Morgunblaðið - 04.02.2001, Page 20
20 B SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
V IÐ HÖFUM beðið þessaregns af óþreyju í einar 8vikur. Loksins, loksinsbrást þrumuguðinn Þór
við. Unaðslegt regn, ilmur þess fyllti
vitin. Við störðum á regnið steypast
niður úr loftinu.
Um nóttina lá ég grafkyrr og
hlustaði á óm regnsins sem buldi á
þakinu. Reyndar ein sú besta tónlist
sem hér heyrist. Var fegin að ég
hafði fært pottaplönturnar inn undir
þakskýlið því regnið blátt áfram
helltist úr loftinu.
Á morgun myndu froskarnir
kvaka allan liðlangan daginn. Heilir
herskarar af þeim eins og þeir hefðu
vaknað til lífsins í þessu óveðri. Mig
langaði til þess að horfa út um
gluggann en vissi að það sást ekkert.
Myrkrið var algjört.
Neyðarástand í
Nýju Suður-Wales
En það stytti ekki upp. Hann
rigndi í meira en tíu daga og allt var á
floti alls staðar. Sjálfboðaliðar hlóðu
sandpokum í gríð og erg en ekkert
dugði.
Afleiðingar vatnavaxtanna urðu
skelfilegar fyrir bændur. Lækirnir
uxu, árnar flæddu og á skullu flóð
sem eyðilögðu mestalla uppskeru
bænda í norðurhluta Nýju Suður-
Wales.
Margir bóndabæir einangruðust
svo vikum skipti. Sáu bátar og einar
fimm þyrlur um að flytja mat og aðr-
ar nauðþurftir til íbúanna, þeirra
sem ekki höfðu verið fluttir á burt.
Lítið tvö þúsund manna þorp
skammt frá Narrabri, Wee Waa, var
einangrað í einar tvær vikur. Þar
komu bátar óspart í gagnið.
Þessi flóð hafa afar alvarlegar af-
leiðingar fyrir fjölmarga bændur.
Má búast við að margir þeirra verði
að selja jarðir sínar þrátt fyrir aðstoð
frá stjórnvöldum uppá 200 milljónir
ástralska dollara, sem er andvirði
rúmlega níu milljarða króna. Hætt er
við að ýmis stórfyrirtæki eða gróða-
hringar kaupi jarðirnar.
Gífurleg vinna er fólgin í að
hreinsa aur og leðju eftir flóðin og
hefur fjöldi sjálfboðaliða hjálpað
mikið til.
Í kjölfar flóðanna fylgir svo mosk-
ítófaraldur en bit þeirra bera stund-
um með sér svokallaðan „Ross fever“
sem er slæmur sjúkdómur með mikl-
um beinverkjum og höfuðverk sem
vara í 3 mánuði og jafnvel lengur.
Flugurnar eru svo stórar í ár að þær
minna á hrossaflugurnar heima!
Nauðsynlegt er að úða á sig
flugnafráfælingarefni frá toppi til tá-
ar áður en farið er út fyrir hússins
dyr og klæðast langerma flíkum.
Jafnvel húsdýrin eru úðuð því þau
bera sig illa undan moskítóflugunum
og vilja komast í skjól.
Náttúran lifnar þó öll við og gjör-
breytir um svip þegar nóg er af væt-
unni. Vistfræðileg klukka Nýju Suð-
ur-Wales hefur verið sett að nýju.
Um það bil 2.600 billjón lítrar af vatni
fljóta nú yfir flóðasléttur og votlendi.
Beit er næg fyrir búpening, reynd-
ar gríðarleg grasveisla sem ekki hef-
ur séð sinn líka í ein þrjú ár. Dreka-
flugum, fiðrildum, kengúrum,
fuglum og öðrum kvikindum hefur
fjölgað með ólíkindum eftir flóðin.
