Morgunblaðið - 04.02.2001, Qupperneq 21
ekki að lokka fólk að með ilmandi
fæðu þá værum við illa svikin.
Nú tókum við fánana og stilltum
okkur upp að baki lúðrasveitarinnar.
Ég hélt á litla 17. júní fánanum mín-
um og þrammaði af stað, eini Íslend-
ingurinn. Þar sem ég á ekki þjóðbún-
ing, hafði ég ákveðið að klæðast
skrautlegum gulum búningi frá
Bangladesh!
Á undan mér gekk hópur barna
sem hafði klæðst að hætti araba á
hugvitsamlegan og ódýran hátt.
Þetta var bekkur úr barnaskóla und-
ir leiðsögn kennara síns.
Á eftir mér gengu Íranir, Pakist-
anar og Bangladesh-búar allir í
undrafögrum búningum, afar stoltir
með fánana sína. Fjöldi fólks stóð
meðfram götunni, horfði, starði og
það sem mig undraði mest, klappaði!
En svo fór sem margir höfðu ótt-
ast. Ekki höfðum við fyrr þrammað
götuna á enda en bikasvart ský hellti
úr sér yfir okkur. Sem betur fór stóð
demban aðeins stutta stund. Borð-
unum okkar hafði verið forðað upp á
verönd við pósthúsið og var fljótgert
að setja þau upp á nýjan leik. Ég
hafði Íslandsbók Hjálmars Bárðar-
sonar opna á bls. 102 þar sem sjá má
íslenska þjóðbúninga.
Og þorpsbúar þyrptust að. Fjöl-
margir foreldrar komu með börn sín,
spurðu og vildu fræðast. Ég talaði
stanslaust í eina 3 tíma við fólk og
mataði það á pönnukökum. Þær
reyndust afar vinsælar og hurfu eins
og dögg fyrir sólu enda uppskriftin
frá minni einu sönnu tengdamömmu.
Vonlaust var að bjóða upp á þeyttan
rjóma í hitanum svo fólk gat valið
bláberjasultu eða strásykur. Reynd-
ar hvarf allur matur eins og dögg fyr-
ir sólu á rúmum hálftíma! Kínversku
veitingahúsin sendu sýnishorn af
réttum, Pakistanarnir höfðu eldað
ýmislegt lostæti og þannig mætti
lengi telja.
Börnin höfðu gaman af að heyra
um Hurðaskelli, Kjötkrók og Kerta-
sníki, trúðu reyndar varla sínum eig-
in eyrum og störðu á mig stórum
augum rétt eins og ég væri Grýla
sjálf.
Dr. Shakir Shah, frá Pakistan,
einn af hvatamönnum göngunnar,
hélt tölu, hið sama gerði bæjarstjór-
inn. þemað var að hjörtun eru hin
sömu – í anda Tómasar og Þórbergs.
Nokkur börn stigu þjóðdans. And-
rúmsloftið var létt og ljúft.
Ég hélt heim á leið, hás en glöð og
ánægð með allt mitt hafurtask auk
fallegrar leirskálar sem ég hafði
keypt af frumbyggjunum, handmál-
aða og skreytta með greinum trölla-
trésins.
Næsta dag komu að máli við mig
konur frá Líbanon og Frakklandi
sem höfðu hikað og ekki verið með.
Sögðust ætla að vera með næsta ár!
Ein kona hló og sagðist hafa verið
svo heppin að næla í síðustu pönnu-
kökuna. Fólki þótti vel hafa til tekist
og ekkert sjálfsagðara en Narrabri
hefði fjölþjóðlega kynningu og
skrúðgöngu árlega!
Nýjar hugmyndir hafa nú þegar
skotið upp kollinum eins og t.d. að
setja upp taflborð og kenna þorps-
búum að tefla. Hugsa!
Eldhætta
Og nú þessa dagana er sumarhit-
inn skollinn á fyrir alvöru. Grasið er
farið að sviðna og hefur tekið á sig
brúnleitan blæ.
Janúar er oft heitasti mánuður
ársins. Hitinn þetta rétt um og yfir
40 gráður á Celsíus.
Þessum mikla hita fylgir gífurleg
eldhætta, ekki síst nú þar sem allur
gróður tók kipp í vatnavöxtunum. Á
hverjum degi glymja í útvarpi við-
varanir til fólks um að fleygja ekki
sígarettustubbum út um bílglugga;
að tilkynna strax verði það vart við
eld; að algjört bann sé við að kveikja
eld og glóðarsteiking sé bönnuð
nema í eða við heimahús. Þegar hafa
kviknað nokkrir eldar en sem betur
fer hefur tekist að slökkva þá.
Sem sagt kominn tími til að fara að
spjalla við þrumuguðinn sjálfan á
nýjan leik.
Reuters
Gary Briggs, einn íbúa þorpsins Gunnedah í Nýju Suður-Wales, fyrir ut-
an heimili sitt í flóðunum miklu. Þar komu bátar að betri notum en bílar.
Morgunblaðið/Sólveig
Kátir krakkar þegar skrúðgangan í Narrabri var að hefjast.
Höfundur er rithöfundur, búsettur
í Narrabri í Nýju Suður-Wales
í Ástralíu.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 B 21
Nýskr. 6.1999, 2500cc dieselvél,
5 dyra, sjálfskiptur, grænn,
ekinn 18 þ. 7 sæta, skriðstillir,
hiti í sætum o.m.fl.
Verð 3.250 þ.
Land Rover
Discovery II S
Grjóthálsi 1
Sími 575 1230/00
b
b
íla
a
la
a
nd
notaðir bílar
bilaland.is
B&L