Alþýðublaðið - 26.11.1972, Page 3

Alþýðublaðið - 26.11.1972, Page 3
KIÐ KONA og hjónaband með þeim aðilum getur orðið hamingjusamt. Þar getur a,ð sjálfsögðu orðið um ýmis torleyst vandamál að ræða, en það ætti þó að takast, ef einlægur vilji beggja er fyrir hendi. Vogar- merkingurinn vill athuga sér- hvert vandamál frá öllum hlið- um, henni hættir við að láta hug- boð eða skyndihugdettu ráða ákvörðunum sinum. Aftur á móti getur það hæglega dottið i hann að vilja tefla djarft i peningamál- um. Sennilega yrði hann um of eftirlátur við börnin ef til kæmi. Honum mundi mjög á móti skapi að aga þau eða gagnrýna, mundi heldur vilja verða þeim einlægur og ráðhollur vinur. Ekki er ó- sennilegt að hinni ráðriku og ástriðuheitu Hrútsmerkiskonu þætti meira en nóg um hvernig aðrar konur drægjust að honum, og eins þótt hann reynist henni at- lotaheitur elskandi og geti veitt henni fullnægjandi svörun. Og yfirleitt er hann lika trúr eigin- maður, enda þótt hann sé hylli kvenna ekki frábitinn, þegar svo ber undir. Hrútsmerkiskona og maöur fæddur undir DREKAMERKI, 23. okt.—22. nóv. Það væri harla óhyggilegt af Hrústmerkiskonu að kjósa sér eiginmann, fæddan undir Dreka- merki, enda þótt hún kunni að laðast að honum fyrst i stað. Hann getur verið ástriðuheitur, jafnvel úr hófi, en um leið eigin- gjarn, ráðrikur og afbrýðisamur, og mundi krefjast þess að eigin- konan helgaði sig honum einvörð- ungu og i öllum skilningi. Sjálf- stæðishneigð hennar er hinsvegar svo rik, að hún mundi aldrei verða við þeim kröfum hans. Vegna skaprikis sins mundi hann vilja stjórna heimili sinu með járnaga en Hrútsmerkiskona mundi risa gegn sliku athæfi og ekki spara álit sitt. Vegna þess hve hreinskilin hún er að eðlisfari og opinská mundi henni verða örðugt að átta sig á tortryggni hans og hneigð til að vefja öll mál leynd, fremur en að ræða þau af einlægni. f fáum orðum sagt — það mætti merkilegt heita ef slikt hjónaband yrði hamingjusamt. Hrútsmerkiskona og maöur fæddur undir BOGAMANNSMERKI, 23. nóv.—20. des. Sennilega yrði Bogmaður áskjósanlegastur eiginmaður Hrútsmerkiskonu til handa, þar sem hans skaphöfn er um margt lik hennar — en þó ekki um of. Eins og hún, þá kærir hann sig ekki um að honum sé skipað fyrir verkum, en vill njóta fyllsta frels- is og telur það þvi ekki nema sjálfsagt að eins sé um eiginkon- una. Hún mundi þvi fá að vera sjálfráð um stjórn heimilisins, hvernig hún skipulegði allt þar innanstokks og eins hvernig hún eyddi þeim peningum sem hún hefði yfir að ráða. Fjármála- dirfska og fjárhættuspilaraskap- gerð Bogamannsins kynnu að valda henni nokkurri gremju vegna raunhyggju hennar.en hún mundi þó sýna honum umburðar- lyndi, svo fremi sem hann færi þar ekki yfir viss takmörk. Hann er yfirleitt glaðsinna og hefur mikla ánægju af að lyfta sér upp, heimiliskær getur hann ekki bein- linis talizt. Þar sem hann er mjög ástrikur og þrátt fyrir glaðværð sina trúr eiginmaður yfirleitt, en hún yfirleitt laus við alla smá- munasemi og getur verið tillits- söm, ef hún vilí það við hafa, þá bendir allt til þess að hjónaband þeirra geti orðið hið ánægjuleg- asta. Hrútsmerkiskona og maður fæddur undir STEINGEITARMERKI, 21. des.—19. janúar. Karlmaður undir þessu merki fæddur, er oft á tiðum eigingjarn, sjálfumgla.ur og ráðrikur heima fyrir — mundi til dæmis vilja ráða heimilishaldinu i einu og öllu. Vafalaust mundi hún risa kröft- uglega gegn sliku ofriki, til dæmis neita þvi algerlega að láta hann ráða nokkru um klæðaval hennar. Þá mundi hann vilja hafa öll fjár- mál heimilisins algerlega i sinum höndum og skammta henni naumt. Honum er stöðugt fram- tiðaröryggið efst i huga, að spara fyrir hið ókomna, og hann mundi þvi ekki liða eiginkonunni neitt peningabruðl. Þó að hann eigi til bæði ástriki og ástriður, stillir hann söllu sliku i hóf, og yrði harla ólikur konu sinni hvað það snerti. Enda er það vægast sagt harla óliklegt, að hún nyti nokk- urrar teljandi hamingju