Morgunblaðið - 11.03.2001, Side 2

Morgunblaðið - 11.03.2001, Side 2
FERÐALÖG 2 C SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hvaðan ertu að koma? Úr þriggja vikna ferð frá Pattaya- ströndinni í Tælandi sem er í rúmlega tveggja tíma akst- ursfjarlægð frá höfuðborginni Bangkok. Með hverjum fórstu? Ég fór með vinkonu minni, Jónínu Þorsteinsdóttur. Einhver sérstök ástæða fyrir ferðinni? Engin ein en efst fjölmargra var þó að komast á golfvellina þar í landi. Þeir eru frábærir, þeir bestu sem ég hef kynnst í heiminum, og ég hef komið víða. Við lékum samtals á átta golfvöllum enda hafði fararstjóri Samvinnuferða-Landsýnar það að leiðarljósi að kynna þátttakendum hina skemmtilegu fjölbreytni vallanna. Við spiluðum golf fjóra daga á viku, frí um helgar og á miðvikudögum. Hefurðu komið til Tælands áður? Þetta var í þriðja sinn. Ástæða þess að við förum aftur og aftur er fyrst og fremst umhverfið og einstaklega ljúft og elskulegt viðmót innfæddra, sem bræðir og mýkir á manni „úthverfuna“ í bráðnauð- synlegu mannbótarskyni. Mælirðu með einhverjum veitingastöðum? Það er mergð af góðum veitingastöðum í Tælandi. Við borðum iðu- lega á litlum stöðum sem eru nafnlausir fyrir mér því það má eig- inlega segja að maður renni á lyktina, þar sem úrval tælenskra, víet- namskra, kóreanskra og asískra rétta er á boðstólum. Fjöldi slíkra staða var í göngufæri við hótelið okkar, t.d. Mai Kai, sem er pólýnes- ískur veitingastaður, og þar er hægt að fá ódýrar máltíðir m.a. pek- ingönd. Rétt hjá er annar staður sem heitir „pIc“ kitchen en þar er einstaklega gaman að borða að tælenskum sið sitjandi á hækjum sér við lág borð og njóta rétta frá norðurhluta Tælands. Það er allt gott um þennan stað að segja fyrir utan að það getur verið lýjandi að borða með krosslagða fætur þegar maður er kominn á okkar aldur. Á hvaða hóteli varstu? Það heitir Montien og er í dýrari kantinum en öll þjónusta er fyrsta flokks. Öll herbergi snúa til strandarinnar og þar er mikið bátalíf. Stutt er á breiðgötuna, Fyrsta stræti. Til að komast ferða sinna eru iðulega notaðir svokallaðir baht-bílar en það eru opnir lágpallsbílar. Í hvern bíl komast vel fyrir tólf manns en þetta er ódýr og góður ferðamáti. Einhverjir staðir sem vert er að heimsækja? Í Pattaya eru tígra- og fílagarðar sem gaman er að skoða. Þá er höf- uðborgin Bangkok einstök og allir falla í stafi yfir styttunni af Buddha í „hvíldarstellingunni“ og glæsileik musteranna og ekki síst kon- ungshallarinnar. Bangkok er nánast „fljótandi“ með aragrúa fljótandi markaða seljandi allt milli himins og jarðar. Mergðin er mikil í Taí- landi en andrúmsloftið slíkt að menn finna sig örugga og alls óhrædda við að vera á ferli jafnt á nóttu sem degi. Skemmtilegasta fríið sem þú hefur farið í? Þetta frí var það langbesta en jafnmögulegt að næsta Taílandsfrí verði enn betra. Var á Taílandi að spila golf Sigurður Þ. Guð- mundsson læknir er nýkominn úr þriggja vikna ferð frá Taílandi þar sem hann naut þess m.a. að leika golf á völlum sem hann segir þá bestu sem hann hefur leikið á. Hvaðan ertu að koma? V ETUR konungur ræður núríkjum í Noregi og skíðafæriðer víða frábært. Í landinu er sterk hefð fyrir skíðaíþróttinni enda liggur við að Norðmenn læri á skíð- um áður en þeir læra að ganga. Það er því ekki að undra að þar sé að finna stór og fjölbreytileg skíða- svæði og er eitt það besta og stærsta við bæinn Lillehammer sem er suður af Ósló. Guðbrandsdalur- inn við Lillehammer hefur allt frá aldamótunum 1900 verið þekkt úti- vistarsvæði meðal Norðmanna. Þangað hafa listamenn sótt inn- blástur um aldirnar enda svæðið einkar stórbrotið í þröngum dalnum og landslagið fagurt. Þar er að finna fjögur aðalskíðasvæði; Hafjellet sem hér verður fjallað um, Skei, Gala og Kvitfjell sem var sérstak- lega byggt upp er ákveðið var að halda Vetrarólympíuleikana í Lillehammer árið 1994. Þá varð svæðið heimsþekkt sem skíðaparad- ís og allar götur síðan hefur það not- ið mikilla vinsælda sem slíkt. Skíðaíþróttin er fjölskylduíþrótt og er öll aðstaða við Hafjellet miðuð við það. Þar er að finna brekkur sem eru sniðnar fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna og eru börnin boðin sérstaklega velkomin og öll aðstaða fyrir þau