Morgunblaðið - 11.03.2001, Síða 4

Morgunblaðið - 11.03.2001, Síða 4
Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga Vikugjald 3ja vikna gjald Opel Corsa dkr. 1.645 dkr. 3.995 Opel Astra dkr. 1.845 dkr. 4.495 Opel Astra Station dkr. 1.995 dkr. 4.995 Ford Mondeo dkr. 2.195 dkr. 6.295 Opel Zafira, 6-7 manna dkr. 2.995 Fáið nánari verðtilboð Til afgreiðslu m.a. á Kastrup- og Billund flugvellir Innifalið í verði ótakmarkaður akstur og tryggingar. (Allt nema bensín). Aðrir litlir og stórir bílar, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Fáið sendan nýjasta verðlistann. Útvegum sumarhús, íbúðir og bændagistingu. Höfum íbúðir til leigu í orlofshverfum með skiptidögum samkvæmt samkomulagi, s.s. Lalandia, Dansk folkeferie og DanskeFeriecentre. Margar stærðir íbúða. Húsbílar Fáið nánari upplýsingar. Heimasíða Á heimasíðu má velja sumarhús og orlofsíbúðir, panta bílaleigubíl og fá fjölbreyttar upplýsingar. Skoðið www.fylkir.is Fylkir Ágústsson Fylkir — Bílaleiga ehf. sími 456 3745 netfang fylkirag@snerpa.is heimasíða www.fylkir.is FERÐALÖG 4 C SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ FERÐASKRIFSTOFAN Sól hefur nýverið skrifað undir 3 ára samn- ing við nýja hótelið Paraiso de Albufeira í Algarve í Portúgal. Ferðaskrifstofan er jafnframt önn- ur tveggja ferðaskrifstofa í heim- inum sem er með samning við hót- elið, hitt er fyrirtækið JMC í Bretlandi. Jóhann Óli Guðmunds- son, stjórnarformaður Sólar, segir að hér sé um glæsihótel að ræða. „Hótelið er mikilfenglegt, móttak- an stór og íbúðirnar, sem eru 450 talsins, eru allar innréttaðar með vönduðum húsgögnum. Þá er þjón- ustan fyrsta flokks og það má segja að með opnun hótelsins þann 25. febrúar síðastliðinn gefist almenn- ingi kostur á að dvelja á glæsihót- eli á lágu verði,“ segir Jóhann Óli. Sól gerði 3 ára samning Semja við nýja hótelið Paraiso de Albufeira FERÐIR ætlaðar Íslendingum bjóðast nú í fyrsta sinn í sumar um Arnarvatnsheiði og nágrenni með Arinbirni Jóhannssyni ferðaþjón- ustubónda á Brekkulæk í Miðfirði en hingað til hefur hann að mestu sinnt erlendum ferðamönnum. Arngrímur segir að í flestum til- fellum sé um að ræða nokkurra daga gönguferðir þar sem gisting og fullt fæði er innifalið í verði. „Ferðirnar hafa verið vinsælar undanfarin 14 ár meðal útlendinga en nú er um að gera er að leyfa Íslendingum að njóta líka vel gró- ins hálendissvæðis og fjölbreytts dýralífs.“ Meðal nýjunga nefnir Arinbjörn ferð að nýbyggðum skála Ferða- málafélags Vestur-Húnvetninga sem er staðsettur við Hveraborg á Hrútafjarðarhálsi. Skálinn stendur á háhitasvæði og eru heitir pottar (skessukatlar) í síkánni sem renn- ur rétt neðan skálans. Þar geta gestir baðað sig í pottunum en ann- ar þeirra er af náttúrunnar hendi en hinn manngerður. Veiðiferðir og ganga Þá býður Arinbjörn einnig upp á veiði og göngu um Arnarvatnsheiði og Tvídægru sem er eitt stærsta votlendissvæði heims, að sögn Ar- inbjarnar. Á heiðinni eru fjölmörg veiðivötn, tjarnir og straumvötn og gnægt fiskjar. Stærsta varpland himbrima í Evrópu er á þessum slóðum, refur og minkur eiga þar sín heimkynni, auk þess sem göngumenn hitta af og til hross og kindur á beit í friðsæld fjallanna. Göngu- og veiðiferðir um Arnarvatnsheiði Njóta á vel gróins hálendis og dýralífs Í sumar bjóðast ferðir fyrir Íslendinga á vegum Arinbjarnar Jó- hannssonar um Arnarvatnsheiði og nágrenni. Undirbúningur þessarar seinni Id-hátíðar er ekki síst mik- ilvægur að því mér skilst, allar svartklæddu kon- urnar komu fram og allar virtust vera að kaupa sér sápu eða ilm- vatn og öll börn virtust í þann veginn að eignast nýja skó. Það varð ekki þverfótað í gömlu Sanaa því einhverra hluta vegna komu allir þangað í stað- inn fyrir að fara á finu göturnar sem vissulega eru til hér í bæ. Svo þegar allir höfðu keypt nægju sína hurfu þeir til síns heima og næstu daga sást varla hræða á ferli. En úr öllum húsum barst lambakjötsilmur því á þessari há- tíð borða allir lambakjöt. Þessi hátíð er til að minnast þess þegar guð skipaði Abraham að fórna sér syni sínum Ismail en hlífði honum síðan og sagði honum að fórna lambi í staðinn. Allir virtust eiga pening til innkaupa Það var ekki laust við að erfitt væri að trúa því að 3,5 milljónir Jemena lifi undir fátæktar- mörkum og 6 milljónir til við- bótar búi við sára fátækt þegar fylgst var með fjálglegum inn- kaupunum. En á þessari hátíð er raunar líka siður að þeir sem minna eiga eru teknir í tíma- bundið fóstur hjá efnameiri fjölskyldu sem gefur þeim peninga svo fjöl- skyldan geti keypt inn það helsta sem nauðsynlegt er til að allir geti átt góða og gleðilega Id- hátíð. Það þarf ekki að spyrja að því: auðvitað var frí í skólanum hjá mér og sem betur fer áttu bygg- ingarmenn líka frí, það er nefni- lega verið að byggja eina hæð til viðbótar ofan á skólann minn. Þar hafa verkamenn verið svo önnum kafnir að þeir hafa ekki einu sinni fengið frí á föstudög- um svo það hefur verið ógerning- ur fyrir okkur á kvennavistinni að sofa lengur en til rúmlega hálfsex á morgnana því þá eru byggingarmenn komnir á stjá. Fyrir nokkru tók ég svo næsta stigs próf í arabísku, meira upp á grín en það gekk svona öldungis bærilega og þar með er ég komin upp á næstu hæð í tungumálinu. Sú hæð er á hinn bóginn svo und- arleg að enn sem komið er vafra ég um í villu og svíma. DAGBÓK FRÁ SANAA Sautjándi júní eða Þorláksmessa Það hefur verið haldin Id-hátíðin seinni þessa viku og umferðin í Sanaa hefur verið eins og á sautjánda júní, skrifar Jóhanna Kristjónsdóttir. Eftir undirbúninginn allan skall á þvílík þögn og kyrrð að það var eins og enginn væri neins staðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.