Alþýðublaðið - 26.11.1972, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.11.1972, Blaðsíða 2
Konur fæddar undir HRUTSMERKI, 21. marz—20. apríl. Konur fæddar undir Hrúts- merki eru harla viljasterkar, kraftmiklar og oft skjótar til á- kvaróana. Karlmenn laðast yfir- leitt að þeim, þær eru oft ástriðu heitar, hneigðar til ásta og hafa þar mikiö að gel'a. Gáf'ur þeirra og kraftur gerir þeim kleift að hafa i fullu tré við karlmenn, ef þvi er að skipta, eigi að siður eru þær oft séðar til að sýna ráðriki, en tekst oft að eggja karlmenn með hrósi og jafnvel smjaöri. Yfirleitt ganga þær samt hreint til verks, vita hvað þær vilja og hika ekki við að eiga sjálfar frumkvæðið til að ná ástum þess karlmanns, sem þær unna, ef þess þarf með. Lifsfjör og lifs- þorsta eiga þær i rikum mæli, njóta þess að kynnast fólki og eignast nýja vini, — jafnvel þótt það verði á kostnað gamalla vina og reyndra. Þegar þær fara að svipast um eítir eiginmanni, draga þær ekki af sér við að krækja i þann, sem þær leggja á annað borð hug á. Þeim tekst það og oftast nær með þvi að sannfæra viðkomandi um að mikilhæfari eiginkonu og dá samlegri móður sé ekki að finna á hverju strái. Þær sanna að þær séu bunar fágætum hæfileika til að hlusta og að þær séu færar um að axla að minnsta kosti sinn hluta af byrðum hjónabands og hjúskapar. Flestar eru þær vel á sig komn- ar likamlega, bera sig vel og eru tignlegar i fasi. Þær eru flestar snyrtilegar með afbrigðum, smekklegar i klæðaburði og vel til hafðar. Leynir sér ekki að þær hafa fullan hug á að bera af öðrum konum og að sjálfsvirðing þeirra eykst að sama skapi og þeim er auðsýnd aðdáun. Þegar þær eru komnar i hjónabandið, annast þær heimili sitt og fjölskyldu af takmarkalausum dugnaði, stað- ráðnar i að bera þar af öðrum, eins og á annan hátt. Spara þær hvorki lima né erfiði i þvi skyni að heimilið megi verða sem glæsilegast og heimilislifið ham- ingjurikt. Konum, læddum undir Hrúts- merki, þykir flestum mjög vænt um börn, þær eru yfirleitt góðar mæður og ákefð þeirra og sivök- ull áhugi gerir þeim kleift að samstilla sig börnum sinum á öll- um aldri. En þvi ber samt ekki aö neita að meðfætt ráðriki þeirra leiðir oft tii þess að þær haldi helzt til fast i taumana við börn sin og leyfi þeim ekki að taka sin- ar eigin ákvarðanir og getur þetta reynst óheppilegt uppeldi, eink- um þegar börnin eru vaxin úr grasi. Og vist er um það að slik er oft skapgerð þeirra kvenna, sem undir firútsmerki eru fæddar, að ekki eru þær að hæfi hvaða karl- manns sem er. Hrútsmerkiskona og maður fæddur undir HRUTSMERKI, 21. marz—20. apríl. Það gefur auga leið að skap- hafnarsérkenni konu og karls, sem bæði eru fædd undir þessu stjórnunarmerki, eru slik að ekk- ert er liklegra en að hjónaband með þeim gæti orðið allt annað en átakalaust. Hvorugt þeirra kærir sig um að taka við fyrirskipunum eða beygja sig undir vilja annara og gæti þvi oröir litt um samstarf i þvi hjónabandi. Bæði mundu vilja ráða öllu á heimilinu og taka allar ákvarðanir, hvort um sig. Hrútsmerkingur mundi ætlast til þess af hverri konu, sem honum væri gift, að hún gerði HRÚTSAAER Stjörnuspekin spurð áiits um sambúðina vilja hans i einu og öllu, en væri hún fædd undir hans eigin stjörnumerki, mundi hún risa gegn sliku ofriki og fara sinu fram. Bæði eru stolt, báðum gefið mikið sjálfstraust, bæði vilja- sterk og skapbráð og þvi harla liklegt að slá mundi i brýnu. Þess ber þó að geta að þau eru bæði vel gefin — i flestum tilvikum að minnsta kosti — og bæði mjög ástrik og ástriðuheit, svo ekki er útilokað að hjónabandið gæti far- ið sæmilega ef bæði gættu þess að vægja og auðsýna hvort öðru til- litssemi. Hrútsmerkiskona og maður fæddur undir NAUTSMERKI, 21. april—20. maí. Sá maður yrði að visu öllu heppilegri eiginmaður handa llrútsmerkiskonu að öllu jöfnu og er þó liklegt að ekki yrði það hjónaband átakalaust. Nauts- merkingurinn kýs til dæmis helzt að vera heima á kvöldin, en ólik- legt er að slikt hugnaðist hinni fjörmiklu og lifsþyrstu konu