Morgunblaðið - 14.02.2001, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 14.02.2001, Qupperneq 2
ÍÞRÓTTIR 2 B MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Borðtennis Stigamót Lýsingar: 1. flokkur karla með þátttöku kvenna: Lilja Rós Jóhannesdóttir, Víkingi Tryggvi Rósmundsson, Víkingi Emil Pálsson, Víkingi Halldóra S. Ólafs, Víkingi 1. flokkur kvenna: Guðrún G. Björnsdóttir, KR Valgerður Benediktsd., KR Magnea Ólafs, Víkingi Jóna S. Þorvaldsd., Víkingi 2. flokkur karla: Aldís Rún Lárusdóttir, KR Magnús K. Magnússon, Víkingi Sölvi Pétursson, Víkingi Daði F. Guðmundsson, Víkingi 2. flokkur kvenna: Magnea Ólafs, Víkingi Thelma Steingrímsdóttir, Víkingi Hildur Jónsdóttir, Víkingi Jóna S. Þorvaldsdóttir, Víkingi Eldri flokkur karla: Ragnar Ragnarsson, Erninum Pétur Ó. Stephensen, Víkingi Árni Siemsen, Erninum Emil Pálsson, Víkingi ÚRSLIT Ég fann mig mjög vel í leiknumeins og reyndar í undanförnum leikjum. Við erum með vel spilandi lið og vill fram- kvæmdarstjórinn að spil liðsins fari í gegnum mig svo að ég er mikið í boltan- um og það hentar mér vel,“ sagði Bjarnólfur sem fékk mjög góða dóma fyrir leik sinn enda átti hann nokkur hættuleg skot. Scunthorpe var mikið í mun að leika vel á laug- ardag eftir 6:0 tap gegn Blackpool í síðustu viku. Bjarnólfur hefur verið einn af stöðugustu leikmönnum liðsins og vakið nokkra athygli fyrir leik sinn. „Ég er nokkuð ánægður með tíma- bilið hjá mér og gekk sérstaklega vel í bikarleikjunum á móti Burnley og Bolton og eftir það hefur Burnley sýnt áhuga á mér svo að það er ágætis viðurkenning en tíminn einn getur leitt í ljós hvað gerist,“ sagði Bjarnólfur en Scunthorpe sló 1. deildarliðið Burnley út úr bikar- keppninni í vítakeppni en tapaði svo 5:1 gegn Bolton. Hann meiddist þó lítillega á ökkla í leiknum gegn Bolt- on og missti þá af tveimur leikjum en er nú búinn að ná sér að fullu. Þrjú efstu liðin í 3. deild fara sjálf- krafa upp í 2. deild en liðin í 4.–7. sæti berjast um eitt laust sæti í 2. deild. Scunthorpe hefur verið ná- lægt 7. sætinu allt tímabilið en dalað nokkuð að undanförnu og situr nú í 11.–13. sæti deildarinnar. „Sæti í úr- slitakeppninni er raunhæft markmið hjá okkur. Okkur hefur gengið illa á útivelli einhverra hluta vegna. Fjór- ir af síðustu sex leikjum hafa verið á útivelli en fjórir af næstu sex eru á heimavelli svo að við ættum að geta bætt fyrir glötuð stig næsta mán- uðinn. Svo eigum við líka tvo leiki inni á hin liðin eftir gott gengi í bik- arnum,“ sagði Bjarnólfur en 10 stig aðskilja Scunthorpe og Hartlepool sem nú situr í 7. sæti deildarinnar. Þar sem Bjarnólfi hefur gengið vel í vetur vill Scunthorpe reyna að halda í hann. „Framtíðin er alveg óráðin hjá mér. Samningurinn hjá mér rennur út eftir þetta tímabil en Scunthorpe er búið að tala við mig og vill halda mér en ég ætla að halda öllum möguleikum opnum. Einn af möguleikunum er að koma heim í sumar og fara svo aftur út fyrir næsta tímabil en á þessum tíma- punkti veit ég ekki hvað gerist,“ sagði Bjarnólfur sem á strangt leikjaplan fyrir höndum með Scunthorpe en liðið mætir Rochdale og Cardiff í næstu viku í afar mik- ilvægum leikjum. Hann leikur vænt- anlega með ÍBV, verði raunin sú að hann komi heim í vor. Bjarnólfi líkt við Beckham BJARNÓLFUR Lárusson skoraði glæsimark fyrir Scunthorpe í ensku 3. deildinni á laugardag er liðið sigraði York City 4:0. Bjarn- ólfur skoraði þriðja mark leiksins með skoti beint úr aukaspyrnu af tæplega 30 metra færi og sagði á vefsíðunni Teamtalk að David Beckham hefði orðið stoltur af skotinu, svo hnitmiðað var það. „Ég sneri boltann yfir varnarvegginn og hann lenti efst í nær-horninu,“ sagði Bjarnólfur við Morgunblaðið. Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Júlíus til Noregs JÚLÍUS Tryggvason, knattspyrnumaður frá Akureyri, er á förum til Noregs og hefur samið þar við 3. deildarliðið Stryn til eins árs. Júlíus, sem er 34 ára, er fjórði leikjahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi með 239 leiki fyrir Þór og Leiftur, en hann er leikja- hæsti leikmaður beggja félaganna í efstu deild. Hann hefur leikið með Leiftri undanfarin sex ár. Stryn er frá Vestur-Noregi og vann 19 af 22 leikjum sínum í 3. deild á síðasta ári, og skoraði 98 mörk, en varð samt aðeins í öðru sæti síns riðils og komst ekki í úrslit. Fyrirliði liðsins er íslenskur, Jóhann Sigurðsson, en hann hefur verið búsettur í Noregi frá barnsaldri og var valinn leikmaður ársins hjá félaginu í fyrra. Á E tv S s u s le 1 ö m þ s h s K S f B u Y ig e b le í m d e v u u in k h S o Á o Ítölsku gestirnir úr Lazio byrjuðuheldur betur vel á Spáni, náðu forystu með marki Hernan Crespo á fjórðu mínútu. Glæsilegt mark og vel að verki verið hjá Crespo, sem fór illa með sofandi varnarmenn Real Madrid og skoraði af öryggi með laglegu utanfótarskoti og hringaði þannig knöttinn fram hjá Iker Casillas markverði og í blá- hornið. Eftir markið tóku heimamenn öll völd á vellinum. Luis Figo, sem var utan vallar rétt á meðan gestirnir skoruðu til að láta taka af sér háls- festi sem dómaranum líkaði ekki, fór á kostum og byggði upp hverja sókn liðsins af annarri. Hann átti frábært skot í stöng utan af hægri kanti, boltinn datt yfir markvörðinn og í stöngina og út. Jöfnunarmarkið kom á 32. mínútu og var það seinna en von var á miðað við gang leiksins. Þar var Fernando Morientes að verki. Tveir varnarmanna Lazio fengu gult spjald í fyrri hálfleik og gátu því ekki leikið af sömu ákefð og ella. Á lokamínútu fyrri hálfleiks átti Steve McManaman fast skot í slána og skórinn fygldi á eftir. Gestirnir hófu síðari hálfleikinn ekki ósvipað og þann fyrri þegar Crespo komst einn í gegnum vörn Madrídinga en náði ekki að setja markvörðinn úr jafnvægi og skot hans fór í hliðarnetið utanvert. Þetta gerðist á fimmtu mínútu síð- ari hálfleiks og Crespo komst aftur í dauðafæri en hinn ungi markvörður sýndi mikinn styrk, stóð í fæturna og varði með því að fá boltann í höf- uðið. Glæsilega gert. Figo átti síðan mjög gott skot af ríflega 20 metra færi en það var vel varið. Crespo var enn og aftur á ferðinni á 65. mínútu þegar hann átti skot úr markteignum en mark- vörðurinn varði vel með fætinum. Það var allt annað að sjá til pilta Dinos Zoffs eftir hlé, þeir tóku á móti heimamönnum framar á vell- inum og tókst að skapa sér nokkur færi eins og áður er rakið. Það dró síðan til tíðinda á 82. mín- útu þegar Helguera kom heima- mönnum yfir en Guerino Gottardi jafnaði tveimur mínútum síðar. Fjórum mínútum eftir það var hann enn á ferðinni og nú taldi dómarinn að hann hefði brotið á sóknarmanni heimamanna og benti á vítapunkt- inn. Rangur dómur að flestra mati en Figo skoraði úr spyrnunni. Englendingar standa vel að vígi Ef svo heldur fram sem horfir gætu þrjú ensk lið komist áfram í keppninni, Manchester United, Leeds og Arsenal, og yrði það mikill áfangi fyrir enska knattspyrnu. Leikur Leeds og Anderlecht var fremur rólegur og í fyrri hálfleik var fátt um færi utan dauðafæri gest- anna á áttundu mínútu. Þeir voru fyrri til að skora því Alin Stoica kom gestunum yfir á 65. mínútu og vonir þeirra um að sigra loks á enskum knattspyrnuvelli glæddust. En Ian Harte jafnaði beint úr aukaspyrnu þar sem varnarveggur Anderlecht var furðulega staðsettur. Bowyer tryggði síðan sigurinn eftir send- ingu Alan Smiths, renndi knettinum fram hjá markverðinum og í netið. Svíinn Frederik Ljungberg á hér í barát Heimamenn fengu gefins vítaspyrnu REAL Madrid er svo gott sem búið að tryggja sig áfram í Meistara- keppni Evrópu eftir 3:2 sigur á Lazio í gærkvöldi. Þar tryggði Louis Figo sigurinn