Morgunblaðið - 16.02.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.02.2001, Blaðsíða 6
ÞAÐ kann að hljóma undar-lega að menn, sem bundnireru við hjólastól, skuli getastundað skíðaíþróttina af kappi og rennt sér niður bröttustu brekkur til jafns við aðra. Staðreynd- in er hins vegar sú að á síðustu árum hefur skíðaiðkun fatlaðra verið að festa sig í sessi og góður árangur þeirra Axels Gunnlaugssonar og Svans Ingvarssonar á þessu sviði er fagur vitnisburður um að hægt er að gera ótrúlegustu hluti, ef viljinn er fyrir hendi. Vitaskuld þarf sérstakan útbúnað til að geta stundað brekk- urnar, en það er eins konar sleði, sem kallaður er „Alpa-sleði“ eða „mono- skíði“, með útbúnaði sem líkir eftir fjöðrun og sveigjanleika mannslíkam- ans. Þeir Axel og Svanur lögðu upp í ferð til Aspen í Colorado í Bandaríkj- unum skömmu eftir áramót þar sem þeir tóku þátt í skíðanámskeiði fyrir fatlaða, sem haldið var á vegum fyr- irtækisins Challenge Aspen, en það sérhæfir sig í íþróttaiðkun fatlaðra. Að sögn þeirra félaga var námskeiðið afar vel heppnað, aðstaðan frábær og skipulag allt til fyrirmyndar. „Það má segja að við séum skýjum ofar eftir þessa ferð enda liggur skíðasvæðið í Aspen allt upp í 12.700 feta hæð, sem er hátt í fjögur þúsund metra yfir sjávarmáli, og það kom fyrir að við sáum skýin fyrir neðan okkur af hæstu tindunum. Annars var sól og heiðskírt flesta dagana og við höfðum lítið af skýjum að segja þenn- an tíma sem við dvöldum þarna,“ sögðu þeir og voru kampakátir eftir ferðina. Þröstur Guðjónsson, íþróttakenn- ari frá Akureyri, var með í för en hann hefur um árabil verið einn öfl- ugasti forkólfur í skíðaiðkun fatlaðra á Íslandi. Í Aspen var einnig staddur ungur Íslendingur, Hörður Finn- bogason, sem nú stundar fjögurra mánaða námskeið hjá Challenge Aspen í að kenna og aðstoða fatlaða á skíðum. Gapandi af undrun Svanur Ingvarsson er smíða- kennari á Selfossi, en hann er lamaður frá mitti eftir fall af hús- þaki fyrir 11 árum. Aðspurður kvaðst hann síst hafa átt von á því, þegar hann varð fyrir slys- inu, að hann ætti eftir að stunda skíðaíþróttina af þeim þrótti sem nú hefur orðið raunin. „Þegar maður situr í hjólastól er skíðaiðkun ekki það fyrsta sem manni dettur í hug að leggja stund á,“ sagði hann og bætti við að hann væri nú einnig farinn að stunda róðra á kajak. Hann kvaðst hafa kynnst því sporti á námskeiði sem haldið var á Hafra- vatni á vegum Reykjalundar. Síðan hafi hann einnig tekið þátt í starfi kaj- ak-áhugamanna á Stokkseyri og líki vel. Svanur er í vetraríþrótta- nefnd Íþróttasambands fatl- aðra og hefur lengi starfað að íþróttamálum innan sambandsins. Hann var í keppnisliði Íslendinga í sleðastjaki á Ólympíuleikunum í Lillehammer árið 1994 og þar kvaðst hann hafa kynnst skíðaiðkun fatlaðra. „Norðmennirnir voru þá að kynna þessa íþrótt og ég horfði á þá, gapandi af undrun, koma í svigi á hundrað kílómetra hraða niður brekkurnar á þessum útbúnaði. Ég fékk strax áhuga á að kynna mér þetta nánar og fékk aðeins að reyna mig við þetta þarna á staðnum. Eftir það varð ekki aftur snúið. Nokkrum árum síðar fór Þröstur Guðjónsson á nokkurra mánaða námskeið á vegum Challenge Aspen til að kynna sér þennan útbúnað og ýmislegt fleira er lýtur að skíðaiðkun fatlaðra. Ég fór svo með honum til Aspen á námskeið í janúar í fyrra. Námskeiðið núna var af- ar gagnlegt fyrir mig og maður er alltaf að læra eitt- hvað nýtt. Það sem mér fannst einna skemmtilegast var að þarna vorum við í hópi átján fatlaðra skíðamanna, en auk okkar var einn Íri og hinir voru víðs vegar að í Bandaríkjunum. Á Selfossi rekst maður ekki á mann í hjólastól á hverj- um degi en þarna var ég allt í einu kominn í hóp af jafningjum. Það gaf mér mikið. Tilgangurinn með því að fara á svona námskeið er svo auðvitað