Morgunblaðið - 16.03.2001, Qupperneq 2
2 C FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BÍÓBLAÐIÐ
LÍTIL frétt í Morgunblaðinu fyrir skemmstu vakti
athygli þeirra sem fylgjast með kvikmynda-
málum á Íslandi. Hún sagði frá því að Háskólabíó og Sam-bíóin ættu í við-
ræðum um hvort hægt sé að hagræða rekstri fyrirtækjanna með sam-
vinnu þeirra á milli. Óljóst var hvort af samningum yrði en markaðssetning
og sameiginleg innkaup á myndum er meðal þeirra þátta sem verið er að
athuga.
Tekið er fram í fréttinni að ekki sé um sameiningarhugleiðingar að ræða
en hún leiddi engu að síður hugann að þróun bíómarkaðarins undanfarin
ár eða áratugi. Rekstur kvikmyndahúsanna hefur færst á færri hendur,
kvikmyndahúsum hefur fækkað og kvikmyndahúsin hafa samstarf sín á
milli um sýningar margar helstu bíómyndanna sem frá Hollywood koma.
Núna eru aðeins fjórir aðilar í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu sem
stjórna kvikmyndahúsunum og myndavalinu; Myndform sem rekur Laug-
arásbíó, Skífan, sem er með Regnbogann og Stjörnubíó, og samkvæmt
fréttum í vikunni er nú það gamla og góða bíó til sölu, Sam-bíóin, sem
reka fjögur kvikmyndahús í borginni og Háskólabíó. Fjölmörg kvikmynda-
hús hafa dáið drottni sínum eða skipt um eigendur á undanförnum ald-
arfjórðungi. Tvö í Hafnarfirði, tvö í Kópavogi, Tónabíó, Nýja bíó og Gamla
bíó og Austurbæjarbíó heyrir undir Sam-bíóin svo aðeins séu nefnd þau
sem fyrst koma upp í hugann. Stjörnubíó virðist næst undir fallöxina.
Samkeppnin á milli bíóanna í Reykjavík er gríðarleg og fækkun kvik-
myndahúsaeigenda er ein afleiðing hennar. Með aukinni samkeppni varð
þjónustan betri við kvikmyndahúsagesti að því leyti að myndirnar að vest-
an tóku að berast hingað mun fyrr en við vorum áður vön þegar við þurft-
um að bíða í eitt ef ekki tvö ár eftir stórmyndum; nú fáum við allar helstu
myndirnar (frá Hollywood nota bene) nær því glænýjar. Þá er ekki nein
spurning um að sýningaraðstaðan er í sumum tilfellum sú besta sem völ
er á í heiminum.
Hins vegar hefur úrvalið ekki batnað. Það verður þvert á móti sífellt
einsleitara. Myndirnar koma, með nokkrum undantekningum þó, frá Holly-
wood sem gerir allt það besta og allt það versta í kvikmyndagerð fyrir
massann og því rignir yfir okkur með þeim afleiðingum að það koma löng
tímabil þar sem varla er farandi í bíó. Var til dæmis síðari hluti síðasta árs
alveg sérstaklega slappur hvað úrvalið snertir. Hver lélega myndin var
sýnd af annarri og í fá hús að venda. Sýndar eru færri myndir með stærri
og meiri uppslætti en lítill greinarmunur virðist gerður á gæðum þeirra.
Andófshópar eins og Filmundur eða Hreyfimyndafélagið, sem hafa fengið
inni í Háskólabíó, sýna lit með sýningum mynda frá öðrum tíma og öðrum
menningarsvæðum en mega sín lítils gegn Hollywood-stórveldinu. Það er
eins og það gerist sífellt erfiðara að ná í fólk á myndir sem ekki eru frá
Hollywood enda kannski ekki nema von þegar fátt annað er í boði árið út
og inn.
Maður spyr sig, og fleiri hafa gert það að undanförnu: Er ekki hægt að
fórna einum litlum sal í hverju fjölsalahúsi til þess að auka á fjölbreytn-
ina? Ömurleg amerísk della eins og Dr. T og konurnar með Richard Gere
fær alla þá vigt og virkt sem frumsýningu sæmir en hefði ekki mátt slaufa
henni fyrir mynd frá Spáni, Frakklandi eða einhverju Norðurlandanna? Má
setja hroða eins og Rocky og Bullwinkle beint á myndband en gefa nýrri
mynd Liv Ullmann byggðri á handriti eftir Ingmar Bergman tækifæri (ég
veit að þetta hljómar eins og hrollvekja í eyrum sumra en fyrir ekki svo
löngu síðan hefði slík mynd jafnvel rataði í bíó)? Er sýningarstefnan sem
hér hefur ríkt undanfarna áratugi búin að afsiða gersamlega áhorfendur
svo þeir hafa ekki lengur áhuga á neinu öðru en hreinum og beinum af-
þreyingarmyndum og skiptir þá engu máli hvað þær eru lélegar, bara ef
þær koma frá draumaverksmiðjunni og geta svæft mann með hasar og
gríni?