með marki úr vítaspyrnu sem heimamenn fengu á silf- urfati. Á sama tíma vann Leeds lið Anderlecht 2:1 og er enska liðið einnig í góðum málum en Lazio er illa statt á botni D-riðils með ekk- ert stig. Það var Lee Bowyer sem tryggði Leeds sigurinn með marki fjórum mínútum fyrir leikslok. HANDKNATTLEIKUR 2. deild karla: Selfoss: Selfoss - Fylkir .............................20 Í KVÖLD Bikarmót SKÍ í Hlíðarfjalli: Stórsvig kvenna: Ása K. Gunnlaugsdóttir, SKA...........1.59,22 Áslaug E. Björnsdóttir, SKA ............2.00,24 Fanney Blöndahl, SLR......................2.01,64 Stórsvig stúlkna, 15-16 ára: Áslaug E. Björnsdóttir, SKA .............2.0024 Fanney Blöndahl, SLR......................2.01,64 Agnes Þorsteinsdóttir, SLR..............2.06,24 Stórsvig karla: Jóhann H. Hafstein, Árm. .................1.55,96 Ingvar Steinarsson, SKA ..................1.56,85 Arnar G. Reynisson, Árm. .................1.57,29 Stórsvig drengja, 15-16 ára: Andri Þ. Kjartansson, BBL...............1.59,82 Fannar Gíslason, BBL.......................2.00,91 Kristinn I. Valsson, Dalv. ..................2.01,38 Svig kvenna: Ása K. Gunnlaugsdóttir, SKA...........1.43,90 Arna Arnardóttir, SKA......................1.48,73 Lilja R. Kristjánsdóttir, SLR ...........1.49,29 Svig stúlkna: Áslaug E. Björnsdóttir, SKA ............1.51,36 Fanney Blöndahl, SLR......................1.51,62 Elín Arnarsdóttir, Árm......................1.52,83 Svig karla: Steinn Sigurðsson, Árm.....................1.38,55 Óskar Ö. Steindórsson, SLR.............1.39,56 Fjalar Úlfarsson, SKA.......................1.40,49 Svig drengja: Fannar Gíslason, BBL.......................1.44,26 Andri Þ. Kjartansson, BBL...............1.46,70 Kristinn I. Valsson, Dalv. ..................1.47,93 KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu C-RIÐILL: Bayern München – Spartak Moskva ... 1:0 Elber 79. - 31.000. Lyon – Arsenal....................................... 0:1 – Thierry Henry 58. - 42.000. Staðan: Bayern M ................... 3 2 1 0 6:1 7 Arsenal ....................... 3 1 1 1 4:6 4 Lyon ........................... 3 1 0 2 3:2 3 Spartak Moskva ........ 3 1 0 2 4:5 3 D-RIÐILL: Leeds – Anderlecht ............................... 2:1 Ian Harte 74., Lee Bowyer 86. – Alin Stoica 65. - 36.064. Real Madrid – Lazio .............................. 3:2 Fernando Morientes 32., Ivan Helguera 82., Luis Figo 88. (vsp.). – Hernan Crespo 4., Guerino Gottardi 84. - 75.000. Staðan: Real Madrid............... 3 3 0 0 9:3 9 Leeds.......................... 3 2 0 1 3:3 6 Anderlecht ................. 3 1 0 2 3:5 3 Lazio ........................... 3 0 0 3 2:3 0 England Bikarkeppnin, 4. umferð: Wimbledon – Middlesbrough ............... 3:1 Neal Ardley 76. (vsp.), Jason Euell 95., Jonathan Hunt 112. – Hamilton Ricard 45. Rautt spjald: Ugo Ehiogu (Midd.) - 5.991. 1. deild: Portsmouth – Bolton.............................. 1:2 Sheff. Wednesday – Tranmere ............. 1:0 Stockport – Preston ............................... 0:1  Guðni Bergsson lék allan leikinn með Bolton sem styrkti stöðu sína í 2. sæti deildarinnar. Bjarki Gunnlaugsson sat á varamannabekk Preston allan tímann. 2. deild: Bristol City – Wrexham......................... 2:1 Notts County – Luton............................ 1:3 3. deild: Blackpool – Cardiff .................................1:0 Carlisle – Hartlepool.............................. 2:3 Macclesfield – Shrewsbury ................... 2:1 Mansfield – Cheltenham........................ 2:1 Scunthorpe – Rochdale.......................... 0:0  Bjarnólfur Lárusson lék ekki með Scunthorpe þar sem hann tók út leikbann. Skotland Bikarkeppnin, 3. umferð: Dunfermline – St. Johnstone ................ 3:2

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.