Fyrir fáeinum vikum voru um það
bil sjö þúsund fuglar á Macquarie-
flæðienginu en nýlega eftir að svæðið
hafði verið undir telitu vatni í nokkr-
ar vikur hafði þeim fjölgað í einar
þrjátíu þúsundir. Heyra má fugla-
kliðin í margra kílómetra fjarlægð.
Og enn þekur vatnið hundruð þús-
unda hektara lands í vesturhluta
Nýju Suður-Wales svo fiskar, vatna-
bjöllur og froskar njóta lífsins í rík-
um mæli.
Flóð eru náttúrlegur viðburður
hér í Ástralíu, hluti af lífskeðjunni.
„Áður fyrr áleit fólk að þetta flóða-
vatn færi til ónýtis en í raun er það
kjarni ánna sem renna í miðhluta
landsins – án svona flóða myndu árn-
ar hverfa.“
Þannig komst Dr. Richard Kings-
ford, aðalvísindamaður þjóðgarða-
og dýralífs þjónustunnar í Nýju-Suð-
ur-Wales, að orði.
Skrautleg skrúðganga
í Narrabri
Þetta 7–8.000 manna þorp í norð-
vestur hluta Nýju Suður-Wales er
ekki orðlagt fyrir víðsýni og umburð-
arlyndi þótt þar búi fólk víðs vegar að
úr heiminum. Andrúmsloftið í garð
þessara innflytjenda er oft kaldrana-
legt og gildir hið sama um frum-
byggjana sem þar búa. Viðkomandi
þarf helst að vera fæddur á staðnum
og með hvítan litarhátt til þess að
vera tekinn góður og gildur íbúi
þessa bæjar. Er þetta afar ólíkt því
sem gerist í stórborgunum þar sem
öll samskipti fólks af ólíkum kynþátt-
um virðast ganga auðveldar fyrir sig.
Hér starfa nokkrar vísindastofn-
anir svo sem Stjörnurannsóknarstöð
(Australian Telescope), og stórar
baðmullar- og hveitirannsóknar-
stöðvar. Þar vinna þónokkrir vel
menntaðir innflytjendur sem ýmist
hafa lokið námi eða eru við doktors-
nám.
Dag nokkurn tóku innflytjendur
og nokkrir „innfæddir“ höndum
saman og ákváðu að kynna þorpsbú-
um lönd sín og siði. Halda í skrúð-
göngu um aðalgötu bæjarins rétt fyr-
ir jólin þegar kaupmennskan væri í
algleymingi. Þessi gata er aðalversl-
unargata bæjarins og er ekki um
aðrar að ræða. Þarna eru einir fjórir
bankar, pósthús, tvö „Hagkaup“,
fjórar krár, engin „alvöru“ bókabúð
en blaðasala, tveir kínverskir mat-
sölustaðir og svo framvegis.
Haldnir voru nokkrir fundir og
lögð á ráðin. Lúðrasveit bæjarins
(sem reyndar er eina tónlist þessa
sveitaþorps að frátöldum 2–3 heim-
sóknum tónlistarmanna á ári) var
fengin til þess að fara í fararbroddi
göngunnar.
Fólk skrifaði sendiráðum sínum og
bað um plaköt, fána og ferðabækl-
inga. (Undirrituð hefur reyndar ekk-
ert sendiráð að leita til hér í álfunni
því samband Íslands og Ástralíu er
lítið sem ekkert.) Einhver hugsandi
persóna fékk styrk einhvers staðar
frá sem kom sér afar vel og fimmtu-
dagurinn 7. des. var valinn. þá yrðu
búðir opnar fram eftir kvöldi. Gang-
an skyldi hefjast kl. 18.30.
Komið var að máli við alla þá sem
vitað var að flust hefðu frá öðrum
löndum og þeir beðnir að vera með.
Nokkrir skoruðust undan, auðsjáan-
lega smeykir við viðbrögð þorpsbúa.
Svona fjölþjóðlegur viðburður hafði
ekki verið skipulagður áður.
