Morgunblaðið - 04.02.2001, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 04.02.2001, Qupperneq 18
18 B SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ sjónarmaður í Landsbankanum, og kona hans, Elín Jónsdóttir. Fríða dóttir þeirra var vinkona mín og þau buðu mér að koma til sín um jólin. Ég þáði þetta góða boð og svo fór að ræt- ast út fyrir mér. Svona heppin var ég! Eins og gefur að skilja átti ég ekki þetta barn ein. Ég eignaðist dóttur mína með þeim manni sem ég hef elskað mest um ævina. Svona heppin var ég. Þessi maður var Englending- ur og var hér í þjónustu flughersins breska. Ég hafði fram að því ég kynntist honum ekki viljað hafa nein skipti við breska hermenn og var hin merkilegasta með mig, líka á Hótel Borg þar sem hermennirnir komu og buðu upp stúlkum, ég sagði alltaf nei, takk. Ég kynntist Maurice Woodward heldur ekki við slíkar aðstæður. Ég var að vinna á lítilli kaffistofu uppi á Laugavegi og þangað vandi hann komur sínar. Hann sagði mér síðar að þetta hefði verið fyrsta veitingastofan sem hann kom á á Íslandi og ég hefði verið fyrsta stúlkan sem hann sá. Þetta varð ást við fyrstu sýn hjá hon- um en ég var hin stífasta og vildi ekki við hann skipta lengi vel. En svo fór þó að ég varð yfir mig ástfangin af honum og við fórum að vera saman. Hann kom hingað 25. mars 1941 og fékk dvöl sína framlengda eins og hann gat, en hann varð þó að fara burt 27. júlí 1942. Hann vildi að við giftumst og ég færi með honum út. En þá var ég ófrísk og læknirinn minn vildi ekki að ég færi út í þá óvissu sem stríðinu fylgdi í Evrópu svona á mig komin – ég áræddi því ekki að fara. Ég ætlaði hins vegar að koma til kærastans þegar barnið væri fætt. Maurice fór með skipalest og ég sá hann ekki fyrr en 35 árum seinna. Veikindi og stríð eyðilögðu sambandið Við vorum mjög ástfangin hvort af öðru og héldum bréfasambandi fram undir stríðslok. Hann lenti í fanga- búðum og varð veikur og mér fannst ég ekki geta hreyft mig brott af land- inu, hálflömuð og heilsulítil eftir fæð- inguna. Allir þessi erfiðleikar urðu til þess að upp úr sambandi okkar slitn- aði. Það var mjög sárt. Ég frétti af honum stöku sinnum í áranna rás og vissi að hann giftist síðar og eignaðist tvö börn. Ég hafði sent honum mynd af mér og Rut dóttur okkar þegar hún var tveggja mánaða. Ég var þá borin út á myndastofu til að láta mynda okkur mæðgur. Lamaðist aftur Eftir lömunina gat ég ekki farið að vinna eins og áður en fór til Hvera- gerðis til elskulegra hjóna, Elmu og Unnsteins Ólafssonar, skólastjóra á Reykjum. Elma var dönsk og hún lét mig í heit böð og nuddaði á mér fæt- urna og smátt og smátt kom mátt- urinn í þá. Ég var farin að ganga tals- vert um vorið þegar ég fór frá þeim. Ég hef verið svo lánsöm í lífinu að eiga jafnan góða húsbændur. Hinn 9. maí 1943 var dóttir mín skírð, hún hlaut nafnið Júlíana eftir mömmu og svo bætti ég Rut við. Ég var farin að vinna um sumarið þegar ég varð fyrir því áfalli að annar fót- urinn lamaðist á ný. Þetta voru mikil og sár vonbrigði og úr vöndu var að ráða. Ég var að reyna að sinna dóttur minni svo veik sem ég var og datt við það hvað eftir annað við rúmið henn- ar. Ég var þá með 40 stiga hita. Það kom til mín læknir og hann sagði að hann yrði að leggja mig inn á Landa- kot, ég væri svo veik. Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera við blessað barn- ið. Þetta var rétt fyrir jól, ég hringdi og lét senda boð til ættingja og vina en það stóð illa á, enginn gat tekið Rut. Þá fór kona ein sem vitjað hafði um mig og vissi um aðstæður mínar til vinafólks síns á Grímsstaðaholti og sagði því frá þessari veiku stúlku og litla barninu hennar. Hjónin buðust þá til að taka Rut og ég gat ekki ann- að en þegið það. Þau áttu fimm börn, yngst var elskuleg stúlka fimmtán ára gömul. Hún kom og sótti Rut mína og þegar ég kom af spítalanum um jólin fór ég til þessara hjóna líka og fékk að vera hjá þeim því ég gat ekki unnið neitt. Þetta var myndarlegt heimili og húsmóðirin, Valgerður Gunnarsdótt- ir, var ljósmóðir en maðurinn hennar hét Arnkell Ingimundarson og var verkstjóri í Ölgerð Egils Skalla- grímssonar. Þegar ég fór að hressast fékk ég vinnu við ræstingar í Tjarn- arkaffi í gegnum auglýsingu í Vísi. Þetta var næturvinna og ég sá mér leik á borði að geta þá verið með Rut á daginn, þetta gerði ég í samráði við hjónin sem Rut var hjá. Ég fékk herbergi niðri í Tjarnar- götu 11, þar sem starfsstúlkur í Tjarnarkaffi bjuggu í kjallaranum, margar saman. Hjónin ætluðu að fóstra Rut þangað til betur rættist úr fyrir mér. Ég fór svo út á nóttunni að ræsta en á daginn fór ég út með Rut. Horfði grátandi á Hótel Ísland brenna Ég hafði áður verið búin að ráða mig á Hótel Ísland en hætti við vegna þess að ræstingarnar hentuðu betur. Ég hugsaði oft um hvernig farið hefði fyrir mér hefði ég ekki breytt svona um áætlun því nokkru síðar var ég að kvöldi til að vinna við samkvæmi í Tjarnarkaffi og fannst vera svo mikil reykjarlykt. Ég opnaði út og þá kom á móti mér mökkurinn. Ég fór út og sá að Hótel Ísland var að brenna. Það var hörkufrost en ég fór út í Aðal- stræti og stóð þar og horfði hágrát- andi á hótelið brenna. Þarna hafði ég átt mínar ástarstundir með kærast- anum og unnið lengi hjá Rósenberg- hjónunum sem voru miklir vinir mín- ir, mig tók sárt að sjá þetta hús fara svona. Hefði ég verið þarna í vinnu var óvíst hvernig hefði farið fyrir mér því ég hefði þá búið í mínu gamla her- bergi uppi í risi. Í þessum bruna fórst einn maður. Ekki rættist úr húsnæðismálunum Ég hélt áfram að vinna í Tjarnar- kaffi en tókst ekki að fá neitt betra húsnæði en herbergið sem fyrr gat og varð því að hafa dóttur mína áfram í fóstri þótt ekki væri það nú það sem ég vildi. Ég gat þó gætt hennar á dag- inn og haft hana hjá mér þegar tök voru á. Ekki rættist heldur úr hús- næðismálunum þótt ég hætti í Tjarn- arkaffi og færi að vinna á Hótel Vík sem herbergisstúlka – þá fékk ég her- bergi ásamt fleiri starfsstúlkum í Vinaminni í Grjótaþorpi. Þarna var komið fram á árið 1947 og Rut litla orðin fimm ára. Ég var heppin að hún fékk að alast upp á þessu góða heimili þar sem ég gat komið og sinnt um um hana eins og ég hafði nokkur tök á. Hótel Borg og skemmtanalífið Hótel Borg var vettvangur mikilla atburða í lífi fólks þegar ég var ung og er auðvitað enn. Það er sama hvað mörg hótel eru byggð í Reykjavík, ekkert þeirra hefur náð þeirri sér- stöðu sem Borgin hefur alltaf haft. Þegar Hótel Borg var byggð 1930 fór ég fljótlega að fara þangað á böll og alltaf var jafn mikill glæsileiki þar yf- ir öllu. Ég kom þangað líka oft á stríðsárunum. Mikið hefur verið talað um „ástandið“ en ég sá aldrei neitt til að hneykslast á, hvorki á Borginni né í miðbænum. Auðvitað voru hermenn þar á gangi og ungar stúlkur en þetta varð svona að vera