i hjóna- bandi við mann, fæddan undir þessu stjörnumerki. Hrútsmerkiskona og maður fæddur undir VATNSBERAMERKI, 20. janúar—18. febrúar. Hann er ástrikur og tillitssam- ur eiginmaður, og eflaust ættu þau að mörgu leyti vel saman. Hann hefur gaman af að koma innan um fólk og skemmta sér, og hann mundi láta eiginkonuna ein- ráða um heimilishaldið og vera þvi feginn að þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af þvi. Enda þótt Vatnsberinn sé, eins og áður er sagt, ástrikur eiginmaður, er hætt við að Hrútsmerkiskonan mundi finna það helzt að honum sem sllkum, að hann gæfi ástrið- um sinum ekki nógu lausan taum- inn, þar vill hún yfirleitt ekkert taumhald á tilfinningunum hafa. Liklegt er þó að henni mundi tak- ast að espa svo atlota funa hans, að jafnvel henni þætti nógu heitt áður en lyki, og væri hún hyggin mundi hún stilla nokkuð við hóf kröfum sinum. Og þar sem Vatnsberinn er hvorki gagnrýn- inn að eðlisfari né smámunasam- ur, getur hann verið hinn skemmtilegasti lifsförunaútur. Hrútsmerkiskona og maður fæddur undir FISKAMERKI, 19. febrúar—20 marz. Ekki er það óliklegt að hann yrði viðkvæmur um of, Fiska- maðurinn, og of háður henni til þess að hún gæti virt hann og dáð. Auk þess yrði hann alltaf háður henni um of til þess. Ást hans er einlæg og heit, en samt sem áður er óliklegt að hann mundi full- nægja ástriðuhita hennar. Hann setur fullkomnun öllu ofar, og mundi verða fyrir miklum von- brigðum ef hann kæmist að ein- hverjum brestum i fari hennar eða framkomu, og gæti þá jafnvel gerst henni frábitinn. Það er hætt við að hún yrði þvi að leggja nokkurt haft á hreinskilni sina og heldur óvarlegt orðalag, ef hún ætti að komast hjá að særa hinn tilfinninganæma eiginmann sinn. Þess ber þó aö gæta, að hin skap- meiri og viljasterkari Fiska- manngerð kann betri stjórn á til- finningum sinum og mundi geta reynst henni góður og að mörgu leyti heppilegur eiginmaður. NÆST: KARL í HRÚTS- MERKI Sú nýgifta, hin unga og fallega kona, gerði sér þá litið fyrir og stefndi tryggingafélaginu. Hvers vegna? Vegna þess að hún taldi neitunin grófa móðgun við sið- gæði sitt. Neitunin fæli það i sér, að tryggingafélagið teldi, að hún myndi örugglega halda framhjá kalli sinum fyrr eða seinna. En þótt siðgæði eiginkvenna fáist ekki tryggt eru þúsundir annarra hluta, atvika og fyrirbæra, sem hægt er að tryggja sig gegn. Þú getur t.d. kéypt þér tryggingu (a.m.k. erlendis ) sem borgar brennivinið ofan i kunningjana ef þú verður svo lánsamur að slá holu i höggi i golfi. Og golfklúbb- urinn þinn getur einnig keypt sér tryggingu i sama tilfelli þannig að hann geti boðið þér og kunningj- unum einn gráan næsta dag á eftir. Og það nýjasta nýja á þess- um tima flugrána, — þú getur keypt þér tryggingu gegn þvi að þér verði rænt innan eða utan flugvélar. verður haldinn þriðjudaginn 28. nóvember 1972 kl. 8.30 e.h. i Félagsheimili Kópavogs. Dagskrá 1. Félagsmál. 2. Fréttir frá MSl og ASÍ þingum. 3. önnur mál.Mætið vel. STJÓRNIN. FWA JFJLUGFE.LÆGI1WU Skrifstofustarf Karlmaður óskast til starfa i bókhalds- deild félagsins. Umsóknareyðublöðum, sem fást i skrif- stofum félagsins sé skilað til starfs- mannahalds fyrir 4. desember. FLUCFÉLAG ÍSLANDS Fríki rkjusöf nuðuri nn í Reykjavík í veikindaforföllum séra Þorsteins Björns- sonar gegnir séra Páll Pálsson allri al- mennri prestsþjónustu fyrir söfnuðinn. Viðtalstimi prestsins er i Frikirkjunni alla virka daga nema laugardaga kl. 5-6, simi 14579. Heimasimi 13795. Safnaðarstjórinn. LOKAÐ Vegna jarðarfarar verða skrifstofur okkar og verzlun lokaðar mánudaginn 27. þ.m. kl. 1-4. GLOBUSH/F Það er meira að segja hægt að tryggja sig gegn þvi að eignast tvibura! Menntaskólann við Hamrahlíð vantar stundkennara i eðlis- og efnafræði og liffræði á næsta kennslutimabili, en það hefst 13. janúar 1973. Nánari vitneskju veitir Guðmundur Arn- laugsson. Sunnudagur 26. nóvember 1972 o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.