Fengin var aðstaða á túnbletti við
pósthúsið. Hvert land skyldi fá borð
fyrir sig og múrsteinsveggirnir voru
kjörnir til að bera veggspjöld. Sem
flestir skyldu vera í þjóðbúningum
og skarta sínu besta. Bæjarstjórinn
var boðinn og viðbúnaðurinn var
hinn viðamesti. Allir tjölduðu því
sem til var.
Laust eftir klukkan fimm mættum
við til að raða munum okkar á borðin.
Hitinn var yfir 30 stig og nokkur
ógnvekjandi ský skreiddust yfir
norðurhimininn. Gáfum við þeim
hornauga annað slagið.
Ég tíndi til þær myndabækur um
Ísland á ensku sem til voru á heim-
ilinu; eintök af Iceland Review; for-
síður úr Morgunblaðinu með fréttum
af Heklugosi og síðasta jarðskjálfta;
svarta hraungrýtismola (því þetta
fólk hefur aldrei séð hraun); íslenska
lopapeysu, virðulega peysufatakerl-
ingu, handgerða fyrir norðan, og síð-
ast en ekki síst jólasveinadagatalið.
Ég ætlaði sannarlega að halda til
streitu mínum þrettán jólasveinum.
Ekki má gleyma risastórum stöfl-
um af pönnukökum sem ég hafði
bakað í sveita míns andlitis allan dag-
inn. Plakat átti ég af íslenskum fugl-
um og gróðurverndaráróður með
myndum af íslenskum plöntum.
þetta yrði að duga.
Við aðra hönd mér var borð til-
einkað Kóreu en á hina höndina voru
frumbyggjar með sitt borð. Gat þar
að líta ýmsa fagurlega listmuni gerða
í Narrabri en Kóral, konan sem sá
um borðið, sagði að engin verslun í
þorpinu vildi taka þá til sölu, ekki
einu sinni Ferðamannamiðstöðin.
þarf varla að taka fram að frum-
byggjar reka ekki verslanir hér.
Nú voru borðin tilbúin. Gat þarna
að líta sjaldséða gripi sem fólk hafði
komið með að heiman, ferðamanna-
bæklinga og margt, margt fleira.
En kæmu nú nokkrir? Þorpsblað-
ið, The Courier, sem kemur út tvisv-
ar í viku, hafði getið okkar vinsam-
lega (enda ritstjórinn hinn
framsýnasti maður), hvatt fólk til að
vera með og klæðast ýmsum búning-
um – ekki síst lagt áherslu á að fólki
gæfist tækifæri til að smakka á sér-
réttum hinna ýmsu þjóða. Tækist
VATNAVEXTIR
OG ELDHÆTTA
Reuters
Bærinn Wee Waa í Nýju Suður-Wales þegar flóðið var í hámarki.
„Við erum komnir til að tilkynna um nýjan veg.“ Þegar rigndi hvað mest í Nýju Suður-Wales í haust bárust af því fréttir að John Howard og alrík-
isstjórnin hefðu ákveðið að veita milljónir dollara í vegagerð á landsbyggðinni. Þessi skopteikning birtist í tilefni þess í einu áströlsku dagblaðanna.
Innflytjendur og nokkrir „innfæddir“ í
ástralska þorpinu Narrabri tóku sig til
í desember og kynntu þorpsbúum lönd
sín og siði. Sólveig Kr. Einarsdóttir
segir hér frá því og flóðadögunum í
Nýju Suður-Wales í lok nóvember, en
fregnir berast nú af því að gífurleg flóð
séu hafin á ný á svipuðum slóðum.
Ekki má gleyma risa-
stórum stöflum af
pönnukökum sem ég
hafði bakað í sveita
míns andlits allan
daginn. Plakat átti
ég af íslenskum
fuglum og gróður-
verndaráróður með
myndum af íslenskum
plöntum.
Fréttir úr sveitinni í Ástralíu