Laugavegi 10, á miðhæð-
inni. Til hennar fór ég að læra að
sauma. Ég gerði samning við hana
um að gæta sonar hennar og koma
honum í skólann á morgnana en vera
svo við saumanámið á verkstæðinu
eftir hádegi. Þetta gekk eftir.
Um þetta leyti voru síðu kjólarnir
að ryðja sér til rúms og þessi kjóla-
meistari var mjög eftirsóttur í slíkan
saumaskap meðal annars. Á sumrin
var verkstæðið að mestu leyti lokað
og þá var ég í vist.
Eitt sumar var ég hjá Gísla Ólafs-
syni bakara og Kristínu konu hans,
þau áttu þrjú börn, þá var Erlingur
sonur þeirra, leikari, í vöggu, hann
var mjög fallegt barn. Þetta var ynd-
islegt heimili – ég má segja að ég
gréti þegar ég hætti
þar um haustið og
fór aftur að sauma.
Þetta sumar
kom Balboa flug-
kappi með sína
menn hingað til
lands. Það var
mikil spenna hjá
okkur stelpunum
að fara niður í bæ
að sjá hvað um
væri að vera. Ég
fór til Lárusar Lúð-
víkssonar og keypti
mér ógurlega fal-
lega lakkskó með
háum hælum, fór
í grænan kjól
sem ég hafði
saumað – og hjá
Jacobsen fékk ég
regnkápu sem sást
í gegnum. Síðan fór
ég niður í bæ með vin-
konum mínum. Balboa var á
Borginni með yfirmönnunum en
þeir óbreyttu voru á Hótel Íslandi.
Því miður var ekkert dansað á hvor-
ugum staðnum og það voru sannar-
lega vonbrigði fyrir okkur stelpurnar.
En veðrið var gott og við vorum úti að
labba langt fram á nótt, ég á háum
pinnahælunum. Þegar ég kom
heim um morguninn var ungur
maður í fylgd með mér og við
sátum í tröppunum. Þá
komu þeir niður Gísli og
Kristinn bakari og hlógu
dátt þegar þeir sáu mig
þarna í stiganum.
Í vist hjá Emilíu og
Þóru Borg
Árið 1935 var ég búin
að læra heilmikið í saumaskap og þá
réð ég mig í ársvist til Emilíu og Þóru
Borg á Laufásvegi 5. Sú vist var ynd-
isleg og fer mér aldrei úr huga. Heim-
ilið þar var svo skemmtilegt og sér-
stakt. Ég hafði herbergi á loftinu við
hliðina á fósturmóður Stefaníu heit-
innar leikkonu og ég fór margar ferð-
ir niður í Iðnó. Ég sá þar hvert ein-
asta stykki sem sýnt var – þá var
gaman að fara í leikhús. Þessar syst-
ur héldu við mig vinskap alla tíð. Em-
ilía kom mér til hjálpar þegar ég var
ófrísk að dóttur minni árið 1942 og
átti bara eftir hálfan mánuð en var
enn að vinna í eldhúsinu á Hótel Ís-
landi. Þær systur sóttu mig og sögðu
mér að koma til sín og vera hjá þeim.
Þóra Borg fór með mig upp á Land-
spítala þegar ég var komin með létta-
sóttina.
Meðgöngueitrun og fæðing
Þóra fór heim og ég var sett inn á
fæðingarstofuna en þá gerðist það að
ég fæddi ekki heldur varð óskaplega
veik. Ég varð fárveik af meðgöngu-
eitrun, ég lá frá 9. nóvember en fæddi
ekki barnið fyrr en hinn 17. nóvem-
ber. Móðir vinkonu minnar kom
þarna daginn áður en ég fæddi og
heyrði hljóðin í mér, þau voru víst
óskapleg. Það kvöld var foreldrum
mínum tilkynnt að ég myndi ekki lifa
af nóttina en barninu yrði reynt að
bjarga. Það sem hélt mér á lífi var að
ég fann alltaf spriklið í barninu og ég
vildi ekki deyja. Ég fékk enga deyf-
ingu heldur varð að fæða barn mitt
með allri þeirri þjáningu sem um er
getið í Biblíunni. Jóhanna Olgeirsson
var yfirljósmóðir og sumir töldu hana
harða í horn að taka, en mér var hún
afar góð. Þegar dóttir mín var fædd
sagði Jóhanna: „Mikið er ég ham-
ingjusöm að geta lagt hana við brjóst-
ið á þér eftir allar þessar þjáningar.“
Vaknaði steinlömuð
Ég fékk að borða og allt virtist vera
með eðlilegu móti. En morguninn eft-
ir hringdi ég á hjúkrunarkonu og vildi
fá bekken en þá reyndist ég vera orð-
in steinlömuð upp að mitti. Ég get
sagt að það varð ys og þys þegar
læknarnir komu á vaktina, Guðmund-
ur Thoroddsen, Pétur Jakobsson,
Gunnar Cortes og fleiri. Ég fékk aldr-
ei skýringu á af hverju þessi lömun
stafaði. Ég féll alveg saman við þetta
en Gunnar Cortes sagði að
ég skyldi ekki láta hugfall-
ast, ég myndi fá mátt í fæt-
urna aftur en það
gæti tekið tals-
verðan tíma. Sú
varð líka raun-
in, en aldrei varð
ég þó jafngóð eftir
þetta, hef alltaf haft
þrautir í mjóhryggnum
síðan.
Ég lá lömuð á spítal-
anum fram að jólum og
litla stúlkan mín var
þar hjá mér. Ég fór að
fá lítilsháttar mátt í
fæturna í janúar. Ég
hafði leigt herbergi
en varð að sleppa
því við þessa
uppákomu. Ég
var svo heppin
að eiga góða
vina-
fjölskyldu
sem kom
mér til
hjálpar.
Þetta voru
hjónin
Ólafur Ey-
vindsson,
um-
Sveinbjörg 25 ára gömul
Sveinbjörg í nýjustu stríðs-
áratísku
Rut, dóttir Sveinbjargar, á
æskuárum
Maurice Woodward fyrir fram-
an Þrúðvang þegar hann var
ungur hermaður á Íslandi
1942
Myndin sem Sveinbjörg sendi
Woodward af sér og dóttur
þeirra. Þá var hún lömuð og
þurfti að bera hana yfir á
ljósmyndastofuna.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 B 17