og satt að segja var heldur bæjarprýði að þessum glæsilegu ungu mönnum, að ekki sé talað um hinar fallegu íslensku stúlk- ur og pilta. Ég hafði gaman af að dansa en meira var það ekki. Við dönsuðum frá klukkan níu á kvöldin til klukkan hálftólf. Ég lít ekki svo á að ég hafi verið í „ástandinu“. Ég átti enskan kærasta sem ég ætlaði að gift- ast en stríðsástand og mikil veikindi komu í veg fyrir það. Ég sá alltaf eftir þessum manni og giftist því aldrei. Svo einfalt var það. Ég hef alltaf reynt að halda mig á þeirri braut í lífinu að ég þyrfti ekki að iðrast neins, enda er ég sátt við líf- ið og heiminn í dag. Ég eignaðist elskulega dóttur og fjórar dótturdæt- ur og á sex langömmubörn. Mér finnst ég vera rík kona. Hjá franska sendiherranum Víkjum aftur til ársins 1943. Þá tók ég stundum vaktir á Hótel Borg. Um það leyti kom að máli við mig kona sem vann á Borginni og sagði mér að hingað væri að koma franskur kon- súll sem vantaði aðstoð um tíma, hún sagðist ekki geta tekið að sér að að- stoða hann í þetta sinn og vildi fá mig til að hjálpa manninum. „Ég kann ekki frönsku,“ sagði ég. „Það gerir ekkert til, það þarf bara að taka til í húsinu og hafa til eitthvað matarkyns fyrir manninn, þú bjargar því, hann hefur líka túlk,“ sagði hún. Það varð úr að ég tók þetta að mér, fannst að það hlyti að vera spennandi í einhvern tíma. Frakkinn átti von á konu sinni og börnum og ég var þarna hjá þeim um tíma en hætti svo nokkru eftir að fjölskyldan samein- aðist. Varð matráðskona í franska sendiráðinu Ég fór aftur að vinna á Hótel Vík en nokkru síðar vildu þessi hjón fá mig aftur til starfa og í framhaldi af því gerðist ég matráðskona í franska sendiráðinu. Ég hafði lært matreiðslu á Hótel Íslandi fyrir stríð og verið kokkur á Hótel Akureyri svo ég var allvel undir þetta hlutverk búin. Frú- in kom til mín með matreiðslubækur og sýndi mér hvað hún vildi láta elda og ég sá um samkvæmin fyrir þau. Það var mikið að gera og ég varð að fara snemma fætur. Þetta varð miklu viðameira verkefni en ég hafði gert ráð fyrir, en skemmtilegt var það. Þetta gekk allt saman vel. Ég fékk gott herbergi uppi á lofti með svölum og hjónin vildu að ég tæki Rut alveg til mín, ég vildi það ekki, henni leið svo vel við þær kringumstæður sem hún bjó við. Þegar Dettifoss og Goðafoss fórust Mér er sérstaklega minnisstæð ein veisla í febrúar sem ég sá um meðan ég starfaði við franska sendiráðið. Í þeirri veislu var margt ráðamanna ís- lenskra og erlendra. Ég tók eftir að það var mikil ókyrrð á gestunum og þeir voru sífellt að fara í símann, það lá eitthvað í loftinu sem ég vissi ekki hvað var. Þegar veislunni var lokið komu sendiherrahjónin til mín og sögðu mér að setjast. Þau voru vön að skála við mig í rauðvíni þegar veisl- unum var lokið en nú sögðu þau mér að þetta hefði verið erfitt kvöld, þau hræðilegu tíðindi hefðu borist að Dettifossi hefði verið sökkt og fjöl- margir Íslendingar hefðu farist. Ég þekkti sumt af því fólki og mér varð mikið um eins og öllum öðrum þegar þessi tíðindi spurðust. Ég var hins vegar úti í Tjarnarkaffi þegar Goðafossi var sökkt. Ég var að undirbúa stóra veislu og var komin með hvíta svuntu og kappa. Þá kom maður með írafári og sagði þessa hörmulegu frétt. Þar fór líka fólk sem ég þekkti. Veislan sem verið var að undirbúa var ekki haldin. Lifði og hrærðist í íslensku veitingahúsalífi í 40 ár Eins og ég fyrr kom