Morgunblaðið - 16.02.2001, Síða 4
DAGLEGT LÍF
4 D FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SKÓR með krókódílanefi,sagði umboðsmaðurinngrafalvarlegur á svip. Oghann hafði alveg rétt fyrir
sér, oddmjó táin bar dálítinn svip af
krókódíl þótt hún minnti líka óneit-
anlega á skóna sem mamma átti þeg-
ar hún var ung og hefðu vafalaust
reynst gott vopn hefði verið á hana
ráðist. En eru krókódílar annars
með nef? Sennilega trýni. En nóg um
það. Skórnir voru fínir og reyndar
allt of margt af því sem verið var að
kynna af hausttískunni á tveimur
risastórum innkaupasýningum í
Kaupmannahöfn í byrjun febrúar.
Tískufræðingarnir sögðu lúxusinn
hafa haldið innreið sína að nýju og
það kann vel að vera að þeir hafi haft
rétt fyrir sér. Það var hins vegar
ekki annað að sjá en gerviefnin hefðu
einnig fest sig í sessi. Og liturinn
næsta haust: Plómulitt, brún-fjólu-
blár. Gráu fötunum er hins vegar
best að koma fyrir niðri í geymslu.
Það er ekki gott að vita hvar á að
byrja eða enda þar sem hundruð fyr-
irtækja sýna allt frá beltum og upp í
sófa. Fatnaður var þó í fyrirrúmi,
bæði á Kaupmannahafnartískustefn-
unni, sem haldin er árlega í Bella
Center, svo og á Kaupmannahafnar-
sýningunni sem er í vaxandi sam-
keppni við þá fyrrnefndu og er hald-
in í gömlum kjötgeymslum á
Vesturbrú, sem kallast Øksne-
hallen.
Einstaklingshyggjan ríkir
Hátískan var fjarri góðu gamni
á báðum sýningum. Fatnaðurinn
sem til sýnis var er fjöldaframleidd-
ur og verður á boðstólum í tísku-
verslunum í haust. Innkaupastjórar
af öllum stærðum og gerðum gengu
um, reyndu að átta sig á því hvað
hæst ber, uppgötva ný og spennandi
merki og svo auðvitað að gera góð
kaup. Verðandi viðskiptavinir prís-
uðu sig sæla að ekki skyldi vera
hægt að festa kaup á því sem fyrir
augu bar. Annars væru þeir líklega á
leið í skuldafangelsi. Það er huggun
harmi gegn að margt af því sem sést
hefur í verslunum í vetur lifir góðu
lífi fram á næsta haust, svo sem
kvartbuxur, skræpóttar blússur, að-
sniðnar peysur og stígvél.
Hönnuðirnir sem sýndu í Bella
Center segja enga eina línu vera
gefna, einstaklingshyggjan hafi náð
Áprentaðar og gullhúðaðar gallabuxur eru það heitasta.
En athugið að týna ekki ermunum.
Ljósmynd/Katrín Ragnars
Rautt og fjólublátt virðist algeng litasamsetning á kom-
andi vetri, samkvæmt Kaupmannahafnarsýningunni,
Copenhagen Vision í Øksnehallen.
Peysur verða áberandi næsta haust
og blágrænar ríkjandi.
Plómur,
Tvær feiknastórar sölu-
sýningar á tísku næsta
vetrar voru haldnar í
Kaupmannahöfn fyrir
skemmstu. Urður
Gunnarsdóttir kíkti
á fataslárnar og
reyndi að átta sig á
því sem koma skal.
Brúnir litir koma sterkir inn og rúllukragapeysur
henta öllum aldurshópum.
Skór næsta vetrar
eru tilbrigði við
kunnuglegt stef.
Því óvenjulegri
sem hælarnir
eru, því betra.
Örþreytt
básnum. H
Toppurinn á fjöldaframleiðslunni
gull
og krókódíla
yfirhöndinni, hugmyndaflugið ráði
ekki aðeins kaupum á hverri og einni
flík, heldur hvernig þær séu settar
saman. Þeir tímar þegar hönnuðirnir
ákváðu faldlengd, liti og form eru
liðnir. En það er reyndar aðeins hálf-
ur sannleikurinn, greinilegar áhersl-
ur voru í litum, efni og sniði.
Litur haustsins virðist eins og áð-
ur segir vera plómulitur en ljós-
brúnn var reyndar í harðri sam-
keppni við hann. Gallaefni var að sjá
í hverjum bás en oft lituð eða
mynstruð, t.d. með mattri gyllingu.
Gerviefnin virðast hafa hafið innreið
sína fyrir fulla alvöru þótt ekki eigi
lengur að sjást að ekki sé ekta vara á
ferð. Yfirhöfn næsta vetrar verður
gervimokkajakki og það getur
reynst hægara sagt en gert að
greina á milli gerviskinns og loð-
skinns fyrir óreynda.
Ekta loðfeldir og skinn eiga sér
reyndar dygga stuðningsmenn og öf-
ugt við gerviefnin, sem voru flest í
náttúrulitunum, reyndist meirihluti
skinnanna hafa lent í litapottum sem
innihéldu pastelbleikt og blátt, knall-
rautt og fagurgrænt.
Fyrir þá sem óhræddir eru við
gerviefni kynnti breskur hönnuður
plastblússu sem virtist vera úr papp-
ír og hörbuxur sem hann hafði plast-
húðað. Finnskur hönnuður sýndi
bómullarblússu í japönskum stíl sem
skartaði glitrandi plastfilmu og þeg-
ar að var gáð reyndust býsna margar
peysur vera úr fyrrum bannefninu
akrýl.
Fatnaðurinn er fremur aðskorinn,
nema einna helst buxurnar. Mynstr-
in eru af ýmsum toga, oft breskar yf-
irstéttarköflur sem blanda má sam-
an við hvað sem menn kjósa.
Ólíkir áratugir
mætast
Yfirhönnuður franska tískuhúss-
ins Carlin, Svíinn Bengt Jacobsson,
sagði lúxusinn hafa náð yfirhöndinni.
Boðorðið væri kvenlegur og glæsi-
legur fatnaður. Allar þægilegu
Liturinn næsta
haust: Plómuli
brún-fjólublár
Gráu fötunum
hins vegar bes
að koma fyrir
niðri í geymslu
Morgunblaðið/Urður
Skór úr hrosshári
með oddmjórri tá;
eins konar krókó-
dílanef.