Morgunblaðið - 14.02.2001, Side 3
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 B 3
FÓLK
ROSENBORG, lið Árna Gauts
Arasonar, leikur til úrslita gegn AIK
frá Svíþjóð á æfingamóti sem fram
fer á La Manga á Spáni. Árni Gautur
lék ekki með liðinu sem lagði rúss-
neska liðið Lokomotiv Moskva 2:1 í
undanúrslitaleik mótsins, en í hans
stað lék Espen Johnsen sem keyptur
var frá Start í haust.
MAREL Baldvinsson, leikmaður
norska úrvalsdeildarliðsins Stabæk,
hefur lítið geta æft með liðinu vegna
meiðsla. Marel hefur átt í meiðslum í
aftanverðu læri og vonir standa til að
hann geti farið að spila æfingaleiki
með liðinu en Stabæk dvelur á La
Manga á Spáni við æfingar þessa
dagana.
JÓNAS Kristinsson hefur tekið við
formennsku í Rekstrarfélagi KR af
Gunnari Skúlasyni. Jónas hefur verið
viðloðandi stjórnarstörf hjá KR-ing-
um mörg undanfarin ár og var um
tíma framkvæmdastjóri knatt-
spyrnudeildarinnar.
GOLFKLÚBBAR landsins hafa
margir hverjir komið sér vel fyrir og
opnað inniaðstöðu fyrir félagsmenn.
Golfklúbbur Reykjavíkur hefur að-
stöðu í klúbbhúsi sínu að Korpúlfs-
stöðum; Keilir í húsi Bæjarútgerðar
Hafnarfjarðar; GKG í gamla Iðnskól-
anum í Hafnarfirði; Oddur, Setberg
og Nesklúbburinn hafast að í Hólma-
slóð á Granda, Kjölur í íþróttahúsinu
í Mosfellsbæ og á Akureyri er David
Barnwell með aðstöðu í Golfbænum.
GRAHAM Taylor, knattspyrnu-
stjóri Watford, segist hefði skorað
sjálfur úr dauðafærinu sem Heiðar
Helguson nýtti ekki í lokin gegn
Portsmouth síðasta laugardag. Heið-
ar gat þá tryggt Watford sigur en
skallaði boltann í jörðina og þaðan fór
hann yfir þverslána. Taylor sagðist
þó ekki hafa skammað Heiðar of mik-
ið, hann hefði þó allavega skapað sér
færið.
PAUL Jewell er búinn að missa
starf sitt sem knattspyrnustjóri
enska 1. deildarliðsins Sheffield
Wednesday aðeins átta mánuðum
eftir að hann tók við stjórn liðsins.
Wednesday er við botn 1. deildarinn-
ar og eftir tap gegn Wimbledon um
síðustu helgi þraut þolimæði stjórn-
armanna Wednesday sem ákváðu að
losa sig við Jewell. Peter Shreeves,
þjálfari, mun stýra liðinu þar til nýr
stjóri verður ráðinn.
DAVID Beckham mun ekki yfir-
gefa Manchester United og hann
verður hjá liðinu allan sinn feril.
Þetta segir faðir knattspyrnustjörn-
unnar og vísar þeim fréttum á bug að
Beckham ætli ekki að skrifa undir
samning við félagið nema að það
greiði honum tæpar 4 milljarða
króna.
NIGEL Martyn er ekki til sölu, seg-
ir Peter Ridsdale, stjórnarformaður
Leeds United, en blöð á Englandi
skýrðu frá því í gær en Gerard Houll-
ier, stjóri Liverpool væri að undirbúa
5 milljón punda tilboð í markvörðinn
snjalla.
ÞÝSKA knattspyrnuliðið Bochum
rak í gær þjálfara sinn, Ralf Zumd-
ick, og réð í hans stað Rolf Schafstall
fyrrum þjálfara Fortuna Düsseldorf.
Bochum hefur gengið illa í þýsku úr-
valsdeildinni og eftir sjöunda tapleik-
inn í röð um helgina gegn Hamburg
fannst stjórnendum félagsins kominn
tími á aðgerðir.
ALAN Sugar, fyrrum stjórnarfor-
maður Tottenham Hotspur, kennir
framkvæmdastjórum liðsins um
slæmt gengi liðsins. Sugar tók við
stjórnarformennsku Tottenham árið
1991 og hætti fyrir skömmu þegar
fjölmiðlarisinn ENIC keypti meiri-
hluta í Lundúnafélaginu.
SUGAR segir að hann geti ekki
tekið á sig sökina og segir að Terry
Venables, Peter Shreeves, Ossie
Ardiles, Gerry Francis, Christian
Gross og George Graham hafi ekki
tekist ætlunarverkið sem fram-
kvæmdastjórum og aðeins þeim væri
hægt að kenna um slakan árangur
liðsins á undanförnum árum.
