Morgunblaðið - 16.02.2001, Síða 8
BANDARÍSKUR
kjarnorku-kafbátur rakst á
japanskt hafrannsóknaskip á
föstudag. Níu manns
drukknuðu.
Aðdragandinn var sá að
hafrannsóknaskip var á
siglingu skammt frá
Hawaii-eyjum í Kyrrahafi. Um
borð voru 35 manns, þar af
þrettán nemendur við
sjávarútvegs-skóla í Japan
ásamt tveimur kennurum
sínum. Tilgangur ferðarinnar
var að veiða túnfisk,
sverðfisk og hákarl. Í djúpinu
fyrir neðan skipið lá
bandarískur
kjarnorkukafbátur. Áhöfnin
ákvað að koma kafbátnum
hratt upp á yfirborðið. Hann
rakst á rannsóknaskipið og
reif gat á vélarúmið. Skipið
sökk á nokkrum mínútum. 26
manns tókst að komast í
björgunarbáta og sluppu
ómeiddir. Ekki tókst að
bjarga kennurunum, fimm
nemendum og þremur
skipverjum.
Stjórnvöld í Japan vilja að
Bandaríkjamenn reyni að ná
rannsóknaskipinu upp.
Slysið vakti mikla reiði í
Japan þegar ljóst var að hægt
hefði verið að koma í veg fyrir
það. Skipverjar í kafbátnum
notuðu tæki til að nema hljóð
frá skrúfum skipa, en vantaði
tæki sem greinir bergmál frá
skipsskrokki á siglingu.
Öryggisnefnd hafði hvatt til
þess að slíkt tæki yrði notað
en sjóherinn hafnaði þeim
tilmælum. Verið er að
rannsaka hvers vegna
kafbáturinn kom úr hafinu
undir skipinu.
Í Japan hefur slysið dregið
úr áliti landsmanna á
forsætis-ráðherranum Mori
en hann hélt áfram að leika
golf eftir að hann frétti af
slysinu.
Bandarískur kjarnorku-kafbátur rakst á japanskt hafrannsóknaskip
Vantaði öryggistæki í kafbátinn
Reuters
Margir komust í björgunarbáta áður en skipið sökk. Hér sést
strandgæslan hjálpa mönnum úr bát.
AUÐLESIÐ EFNI
8 D FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
KRISTÍN RÓS
HÁKONARDÓTTIR setti tvö
heimsmet á sundmóti í
Sundhöll Reykjavíkur um
helgina. Hún bætti eigið
heimsmet í 100 metra
bringusundi kvenna. Þá bætti
hún eigið met í 200 metra
baksundi.
Íþróttir
Tvö
heimsmet
Netfang: auefni@mbl.is
Á SUNNUDAG, 18. febrúar,
verður þorrablót í Hinu
húsinu. „Þetta er smakk,“
sagði Kristinn Ingvarsson,
því að maturinn verður
skorinn í litla bita. Hefst
blótið klukkan þrjú síðdegis.
Spiluð verður þjóðleg tónlist.
Húsið verður opið frá klukkan
eitt til sex og er aðgangur
ókeypis.
Á döfinni
„Tipptopp“-
þorrablót
KÍSILIÐJAN við Mývatn hefur
verið seld, en ríkið átti
meirihluta í fyrirtækinu. Nýir
eigendur ætla að reka þar
kísildufts-verksmiðju í
framtíðinni. Valgerður
Sverrisdóttir
iðnaðar-ráðherra sagðist
vonast til að nú skapaðist
tækifæri til að byggja upp
atvinnulífið í Mývatnssveit.
Kísiliðjan
seld
PLATA Sigur Rósar, Ágætis
byrjun, fær mikið hrós í
bandarísku stórblaði.
Höfundur greinarinnar segir
að tónlistin sé falleg og
dulúðug og söngrödd Jóns
Þórs Birgissonar líkist
stundum hvalasöng. „Það er
engu líkara en strákarnir sem
standa að plötunni hafi
vaknað upp í ævintýra-landi,“
segir hann ennfremur.
Strákarnir dvelja löngum í
Mosfellssveit þar sem þeir
eru að smíða hljóðver.
Græjurnar eru svo
umfangsmiklar að það þurfti
að taka þakið af húsinu til að
koma þeim fyrir. Hljómsveitin
ætlar að taka upp nýja
breiðskífu þegar hljóðverið
verður tilbúið.
Sigur Rós
fær hrós
TERJE SØVIKNES
áhrifamaður í
Framfara-flokknum í Noregi
hefur orðið að segja af sér
öllum trúnaðarstörfum. Hann
er sakaður um að hafa
nauðgað sextán ára stúlku á
landsfundi
ungliða-hreyfingarinnar.
Önnur ung kona greindi frá
því á flokksfundi að sér hefði
verið nauðgað. Hún vissi
einnig um fleiri ungliða sem
hefðu verið beittir
kynferðislegu ofbeldi af
flokksforystunni.
Málið hefur vakið mikla
athygli í Noregi og
stórskaðað
Framfaraflokkinn. Hann var
fyrir skömmu stærsti flokkur
landsins samkvæmt
skoðana-könnunum.
Ólifnaður
innan
flokks
HOLLYWOOD-STJÖRNURNAR
Tom Cruise og Nicole
Kidman ætla að skilja. Þau
eru eitt frægasta leikarapar
í heimi og hafa þótt algjört
draumapar. Þau segja
ástæðu skilnaðarins vera
langvarandi aðskilnað
vegna mikillar vinnu.
Kidman og Cruise
kynntust við töku á
kappaksturs-mynd árið
1990. Það var ást við
fyrstu sýn og þau giftu sig
á jóladag sama ár.
Skilnaðurinn kemur
mörgum á óvart. Hjónin
eiga saman tvö börn
sem þau ættleiddu.
Stjörnur
skilja
Reuters
Cruise og Kidman hamingjusök á Óskarsverðlauna--
hátíðinni í fyrra.
BRYNDÍS HLÖÐVERSDÓTTIR
hefur verið kjörin formaður
þingflokks
Samfylkingarinnar. Bryndís er
lögfræðingur að mennt og
hefur setið á þingi í rúm fimm
ár. Hún tekur við formennsku
af Rannveigu
Guðmundsdóttur.
Formaður
þingflokks
Á MÁNUDAG lenti
bandarískt geimfar á
stjörnunni Eros. Þetta er í
fyrsta sinn í sögunni sem
geimfar lendir á smástirni.
Geimfarið hefur sent mikinn
fjölda mynda af lendingunni
sem vísindamenn á jörðu
niðri hafa getað fylgst með.
Þá hefur geimfarið gert
mælingar, sem munu nýtast
í geimferðum í framtíðinni.
Geimfarinu var skotið upp
fyrir fjórum árum. Það var
þrjú ár á leiðinni, en síðan
hefur það hringsólað um
Eros. Lendingin var mjög
vandasöm þar sem
smástirnið er óreglulegt í
laginu og geimfarið var ekki
hannað til að lenda.
Smástirnið Eros er nefnt
eftir gríska ástarguðinum.
Það er mjög lítið, rúmlega
30 kílómetrar á lengd.
Lent
á Eros
Reuters
Smástirnið Eros er óreglulegt að lögun.