Morgunblaðið - 16.02.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.02.2001, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 6 . F E B R Ú A R 2 0 0 1 B L A Ð D  SANDHOLT OG SÚKKULAÐIÁSTIN/2  PLÓMUR, GULL OG KRÓKÓ- DÍLANEF/4  SKÍÐAIÐKUN FATLAÐRA – FÆRIR Í FLESTAN SNJÓ/6  KARLAR Í KONULEIK/7  AUÐLESIÐ EFNI/8  gramsar í veski sínu, reyndar ekki eins krókloppinn og ella því hann beið eftir strætó í biðskýli. Sumir standa daglega og kannski oft á dag í strætisvagnaskýlum, stutt eða lengi. Einhverjir eiga jafn- vel sín uppáhaldsskýli en öðrum finnst eitt skýli öðru líkt. Í Reykjavík eru biðskýli SVR af ýms- um gerðum. Vestan Elliðaáa ber mest á gagnsæjum skýlum sem formlega voru tekin í gagnið haustið 1998. Þau eru í eigu fyrirtækisins AFA JCDec- aux Ísland sem fjármagnar við- hald og þrif skýlanna með auglýs- ingum. Þá þekkja margir rauðu bogaskýlin og þau grænu og gráu sem eru enn eldri. „Rauðu bogaskýlin urðu nú þannig til að fyrir tæpum tveimur áratugum var haldin samkeppni um hönnun biðskýla. Ef ég man rétt er þó aðeins til eitt skýli sem er ná- kvæmlega gert eftir sigurtillögunni. Það stendur við Kjarvalsstaði,“ seg- ir Þórhallur Guðlaugsson, mark- aðsstjóri SVR. „Með tímanum, þeg- ar skýlin voru komin í framleiðslu hjá vélsmiðju, var ýmsu hliðrað til með tilliti til reynslu og notkunar. Litnum og laginu var haldið, sem og álinu í bakinu, en gleri var breytt og fallið frá hita í gólfi. Í ljós kom að ef glerið í upphaflegu skýlunum brotn- aði var það svo mikið tjón enda rúð- an stór og heil. Þannig þróuðust rauðu skýlin og þau sem nú standa eru meira að segja ekki öll eins.“ Þórhallur bendir á að fáein græn plastskýli, sem eitt sinn voru keypt frá Danmörku, megi enn finna. Til að mynda við Austurbrún. „Steyptu skýlin, sem m.a. settu svip sinn á Miklubraut, hurfu hins vegar end- anlega með nýju skýlunum,“ bætir hann við. Enn er verið að bæta við skýlum af nýju gerðinni og eru 30 vænt- anleg í næstu sendingu. Þeim er að- allega komið fyrir í kringum miðbæinn og við fjölfarnar götur enda ræðst staðsetning ekki síst af viðskiptaástæðum og væntingum eigendanna sem selja auglýsingar undir hert glerið. Skýli eru nú á yfir 70% biðstöðva SVR í borginni, að sögn Þórhalls. Helst er að skýli vanti á stöðvar þar sem fólk fer ein- göngu úr vögnum en ekki inn, eða þar sem þeim verður illa komið við vegna þrengsla. „Annars hvað það er nú gott að hafa þessi skýli, svona í hríðinni,“ segir vegfarandi við annan á snjó- barinni biðstöð við Grensásveg. „Já, það er ekki alltaf blíðunni fyrir að fara hér í borginni,“ segir hinn og skimar út úr skýlinu. „En þarna kemur fimman þín – viltu kannski eiga skiptimiðann minn?“ sþ Rauðu bogaskýlin með álbakinu spruttu upp úr hönn- unarsamkeppni fyrir um tveimur áratugum. Biðskýlið við Ásmundarsafn er úr trefjaplasti og var flutt stakt inn frá Danmörku sem tilraunaskýli e. 1960. Morgunblaðið/Kristinn Gömlu gráu skýlunum fer fækk- andi með árunum. á hverju horni Hringlaga biðskýli úr timbri frá 1948 eftir Einar Sveinsson og Gunnar H. Ólafsson. Stóð við Sunnu- torg. Líkan: Axel Helgason. Skjól GET ég fengið skiptimiða?“ segir vegfarandi þegar hann kemur inn úr kuldanum í stóran gulan Volvo sem er á leið niður á torg. Annar tekur sér stöðu hjá vagnstjóranum: „Bíddu, ég var hérna einhvers stað- ar með 150 kall,“ segir hann og Nýju skýlin eftir Knud Holscher eru að mestu úr 12 mm hertu gleri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.