Það var mikið í húfi fyrir Arsenal íFrakklandi, liðið hafði aðeins
eitt stig eftir fyrstu tvo leikina og því
varð liðið að krækja sér í sem flest
stig. Það tókst og nú er riðillinn enn
opnari en áður þótt gera megi ráð
fyrir að Bayern eigi mestu mögu-
leikana.
Arsenal komst í annað sætið en er
aðeins stigi á undan Spartak Moskvu
og Lyon og með óhagstæðust marka-
töluna í riðlinum þannig að allt getur
gerst.
Það var raunar ekkert allt of bjart
framan af leik og Lundúnaliðið getur
þakkað markverði sínum, David
Seaman, stigin þrjú því hann varð að
taka á honum stóra sínum nokkrum
sinnum.
Sigurmarkið kom eftir klukku-
stund og það var Frakkinn Thierry
Henry sem skallaði í netið eftir góða
fyrirgjöf Ashley Cola frá vinstri.
„Við fengum mörg færi í fyrri hálf-
leik en tókst ekki að nýta þau enda
var Seaman í stuði í markinu,“ sagði
Philippe Violeau, miðjumaður Lyon,
eftir leikinn.
Arsenal hefur nú leikið í níu
klukkustundir og níu mínútur án þess
að fá á sig mark, leikmenn Chelsea
skoruðu síðast hjá þeim þann 13.
janúar. Í byrjunarliðinu voru fjórir
Frakkar og þeim tókst ásamt félög-
um sínum að sjá til þess að félagið
héldi áfram sigurgöngu sinni í Frakk-
landi en þar hefur liðið ekki tapað í
síðustu sjö leikjum.
„Við erum komnir á skrið og í kvöld
vorum við heppnir, Seaman hélt okk-
ur inni í leiknum,“ sagði Arsene
Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal.
Jacques Santini, þjálfari Lyon, var
ekki alveg sáttur við úrslitin en sá þó
björtu hliðarnar á málinu. „Við nýtt-
um ekki fín færi í fyrri hálfeik og
Arsenal nýtti sér mistök í vörn okkar.
Þrátt fyrir tapið lékum við vel á móti
sterku liði Arsenal og það má líta á
það sem björtu hliðarnar,“ sagði
þjálfarinn.
Bæjarar lengi í gang
Það var djúpt á markinu í leik Bay-
ern og Spartak Moskvu þegar liðin
mættust í München. Það voru ellefu
mínútur til leiksloka þegar Elber
skallaði í netið og tryggði Bæjurum
stigin þrjú og þægilega stöðu í efsta
sæti riðilsins. Þar er liðið með sjö
stig, þremur stigum meira en Arsenal
og eins og áður segir eru níu stig eftir
í pottinum og riðillinn því mjög opinn
og spennandi.
Bæjarar voru betri aðilinn í gær-
kvöldi og sigur þeirra í raun aldrei í
hættu. Á miðjunni voru Stefan Effen-
berg og Mehmet Scholl í essinum
sínu og stjórnuðu gangi mála. Færin
urðu nokkur en það var eins og fram-
línumönnum liðsins væru mislagðir
fætur og þeir virtust klaufalegir þeg-
ar upp að markinu kom, allt þar til
Elber náði að skora.
Bæjarar fara til Moskvu næsta
miðvikudag og nái þeir í þrjú stig þar
eru þeir komnir áfram, því má slá
föstu, en Bæjarar munu örugglega
hafa hrakfarir Arsenal í Moskvu í
huga þegar þeir leggja í hann.
ÁSA Katrín Gunnlaugsdóttir og Áslaug
Eva Björnsdóttir, frá Akureyri, unnu
vöfaldan sigur á fyrsta bikarmóti
Skíðasambands Íslands í alpagreinum
sem fram fór í Hlíðarfjalli við Akureyri
um helgina. Ása Katrín sigraði bæði í
svigi og stórsvigi í kvennaflokki og þann
eik lék Áslaug Eva eftir í flokki stúlkna
15-16 ára. Að auki hafnaði Áslaug Eva í
öðru sæti í stórsvigi í kvennaflokki.
Akureyrsku skíðastúlkurnar létu því
mjög að sér kveða en í karlaflokki voru
það skíðamenn af höfuðborgarsvæðinu
sem fóru heim með flest verðlaunin. Jó-
hann H. Hafstein, Ármanni, sigraði í
stórsvigi í karlaflokki en Andri Þór
Kjartansson í flokki 15-16 ára. Steinn
Sigurðsson, Ármanni, sigraði í karla-
flokki í svigi en Fannar Gíslason,
Breiðabliki, í 15-16 ára flokki.
