Morgunblaðið - 04.02.2001, Qupperneq 23
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 B 23
OD
DI
H
F
G
67
30
Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.is
• Öll heimilistæki í eldhúsið frá Siemens. Eldunartæki, gufugleypar,
kæliskápar, frystiskápar, uppþvottavélar, hrærivélar, brauðristar,
kaffivélar og flest önnur bráðnauðsynleg smátæki. Þú þrífst
betur með Siemens í eldhúsinu.
• Þvottavélar og þurrkarar frá Siemens sem snúast í þína þágu.
• Ryksugur frá Siemens á skotsilfursparandi kostakjörum.
• Ótrúlega ódýr smátæki frá Bomann.
• Þráðlausir símar og farsímar frá Siemens halda þér í sambandi.
• Firnagóðar tölvur frá Fujitsu Siemens sem allir vilja eignast.
• Tölvuprentarar frá Olivetti á hláturtaugakitlandi kostaverði.
• Faxtæki frá Olivetti á ómótstæðilegum spottprís.
• Ódýr og myndarleg sjónvarpstæki frá Dantax.
• Og síðast en ekki síst: Fjölbreytt úrval stórglæsilegra og
vandaðra lampa sem lýsa upp og fegra heimili þitt. Þú getur
augljóslega gert hreint ótrúlega góð kaup.
Láttu sjá þig. Engum flýgur sofanda steikt gæs í munn!
Gerðu reyfarakaup hjá okkur
þessa vikuna frá 5. – 10. febrúar.
Kjarakaupadagar
Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni
hefst 8. febrúar - Þri. og fim. kl. 19:30
Yoga - breyttur lífsstíll með Önnu Hermannsdóttur
hefst 7. febrúar - Mán. og mið. kl. 19:30
4ra vikna uppbyggjandi námskeið, m.a. byggt á eigin reynslu Ásmundar fyrir þá sem
eiga við streitu, kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar
í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin
reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Ásmundur tekur fyrir þætti eins og jógaleikfimi
(asana), öndun, slökun og andleg lögmál sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu.Ásmundur
Anna
4ra vikna grunnnámskeið fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu spor í jóga. Anna mun leggja
áherslu á jógastöður (asana) og öndunaræfingar sem hjálpa að losa um spennu auk
slökunar. Námskeiðið hentar fólki á öllum aldri sem vill læra eitthvað nýtt. Reynsla af
jóga er ekki nauðsynleg.
www.yogastudio.is
Auðbrekku 14, Kópavogi,
sími 544 5560 og 864 1445
Yoga Studio - Halur og sprund ehf.
Í verslun okkar er að finna:
Nýja sendingu af nuddbekkjum frá
Custom Craftworks, Biotone
nuddvörur á tilboði og
Oshadi 100% hágæða ilmkjarnaolíur.
Næsta kennaraþjálfun hefst helgina 9.—11. febrúar.
LAGÐUR verður til mikill niður-
skurður á norska hernum, úr 180.000
manns í 15.000 auk þess sem komið
verði á fót 2.500 manna sérsveit.
Þetta var fullyrt í norska blaðinu
Nordlys, sem kvaðst hafa komist yfir
skýrslu sem leggja á fram fyrir
norska stórþingið um miðjan þennan
mánuð. Viðbrögð yfirmanna norska
hersins eru öll á einn veg, afar nei-
kvæð.
Það er varnarmálaráðuneytið
norska sem leggur þessar miklu
breytingar til en búist er við að hart
verði tekist á um skýrsluna, svo og
varnarmál í heild sinni. Skýrslan
byggist á því hvað hægt sé að gera
fyrir 25 milljarða norskra króna, um
220 milljónir ísl. sem ætlaðir eru til
varnarmála.
Nú eru 13 stórfylki í norska hern-
um, með um 180.000 sem svara her-
útboði. Lagt er til að 2-3 stórfylki
verði eftir, eða um 15.000 manns. Það
þýðir í raun um 4.000 hermenn og
11.000 í viðbragðsstöðu. Lagt er til að
herskylda verði áfram við lýði en
raunin verði sú að aðeins lítill hluti
gegni raunverulegri herþjónustu.
Norskur her yrði algerlega ófær um
að verja landið og háður bandamönn-
um sínum yrði á landið ráðist.
Auk þessa er lagt til að komið verði
á fót sérsveit sem hægt verði að
senda úr landi til friðargæslu og þess
háttar. Þá yrðu stofnaðar varasveitir
fyrir hana, alls um 2.500 manns.
Þetta myndi kosta yfir 1 milljarð
nkr., um 10 milljarða ísl.
Tillaga um 90% færri
hermenn í Noregi
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.