Morgunblaðið - 04.02.2001, Side 22
DÆGURTÓNLIST
22 B SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Snot er hugarfóstur gítar-leikarans Mike Doling og
söngvarans Lynn Straits sem
leituðu til liðsmanna nokkurra
Kaliforníusveita haustið 1995
og stungu upp á að þeir legðu
saman í púkk. Upphaflega var
lítil alvara í því sem þeir félag-
ar voru að gera og nafnið,
Snot, sem snara má sem hor,
var valið í bríaríi. Þeir félagar
komu úr ýmsum áttum, Dol-
ing spilaði speed-metal með
Kronix, Strait spilaði á bassa í
pönksveitinni Lethal Dose,
gítarleikarinn Sonny Mayo
var í thrash-rokksveitinni Sil-
ence og bassaleikarinn John
Fahnestock og trommuleikar-
inn Jamie Miller voru meðal
annars í M.F. Pit Bulls.
Snot þótti svo mögnuð á
tónleikum með Strait fremst-
an í flokki að Geffen-útgáfan
gerði við hana samning sum-
arið 1996 og fyrsta breiðskíf-
an, Get Some, kom út vorið
1997. Plötunni var bráðvel tek-
ið og ekki síður þótti tónleika-
ferð til að fylgja henni eftir
hafa heppnast bráðvel. Meðal
annars var Snot boðið að leika
á tónleikahátíð Ozzy Osbourne,
Ozzfest, 1998 þar sem það bar
meðal annars til tíðinda að
Strait var handtekinn fyrir
ósiðlegt athæfi, en hann kom
nakinn fram í einu lagi sveit-
arinnar og hafði mök við leð-
urklædda svipukonu á sviðinu.
Strait hafði reyndar oft verið
handtekinn áður og setið inni
nokkrum sinnum fyrir ýmsar
sakir. Hann lýsti því í viðtali að
tónlistin hefði bjargað lífi sínu;
ef ekki hefði verið fyrir Snot
hefði hann endað ævina með
nál í handleggnum.
Eftir hamaganginn sumarið
1998 brugðu Snot-félagar sér í
hljóðver að taka upp nýja
breiðskífu, en þegar þeir voru
rétt búnir að taka upp grunna að
níu lögum lenti Strait í bílslysi á
leið í hljóðverið í desemberbyrj-
un og lést samstundis. Þeir
félagar hans voru svo slegnir yf-
ir þessu að þeir treystu sér ekki
til að halda sveitinni gangandi
en tóku þó upp þráðinn á síðasta
ári til að gera áðurnefnda minn-
ingarplötu um Strait.
Á skífunni, sem hefur að
geyma meðal annars lögin níu
sem áttu að fara á plötuna sem
var í smíðum, syngja þeir
Jonathan Davis úr Korn, Fred
Durst úr Limp Bizkit, Mark
McGrath úr Sugar Ray, Brand-
on Boyd úr Incubus, Max Cava-
lera úr Soulfly, Corey (#8) úr
Slipknot, Serj Tankian og Shavo
Odadjian úr System of a Down
og Lajon Witherspoon úr Sev-
endust, Dez úr Coal Chamber
og M.C.U.D. úr (hed) p.e. en
Ozzy Osbourne segir nokkur
orð.
MARGIR MUNA eflaust eft-
ir hljómsveitinni Snot sem
vakti athygli með fram-
úrskarandi skemmtilegri
skífu fyrir þremur árum. Áð-
ur en þeim Snot-mönnum
tókst að taka upp aðra breið-
skífu lést söngvari sveit-
arinnar og helsti lagasmiður í
bílslysi. Fyrir stuttu kom út
minningarplata um hann,
Strait Up, þar sem margir
frestu rokksöngvarar seinni
ára hefja upp raust sína.
