Morgunblaðið - 16.02.2001, Síða 2

Morgunblaðið - 16.02.2001, Síða 2
DAGLEGT LÍF 2 D FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ MÖRG brauðin hafa veriðbökuð og borðuð síðanStefán Sandholt,langafi Ásgeirs Sand- holt, stofnaði bakarí við Laugaveg ásamt félaga sínum árið 1920. Þeir gáfu því nafnið G.Ólafsson og Sand- holt. Áður fyrr fóru þrír viðskiptavin- ir létt með að fylla plássið fyrir fram- an afgreiðsluborðið, en í dag hefur heldur betur rýmkast til. Gamla góða bakaríinu hefur ekki aðeins verið breytt í konditori, þar sem áherslan er á kökur og hverskonar sætindi, heldur er þar líka notalegt kaffihús með mikla sérstöðu. Ásgeir segir brot af sögu hússins sem hefur verið svo lengi í fjölskyld- unni, en hann er fjórði ættliður í karl- legg sem bakar þar. Hann ólst meira og minna upp í þessu húsi, með hveiti og sykur í hárinu. „Mér finnst mjög mikilvægt að hafa þessa tengingu við gamla tím- ann og forfeðurna. Ég er til dæmis að baka í sama ofni og langafi bakaði brauðið sitt í. Við ætlum að hengja hér upp á veggi kaffihússins stækk- aðar gamlar myndir úr daglegu lífi bakarísins í gegnum tíðina. Og í framtíðinni stendur til að opna fyrir gesti út í gamla portið og planta þar kannski blómum í gamlar hrærivél- ar!“ Hann ber fyrir blaðamann óborg- anlega góðan eftirrétt í innsta sal kaffihússins, en þar komu hestakerr- urnar áður fyrr inn úr portinu þegar flytja þurfti vörur um bæinn. Talið berst frá fortíðinni að framtíðaráætl- unum. Fjölskyldan að baki rekstrinum Hvað kom til að farið var út í að breyta gamla bakaríinu í kondidori? „Þessi hugsun, um að fara út í eitt- hvað allt annað, hefur lengi blundað í okkur. Svo þegar ég kom heim fyrir ári úr kökuskreytinganámi í kóngs- ins København, með kærustu upp á arminn með sömu menntun, þá vild- um við gjarnan nýta það til hins ýtr- asta. Svo fjölskyldan ákvað að demba sér út í þetta. En þó svo að Sandholt- Konditorí hafi verið opnað skömmu fyrir síðustu jól, þá er enn langt í land að það verði eins og til stendur. Þetta er allt ennþá í mótun, mikil vinna eftir og margir í fjölskyldunni leggja hönd á plóginn,“ segir Ásgeir. Faðir Ásgeirs, Stefán, rekur Sand- holt í dag, en ýmsir aðrir meðlimir fjölskyldunnar koma að rekstrinum og undirbúningi þeirra breytinga sem nú standa yfir. Enn sem komið er sjá útibúin tvö í Grafarvoginum að mestu um brauðsölu, en í höfuðstöðv- unum á Laugaveginum er aðal- áherslan á kökur, tertur, konfekt og eftirrétti, bæði til veisluhalda og til að borða á staðnum. „Við erum líka með hágæða ísgerð með öllum þeim breytileika sem í því felst. Hér er hægt að fá alvöru sor- bet, parfait og ístertur. Eins stendur til að bjóða upp á pasta, súpur og samlokur, því við viljum gjarnan að fólk skreppi úr vinnunni hingað á kaffihúsið í hádeginu, fái sér að borða og gæði sér á einhverju sætu á eftir. Og svo er jafnvel möguleiki að fólk geti fengið sér líkjör með sætindun- um eða bjór með samlokunum.“ Sitt er hvað súkkulaði og súkkulaði Grundvallarhugmyndin, að sögn Ásgeirs, er að vera með gæðavöru sem viðskiptavinurinn nýtur að láta inn fyrir sínar varir. „Að borða er ekki bara að fylla maga heldur getur það verið mikil nautn. Þess vegna leggjum við mikið upp úr besta fáanlega hráefninu og hugsum fyrir hverju smáatriði. Við viljum hafa meiri breidd en hingað til hefur þekkst hér á landi í eftirrétt- um, konfekti, tertum og kökum. Við viljum til dæmis að viðskiptavinurinn læri að þekkja muninn á alvöru köku