Er það orðið eina hlutverk kvikmyndahúsanna?
Sjónarhorn
Fjölbreytni
og úrval
Eftir Arnald Indriðason
Tryllir frá
Texas
POWERS Boothe er ágætur leikari
sem lítið hefur farið fyrir að und-
anförnu en átti sínar góðu stundir
um miðjan níunda áratuginn. Hann
fer nú með áberandi hlutverk í
áhugaverðri mynd sem verið er að
gera vestra og heitir Frailty og er
spennutryllir sem gerist í Texas. Með
önnur hlutverk fara Matthew Mc-
Conaughey og Matthew Kreis
ásamt Bill Paxton en myndin segir
frá ungum manni sem heldur að
bróðir sinn sé ábyrgur fyrir fjölda-
morðum í Dallas. McConaughey og
Paxton urðu ágætir vinir þegar þeir
léku saman í kafbátamyndinni U –
571 en þeir eru báðir frá Texas.
Enn ein úr
stríðinu
EFTIR að Steven Spielberg gerði
Björgun óbreytts Ryans hefur síðari
heimsstyrjöldin aftur komist í tísku
hjá kvikmyndagerðarmönnum. Ein af
stríðsmyndunum sem nú eru í fram-
leiðslu heitir All the Queen’s Men og
er með Eddie Izzard og Matt Le-
blanc í aðalhlutverkum. Leikstjórinn
er austurríkismaður að nafni Stefan
Ruzowitzky sem áður gerði myndina
The Inheritors. All the Queeńs Men
er lýst sem spennugamanmynd og
segir hún frá tveimur hermönnum
bandamanna sem sendir eru til
Berlínar að hafa uppi á dulmálsvél-
inni Enigma (hún kom einnig við
sögu í kafbátamyndinni sem nefnd
var hér að ofan og mynd sem brátt
verður frumsýnd og heitir einfaldlega
Enigma ). Myndinni er lýst sem sam-
blandi af Some Like it Hot og Raid-
ers of the Lost Ark en eitthvert hik
var á mönnum að setja hana í fram-
leiðslu því handritið var í 15 ár í
geymslu hjá Universal áður en rykið
var dustað af því.
Connie og
Robin
CONNIE Nielsen vakti mikla athygli
þegar hún fór með eitt aðalhlutverk-
anna í mynd Ridley Scotts, Glad-
iator, sem sópaði að sér ósk-
arsverðlaunaútnefningum. Nielsen
var eitt það besta við góða mynd og
tilboðin streymdu að henni. Hún mun
á næstunni fara með hlutverk á móti
Robin Williams í gamanmynd sem
ber heitið One Hour Photo. Segir hún
af einmanalegum starfsmanni í ljós-
myndavöruverslun sem fær Connie á
heilann eftir að hafa framkallað
myndirnar hennar. „Hann heldur að
hún lifi fullkomnu lífi miðað við mynd-
irnar sem hún tekur en þegar hann
kemst að einhverju allt öðru reiðist
hann,“ er haft eftir Connie og hún
bætir við: „Við erum alltaf að taka
þessar ljósmyndir af okkur brosandi
og þegar við horfum á þær dettur
okkur sjaldnast í hug að á bak við
brosin getur legið harmur.“
Tim í
tæknitrylli
TIM Robbins fer með aðalhlutverkið
í nýjum tæknitrylli sem ber nafnið
Antitrust og er leikstýrt af Peter
Howitt sem síðast gerði þá ágætu
mynd Sliding Doors. Með önnur hlut-
verk fara Ryan Philippe og Rachael
Leigh Cook en myndin gerist í heimi
hátækninnar og segir frá tölvunörd-
um sem finna upp hættulegan hlut á
upplýsingaöld og halda að yfirmaður
sinn, sem Robbins leikur, ætli sér
ekkert gott með það. Það er hið
forna veldi Metro Goldwyn Meyer
sem framleiðir en MGM gerði einnig
Hannibal sem nú er til sýninga hér á
landi.