Minningaplata
um Lynn Strait
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Músíktilraunir vorufyrst haldnar 1982
og hvert ár upp frá því ut-
an að þær féllu niður 1984
vegna verkfalls. Sigur-
sveitin á fyrstu Músíktil-
raununum var Dans-
hljómsveit Reykjavíkur
og nágrennis, DRON,
1983 sigruðu Dúkkulís-
urnar, 1985 Gipsy, 1986
Greifarnir, 1987 Stuðkomp-
aníið, 1988 Jójó, 1989 Lag-
lausir, 1990 Nabblastrengir,
1991 Infusoria, 1992 Kol-
rassa krókríðandi, 1993 Yuc-
atan, 1994 Maus, 1995 Botn-
leðja, 1996 Stjörnukisi, 1997
Soðin fiðla, 1998 Stæner,
1999 Mínus og á síðustu til-
raunum urðu þau tímamót
að rappsveitin 110 Rotweil-
Músíktilraunir
Tónabæjar
Bikarinn í Árbæinn – tveir – Rotweilerhundar í stuði.
erhundar fór með sigur af
hólmi. Af sigursveitunum
eru átta enn starfandi, en
tvær þeirra hafa breytt um
nafn, Kolrassa krókríðandi
heitir nú Bellatrix, Infus-
oria Sororicide og 110 Rot-
weilerhundar XX Rotweil-
erhundar. Fyrsta tilrauna-
kvöld Músíktilrauna að
þessu sinni verður haldið 15.
mars, annað kvöld 22. mars,
það þriðja 23. mars og síðasta
undanúrslitakvöldið verður
haldið 29. mars. Úrslit verða
svo 30. mars. Tilraunirnar eru
haldnar í Tónabæ eins og áður
segir, en frá síðustu tilraunum
hefur Tónabær flutt úr Skafta-
hlíðinni, er í Safamýri 28.
MÚSÍKTILRAUNIR Tónabæjar, árleg hljómsveitakeppni,
verður haldin í nítjánda sinn í mars næstkomandi. Sigurlaun í
tilraununum eru jafnan hljóðverstímar og hafa dugað hljóm-
sveitum býsna vel til að koma sér á framfæri í kjölfarið, en
einnig hefur sigursveitin leikið á vegum Reykjavíkurborgar
við ýmis tækifæri. Erna Björt
Baraflokkurinn var akureyrsk hljómsveit og þegarsveitin varð til á sínum tíma, í kringum 1980, var
nóg af hljómsveitum þar fyrir norðan
en upp til hópa danshljómsveitir. Þór
var búinn að vera í hljómsveitum frá
því hann var fimmtán ára og hann og
Jón bróðir hans gengu til liðs við þá
Ásgeir og Balla og þáverandi tromm-
ara, Árna Henningsen. Hann segir
að þeir Balli og Ásgeir hafi verið
búnir að semja talsvert og þeir hafi
því strax byrjað á að leika frumsamin lög og í nýbylgj-
ustíl framan af.
Þór segir að það hafi lítið verið hægt að spila fyrir
norðan, þó að sveitin hafi haft sína traustu aðdáendur
þar, og því hafi þeir snemma byrjað á því að fara suður
til að spila, á Borginni, Zafarí eða stærri tónleikum. Þór
segir að ferðirnar suður hafi haft mikið að segja fyrir þá
félaga og sitt mat að það hafi meðal annars haldið lífinu
í hljómsveitinni. „Við spiluðum saman í á fimmta ár og
lifðum meðal annars öll bönd sem voru starfandi á sama
tíma. Fyrir norðan höfðum við mjög góða aðstöðu til að
semja og æfa og síðan fórum við reglulega suður til að
spila sem gaf okkur ákveðinn tilgang með öllu saman.“
Þór segist ekki hafa verið búinn að hlusta á plötur
sveitarinnar í mörg árþegar kom að því að setja saman
safnskífuna sem getið er í upphafi. „Það var mjög sér-
kennilegt að hlusta á þessar gömlu plötur aftur, en
mjög gaman. Fyrsta platan er náttúrulega barn síns
tíma, tónlistin köld í takt við það sem við vorum að pæla
þá. Plata númer tvö hefur elst einna síst, það var svo
mikil nýrómantík í gangi og ekki nema nokkur lög af
henni sem komu til greina. Það var aftur á móti gaman
að heyra þriðju plötuna og hvað hún hefur staðist tím-
