Morgunblaðið - 16.03.2001, Page 4

Morgunblaðið - 16.03.2001, Page 4
SAM Raimi er það sem kallað er „cult“-leikstjóri, þ.e. hann gerir mynd- ir sem eiga sér dyggan og tryggan áhangenda- og aðdáendahóp en hefur enn ekki komist í fremstu röð þeirra kvikmyndagerðarmanna sem njóta fjöldavinsælda. En núna, þegar hann er annað hvort fertugur eða 41 árs eft- ir því á hvaða heimildum er byggt, virðist hann vera að þoka sér inn í þeirra hóp. Næsta mynd hans heitir Spiderman eða Kóngulóarmaðurinn eftir samnefndri hasarblaðahetju og hún gæti gert útslagið. Myndirnar þrjár á undan, For Love Of the Game, A Simple Plan og The Gift, sýndu að hann ætlar sér að þróast út úr gusu- gangi hrollvekjanna. Spurningin er hvort aðdáendahópur hans þróast með. Æska með Bakkabræðrum Sjálfur hefur hann alla sína tíð verið sjúkur í kvikmyndir. Samuel M. Raimi var næstyngstur fimm systkina og ólst upp við hornaboltaleik og lestur Kóngu- lóarmannsblaða í úthverfi Detroit. Nú hefur hann rifjað upp þau áhugamál sín í eigin bíómyndum – For Love Of the Game og Spiderman. Fyrsta ást hans í miðlinum var hins vegar bálkurinn um Bakkabræður – The Three Stooges, auk mynda Jerrys Lewis, en hvort tveggja eru listamenn grófs hama- gangshúmors. Slíkar bíómyndir hefur Raimi enn ekki gert sjálfur. Raimi segir föður sinn, Leonard Raimi, húsgagna- og búsáhaldasala, stærsta áhrifavald sinn. Raimi eldri „sviðsetti og tók flóknar heimakvik- myndir samkvæmt leiðbeiningum úr bæklingi frá Eastman Kodak.“ Hann kveðst hafa heillast „af því hvernig unnt var að fanga veruleikann, hvort sem hann var sviðsettur eða ekki, með 8 mm tökuvél, sýna hann og klippa upp á nýtt þannig að atburðarásin varð önnur en í lífinu.“ Sam Raimi gerði fyrstu kvikmynd sína ellefu ára gamall og tveimur árum síðar keypti hann fyrstu 8 mm vélina fyrir peninga sem hann vann sér inn með því að raka saman laufum í görð- um nágrannanna. Hann prófaði eftir- hermur á The Three Stooges en gerði einnig „stórmynd“ úr borgarastríðinu með leikmunum, búningum og 50 aukaleikurum. Myndræn heljartök Þessar tilraunir gerði hann með Iv- an bróður sínum sem nú er eðlisfræð- ingur. Saman fóru þeir að þróa alls kyns undirfurðulega myndvinkla, klippingar og tökuhreyfingar sem síð- ar urðu vörumerki í hrollvekjum Raimis. Æsilegur hraði og myndræn heljartök á skilningarvitum áhorfand- ans voru meginmarkmiðin. Það runnu tvær grímur á foreldrana eftir því sem Sam gerðist æ upptekn- ari af kvikmyndagerðinni en þegar hann var 15 ára leyfðu þau honum að sækja kennslustundir í kvikmynda- gerð ásamt eins árs eldri vini sínum, Bruce Campbell, sem síðar varð leikari í mörgum bíómyndum Raimis. Kenn- arinn gerði piltinn að aðstoðarmanni við tökur á kynningarmynd og eftir það varð ekki aftur snúið. Sam Raimi stundaði nám í tæknilegum efnum og handritsgerð, auk þess sem hann lék í, samdi og stjórnaði sínum eigin „amatör“-myndum og fékkst við gerð auglýsingamynda fyrir fyrirtæki í Detroit. Illska er góð Hann innritaðist svo í enskunám við Michigan-háskóla og þar kynntist hann Robert Tapert hagfræðinema. Þeir urðu miklir mátar og síðar sam- starfsmenn, Tapert sem framleiðandi. Þeir Sam og Ivan Raimi, Campbell og Tapert stofnuðu fyrirtækið Renaiss- ance Pictures. Þeir gerðu hálftíma- langa kynningarútgáfu af hrollvekju sem þeir sýndu hugsanlegum fjárfest- um, kaupsýslumönnum og læknum í Detroit, og tókst að herja út úr þeim hálfa milljón dollara. Fyrir þessa pen- inga varð The Evil Dead til (1983). The Evil Dead státar hvorki af sterkri persónusköpun né söguþræði, þar sem er lýsing á því hvernig hópur ungs fólks í fjallakofa verður illum öfl- um að bráð. Aðalsmerki myndarinnar er mögnun andrúmslofts og óhugnaðar með sjónrænum bellibrögðum og furðu vel heppnuðum tæknibrellum miðað við kostnað, auk nokkuð stór- skorins húmors, slettugangs og subbu- skapar. The Evil Dead malaði gull og vakti gríðarlega athygli á þessum unga leik- stjóra, m.a. á Cannes-hátíðinni. Tveim- ur árum síðar kom stílfærður glæpa- og hasarmyndaópus, Crimewave, með nokkrum þekktum B-leikurum og auknu fjármagni en í handriti Raimis og vina hans, Coenbræðra, sem hann skrifaði síðar með handritið að The Hudsucker Proxy, var því miður meira af lausbeisluðum hugmyndum en heildstæðri söguhugsun. The Evil Dead 2 (1987) var hið fyrirsjáanlega framhald, í raun fyrri myndin aukin og endurgerð, spriklandi af vibbaleg fjöri og lunknum húmor. Þarna var orðið ljóst að Sam Raim býr yfir þeirri náðargáfu að geta be meðölum kvikmyndamiðilsins m kraftmiklum hætti þótt áhöld hafi ver um þroska hans sem sögumanns. Stó myndverin í Hollywood höfðu þó næg legt traust á hæfileikum hans til ferja hann þangað og fá honum í hen ur verkefnið Darkman (1990). Þar se ir Raimi með yfirvegaðri hætti en áðu og býsna fagmannlega, sögu af vísind manni sem leitar hefnda á glæpamön unum sem sprengdu rannsóknarsto hans í loft upp með þeim afleiðingu að hann sjálfur afmyndaðist. Darkma er andrúmssterkt hasarævintýri o gefur Liam Neeson í titilhlutverkin nokkurt svigrúm til persónusköpun handan við gervið, snarpar æsingase ur og flugeldasýningar. Þriðja Evil Dead-myndin, Army O Darkness, kom 1993 og er enn ósýn hér, að ég held, en mun vera meira Náðargáfa Í æsku var Sam Raimi óður í ruddagrín The Three Stooges. Sem ungur maður gerði hann hrollvekjuunnendur óða með myndum á borð við The Evil Dead-þríleikinn og hundakúnstum í stælmiklu myndmáli. Sem eldri maður hefur Sam Raimi róast og endurnýjast með hnitmiðuðum spennumyndum eins og A Simple Plan og nú The Gift – Náðargáfunni, sem í dag verður frumsýnd hérlendis. Árni Þórarinsson segir frá þessum fjölhæfa kvikmyndagerðarmanni. Sams Raimis 4 C FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ BÍÓBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.