Morgunblaðið - 16.03.2001, Page 1

Morgunblaðið - 16.03.2001, Page 1
Binoche í Súkkulaði Í dag frumsýnir Regnboginn mynd- ina Súkkulaði eða Chocolat sem sænski leikstjórinn Lasse Hallström gerði í Bandaríkjunum. Með aðal- hlutverkið fer Juliette Binoche en hún leikur konu sem setur upp súkkulaðibúð á móti kirkjunni í litlum bæ og vekur nokkra úlfúð bæjarbúa. Eiturlyfja- vandinn Sambíóin, Nýja bíó Keflavík og Nýja bíó Akureyri frumsýna nýj- ustu mynd bandaríska leikstjórans Steven Soderberghs, Traffic, með Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones í aðalhlutverkum. Myndin gerist í heimi eiturlyfja- viðskiptanna og segir frá dómara sem kemst að því að dóttir hans er fíkill. Benicio Del Toro fer með þriðja stærsta hlutverkið í mynd- inni. Kirikou og kerlingin Háskólabíó, Kringlubíó og Nýja bíó á Akureyri frumsýna teikni- myndina Kirikou og galdrakerl- inguna með íslensku tali. Með helstu hlutverk í talsetningunni fara Óskar Völundarson og Jó- hanna Vigdís Arnardóttir en leik- stjórn hennar annast Sigurður Sig- urjónsson. Segir myndin af drengnum Kirikou í Afríku og bar- daga hans við norn ógurlega. Í ÆSKU var Sam Raimi óður í ruddagrín The Three Stooges. Sem ungur maður gerði hann hrollvekjuunnendur óða með myndum á borð við The Evil Dead-þríleikinn og hundakúnstum í stælmiklu myndmáli. Sem eldri maður hefur Raimi róast og endurnýjast með spennumynd- um eins og A Simple Plan og nú The Gift – Náð- argáfunni, sem í dag verður frumsýnd hérlendis. Árni Þór- arinsson segir frá Sam Raimi. Hrollgerðarmaður hættir gusugangi Raimi róast en spennist 4 ÍSLENSKA fjölskyldumyndin Ikingut í leikstjórn Gísla Snæs Erlingssonar hlaut önnur tvennra verðlauna fyrir bestu mynd í fullri lengd sem alþjóðleg dómnefnd veitti á barnamyndahátíðinni í Montréal um síðustu helgi. Að sögn Hrannar Kristinsdóttur, fram- leiðanda Ikingut, sem sótti há- tíðina, fékk myndin svokölluð CIFEJ-verðlaun en danska mynd- in Miracle eftir Natöshu Arthy hreppti „grand prix“. „Í umsögn dómnefndar stendur að Ikingut fái verðlaunin fyrir framúrskarandi leikstjórn, kvikmyndatöku og mannúðlega efnismeðferð,“ segir Hrönn. Ikingut hefur þegar verið seld í kvikmyndahús í Japan, Hol- landi, Belgíu og Ítalíu og fleiri söl- ur eru í uppsiglingu. Þá gerir myndin viðreist á kvikmyndahátíð- um á næstunni – til Toronto, Sví- þjóðar, Noregs og London. Ikingut: Fer víða um þessar mundir. Ikingut verðlaunuð í Montréal Norrænt bíó í brennidepli Þrír af þekktustu leikstjórum Norð- urlandanna eru væntanlegir til Ís- lands í lok næstu viku til að taka þátt í norrænni kvikmyndahátíð sem Filmundur og sendikennarar í nor- rænum málum standa fyrir í Há- skólabíói. Myndirnar sem sýndar verða eru Öen i fuglegaden eftir Sören Kragh- Jacobsen (Mifunes sidste sang) frá Danmörku, Lillesöster eftir Taru Mäkelä frá Finnlandi og Söndags- engle eftir Berit Nesheim frá Nor- egi, en þau koma öll til landsins; Til- sammans eftir Lukas Moodyson (Fucking Åmål) frá Svíþjóð en aðal- leikarar hennar koma á hátíðina; og Cold Fever eftir Friðrik Þór Frið- riksson sem einnig verður til staðar. Aðstandendur myndanna munu taka þátt í umræðum um þær eftir sýningar og á málþingi í Norræna húsinu. Hátíðin stendur 22. til 26. mars. Hér er á ferðinni algjör konfektmoli sem enginn kvikmyndasælkæri má missa af. Magnaðir leikarar gera myndina að ógleymanlegri skemmtun. (Súkkulaði) FRUMSÝND Í DAG FRÁ LEIKSTJÓRA „CIDER HOUSE RULES“ Allt sem þarf er einn moli. Nýtt í bíó FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 Á FÖSTUDÖGUM Nýir apar og meiri sýndar- framtíð ÞEIR sem upplifðu gömlu Apaplánetuna bíða ugglaust með mikilli eftirvæntingu eftir end- urgerð Tim Burtons, skrifar Arnaldur Indr- iðason í samantekt um eina af stóru sumar- myndum ársins og Sæbjörn Valdimarsson segir frá fyrirhuguðum framhöldum eins helsta vísindatryllis seinni ára, The Matrix. Endurgerð og framhöld vísindaskáldskapar 3/5 Heimildarmynd Sólveigar Anspach valin á Cannes-hátíðina Gerir leikna bíómyndá Íslandi og í New York /2SkyggnigáfanHáskólabíó, Laugarásbíó og Borg- arbíó Akureyri frumsýna í dag spennumyndina The Gift í leikstjórn Sam Raimis. Handritið gerir Billy Bob Thornton en með helstu hlut- verk fara Cate Blanchett, Keanu Reeves, Hilary Swank og Greg Kinnear. Segir myndin frá konu með skyggnigáfu sem aðstoðar lögregl- una í morðmáli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.