Fólk
Paxton og McConaughey:
Saman á ný.
Associated Press
Nielsen og Robbins:
Bæði í nýjum myndum.
Reuters
„ÞETTA er saga um tvær ungar
konur og hún hefst í New York,“
segir Sólveig sem hefur tvo félaga
frá kvikmyndaskólaárunum í París
sér til aðstoðar við handritsskrifin,
þau Cécile Vargaftig og Pierre
Erwan Guillaume en hann skrifaði
einnig með henni handritið að
myndinni Hertu upp hugann. „Önn-
ur konan er bandarísk en fædd og
uppalin í Rúmeníu, fjölskyldan flutt-
ist til Bandaríkjanna þegar hún var
tólf ára svo hún hefur rúmenskan
málhreim. Hún er að læra til geð-
læknis og vinnur tvo daga í viku á
geðsjúkrahúsi. Þar á hún að annast
konu sem haldið er að sé bæði mál-
laus og heyrnarlaus, einnig er talið
að hún sé heimilislaus New York-
búi. Svo kemur í ljós að hún er frá
Íslandi, nánar tiltekið Vestmanna-
eyjum, og að hún er geðklofi en ekki
daufdumb. Fyrsti þriðjungur mynd-
arinnar verður tekinn í New York
en afgangurinn í Vestmannaeyjum.
Íslenska konan fer þangað aftur og
sú bandaríska kemur á eftir henni
því henni leikur forvitni á að vita
hvað kom fyrir þá íslensku á sínum
tíma, hvernig fjölskyldutengsl hún
býr við, í stuttu máli ævisögu henn-
ar. Reyndar snýst sagan minna um
hvers hún verður vísari um íslensku
stúlkuna heldur meira hvað hún
uppgötvar í sér sjálfri í þessari ferð.
Það gerir brjálað veður í Vest-
mannaeyjum, hún verður þar inn-
lyksa og til þess vísar heiti mynd-
arinnar, Stormy Weather, en
undirtitillinn er: psychiatry, love &
weather report.“
Myndin verður tekin á ensku,
rúmensku og íslensku; þarna bland-
ast saman ýmis þjóðmenning – svo
nærtækt er að álykta að Sólveig sé
að gera upp sinn eigin fjölþjóðlega
uppruna. „Kannski er ég að því,“
segir hún. „Ég er sjálf fædd í Vest-
mannaeyjum, á íslenska móður og
bandarískan föður sem fæddur er í
Þýskalandi og amma mín var rúm-
ensk. Ég hef unnið heimildarmynd í
Vestmannaeyjum en langaði alltaf
til að gera leikna mynd þar líka.
Annars eru þeir þættir sem liggja
að baki Stormy Weather marg-
slungnir og bæði persónulegir og
faglegir. Kveikjan að sögunni um
geðklofa konuna er frétt sem ég las
í blaði fyrir mörgum árum, hún var
þó ekki íslensk heldur ensk og end-
aði á frönsku geðsjúkrahúsi. Ég
varð snortin af sögu hennar og lang-
aði að gera um hana heimildarmynd
en þegar til kom vildi hún ekki leyfa
mér það. Eftir Hertu upp hugann,
sem var mjög persónuleg mynd,
velti ég lengi fyrir mér hvað ég ætti
að gera næst. Ég fékk mörg tilboð
um að leikstýra handritum eftir
aðra en ekkert þeirra höfðaði nógu
sterkt til mín. Ég ákvað því að gera
heimildarmynd, ekki fyrir sjónvarp
heldur kvikmyndahús og í fullri bíó-
lengd, um mann sem tekinn var af
lífi í Texas. Eftir hana byrjaði ég á
Stormy Weather og vil undirstrika
að myndin er fyrst og fremst skáld-
skapur.“
Að framleiðslu Stormy Weather
standa franskt og bandarískt fyr-
irtæki og nýtt fyrirtæki Baltasar
Kormáks og konu hans Lilju
Pálmadóttur, Sögn ehf. „Ég veit
ekki alveg hvenær tökur hefjast, við
eigum eftir að ráða leikarana, sem
flestir verða íslenskir, og ganga frá
endanlegri fjármögnun. Góðu frétt-
irnar í því sambandi er að heimild-
armyndin mín frá Texas, Made in
the USA, hefur verið valin á „direct-
or’s forthnight“ Cannes-hátíðarinn-
ar í vor, sem ætti að auðvelda okkur
að fá peninga í Stormy Weather. Ég
er svo spennt fyrir þessari mynd að
ég get ekki beðið eftir að komast í
gang.“
Stormy Weather eftir Sólveigu Anspach fékk framleiðsluvilyrði upp á 26 milljónir við
síðustu úthlutun úr Kvikmyndasjóði. Páll Kristinn Pálsson spjallaði við Sólveigu.