ans tönn, enda ákváðum við snemma að láta hana alla
fara inn á diskinn.“
Þór segir að þeir Baraflokksmenn hafi æft vel fyrir
tónleikana í nóvember síðastliðnum og það hafi verið
einkar gaman að taka upp þráðinn aftur, ekki síst hvað
þeir voru fljótir að ná saman að nýju. Hann segir að þá
þegar hafi menn velt fyrir sér þeim möguleika að halda
fleiri tónleika, enda eftirspurnin meiri en þeir hefðu
annað með einum tónleikum. Það sé þó erfitt um vik að
koma því á, meðal annars vegna þess að Jón býr í Dan-
mörku. „Við ætlum þó að taka eina tónleika að minnsta
kosti, erum búnir að bóka Gaukinn 15. mars, og vonandi
tekst okkur líka að halda eina tónleika fyrir norðan.“
eftir Árna
Matthíasson
BARAFLOKKINN þekkja kannski ekki margir nú
orðið en á sínum tíma var hann með helstu rokk-
sveitum landsins. Tæpir tveir áratugir eru síðan Bara-
flokkurinn lagði upp laupana en seint á síðasta ári
kom út safnplatan Zahír með helstu lögum hljómsveit-
arinnar og í lok nóvember sl. hélt hún tónleika fyrir
troðfullu húsi. Svo vel þótti mönnum takast til og svo
margir urðu frá að hverfa að sveitin hyggst halda aðra
tónleika, öðrum þræði til að minna betur á skífuna.
Bara-flokkurinn sýndi snilli sína í hljómflutningi.
Baraflokkurinn snýr aftur
ÞAÐ GETUR gefist vel að
klæða sig upp og mála ef
vekja á athygli, eins og
sannast eftirminnilega á
Marilyn Manson. Þær eru
þó fleiri sveitirnar sem
gera slíkt og við hæfi að ein
af þeim hljómsveitum vest-
an hafs sem ganga einna
lengst í þessum efnum,
gODHEAD, er á mála hjá
Manson.
Leður
og
svipur
gODHEAD skipa þeir James
O’Conner sem leikur á tromm-
ur, Jason Miller, sem leikur á gít-
ar og syngur, The Method sem
leikur á bassa og sinnir forritun
og Mike Miller sem leikur á gít-
ar. Sveitinni hefur gjarnan verið
líkt við Marilyn Manson, ekki
síst fyrir það hvað þeir félagar
hafa gaman af að mála sig og
skreyta, en samkvæmt því sem
þeir segja sjálfir þá hófu þeir
sína skreytilist um líkt leyti og
Manson, það tók þá bara lengri
tíma að koma sér á framfæri.
gODHEAD er frá Washington
og búin að starfa þar alllengi og
gefa út þrjár breiðskífur á eigin
vegum. Hljómsveitin hefur verið
iðin við að spila og meðal ann-
ars hitað upp fyrir sveitir eins og
GWAR, Genitorturers og Christi-
an Death, sem gefur góða mynd
af því hvaða blær er á tónlist-
inni, en einnig hafði söngvari
sveitarinnar og leiðtogi, Jason
Miller, þann starfa að vera
veislustjóri í leður- og svipu-
veislum.
Fyrsta skífan kom út 1994 og
hét einfaldlega gODHEAD, þá
kom Nothingness 1996 og Pow-
er Tool Stigmata 1998. Sú síð-
asttalda varð til þess að Marilyn
Manson sperrti eyrun og gerði
við sveitina útgáfusamning á
nýrri útgáfu sinni, Posthuman
Records. Fyrir rúmri viku kom
svo fjórða skífan út, 2000 Years
Of Human Error, en útgáfa
þeirra félaga á gamla bítlaslag-
aranum Eleanor Rigby hefur
vakið athygli.
Upptökustjóri á plötunni er
Danny Saber, sem meðal ann-
ars hefur unnið með Black
Sabbath, U2 og Rolling Stones,
en Marilyn Manson sjálfur hefur
yfirumsjón með plötunni. Jason
Miller segir að Manson hafi gert
þeim félögum kleift að yfirstíga
byrjendabraginn sem verið hafi
á fyrri skífum, en hann syngur
einnig í einu lagi. Annar nafntog-
aður gestur á skífunni er gítar-
leikarinn Reeves Gabrels, sem
hefur víst stutt sveitina með
ráðum og dáð í nokkur ár.
gODHEAD