að miðla af þessari þekkingu til annarra og hvetja fatlaða til að leggja stund á þessa íþrótt,“ sagði Svanur og bætti við að markmiðið væri ekki endilega til að búa til keppnisfólk, þótt það sak- aði auðvitað ekki að með tímanum kæmu fram keppnismenn úr röðum fatlaðra skíðamanna á Íslandi. Axel kvaðst hafa fullan hug á að reyna fyrir sér sem keppnismaður á þessu sviði. Hann keppti á skíðum hér á árum áður, enda fæddur og uppal- inn Ísfirðingur. En árið 1998 lenti hann í slysi sem bar að með þeim hætti að fótboltamark, sem hann vann við að festa, féll á hann með þeim afleiðingum að hann fékk blóð- tappa í vinstri fót, og í framhaldi af því missti hann fótinn. Hann fékk síð- an sýkingu í hægri fótinn, sem varð til þess að hann er nú í hjólastól, en get- ur þó gengið um á hækjum. Þessi veikindi hafa samt ekki aftrað Axel frá því að stunda skíðaíþróttina með fyrrgreindum hætti og sagði hann að námskeiðið í Aspen hefði gefið sér mikið. Engin brekka nógu brött „Nú treysti ég mér niður hvaða brekku sem er og raunar er engin brekka hér sunnanlands nógu brött fyrir mig. Ég þarf að fara til Ísafjarð- ar til að komast í almennilega brekku,“ sagði hann galvaskur. Hann sagði að aðstæður í brekkunum í Colorado hefðu verið frábærar og þarna hefðu þeir félagar kynnst öllum tilbrigðum sem skíðafólk getur lent í. „Við þurftum að skíða á milli trjánna, yfir hóla og hæðir og á svokölluðum „þvottabrettum“ þannig að engar að- stæður geta nú komið okkur á óvart.“ Axel kynntist skíðaiðkun fatlaðra í mars í fyrra, þegar hópur frá Chall- ange Aspen kom hingað til lands og hélt námskeið á Akureyri fyrir fatl- aða skíðamenn. Þar kynntist hann einnig Svani, sem lánaði honum sleð- ann sinn. „Ég sá sleðann ekki meir,“ skýtur Svanur inn í. „Axel fannst svo gaman að hann gat ekki hætt. Fram að þessu var ég einn í þessu sporti hér á landi, en nú er ég kominn með keppinaut og er ekki lengur bestur í greininni, en það er bara betra. Aðal- atriðið er að sem flestir leggi stund á þetta.“ Axel kvaðst nú vera með sleða að láni frá Vetraríþróttamiðstöð Íslands á Akureyri, en þar geta fatlaðir fengið lánaðan þennan útbúnað. „Sannleik- urinn er sá að þessi útbúnaður er rán- dýr í innkaupum og því um að gera að fá hann lánaðan, en Vetraríþrótta- miðstöðin á nokkra sem lánaðir eru út. Nú vantar bara meiri snjó hér sunnanlands og þegar hann kemur hvetjum við sem flesta úr röðum fatl- aðra að kynna sér skíðaiðkunina, en þeir geta aflað sér nánari upplýsinga á skrifstofu Íþróttasambands fatl- aðra í Laugardal. Og svo er bara að drífa sig í brekkurnar,“ sögðu þeir félagar, greinilega afar áhugasamir um framgang þessara mála hér á landi. Þeir létu þess að lokum getið að helgina 3. og 4. mars næstkomandi verður efnt til námskeiðs fyrir fatlaða skíðamenn á Akureyri, í umsjón Þrastar Guðjónssonar og þar mun hann, ásamt þeim Axel og Svani, miðla af reynslu sinni frá Aspen. Tveir hörðustu skíðaiðkendur fatlaðra, Axel Gunnlaugsson og Svanur Ingvarsson, segjast vera skýjum ofar eftir vel heppnað skíðanámskeið í Aspen í Colorado. Sveinn Guðjóns- son ræddi við þá um námskeiðið og skíðaiðkun fatlaðra. Svanur Ingvarsson og Axel Gunnlaugsson í 12.700 feta hæð í Aspen, Colorado. Yst t.h. er Hörður Finnbogason, sem er þar á námskeiði í að kenna fötluðum á skíðum. Axel á sleðanum og fyrir neðan breiðir bærinn Aspen úr sér: „Engin brekka... sunnanlands nógu brött fyrir mig.“ Axel í einni lyftunni í Aspen. Á öryggisstönginni er kort af skíðasvæðinu sem sýnir um 30 leiðir niður fjallið. Færir í flestan snjó Ljósmynd/Walnut House Lbs Svanur undirbýr salíbunu í Aspen, en Alpa-sleðarnir geta náð umtalsverðum hraða í brekkunum. Treystum okkur í allar brekkur Skíðaiðkun fatlaðra DAGLEGT LÍF 6 D FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.