Framhlið hússins við Laugaveg 36 á upphafsárum bakarísins sem kennt er við Sandholt. Sama hurð er enn í dag á versluninni. Starfsstúlkur Sandholts á stríðsárunum. Á myndinni er önnur kynslóð innréttinga í versluninni, en í dag prýðir fjórði umgangur veggina. NOKKUR brot úr hugrenn- ingum kökuskreytingamanns. Sumt í gamni, annað í alvöru: Ef það væri uppskrift að öllu myndi heimurinn líta öðruvísi út. Kökuskreytingamaðurinn fær andstæður til að mætast, tekur áhættu, sker hlutina inn til kjarnans. Hann sækir innblástur í það óþekkta, ögr- ar ímyndunaraflinu og prófa nýjungar með virðingu, ein- faldleika og nautn í huga. Ímyndið ykkur ef leiðtogar eða stjórnmálamenn byggju yfir broti af sýn kökuskreyt- ingamannsins. Þá myndi heimurinn kannski líta öðru- vísi út og uppskriftin væri sáraeinföld. Ekkert virkar ef hjartað fylgir ekki með. Kakan/eftirrétturinn er því miður það sem oft er lagt minnst í við þriggja rétta máltíð. Það er sorglegt því það er þar sem maður skorar stigin. Það ætti að hætta að bjóða fram dósaávexti með rjóma! Fæstir vita hvað súkkulaði er. Alvöru súkkulaði inniheldur tvo „stimulanser“ (hressandi meðal), efnið koffín og teobr- omín (fæða guðanna). Teobromín er áhugavert vegna þess að það er talið örva heilann, auka þægindi, bæta einbeitinguna og fá okk- ur til að skilja hlutina fyrr (það setur fattarann í gang). Það fær okkur til að komast í betra skap og gerir afslöppun auðveldari. Súkkulaði inniheldur yfir 550 mismunandi bragðefni (bragðgefandi mólíkúl), sem er tvisvar sinnum meira en í nokkurri annarri matvöru. Þess vegna er súkkulaði ógleymanleg bragð- og til- finningaupplifun. Skötuselur með manjari-sósu Skötuselurinn hreinsast og er skorinn í þægileg stykki. Steik- ið á pönnu á meðalhita í nokkrar mínútur, kryddið með grófum pipar og hafsalti. Manjari-sósa fyrir 6 1 lítri kálfasoð, keypt eða búið til úr beinum og fullt af brúnuðum kryddjurtum 2 stórir skalottu-laukar 1dl balsamedik ½ dl rauðvín 30–40 g hakkað dökkt súkkulaði (Valhrona manjari 64%) 150 g smjör ólífuolía salt og pipar Hreinsið laukinn og brúnið í olíu. Bætið balsamediki við og sjóðið það í burtu. Bætið nú í rauðvíninu í tveimur skömmt- um og látið sjóða í burtu í bæði skiptin. Bætið nú soðinu við og sjóðið niður um helming, og bætið salti, pipar og súkkulaði í. Skerið smjörið í litla teninga og látið í kæli. Rétt fyrir notkun hellið þið heitri sósunni í mat- vinnsluvél og keyrið í nokkrar sekúndur. Bætið smjörinu í og sigtið sósuna. Sósan má ekki sjóða eftir að smjörið er komið í. Leggið fiskinn á disk með sósu og skreytið, t.d. með djúpsteikt- um steinseljurótarstrimlum. Ef það væri uppskrift að öllu... Sandholt Hingað til hafa íslenskir sykurgrísir ekki allir lagt upp úr því hvort súkkulaði eða kökur séu „ekta“. Ásgeir Sandholt er ungur og stórhuga maður sem ætlar að kenna landanum að þekkja muninn og njóta hans. Kristín Heiða Kristinsdóttir kom við í Sandholt-Konditorí þar sem fjórða kynslóð kökugerðarmanna galdrar fram sætar kræsingar. Morgunblaðið/Jim Smart Gro Elisabeth býr til marsipan- mýs fyrir yngstu neytendurna. Morgunblaðið/Jim Smart Ásgeir Sandholt grúfir sig yfir crème brulée að tjaldabaki. Morgunblaðið/Jim Smart Súkkulaðihestur úr smiðju Ásgeirs frá því fyrir sex árum – áður en pilt- ur fór í kökuskreytinganámið ytra. Morgunblaðið/Jim Smart Glerfínir svanir úr sykri, sem búnir eru til með blæstri. og súkkulaðiástin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.