hans. Það getur þó bætt úr skák, að hann vill gjarna bjóða vinum heim og taka þeim sem bezt og það veitir henni tækifæri til að sýna hvilik afburöa húsmóðir, veitandi og gleðigjafi hún er. Hann mundi verða örlátur eigin- maður og undantekningalitið sjá vel fyrir sinu heimili, en ekki er samt vist að honum félli vel eyðslusemi hennar. Hann hefur ekki likt þvi slikan lifsþrótt og at- lotaákefð sem hún og það er harla sennilegt að henni finnist fátt um viðbrögð hans, og teldi sig van- rækta, þegar til lengdar léti. Ekki þar fyrir, að hann getur unnað heitt og af einlægni, en það er samt óliklegt að hann geti full- nægt ástriðuhita hennar. Og þó — hjónabandið gæti orðið farsælt, ef hún einsetti sér að sýna eigin- manni sinum nokkurt umburðar- lyndi, og þó einkum ef hún yrði sér úti um áhugamál og störf, þar sem hún fengi útrás umframorku sinni. Hrútsmerkiskona og maöur fæddur undir TVÍBURAMERKI, 21. mai—21. júni. Karlmaður, fæddurundir þessu merki hefur venjulega sterkt að- dráttarafl á Hrútsmerkiskonu, og oft verður hjónaband þeirra hið farsælasta. Yfirleitt er hann áhirfanæmur, og konu hans mun þvi auðvelt að koma fram vilja sinum. Hann er oft og tiðum mak- ráður, hefur ekki neinar fast- ákveðnar hugmyndir um heimilishald eða fyrirkomulag á heimili og mundi þvi láta hana um að taka allar ákvarðanir. Hún er yfirleitt góðum gáfum gædd og getur þvi fullnægt þörf hans fyrir rökræður, auk þess sem hún yrði hrifin af mælsku hans og orðsnilli. Hann er alltaf fús til að skemmta sér innan vissra takmarka, eink- um ef eitthvað æsilegt er þvi sam- fara, og mundi það koma vel heim við löngun hennar til að taka þátt i glæsibrag samkvæmislifs- ins. Ekki er ósennilegt að hann gæti hrifist af öðrum konum, en það yrði ekki nema snöggvast, hin ástriðuheita kona hans mundi kunna tökin á honum og sjá um að hann þyrfti ekki til annarra að leita. Hann hefur þörf fyrir þrótt- mikla konu, sem haldið getur i skefjum eirðarleysi hans og si- breytilegu skapi. Ef bæði hefðu fullan vilja og löngun til, gæti hjónabandið orðið þeim báðum hið ánægjulegasta. Hrútsmerkiskona og maður fæddur undir KRABBAMERKI, 21. júní—20. júli. Þessi maður er yfirleitt ekki heppilegur eiginmaður Hrúts- merkiskonu. Hann vill láta eigin- konu sina dekra við sig og sýna sér móðurlega umhyggju. Fálæti hans og jafnvel þvergirðingur mundi koma illa heim við þessa lifsþyrstu og umsvifamiklu konu, sem vill að eiginmaðurinn sé metoröagjarn og fjörmikill. Krabbamerkingurinn er oft og tiðum smámunasamur, nákvæm- ur og þrasgjarn, og ekki sjaldan að hann ber eiginkonuna saman við móður sina. Hinni stoltu konu hans mundi að sjálfsögðu þykja sér gróflega misboðið, þar eð hún þolir alls ekki gagnrýni. Þar sem hún sjálf er hreinskilin og opin- ská, og um leið oft tillitslaus i orði, en Krabbamerkingurinn fljótur að móögast og viökvæmur, og seinn að gleyma móðgunum, sem hann telur sig hafa orðið fyr- ir, þá er hætt við að það gæti aldrei farið vel. En hann er yfir leitt mjög svo trúr og traustur eiginmaður, og virðir konu sina mikils — það gæti bætt nokkuð úr að visu, en aldrei svo að þess sé von að slikt hjónaband yrði af- farasælt. Hrútsmerkiskona og maöur fæddur undir LJÓNSMERKI, 21. júlí—21. ágúst. Það munar ekki miklu að I.jónsmerkingurinn sé hinn alfull- komni eiginmaður Hrútsmerkis- konu til handa, þvi að bæði eru stolt i skapi og bæði hneigð fyrir þátttöku i samkvæmislifi, auk þess sem hann er oft ákafur i ást- um. og litur upp til þeirrar konu sem hann ann. Glæsileiki hennar mundi hafa mikil áhrif á hann og hann væri líklegur til að færa henni skartgripi og aðrar dýrar gjafir — jafnvel dýrari en hann hefði i rauninni efni á — til að sannfæra hana um ást sina. Hann temur sér oft tigullega fram- komu, litur tiðum stórt á sig, og hún mun sóma sér sem drottning við hliö honum. Hún mundi og búa honum glæsilegasta heimili, og þótt hún sjái að þýðingarlaust sé með öllu að freista að sveigja hann undir vilja sinn, hittir hún eflaust einhver ráð til að fá þvi framgengt, sem