Karlar og drengir og konur og stúlk-
ur keyrðu sömu braut í báðum greinum.
Yngra fólkið keppti upp fyrir sig, þann-
g að það var einnig fullgildir þátttak-
endur í fullorðinsflokkunum.
Aðstæður í Hlíðarfjalli voru eins og
best verður á kosið. Þrátt fyrir að snjó-
eysi hafi plagað skíðafólk víða um land
vetur varð ekki séð að það hefði haft
mikil áhrif enda hafa skíðamenn verið
duglegir að mæta til æfinga í Hlíðarfjall
eða Tindastól, þar sem aðstæður hafa
verið með besta móti.
Bikarmótið var einnig minningarmót
um frumkvöðla í skíðaíþróttinni á Ak-
ureyri, þau Helgu Tulinius skíðadrottn-
ngu og Hermann Stefánsson íþrótta-
kennara. Fyrir bestan árangur kvenna
hlaut Ása Katrín Gunnlaugsdóttir,
Skíðafélagi Akureyrar, Helgubikarinn
og í karlaflokki hlaut Steinn Sigurðsson,
Ármanni, Hermannsbikarinn.
Tvöfalt hjá Ásu
og Áslaugu Evu
Reuters
ttu við Edmilson í leik Arsenal og Lyon.
SPENNAN minnkaði ekkert í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær-
kvöldi þegar þriðja umferðin var leikinn. Deildin er nú hálfnuð, níu
stig eru eftir í pottinum og það eina sem breyttist í C-riðli var röðun
liðanna og þá helst þannig að Arsenal skaust upp í annað sætið úr
því neðsta með 1:0 sigri á Lyon á útivelli og á meðan kom Bayern
München sér enn betur fyrir í efsta sætinu með 1:0 sigri á Spörtu
frá Moskvu.
Arsenal er að
rétta úr kútnum
Bjarni Guðjónsson, knatt-spyrnumaður hjá Stoke City,
var í gær orðaður við belgíska stór-
liðið Anderlecht í enskum fjölmiðl-
um. Sagt var að Anderlecht væri
tilbúið til að greiða um 90 milljónir
króna fyrir Bjarna en Stoke keypti
hann frá Genk í Belgíu fyrir 29
milljónir í mars á síðasta ári. Þjálf-
ari Anderlecht er Aime Anthuenis,
sá hinn sami og fékk Bjarna til
Genk á sínum tíma og þjálfaði hann
þar.
Haft var eftir Guðjóni Þórðar-
syni, knattspyrnustjóra Stoke og
föður Bjarna, að Anderlecht hefði
ekki haft samband við sig og
Bjarni væri hvort sem væri ekki til
sölu.
„Ég hef ekkert heyrt af þessu.
Ég þekki þjálfarann vissulega vel
en svona lagað er einfaldlega ekki
uppi á borðinu hjá mér. Það er of
mikið um að vera hjá okkur í Stoke
til að ég fari að hugleiða eitthvað
annað, hjá okkur kemst ekkert
annað að en að komast upp í 1.
deild eftir gott gengi að undan-
förnu,“ sagði Bjarni við Morgun-
blaðið í gærkvöld.
Bjarni slær á
orðróm um
Anderlecht
Tveir nýir útlend-
ingar í Leiftur
LEIFTURSMENN frá Ólafsfirði, sem féllu úr efstu deildinni
í knattspyrnu síðasta haust, hafa fengið til sín tvo nýja er-
lenda leikmenn fyrir næsta tímabil. Þeir heita Michael Bow-
es, 19 ára enskur miðjumaður, sem kemur frá 3. deildar lið-
inu Darlington, þar sem hann var á unglingasamningi, og
John McDonald, 22 ára skoskur miðju- eða sóknarmaður,
sem hefur leikið í neðri deildum í heimalandi sínu. Þeir
komu til Ólafsfjarðar fyrir skömmu og hafa gert samning
við Leiftur. Þar með eru fjórir nýir leikmenn komnir til
Ólafsfirðinga í vetur en til viðbótar eru það Páll Guðmunds-
son frá ÍBV, sem þjálfar liðið ásamt Páli Guðlaugssyni, og
varnarmaðurinn Marinó Ólason, sem kom frá nágrönnunum
í Dalvík. Aftur á móti eru átta leikmenn sem léku með lið-
inu í efstu deild í fyrra horfnir á braut. Hlynur Birgisson,
Páll V. Gíslason, Ingi Hrannar Heimisson og Örlygur Þór
Helgason í Þór, Steinn Viðar Gunnarsson og Hlynur Jó-
hannsson í KA, Jens Martin Knudsen í NSÍ í Færeyjum og
Júlíus Tryggvason, sem er á förum til Noregs eins og fram
kemur annars staðar á opnunni.