Geðlæknisfræði,
ást & veðurfréttir
KAUP-
MANNA
HÖFN
Verðlaun
og von-
brigði
Í síðasta pistli fjallaði ég um
verðlaunaveitingar til
danskra kvikmynda fyrir árið
2000, en þá hafði danski
kvikmyndabransinn veitt Ro-
bert-verðlaunin fyrir bestu
dönsku myndina til Bænken,
sem ég gerði örlítil skil í
sama pistli. Gullpálmamynd
Triers Dancer... og silf-
urbjarnar-sigurvegarinn frá
Berlín, Italiensk for begynd-
ere voru settar til hliðar.
4.
MARS útdeildu svo
danskir gagnrýn-
endur hinum hefð-
bundnu Bodil-
verðlaununum, sem hafa verið
„aðal“- dönsku kvikmyndaverð-
launin í hálfa öld – og þeir end-
urtóku nánast Robert-inn lið fyrir
lið. Bænken hirti þrenn af fimm
mögulegum
verðlaunum,
besta mynd,
besti aðalleik-
ari (Jesper
Christensen)
og besti auka-
leikari (Nikolaj
Kopernikus). Björk var sem áð-
ur valin besta leikkonan, og
Lene Thiemroth besta leikkona
í aukahlutverki í Italiensk...
Einn af dönsku gagnrýnend-
unum veltir því skiljanlega fyrir
sér, hvernig geti staðið á því, að
myndir, sem hafa fengið al-
þjóðlega viðurkenningu, m.a.
ekkert minna en sjálfan gull-
pálmann í Cannes, skuli í tví-
gang heima fyrir vera settar til
hliðar og að Bænken, ramm-
dönsk mynd um alkóhólisma,
hirði öll verðlaunin. Hann skýrir
sitt eigið atkvæði til Bænken
með því, að hinar tvær fyrr-
nefndu séu „alþjóðlegri“ hvað
varðar efni og innhald, en að
Bænken fjalli um sérdanskt fyr-
irbrigði.
Ég brá mér bíó til þess að
geta dæmt fyrir sjálfan mig.
Bænken þykir mér ágæt, og
Jesper er hreint stórkostlegur í
hlutverki alkóhólistans. Ég varð
fyrir vonbrigðum með Itali-
ensk... Þetta er fyrsta dogma-
gamanmyndin, ágætis af-
þreying og leikararnir skila mjög
góðum árangri, en ég átta mig
samt ekki á því, af hverju mynd-
in fær Silfurbjörn. Blinkende
lygter (leikstýrt af Anders Thom-
as Jensen, sem áður hefur feng-
ið Oscars-verðlaun fyrir stutt-
mynd) kom mér hins vegar
skemmtilega á óvart, auk þess
að vera konfekt fyrir augað.
Léleg mynd- og hljóðgæði er
eitt af aðalsmerkjum dogma-
veirunnar og er um leið afsök-
unin fyrir því, að með þessum
aðferðum fái leikararnir meira
frelsi og rými til túlkunar, sem á
að skila einstökum árangri.
Bull og vitleysa. Bæði í Bæn-
ken og Blinkende lygter tekst
leikurunum að búa til frábæra
karaktera og sýna leikræn til-
þrif, sem jafnast fullkomlega á
við það, sem boðið er upp á í
Italiensk...., en leikararnir eru
einmitt einasti styrkur þeirrar
myndar.
Dómsniðurstaða?
Kvikmyndir á að sjá í bíó,
dogmamyndir á að sjá í sjón-
varpi.
Sigurður
Sverrir Pálsson
fæddist í Vest-
mannaeyjum
en ólst upp í
París. Hún lauk
námi í kvik-
myndagerð frá
FEMIS í París
1989. Sólveig
hefur einkum fengist við heim-
ildarmyndagerð, en er þekkt-
ust fyrir leiknu myndina Hertu
upp hugann (1999), sem bygg-
ist á persónulegri reynslu af
því að vera samtímis barnshaf-
andi og greinast við krabba-
mein. M.a. hlaut Karin Viard,
sem fór með aðalhlutverkið,
frönsku Cesarverðlaunin sem
besta leikkona ársins fyrir leik
sinn í myndinni.
Sólveig Anspach
Bænken: Þjóð-
legt og gott.