hún vill. Bæði eru skapbráð og geta verið hvass- yrt i orðasennum, en báðum rennur lika fljótt reiðin og hvor- ugt erfir slikt eftir á. Ljónsmerk ingurinn er þvi fyrir flestra hluta sakir vel til þess gerður að kvæn- ast Hrútsmerkiskonu, og allt hendir til að hjónaband þeirra geti orðið hamingjusamt. Hrútsmerkiskona og maður fæddur undir MEYJARMERKI, 22. ágúst—22. september. Venjulega hefur hann ekki sér- legt aðdráttarafl á Hrútsmerkis- konu, þar sem skaphöfn þeirra er svo gerólik, sem hugsast getur. Meymerkingurinn er allt of sér- sinna til þess að geta verið sá ástriðuheiti elskhugi, sem slik kona þarfnast. Hann vill að allt sé fullkomið og á erfitt með að sætta sig gagnrýnislaust við galla sem hann taldi sig finna i fasi hennar, hversu smámunalegir, sem þeir svo kynnu að vera. Hann er raun- sær og sparsamur og mundi þvi ekki fella sig við örlæti hennar og hve gjarnt henni er að sjást ekki fyrir i peningasökum. Hann á það til að vera haldinn ofstæki i sam- bandi við matarræði og heilbrigt liferni og mundi vafalaust telja sér skylt að snúa henni til sömu „trúar”. Hann nýtur þess að sitja heima við lestur á kvöldin, hún kýs heldur glit og glaum sam- kvæmislifsins. Dirfska hennar og ævintýraþrá er alger andstæða við gætni hans, sem metur örygg- ið mest. Það skal þurfa tök til að hjónaband svo gerólikra aðila geti orðið hamingjusamt. Hrútsmerkiskona og maður fæddur undir VOGARMERKI, 23. sept.—22. okt. Enda þótt hann sé einnig alló- likur henni að skapgerð, eru þau dæmi um að hið ólika getur búið yfir gagnkvæmu aðdráttarafli — MD ER HÆGT AD TRYGGJA SIG GEGN HVERJU SEM ER - HÉR UM BIL Það er hægt að tryggja sig fyrir nærri hverju sem er. Nema sölu- mönnum tryggingafélaga. t Eng- landi er t.d. hægt að tryggja sig gegn þvi , að maður missi öku- skirteinið vegna ölvunar við akstur. Enska tryggingafélagið, sem tekið hefur slikar tryggingar að sér, þurfti á s.l. ári að láta u.þ.b. 300 ökumönnum i té einkabil- stjóra. Ekkert islenzkt trygginga- félag myndi þó fást til þess að selja slika tryggingu, en sum þeirra munu hafa umboð fyrir er- lend tryggingafélög svo það er e.t.v. hægt að reyna. Frægasta tryggingafélag heims er án efa Lloyds i London. sem hefur útibú og umboðsskrifstofur viða um heim. Það tryggingafé- lag tryggir svo til allt gegn svo til öllu. Trygging á fögrum fótleggj- um og verklegum brjóstum er daglegt brauð, eða þvi sem næst, hjá þvi fyrirtæki. Hvernig á að tryggja si g gegn þvi að eignast tvibura? For- stjóri umboðsskrifstofunnar i Danmörku lýsir þvi svo. — Það er ekki hægt að taka slika tryggingu ef móðirin er komin meira en þrjá mánuði á leið. Ef ekki er tilhneiging til tvi- burafæðinga i fjölskyldu hennar kostar trygging, sem kveður á um greiðslu 5000 d.kr. ef tviburar fæðast, aðeins 15 d.krónur, — eða þrjá af þúsundi. En ef tilhneiging er til tviburafæðingar i fjölskyld- unni, þá getur tryggingin kostað allt upp i 10 þúsundustu hluta tryggingaupphæðarinnar. Danski umboðsmaðurinn segir enn frem- ur að umboðsskrifstofan selji nokkrar slikar tryggingar árlega, en hún auglýsi þær ekki og hvetji fölk ekki til að taka sér slika tryggingu. En er hægt að tryggja sig gegn þvi, að verða faðir. Nei. Ekkert tryggingafélag mun selja slika tryggingu svo vitað sé til. Það er hægt að kaupa liftryggingu fyrir hundinn sinn og köttinn, tryggja rödd sina, nef eða fætur, tryggja sig fyrir að koma of seint á stefnumót vegna veðurs eða gegn þvi að eignast tvibura, — en ekki gegn þvi að verða faðir. Þá áhættu vill vist ekkert trygginga- félag taka. Lloyds i London var eitt sinn beðið um það af rigfullorðnum manni, sem var nýbúinn að kvæn- ast ungri og fallegri stúlku, aö tryggja hann gegn þvi, að konan héldi framhjá. Vildi eiginmaður- inn, að ef svo færi, þá greiddi tryggingafé1agið hon- um ákveðna upphæð og spurði: Hvað kostar tryggingin. Hún kostar ekki neitt, sagði starfs- maðurinn hjá Lloyds, þvi slika tryggingu viljum við ekki selja 0 Sunnudagur 26. nóvember 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.