til fyrirmyndar. Skíðaskóli fyrir þá sem vilja Við Hafjellet er rekinn skíðaskóli fyrir þá sem vilja hafa kennara sér við hlið þegar fyrstu sporin eru tek- in á skíðunum eða snjóbrettinu en einnig þegar ákveðinni grunnhæfni hefur verið náð. Hægt er að kaupa bæði einkatíma og hóptíma og kost- ar fyrsti tíminn (um 45 mín.) 3.000 krónur á mann en ef 2 eða fleiri taka tíma saman kostar hann um 1.500– 2.000 krónur. Hægt er að læra á hvers kyns skíðum, t.d. gönguskíð- um, telemarkskíðum, svigskíðum og snjóbrettum. Börn á aldrinum 4–6 ára geta svo skráð sig í Tröllaklúbb- inn þar sem kennsla og leikur fara saman á afmörkuðu barnasvæði undir leiðsögn skíðakennara. Allt að 14.000 skíðaiðkendur í einu Í Hafjellet hafa allar 13 brekk- urnar verið opnar í vetur en svæðið er opið til enda apríl. Samtals eru brekkurnar um 25 km að lengd og er sú lengsta um 5 km. Svæðið ann- ar tæplega 14 þúsund skíðaiðkend- um í einu þó að fjöldinn sé sjaldnast svo mikill. Langar biðraðir við lyft- ur heyra því til undantekninga enda sjá starfsmenn svæðisins um að all- ar lyftur séu fullnýttar á háannatím- um. Fjölbreytileikinn í brekkunum er mikill og allir geta fundið brekku við sitt hæfi. Veðurblíðan í Lille- hammer er mikil, að vísu getur frostið bitið í kinnarnar þegar verst lætur, en vart hreyfir þar vind, enda umhverfi skíðabrautanna vaxið háum barrtrjám, og þegar sólin skín um hávetur verður upplifunin stór- kostleg. Þegar greinarhöfundur var á Hafjellet á dögunum var þoka neðst á svæðinu. Eftir að hafa tekið hverja lyftuna á fætur annarri upp á Þar sem tröllin tr niður brautirn Lillehammer í Noregi er sann- kölluð paradís skíðamannsins. Sunna Ósk Logadóttir fetaði í skíðaför meistaranna sem renndu sér niður brekkur Hafjellet á Vetr- arólympíuleikunum árið 1994. Gist var í litlum fjallakofa Í Hafjellet hafa allar 13 brekkurnar verið opnar í vetur en svæðið er opið til 25 km að lengd og er sú lengsta um 5 km Allir geta fundið brekku við sitt hæfi í Hafjellet í Guðbrandsdal við Lilleh EVRÓPA FERÐAVEFUR SKELJUNGS Á heimasíðu Skeljungs, www.shell.is, er að finna tengilinn „ShellGeostar“ en með því að smella á hann er komið inn á ferðavef sem er sérstaklega hann- aður fyrir þá sem hyggja á ferðalög um Evrópu og vilja panta gistingu, skoða hvaða staðir eru á leiðinni, hversu lang- an tíma tekur að keyra á milli staða o.s.frv. Í fréttatilkynningu segir jafn- framt að á vefnum sé hægt að fá upp- lýsingar um veitingastaði og panta ferðabækur, kort og tónlist til að taka með sér í fríið. Á vefnum er einnig að finna nákvæmt vegakort af Evrópu. Hægt er að skoða vefinn á sex mismun- andi tungumálum; ensku, þýsku, frönsku, dönsku, sænsku og hol- lensku. ÍSLAND KYNNINGARFUNDUR Á FERÐUM GÖNGU-HRÓLFS Í dag, 11. mars, klukkan 15 verður haldinn kynningarfundur á ferðum Göngu-Hrólfs í sumar. Fundurinn er haldinn á Grand hóteli. Göngu-Hrólfur er gönguklúbbur sem stofnaður var í samvinnu við Úrval- Útsýn fyrir þremur árum. Klúbburinn býður upp á skipulagðar gönguferðir til ýmissa staða á erlendri grund eins og til Mallorca, Toscana, Krítar og fleiri staða. ÍSLAND GRÆNLENSKIR DAGAR Grænlenskir dagar verða í Hafnarfirði frá 15. mars til 1. apríl. Í fréttatilkynn- ingu segir að tilgangur grænlensku dag- anna sé að efla enn frekar samstarf sem hefur verið að þróast, ekki síst með tilkomu Vestnorræna gisti- og menningarhússins við Fjörukrána. Á grænlensku dögunum verður græn- lensk menningu kynnt, t.d. matarhefðir, tónlist, myndlist og fjölbreytt handverk svo eitthvað sé nefnt. Grænlenskir dag- ar verða í hverri viku frá fimmtudegi til sunnudags með fjölbreyttri dagskrá. Sérstakt upplýsingahorn um Grænland verður í Vestnorræna gisti - og menning- arhúsinu og þar verður Benedikta Thor- steinsson með upplýsingar um allt hvað eina sem lýtur að Grænlandi. Nán- ari upplýsingar er að finna hjá Fjöru- kránni í síma: 565-1213. SUÐUR-SPÁNN GOLFFERÐ Þann 4. til 11. apríl verður farin golfferð til Novo Sancti Petri, sem er rétt við borgina Cadiz í Andalúsíu á Suður- Spáni, á vegum Samvinnuferða- Landsýnar. Gist verður á Hotel Tryp Costa Golf sem er fjögurra stjörnu gisting. Novo Sancti Petri-golfvöllurinn er skammt frá hót-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.