inn á hefur minn starfsvettvangur að miklu leyti verið innan hins íslenska veitinga- húsalífs. Í því umhverfi lifði ég og hræðist í 40 ár og kom víða við. Í nokkur ár vann ég m.a. á veitingastof- unni Vega á Skólavörðustíg. Einnig vann ég tíma og tíma á Hótel Vík en svo fór ég að vinna fasta vinnu á Hótel Borg og starfaði þar lengi, við fram- reiðslu, með þjónunum og við barinn, og fimmtán ár vann ég þar í fata- geymslunni. Mér fannst ákaflega gaman að vinna á Borginni. Mér hef- ur jafnan samið vel við samstarfsfólk og húsbændur. Ég hef aldrei farið í verkfall, aldrei beðið um kauphækk- un en oft verið yfirborguð. Uppeldi Rutar og íbúðakaup Fósturforeldrar Rutar fluttu upp á Frakkastíg 14 þegar hún var enn barn, þar óx hún upp og þar var ég alla daga þegar ég var ekki að vinna. Rut kallaði okkur Valgerði báðar mömmu og Arnkel pabba og það fyr- irkomulag var ég vel sátt við. Þetta var með eindæmum elskulegt fólk og börn þess líka, við mægður vorum lánsamar að eiga samleið með þessari Sveinbjörg Hermannsdóttir Motgunblaðið/ Golli ÖLDUNGADEILD MENNTASKÓLANS VIÐ HAMRAHLÍÐ Er ekki kominn tími til að hefja nýtt nám, rifja upp eða bæta við fyrra nám? Það getur þú gert hjá reyndum kennurum Menntaskólans við Hamrahlíð. Í MH er hægt að auka við þekkingu sína á mörgum sviðum án þess endilega að stefna að stúdentsprófi. Við skólann eru nú þrjár bóknámsbrautir: Málabraut, náttúrufræðibraut og félagsfræðabraut. Á málabraut er lögð sérstök áhersla á erlend tungumál auk móðurmálsins. Á náttúrufræðibraut er áherslan á undirstöðuþekkingu í raungreinum og stærðfræði en á félagsfræðabraut er samfélagsgreinum skipað í öndvegi. Íslenskt mál, málfræði, bókmenntir og bókmenntasaga að fornu og nýju, Íslandssaga, mannkynssaga (fornaldarsaga Grikkja og Rómverja), eðlisfræði, efnafræði, félagsfræði, hagfræði, jarðfræði, líffræði, myndlist, sálfræði, stjórnmálafræði, stærðfræði, tölvufræði og uppeldisfræði. Viltu kynnast framandi tungumálum? Þarftu að nota tungumál í starfi? Viltu læra að koma skoðunum þínum skipulega á framfæri í rituðu eða töluðu máli? Í öldungadeildinni verða eftirtalin tungumál kennd á næstu önn: Danska, enska, franska, ítalska, norska, spænska, sænska og þýska. Væntanlegir nemendur eru vinsamlega beðnir að ganga inn um suðurhlið skólans. Námsráðgjafar verða nemendum til aðstoðar; ennfremur verða deildarstjórar til viðtals miðvikudaginn 7. febrúar kl. 17.00 - 18.00. Komdu í heimsókn á heimasíðu okkar! Þar má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar s.s. stundatöflu haustannar, bókalista og innritunareyðublað. Slóðin er: http://www.mh.is Tómstundanámskeið! Á önninni verða haldin tómstundanámskeið fyrir almenning. Í tilefni alþjóðlegs tungumálaárs verður boðið upp á stutt námskeið í ýmsum erlendum tungumálum. Auk þess verður boðið upp á tölvunámskeið. Nánar auglýst síðar, m.a. á heimasíðu okkar. Rektor Skólagjöld ber að greiða við innritun, sem hér segir: Grunngjald 10.000 kr. auk þess fyrir hverja námseiningu 1.000 kr. T.d. fyrir: Einn tveggja eininga áfanga 10.000 + 2x1.000 = 12.000 kr. Tvo þriggja eininga áfanga 10.000 + 6x1.000 = 16.000 kr. o.s.frv. Þú getur valið námsgreinar eftir þörfum Í boði er fjölbreytt nám Tungumál opna nýja heima Innritun fyrir vorönn 2001 fer fram 6. - 8. febrúar frá kl. 12.00 - 19.00. Er þetta eitthvað fyrir þig?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.